Sungið um feðginasamband og plast

25. október 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Áður en ég hlýddi á Plastóperuna eftir Gísla Jóhann Grétarsson og Árna Kristjánsson með fimmta bekk Laugarnesskóla í gærmorgun var ég viðstödd morgunsönginn í skólanum með öllum börnunum – í fyrsta skipti síðan ég kvaddi þennan skóla fyrir sextíu og einu ári! Þau sungu skólasönginn (sem var ekki til í minni tíð) og tvö falleg smákvæði og ég gat ekki stillt mig um að taka undir. Svei mér ef ég komst ekki við. Lesa meira

Ó, þér unglingafjöld …

15. október 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Gaflaraleikhúsið í Hafnarfirði frumsýndi í gær fimmta verkið (telst mér til) sem sérstaklega er unnið af og ætlað áhorfendum á unglingsaldri en höfðar þó til eldri aldurshópa – vegna þess að öll höfum við verið unglingar. Fyrsta skiptið heitir stykkið og fjallar eins og nafnið bendir til um ýmis „fyrstu skipti“ í lífi fólks og samskiptum kynjanna sérstaklega. Ég gæti trúað að efni og efnistök muni róta rækilega upp í minningum þeirra sem á horfa. Lesa meira

Vel heppnuð afmælisveisla

13. október 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Leikfélag Selfoss heldur upp á sextugsafmæli sitt í ár og stóri viðburðurinn á afmælisárinu var frumsýndur í gærkvöldi í leikhúsinu í bænum, leiksýningin Á vit ævintýranna. Félagið var svo bráðheppið að fá til liðs við sig sérfræðing í ærslafengnum ævintýrasýningum, Ágústu Skúladóttur, og saman hafa þau unnið litríka sýningu úr þrenns konar efniviði: ævintýrinu um litla Kláus og stóra Kláus eftir H.C. Andersen og söguljóðunum „En hvað það var skrýtið“ eftir Pál J. Árdal og „Sálinni hans Jóns míns“ eftir Davíð Stefánsson. Lesa meira

Dauðleikinn er uppstillt baðherbergi

7. október 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Leikhópurinn Allir deyja frumsýndi í gærkvöldi Griðastað eftir Matthías Tryggva Haraldsson í Tjarnarbíó. Verkið er að uppruna útskriftarverkefni Matthíasar úr Listaháskólanum og hann leikstýrir sjálfur. Lesa meira

Það komast ekki allir til tunglsins

29. september 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Við eigum írska leikskáldinu Marie Jones meira að þakka en margir átta sig á. Það er vegna hennar að við fengum að sjá Stefán Karl á sviði eftir að hann var eiginlega hættur að leika vegna veikinda og sú síðasta frábæra frammistaða komst meira að segja í sjónvarpið og er til fyrir afkomendur okkar um ómunatíð. Lesa meira

Er hlæjandi að þessu?

24. september 2018 · Fært í Leikdómar Silju, Óflokkað ·  

Það fer ekkert milli mála að efniviður háðsádeilu Guðmundar Brynjólfssonar, Svartlyngs, sem leikfélagið GRAL sýnir nú í Tjarnarbíó, er „Höfum hátt“-hreyfingin sem felldi ríkisstjórn í fyrra. Leikstjóri er líka Bergur Þór Ingólfsson sem stóð í miðju átakanna. Lesa meira

Nóra snýr aftur

22. september 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

„Hvert ætli þú hefðir svo sem getað farið?“ spyr Vilborg Dagbjartsdóttir Nóru Ibsens í ljóðinu „Erfiðir tímar“ (Kyndilmessa 1971) og áreiðanlega hefur þessi spurning sótt á huga margra undanfarin tæp 140 ár. Varð hún vændiskona í Kristjaníu? Skúringakona? Vinnukona? Eða gekk hún í sjóinn? Lesa meira

Ræningjakóngsins dóttir – hér er hún!

16. september 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Söngleikurinn um Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren, Anninu Enckell og Sebastian var frumsýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins í gær fyrir fleytifullum sal af alveg ævintýralega fallegum, áhugasömum og stilltum börnum á öllum aldri. Lesa meira

Lífið séð í ljósi dauðans

15. september 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Áður en ég settist við að skrifa um sýninguna Allt sem er frábært eftir Duncan Macmillan, sem var frumsýnd á litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi, las ég viðtal við Charlotte Bøving í Fréttablaði dagsins. Þar segir hún frá sýningu sem hún er að vinna um dauðann, séðan frá lífinu. Mér fannst þetta skondið af því að í verki Macmillans er þessu öfugt farið: þar er horft á lífið frá dauðanum. Lesa meira

Tímarit Máls og menningar 3. hefti 2018

12. september 2018 · Fært í Fréttir ·  

Þriðja Tímaritshefti ársins kom úr prentsmiðju fyrir helgi, lagði af stað til áskrifenda í fyrradag og fór í bestu bókabúðir í gær. Það er sjón að sjá í þetta sinn, skartar á kápu listaverki eftir Þuríði Sigurðardóttur: fagurlega unninni mynd af háspennumastri á upphlut! Lesa meira

« Fyrri síðaNæsta síða »