Varúð! Óskir geta ræst

25. febrúar 2019 · Fært í Leikdómar Silju ·  

„Það er vissara‘ að fara varlega, vissara‘ að óska sparlega“ því óskir geta nefnilega ræst – það gera þær að minnsta kosti í sprellfjörugum söngleik Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, Karls Ágústs Úlfssonar og Þorvalds Bjarna Þorvaldssonar hjá Leikfélagi Akureyrar sem var frumsýndur um helgina undir öflugri stjórn Ágústu Skúladóttur. Lesa meira

Örsögur, örleikrit, ördansverk og örmyndverk

22. febrúar 2019 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Sýning Unnar Elísabetar Gunnarsdóttur dansara, Ég býð mig fram, sem var frumsýnd í Tjarnarbíó í gærkvöldi hefur verið kölluð listahátíð en allt eins mætti kalla hana kabarett eða sirkus. Unnur hefur fengið fjölda listamanna, fjórtán alls, til að semja fyrir sig örverk sem hún sýnir svo hvert á fætur öðru Lesa meira

Er einhver venjulegur?

20. febrúar 2019 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Nýr leikhópur, Venjulegt íslenskt fólk, frumsýndi sína fyrstu sýningu, Takk fyrir mig, í Iðnó á mánudagskvöldið. Ég sá sýninguna í gær en næsta sýning er ekki fyrr en 27. febrúar. Leikararnir eru allir að ljúka leiklistarnámi í Danmörku en fengu að taka praktíkina hér heima, enda er líklegt að framtíð þeirra sé hér á landi. Þau báðu Adolf Smára Unnarsson rithöfund (og áhugaleikara) um að skrifa fyrir sig leiktexta, Matthías Tryggva Haraldsson að leikstýra og Friðrik Margrétar að semja tónlist og allir gegndu kalli. Lesa meira

Ævintýrin gerast enn

5. febrúar 2019 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Þið eruð líklega mörg búin af missa af ævintýraóperunum hennar Þórunnar Guðmundsdóttur i Iðnó, því miður, allar sýningarnar voru um helgina. Það er talsverður missir því þetta voru afar skemmtileg, áheyrileg og ásjáleg verk. Það voru nemendur í Menntaskólanum í tónlist og leikfélagið Hugleikur sem stóðu að sýningunni. Lesa meira

Saga frá brosandi landi

3. febrúar 2019 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Sýning Maríu Thelmu Smáradóttur og Trigger Warning í Kassanum, sem var frumsýnd í gær, Velkomin heim, hefst á um það bil fimmtán mínútna þokkafullum dansi leikkonunnar á svörtu spegilgólfi leikmyndar eftir Eleni Podara. Á fingrunum er María Thelma með gervineglur úr málmi, um það bil handarlangar, sem munu vera hefðbundinn búnaður í ákveðinni tegund af taílenskum dansi og draga fagurlega athygli að höndum dansarans. Hendurnar skipta miklu máli í dansinum og langar „neglurnar“ auka á þokkann. Lesa meira

Leikhús með bíói

2. febrúar 2019 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Í gærkvöldi frumsýndi Smartílab Það sem við gerum í einrúmi í Tjarnarbíó. Verkið fjallar um fjórar manneskjur sem búa einar í einstaklingsíbúðum á sömu hæð í fjölbýlishúsi og hafa lítið samband sín á milli. Þó eru tvær þeirra mæðgin en sonurinn er á stöðugum flótta undan móður sinni – nema þegar hann þarf á einhverju að halda frá henni. Leiksviðið gerir Sigríður Sunna Reynisdóttir og bjó persónunum ólíkar vistarverur með einföldum ráðum. Lesa meira

Urður mannsbarn hittir börn Loka

1. febrúar 2019 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það var mikil spenna í hópnum sem gekk í einfaldri röð á eftir dyraverði Goðheima inn í Kúluna, barnaleikhús Þjóðleikhússins, síðdegis í gær. Framundan var leiksýning þar sem áhorfendur gátu sjálfir ráðið framvindunni. Þetta er að sjálfsögðu Þitt eigið leikrit – Goðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson, byggt á feikivinsælum bókum hans sem fara sömu leið, leyfa lesendum að velja í lok hvers kafla hvað gerist næst. Lesa meira

Næturævintýri

28. janúar 2019 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Einþáttungarnir sem saman mynda nýskáldasýninguna Núna 2019 í Borgarleikhúsinu gerast allir mjög seint um kvöld eða að næturþeli. Og sem kunnugt er getur þá allt gerst, bæði í vöku og draumi – sem líka eiga það til að renna saman. Lesa meira

„Mamma deyr og pabbi deyr og þú deyrð líka síðar meir“

25. janúar 2019 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Þessi glaðlega hending hér fyrir ofan er úr frumsömdu vöggukvæði eftir Charlotte Bøving sem hún syngur í uppistandssýningu sinni Ég dey á Nýja sviði Borgarleikhússins um þessar mundir. Þar fjallar hún um dauðann á ótrúlega margvíslegan hátt á ekki lengri kvöldstund, fræðilega og persónulega. Lesa meira

„Þetta reddast alltaf fyrir rest“

6. janúar 2019 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það er ys og þys í Ævintýraskóginum í Tjarnarbíó þar sem Leikhópurinn Lotta frumsýndi í dag Rauðhettu sína, tíu árum eftir að hún var fyrst sýnd í Elliðaárdalnum. Enn er Rauðhetta litla (Andrea Ösp Karlsdóttir) að reyna að komast til ömmu sinnar (Anna Bergljót Thorarensen) með kökur og vín en úlfurinn slyngi (Árni Beinteinn Árnason) hefur áhuga á að éta allt nestið sjálfur og ömmu og Rauðhettu í ofanálag. Lesa meira

« Fyrri síðaNæsta síða »