Þú ert hér:///október

„Kærleikur er leikur þar sem allir taka þátt“

2024-10-17T12:51:46+00:0016. október 2024|

Ég hafði aldrei heyrt um Sviðslistakórinn Viðlag fyrr en í gær þegar ég sá sýningu hans Við erum hér í Tjarnarbíó – ef ég hefði heyrt um hann fyrr hefði ég sótt um inngöngu. Þetta er alveg áreiðanlega hressasti hópurinn á svæðinu um þessar mundir, minnir oft á leikhópinn Hugleik á hans fjölmennustu og fjörugustu ... Lesa meira

Kona vill skilja

2024-10-12T14:43:07+00:0012. október 2024|

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í gærkvöldi á stóra sviði Borgarleikhússins Óskaland eftir bandaríska leikskáldið Bess Wohl í lipurri þýðingu Ingunnar Snædal. Hilmir Snær Guðnason leikstýrði en Börkur Jónsson gerði áferðarfallega en gelda leikmyndina sem reyndist vera góð mynd af lífi fólksins í húsinu. Búningar Urðar Hákonardóttur voru vel við hæfi, einkum var snjallt að klæða utanaðkomandi ... Lesa meira

Ég heiti biðstofa

2024-10-11T11:38:48+00:0011. október 2024|

Eftir Ursula Andkjær Olsen, í þýðingu Brynju Hjálmsdóttur. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2024   Í tilefni af kvöldstund með Ursulu Andkjær Olsen birtum við hér ljóðið „Ég heiti biðstofa“ úr 3. hefti 2024. Ursula mun lesa úr verkum sínum og ræða um ljóðlistina, þann 18. október 2024, kl. 20.00 í Mengi og ... Lesa meira

Holl messa

2024-10-07T10:37:28+00:007. október 2024|

Leikritið Nauðbeygð messa nýrra tíma eftir Einar Baldvin Brimar var sýnt hjá Afturámóti í Háskólabíó í sumar og hefur nú, sem betur fer, fengið framhaldslíf í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Leikstjóri er Vignir Rafn Valþórsson, Brjánn Hróbjartsson hannar einfalda leikmyndina og Sara Sól Sigurðardóttir sér um skrautlegt búningasafnið. Aðalpersóna verksins, Kláus Alfreðsson (Jakob van Ousterhout) liggur ... Lesa meira

Sannur Vesturbæingur?

2024-10-06T10:19:26+00:006. október 2024|

Uppistand hlýtur að vera um það bil streitufyllsta starf sem til er. Mig hryllir við tilhugsuninni einni um að standa ein á sviði í tvo tíma og tala. Þetta hefur þó verið aðalatvinna Jakobs Birgis (að eigin sögn) síðan hann var um tvítugt eða í sex ár, og hann frumsýndi nýlega nýtt uppistand, Vaxtarverki, í ... Lesa meira

„Ég fer í fríið“

2024-10-06T13:13:48+00:005. október 2024|

Fyrsta frumsýning haustsins á stóra sviði Þjóðleikhússins var í gærkvöldi á ærslaleiknum Eltum veðrið eftir leikhópinn og Kjartan Darra Kristjánsson. Leikstjórn er einnig í höndum Kjartans Darra og leikhópsins en frábært tjaldsvæðið á sviðinu gerði Ilmur Stefánsdóttir. Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir klæddi útilegufólkið í býsna dæmigerða búninga, allt eftir persónugerð og efnahag, nema hvað eitt parið ... Lesa meira