Þegar ástin er hnefaleikur

24. ágúst 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það er sniðug hugmynd á bak við verkið Allt sem er fallegt í lífinu sem Mooz menningarfélag sýndi sem verk í vinnslu í Félagsheimili Seltjarnarness núna í vikunni: Það túlkar samskipti kynjanna sem æfingu í hnefaleik. Lesa meira

Vitið þér enn, eða hvað?

18. júní 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það liggur í rauninni beint við að gera eins og Robert Wilson í Eddu, sem sýnd var í Borgarleikhúsinu í gær á Listahátíð, að byrja hana í svarta myrkri: Ár var alda, það er ekki var, segir í Völuspá, var þar hvorki sandur né sær né svalar unnir … Við sátum sem sé þarna í sjálfu Ginnungagapi og það var djúp og þrungin þögn í húsinu. Drykklanga stund – uns tók að birta. Sköpun heims var hafin. Lesa meira

Tímarit Máls og menningar 2 2018

1. júní 2018 · Fært í Fréttir ·  

Annað hefti ársins af Tímariti Máls og menningar hefur verið sent til áskrifenda og í helstu bókabúðir, troðfullt af spennandi efni að venju. Kápumyndin er af ástar- og frjósemisgyðjunni Freyju eins og sænski myndlistarmaðurinn Anders Zorn sá hana fyrir sér um aldamótin 1900. Hún er myndskreyting við grein Hallfríðar J. Ragnheiðardóttur: „En er hún fer …“ sem fjallar um Freyju og Brísingamen. Annars er Þorsteinn frá Hamri í aðalhlutverki í þessu tölublaði; Lesa meira

Smánun og niðurlæging á netinu

26. maí 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Við hjónin erum ekki beinlínis markhópurinn sem nýja íslensk-enska óperan Bergmálsklefinn í Tjarnarbíó miðar að. Það er tón-leikfélagið Aequitas Collective sem að henni stendur í samstarfi við Alþýðuóperuna og hún freistar þess að birta í tali, tónum og á stórum hengitjöldum á sviðinu það áreiti sem nútímamaðurinn verður fyrir. Lesa meira

Ljúgðu Gosi, ljúgðu!

24. maí 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það voru sumarjól hjá félögum mínum Arnmundi og Aðalsteini (sem saman mynda Leikhópinn Lax) þegar Leikhópurinn Lotta frumsýndi sína tólftu sýningu í Ævintýraskóginum í Elliðaárdalnum í gær. Undir voru sögurnar um Gosa spýtustrák, Óskirnar þrjár og Rapunzel eða Garðabrúðu – sem í verki leikhópsins heitir bara Ósk og er alls ótengd grænmeti. Lotta lofaði góðu veðri og þrátt fyrir nokkrar efasemdir um skeið reyndist hún hafa rétt fyrir sér. Hann hékk þurr og meira en það: sólin gægðist hvað eftir annað fram undan skýjunum og hitaði bakið á áhorfendaskaranum sem þjappaði sér saman á teppum og dýnum á grasinu. Lesa meira

Viðsjáll sonnettusveigur

19. maí 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það gefst fremur nöpur innsýn í líf ungs fólks í Aðfaranótt Kristjáns Þórðar Hrafnssonar sem útskriftarnemar af leikarabraut LHÍ sýna í Kassanum þessar vikurnar. Ókeypis er inn á sýninguna og full ástæða til að hvetja alla – og kannski einkum ungt fólk – til að slá þarna tvær flugur í einu höggi, sjá splunkunýtt verk og hóp leikara sem munu skemmta okkur í íslenskum leikhúsum á næstu árum. Lesa meira

Mestu andstæðurnar

17. maí 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Upp úr gryfjunni framan við stóra svið Þjóðleikhússins líða tregafullir tónar, sárir en blíðir, veikir í fyrstu en styrkjast. Svo eru rauðu, þungu tjöldin dregin frá og við okkur blasir eyðiland. Gráir, grýttir melar, fallin girðing, nakin tré sem teygja greinar sínar angistarfullt til himins. Mistur eftir nýafstaðna stórskotahríð myrkvar sólina. Dauðir menn liggja eins og hráviði um sviðið. Tónarnir fögru eru þeirra sálumessa. Lesa meira

Líf að lífi loknu

28. apríl 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Vestfirðir taka ekki elskulega á móti Flóru (Elva Ósk Ólafsdóttir)þegar hún kemur þangað, lífsleið og buguð, til að mála hús tengdaforeldra dóttur sinnar. Verkið er leikgerð Melkorku Teklu Ólafsdóttur á skáldsögunni Svartalogni Kristínar Marju Baldursdóttur og var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Flóra kemur gangandi til okkar í byrjun leiks eftir dimmum jarðgöngum Gretars Reynissonar með hjólatöskuna sína í eftirdragi og þó að ljós kvikni fyrir ofan hana eitt af öðru ráða þau lítið við myrkrið í göngunum og í opi þeirra á bak við hana ólmast veðurofsinn. Lesa meira

Fjörugur og fyndinn hráskinnaleikur

21. apríl 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Leikfélagið Hugleikur frumsýndi sína fyrstu sýningu í nýju Hugleikshúsi við Langholtsveg í gærkvöldi. Húsið er þekkt sem Fóstbræðraheimilið en gestir Hugleikara ganga inn baka til. Þetta er góður staður og fer vonandi vel um félagið þar. Nýja verkið heitir Hráskinna og er eftir þekkt Hugleiksskáld, Ármann Guðmundsson, Ástu Gísladóttur, Sigríði Báru Steinþórsdóttur og Þorgeir Tryggvason, en leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Lesa meira

Dagar afneitunar og þjáningar

14. apríl 2018 · Fært í Leikdómar Silju, Óflokkað ·  

Ég ímynda mér að fleiri leikhúsgestum hafi verið svipað innanbrjósts og mér í lok sýningar á Fólki, stöðum og hlutum í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi: að vona og treysta því að þurfa aldrei að fara í fíkniefnameðferð. Leikrit Duncans Macmillan er djarft að því leyti að það er langt og fer með áhorfendur í gegnum hrylling fráhvarfsins alla vega einu og hálfu sinni – eins og einu sinni hafi ekki verið meira en nóg! Lesa meira

« Fyrri síðaNæsta síða »