Sterkastur er sá sem stendur einn

23. september 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Fyrsta frumsýning haustsins á stóra sviði Þjóðleikhússins, ein hátíðlegasta stund ársins. Freyðivín í fordrykk, forsetinn í húsinu, margir í sínu besta pússi. Eiginlega leitt að ekki skyldi vera hlé til að maður gæti notið þess betur að horfa á hátísku haustsins 2017 allt í kringum sig. Og svo var verkið klassískt og þó brýnt: Óvinur fólksins eftir Henrik Ibsen, 135 ára að vísu en eins og skrifað beint inn í okkar tíma. Hvað á fyrsta rétt, velferð og öryggi mannfólksins eða örugg auðsöfnun hinna ríku? Á að hugsa í skammtímalausnum eða langtímalausnum? Lesa meira

Glæpurinn eða refsingin

22. september 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Flókin fjölskyldumál eru viðfangsefni Tyrfings Tyrfingssonar í Kartöfluætunum sem voru frumsýndar á Litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi undir styrkri og hugmyndaríkri stjórn Ólafs Egils Egilssonar. Þetta er þriðja verk Tyrfings sem ég sé á sviði; síðast var það Auglýsing ársins en þar áður Bláskjár og einþáttungurinn Skúrinn á sléttunni. Að mínu mati – alla vega þessa stundina – er þetta síðasta verk hans líka það besta, og það er auðvitað eins og það á að vera hjá ungum höfundi. Lesa meira

Pílagrímsferð til Parísar – í minningu Sigurðar Pálssonar

20. september 2017 · Fært í Á líðandi stund ·  

Fyrsta minningabók Sigurðar Pálssonar af þrem, Minnisbók, kom út fyrir jólin 2007 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin. Hugfangin af frásögn Sigurðar og lýsingum hans á París fórum við hjónin í pílagrímsferð til borgarinnar um páskana 2008 og undir eins og heim kom skrifaði ég pistil í Tímarit Máls og menningar um þá ferð. Nú er Sigurður allur og allt landið og miðin gráta hann. Mig langar til að minnast hans með því að birta hér þessa nærri tíu ára gömlu frásögn og votta um leið ástvinu hans, Kristínu Jóhannesdóttur, syni þeirra hjóna og öðrum ættingjum og vinum Sigurðar mína innilegustu samúð. Lesa meira

Eru tvisvar tveir fjórir eða fimm?

16. september 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það var auðvitað stórfurðulegt að sitja við Nýja svið Borgarleikhússins að kvöldi viðburðaríks dags með stjórnarslitum og valdsmannslegri ræðu forsætisráðherra og horfa á frumsýningu á 1984, leikgerð Roberts Icke og Duncans MacMillan á sígildri skáldsögu Georges Orwell. Heyra sífellt vísað til óendanlegs og takamarkalauss valds „Flokksins“ sem öllu ræður í fortíð og nútíð, sem breytir sögunni sér í hag og býr til nýtt tungumál af því að orðin eru viðsjárverð, þau fela í sér hættulegar upplýsingar og geta sprungið, eins og Sigfús Daðason benti á. Lesa meira

Að skammast sín – en fyrir hvað?

12. september 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Í gærkvöldi var frumsýnt í Kúlu Þjóðleikhússins verk sem að efni og uppsetningu brýtur að ýmsu leyti blað í íslenskri leikhússögu. Verkið heitir Smán og er eftir Bandaríkjamanninn Ayad Akhtar sem hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir það árið 2013. Leikstjóri er Þorsteinn Bachmann en þýðendur eru Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson. Lesa meira

Með fullt hús af hlæjandi áhorfendum

3. september 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Þeir eru orðnir svolítið grárri um höfuðið strákarnir í Með fulla vasa af grjóti en þeir hafa sannarlega engu gleymt og reynast eiginlega alveg eins fimir og kraftmiklir og áður. Þjóðleikhúsið tekur nú upp í þriðja sinn þessa feiknalega vinsælu sýningu á verki Marie Jones um tvo lánlitla pilta í írsku sveitaþorpi og „kvikmyndaævintýri“ þeirra; Lesa meira

Aðallega uppi

3. ágúst 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Félagsheimili Seltjarnarness, vettvangur leiksýningarinnar Ég og minn bipolar bróðir eftir Tómas Gauta Jóhannsson, er furðu lítið notað undir slíkar menningarlegar uppákomur. Þetta er háklassískt félagsheimili, eins og þau sem voru byggð um allt land á mínum yngri árum, og alltof gott hús til að nota eingöngu undir afmælisveislur og þorrablót. Það fór ágætlega um fullan sal af leikhúsgestum þar í gærkvöldi því þótt engin upphækkun sé í salnum er sviðið nógu hátt til að allir sjái – nema þegar leikararnir lögðust endilangir á gólfið. Seltirningar skulda leikhúsáhugamönnum húsnæði síðan Norðurpólnum var lokað, gáið að því! Lesa meira

Ekki er allt sem sýnist

15. júní 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Við Arnmundur og Aðalsteinn fórum í Elliðaárdalinn í gær – öðru nafni Ævintýraskóginn – til að hitta Ljóta andarungann og fleiri ævintýrapersónur í nýjasta stykki Leikhópsins Lottu. Veðrið var himneskt og gleðin sönn hjá ungum og öldnum. Gamla ævintýrið hans Hans Christians Andersen um svanaunga sem fæðist í andahreiðri gefur tækifæri til að ræða ýmis mál sem brenna á fólki á öllum aldri, ekki síst börnum. Lesa meira

„Eins og brú yfir ólgandi flaum“

4. júní 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það var ansi skemmtilegt að sjá strákana í leikhópnum Ást og karókí fjalla um karlhlutverkið og karlmennskuna svo skömmu á eftir Reykjavíkurdætrum fjalla um kvenlegt hlutskipti í Borgarleikhúsinu. Piltarnir eru ekki komnir eins hátt á strá og stúlkurnar en þeir hafa þó fengið inni fyrir verk sitt, Sýningu um glímu og Slazenger, hjá Leikfélagi Kópavogs við Funalindina. Lesa meira

Pas de deux

20. maí 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Í samhengi við stjörnurnar eftir Nick Payne er vissulega leikrit fyrir tvo leikara en á frumsýningunni í Tjarnarbíó í gærkvöldi fannst mér oft að ég væri að upplifa danssýningu, myndlistargjörning eða tónverk, svo sérkennilega margslungin er þessi sýning sem Árni Kristjánsson stjórnar af öryggi. Árni þýðir verkið líka á þjált talmál þó oft fjalli orðræðan um flókin vísindi. Lesa meira

« Fyrri síðaNæsta síða »