Þú ert hér://2024

Holl messa

2024-10-07T10:37:28+00:007. október 2024|

Leikritið Nauðbeygð messa nýrra tíma eftir Einar Baldvin Brimar var sýnt hjá Afturámóti í Háskólabíó í sumar og hefur nú, sem betur fer, fengið framhaldslíf í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Leikstjóri er Vignir Rafn Valþórsson, Brjánn Hróbjartsson hannar einfalda leikmyndina og Sara Sól Sigurðardóttir sér um skrautlegt búningasafnið. Aðalpersóna verksins, Kláus Alfreðsson (Jakob van Ousterhout) liggur ... Lesa meira

Sannur Vesturbæingur?

2024-10-06T10:19:26+00:006. október 2024|

Uppistand hlýtur að vera um það bil streitufyllsta starf sem til er. Mig hryllir við tilhugsuninni einni um að standa ein á sviði í tvo tíma og tala. Þetta hefur þó verið aðalatvinna Jakobs Birgis (að eigin sögn) síðan hann var um tvítugt eða í sex ár, og hann frumsýndi nýlega nýtt uppistand, Vaxtarverki, í ... Lesa meira

„Ég fer í fríið“

2024-10-06T13:13:48+00:005. október 2024|

Fyrsta frumsýning haustsins á stóra sviði Þjóðleikhússins var í gærkvöldi á ærslaleiknum Eltum veðrið eftir leikhópinn og Kjartan Darra Kristjánsson. Leikstjórn er einnig í höndum Kjartans Darra og leikhópsins en frábært tjaldsvæðið á sviðinu gerði Ilmur Stefánsdóttir. Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir klæddi útilegufólkið í býsna dæmigerða búninga, allt eftir persónugerð og efnahag, nema hvað eitt parið ... Lesa meira

Ferðalag um harmaheima

2024-09-22T20:36:45+00:0022. september 2024|

Fyrir ári hóf Birnir Jón Sigurðsson leikárið í Tjarnarbíó með sínu bráðskemmtilega verki Sund sem raunar fær framhaldslíf í Þjóðleikhúsinu á þessu leikári. Og í gærkvöldi hófst nýtt leikár í Borgarleikhúsinu með nýju verki eftir hann, Sýslumanni Dauðans sem sýnt er á Nýja sviði. Leikstjóri er Stefán Jónsson. Mirek Kaczmarek hannar dularfullt og lengst af ... Lesa meira

Ég er það sem ég sef

2024-09-19T12:01:53+00:0019. september 2024|

Úr ljóðabókinni Ég er það sem ég sef eftir Svikaskáld Mál og menning gefur út þann 19. september 2024.     Mynd á kápu er verk eftir Helenu Margréti Jónsdóttur       Affall Frá því að hann féll og reis aldrei upp aftur höfum við passað okkur á stiganum, passað okkur í ... Lesa meira

List er að ljúga ekki of mörgu

2024-09-19T11:33:47+00:0019. september 2024|

Kristín Ómarsdóttir: Móðurást: Oddný. Benedikt 2023. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2024. Síðastliðið haust sendi Kristín Ómarsdóttir frá sér fyrstu bók skáldaðrar ævisögu langömmu sinnar, Oddnýjar Þuríðar- og Þorleifsdóttur. Þetta er í fyrsta sinn sem Kristín skrifar bók um persónu sem hefur verið til. Hún hefur þó nefnt í viðtölum að skáldskaparhugmyndir hennar ... Lesa meira

Að skilja betur tilgang og eðli skipulagsgerðar

2024-09-23T13:14:10+00:0019. september 2024|

Haraldur Sigurðsson: Samfélag eftir máli. Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi. Sögufélag, 2023. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2024.   Það er til ágætis samkvæmisleikur, sem á einhvern óskiljanlegan hátt hefur ekki enn verið tekinn fyrir í áramótaskaupinu, sem myndi ekki beinlínis gera samkvæmið betra – heldur bókstaflega eyðileggja það. ... Lesa meira

Bækur um það sem er bannað

2024-09-19T11:22:20+00:0019. september 2024|

Gunnar Helgason: Bannað að eyðileggja, Bannað að ljúga og Bannað að drepa. Mál og menning, 2021, 2022 og 2023. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2024.       Hinar svonefndu ADHD-bækur Gunnars Helgasonar hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár en þær komu út 2021, 2022 og 2023. Allar bækurnar þrjár, Bannað að eyðileggja, Bannað að ljúga ... Lesa meira

Frá Íslandi í Austurveg

2024-09-19T11:20:24+00:0019. september 2024|

Vilborg Davíðsdóttir. Undir Yggdrasil og Land næturinnar. Mál og menning, 2020 og 2023. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2024.   Á síðustu tæpu tveimur áratugum hefur komið fram fjöldi nýrra upplýsinga, einkum í gegnum fornleifarannsóknir, og í framhaldi af því með samanburði við textarannsóknir, um ferðir norrænna manna í svokallaðan Austurveg, það er ... Lesa meira

Töfrar og vísindi / vísindi og töfrar

2024-09-15T16:51:17+00:0015. september 2024|

Nýjustu töfrar og vísindi heitir glæný sýning Lalla töframanns (eða Lárusar Blöndal Guðjónssonar) sem var frumsýnd í Tjarnarbíó í dag, og hún lofar að hún fái börn til að hugsa. Lalli byrjar á að hita upp, fyrst sjálfan sig með nokkrum laufléttum töfrabrögðum þar sem einn hlutur verður skyndilega allt annar hlutur – til dæmis ... Lesa meira