Ævintýraskógurinn flytur í hús

7. janúar 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Leikhópurinn Lotta, sem hefur glatt börn og vini þeirra í Elliðaárdalnum á sumrin í áratug, frumsýndi í gær sína fyrstu „Lottusýningu“ frá árinu 2008 í Tjarnarbíó og var geysivel fagnað af troðfullu húsi. Verkið er ekki frumsamin ævintýrablanda eins og hópurinn byrjaði á strax 2009 (segir mér níu ára gamall sérfræðingur minn í Lottu) heldur leikgerð Ármanns Guðmundssonar af hinni lífseigu ævintýrasögu L. Franks Baum um galdrakarlinn í Oz. Lesa meira

Kvótinn og dauðinn við hafið

27. desember 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson undir stjórn Sigurðar Sigurjónssonar. Skemmtilega og þénuga leikmynd gerir Finnur Arnar Arnarson en búningana hannar Þórunn María Jónsdóttir. Það er gamall kunningi, þetta verk, minnisstætt frá fyrstu uppfærslunni í Þjóðleikhúsinu 1992 og ekki síður úr kvikmynd Baltasars Kormáks eftir því frá 2002. Lesa meira

Ástin á tímum tölvuleikjanna

2. desember 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Sá skemmtilegi og frumlegi leikhópur Sómi þjóðar frumsýndi í gærkvöldi í Tjarnarbíó nýtt verk, SOL, byggt á sannri sögu. Höfundar eru að venju þeir Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson sem leikstýrir að þessu sinni en leikur ekki í sýningunni. Hann á líka búningana og frábæra leikmynd ásamt Valdimar Jóhannssyni en Valdimar hannar ljós ásamt Hafliða Emil Barðasyni. Lesa meira

Sungið um ástir og grimmileg örlög

6. nóvember 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Efnið í óperunni Toscu eftir Giacomo Puccini virðist mun nær manni núna en áður; kannski vegna þess hvað ofbeldi gegn minni máttar hefur verið mikið í umræðunni. Greg Eldridge bendir líka á í grein í leikskrá að pólitísk ólga í heiminum núna minni á aðstæðurnar í óperunni. Lesa meira

Að fara náttfari um geiminn

29. október 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Leikhópurinn Gára Hengó frumsýndi í dag barnaleiksýninguna Íó – Undirheimaferð stúlku og hrafns í Tjarnarbíó. Höfundur er Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, leikstjóri er Aude Busson og Sigríður Sunna Reynisdóttir hannar leikmynd, búninga og brúður. Lesa meira

Á Íslandi erlendis

28. október 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Ragnar Bragason hefur gert „öðruvísi“ utangarðsmenn að efni leikverka sinna – fólk sem af afar ólíkum ástæðum er utan við samfélag okkar „hinna“. Í Gullregni (2012) var það fólk sem alheilbrigt lifir á örorkubótum – kerfinu; í Óskasteinum (2014) voru það smákrimmar sem ætla að ná sér rækilega niðri á kerfinu með einu góðu bankaráni. Í Risaeðlunum, sem nú eru sýndar í Þjóðleikhúsinu, er það fólkið sem flakkar land úr landi og er fulltrúar Íslands í sendiráðum þess erlendis en er löngu slitið úr samhengi við það samfélag sem þau eru fulltrúar fyrir. Lesa meira

Hvers vegna var Natan myrtur?

27. október 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Í gær frumsýndi leikhópurinn Aldrei óstelandi leikverkið Natan eftir Sölku Guðmundsdóttur og leikhópinn á Litla sviði Borgarleikhússins; stjórnandi var sem fyrr Marta Nordal og meðal leikenda voru bæði klassískar stjörnur hópsins og spennandi nýliðar. Lesa meira

Hrunadans

21. október 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það var mikið fjör í stóra sal Borgarleikhússins í gær þegar Guð blessi Ísland eftir þá Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarsson leikstjóra var frumsýnt, hopp og hí, loftfimleikar, myndbönd, gömul og ný, gamlar fréttaútsendingar, starwars-hljómsveit, lottóvél og bíll á sviðinu, ofboðslegur hávaði, sannkallaður Hrunadans með öllu í næstum þrjá og hálfan tíma. Lesa meira

Auðar saga á einu kvöldi

15. október 2017 · Fært í Á líðandi stund ·  

Vilborg Davíðsdóttir var að senda frá sér þriðju og síðustu bókina um Auði djúpúðgu, Blóðuga jörð. Samtals eru bækurnar þrjár um landnámskonuna merku ríflega 800 blaðsíður en í gærkvöldi gerði höfundurinn sér lítið fyrir og sagði alla þessa miklu sögu á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Gekk um gólf og rifjaði upp söguna alla frá því að Ketill flatnefur fluttist búferlum til Suðureyja frá Noregi og þangað til Auður dóttir hans lést í hárri elli að búi sínu í Hvammi í Dölum. Lesa meira

„Eigum við að tala um eitthvað annað?“

13. október 2017 · Fært í Óflokkað ·  

Í gærkvöldi var frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins nýlegt franskt leikrit, Faðirinn eftir Florian Zeller. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir og ágæta þýðingu gerði Kristján Þórður Hrafnsson. Leikritið hefur farið víða og vakið mikla athygli enda brennur efnið á íbúum Vesturlanda þessi árin. Lesa meira

« Fyrri síðaNæsta síða »