Þú ert hér:///mars

Sjálfsfælin, myrkfælin og ofsahrædd við vindinn

2025-03-09T13:03:15+00:009. mars 2025|

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir frumsýndi í gærkvöldi eigin söngleik, Skíthrædd, í Þjóðleikhúskjallaranum. Hún semur sjálf texta, lög og dansa og sér líka um flutninginn. Leikstjóri er Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Halldór Eldjárn er tónlistarstjóri, Sigrún Jörgensen hannar skrautlega og glitrandi búningana, rauða fyrir Unni en hvíta fyrir bandið, en Sigurður Starr Guðjónsson sér um lýsingu. Með Unni ... Lesa meira

Nostalgíutripp

2025-03-08T12:13:29+00:008. mars 2025|

Það er ekki langt síðan ævisögur og viðtalsbækur vermdu ævinlega efstu sæti bóksölulistanna, ár eftir ár, en síðan fóru vinsældir þeirra að dala. Það þýðir þó ekki að við höfum ekki áhuga á sorgum og sigrum fræga fólksins – við viljum bara sjá þær í viðhafnarmeiri búningi. Á fjölum Borgarleikhússins rekur nú hver ævisagan aðra ... Lesa meira

Hve glöð er vor æska

2025-03-08T11:26:04+00:007. mars 2025|

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi við mikinn fögnuð gesta söngleikinn Storm eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Unu Torfadóttur. Unnur Ösp leikstýrir; tónlist og textar eru eftir Unu nema eitt lag samdi hún með tónlistarstjóranum Hafsteini Þráinssyni og svo fengum við að heyra brot úr frægum lögum eftir aðra þegar mikið lá við. Glæsilega og afar snjalla ... Lesa meira

„Inn með ástarengilinn“

2025-03-05T12:38:07+00:005. mars 2025|

Í gærkvöldi sá ég sýningu Herranætur á söngleiknum Ástin er diskó, lífið er pönk í Gamla bíó. Leikstjóri er Katrín Guðbjartsdóttir en danshöfundur Júlía Kolbrún Sigurðardóttir. Í afar myndríkri leikskrá eru ávörp aðstandenda sýningarinnar og fyrri formanna Herranætur m.m. en hvergi er getið höfundar leiktextans né þeirra söngva sem sungnir eru. Ég þekkti auðvitað ýmis ... Lesa meira

Ævintýri eru ekki bara ævintýri

2025-03-02T16:19:05+00:002. mars 2025|

Leikhópurinn Kriðpleir frumsýndi verkið Innkaupapokann eftir Elísabetu Jökulsdóttur og leikhópinn á Litla sviði Borgarleikhússins á föstudagskvöldið. Leikmynd og búningar eru eftir Ragnheiði Maísól Sturludóttur og Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur sem báðar leika líka í sýningunni en dramatúrgíu sjá þau um Bjarni Jónsson og Snæfríður Sól Gunnarsdóttir. Tónlist og hljóðmynd er eftir Benna Hemm Hemm en lýsingin ... Lesa meira