Upplifunarleikhús

2. desember 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Leikhópurinn 16 elskendur hefur jafngaman af því að leika fyrir áhorfendur sína og leika sér við þá eins og augljóst er af nýjustu sýningu þeirra, Leitinni að tilgangi lífsins, sem þau setja upp á gömlu Læknavaktinni á Smáratorgi í Kópavogi. Þetta er þátttökuleikhús dauðans en ekki mínúta dauð!

Lesa meira

Fjölskylduskemmtun

30. nóvember 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Fyrsta verk Íslensku óperunnar á nýju leikári er sýning fyrir alla fjölskylduna og á annarri sýningu í gær var fólk á öllum aldri, allt frá litlum börnum upp í afa og ömmur. Þetta er vel til fundið og full ástæða til að hvetja óperuunnendur til að nota tækifærið og kynna listina fyrir börnum og barnabörnum. Lesa meira

Vertu sæl, Berlín

25. nóvember 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Hjá Leikfélagi Akureyrar er nú sýndur söngleikurinn Kabarett eftir ótal manns – Joe Masteroff (leiktexti), John Kander (tónlist) og Fred Ebb (söngtextar), sem byggðu á skáldsögu Christophers Isherwood (Goodbye to Berlin) og leikriti Johns van Druten upp úr henni (I Am a Camera) – og þau sýna ekki í Hofi eins og virtist liggja beint við heldur í Samkomuhúsinu gamla. En ekki hefur maður lengi horft þegar maður hefur sætt sig fullkomlega við staðarvalið. Lesa meira

Að vita hvað ég vil, er málið

23. nóvember 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Þeir hafa gert það einu sinni enn. Fyrst tóku þeir Íslandssöguna almennt. Svo tóku þeir „öldina okkar“, þá 21. Og af því að þessar sýningar voru báðar kvenmannslausar bæta þeir úr því núna með því að taka kvenfólkið fyrir sérstaklega í sýningu sem þeir kalla … já, auðvitað: Kvenfólk! Lesa meira

Veröld sem var

16. nóvember 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það var kannski heppilegt að komast ekki á frumsýninguna á Insomnia í Kassanum á miðvikudagskvöldið. Alltént voru á sýningunni í gær að því er virtist eintómir aðdáendur Friends-þáttanna sem verkið snýst um og héldu uppi stuði allan tímann. Lesa meira

Taka lífið og sóa því

10. nóvember 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Við eignuðumst nýtt leikskáld í gærkvöldi þegar Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Tvískinnung eftir Jón Magnús Arnarsson undir stjórn Ólafs Egils Egilssonar. Jón Magnús er ljóðaslammari og textinn frjór og orðmargur, iðulega rímaður sem gefur honum óvenjulegt yfirbragð. Þetta er samt ekki rómantískt verk heldur fremur sprottið úr óvægnum heimi djamms, eiturlyfja og hasarmynda enda hittum við hér sjálfan Járnmanninn og Svörtu ekkjuna. Lesa meira

Áfram stelpur

4. nóvember 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

„Það eru ekkert færri karlar hér en á venjulegri sýningu í Tjarnarbíó,“ sagði sessunautur minn þegar hann svipaðist um í Þjóðleikhúskjallaranum í gærkvöldi. Þar var verið að frumsýna kabarettsýninguna „Fjallkonan fríð – eða hefur hún hátt?“ og hann hefur kannski átt von á að vera eini karlinn á svæðinu. Þó svo væri ekki voru konur auðvitað í miklum meirihluta. Það eru þær eiginlega alltaf í leikhúsinu. Lesa meira

Blekkingin afhjúpuð

29. október 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það er dýrmætt af Óperudögum í Reykjavík að rifja upp gömul meistaraverk eins og Þrymskviðu, sem ég missti af, því miður, og ekki síður að sýna okkur verk eins og Trouble in Tahiti eftir Leonard Bernstein sem við höfum ekki fengið að sjá hér á landi áður. Þessi stutta háðsópera/-söngleikur frá 1952 var frumsýnd í Tjarnarbíó í gærkvöldi undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar og Pálínu Jónsdóttur og vakti heilmikinn fögnuð. Textinn er líka eftir Bernstein og hann var sunginn á ensku. Lesa meira

Fékk hann samþykki? Eða sagði hún nei?

27. október 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Eins og það er gaman að sjá stuttar og hnitmiðaðar leiksýningar og safnast saman á eftir yfir umræðum um þær þá er líka upplifun að sjá langar og íhugular leiksýningar, virkilegar „heils kvölds sýningar“ sem maður stingur sér beint í rúmið á eftir og dreymir þær alla nóttina. Þannig sýning er Samþykki, ársgamalt leikrit eftir breska leikskáldið Ninu Raine sem frumsýnd var á stóra sviði Þjóðleikhússins í gærkvöldi undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Þórarinn Eldjárn þýddi. Lesa meira

Sungið um feðginasamband og plast

25. október 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Áður en ég hlýddi á Plastóperuna eftir Gísla Jóhann Grétarsson og Árna Kristjánsson með fimmta bekk Laugarnesskóla í gærmorgun var ég viðstödd morgunsönginn í skólanum með öllum börnunum – í fyrsta skipti síðan ég kvaddi þennan skóla fyrir sextíu og einu ári! Þau sungu skólasönginn (sem var ekki til í minni tíð) og tvö falleg smákvæði og ég gat ekki stillt mig um að taka undir. Svei mér ef ég komst ekki við. Lesa meira

« Fyrri síðaNæsta síða »