Þú ert hér://2017

Upp komast svik

2019-05-03T11:52:48+00:005. mars 2017|

Það var hamagangur á Hóli í gærkvöldi þegar Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi farsann Úti að aka eftir breska gamanleikjaskáldið Ray Cooney á stóra sviði Borgarleikhússins undir stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Gísli Rúnar Jónsson þýddi leikinn og staðfærði og eins og vænta má af þessum nöfnum var árangurinn sprenghlægilegur. Í sögumiðju er leigubílstjórinn Jón Jónsson (Hilmir Snær ... Lesa meira

Truntum runtum og tröllin í fjöllunum

2019-05-03T11:27:10+00:005. mars 2017|

Brúðuleikhúsið Handbendi sýndi í dag nýja sýningu sína, Tröll, í Tjarnarbíó. Höfundur, hönnuður, brúðusmiður og annar tveggja leikara í sýningunni er Greta Clough sem einnig rekur leikhúsið á Hvammstanga. Aldís Davíðsdóttir stjórnaði brúðunum með henni en Sigurður Líndal Þórisson leikstýrði. Tröll er því sem næst orðlaus sýning um viðbrögð tröllanna sem voru fyrir í landinu ... Lesa meira

Heimur nýr og snjall

2019-05-03T11:54:10+00:004. mars 2017|

Leikfélag MH frumsýndi like–con 2017 í gærkvöldi, nýtt frumsamið verk sem Guðmundur Felixson stýrir. Eins og eðlilegt er fjallar verkið um samtímaveruleika höfunda, leikhópsins og leikstjórans: okkar nýja stafræna heim. Við erum á leið á ráðstefnu hjá tæknifyrirtækinu Helix í kjallaraherhergjum Menntaskólans við Hamrahlíð og móttökunefndin er fjallhress þrenning (Hlynur, Hrafnhildur, Inga) sem er okkur ... Lesa meira

„Rómantíkin er stækkun á lífinu“

2019-05-03T12:15:41+00:0024. febrúar 2017|

Mér finnst sennilegt að Edda Björg Eyjólfsdóttir hjá Edda Productions hafi ákveðið að setja upp verkið um Þórberg Þórðarson, sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gærkvöldi, vegna þess að hún vilji halda nafni þessa merka höfundar á lofti. Finnist jafnvel ekki nóg að gert til þess. Það er prýðileg ástæða, jafnvel göfug. Aldrei er of ... Lesa meira

Vísindin efla alla dáð

2019-05-03T13:38:05+00:0012. febrúar 2017|

Ef ég vissi ekki að Vilhelm Anton Jónsson hefur skrifað nokkrar afar vinsælar bækur fyrir börn um vísindi þá hefði mér dottið í hug að hann væri uppiskroppa með efni á sýningunni sinni, Vísindasýningu Villa, á litla sviði Borgarleikhússins. Hann var rétt svo byrjaður að fræða fullan sal af börnum um hugðarefni sín þegar Vala ... Lesa meira

Tvíraddað

2019-05-03T13:45:02+00:0010. febrúar 2017|

Það er rúm hálf öld síðan ég sá fyrst leikverk þar sem aðalpersónan var tvöföld á sviðinu og talaði við sjálfa sig. Það var fyndni harmleikurinn Philadelphia, Here I Come eftir Írann Brian Friel í Gaiety leikhúsinu í Dublin. Minnisstæðast slíkra verka er Ofvitinn hans Kjartans Ragnarssonar í Iðnó þar sem tveir leikarar á ólíkum ... Lesa meira

Annað gott fólk

2019-05-03T14:28:17+00:006. febrúar 2017|

Það er dálítið skondið í ljósi nýlegrar umræðu um sýninguna sem nú gengur í Kassa Þjóðleikhússins að hlusta á unga fólkið í leikritinu Andaðu í Iðnó velta fyrir sér aftur og aftur hvort þau séu ekki gott fólk. Þau velta þessu fyrir sér af því þau – eða sérstaklega stúlkan (Hera Hilmarsdóttir) – finna til ... Lesa meira

Skilaboðaskjóðan skilar sínu

2019-05-03T14:09:33+00:0029. janúar 2017|

Takið nú eftir, áhugamenn um úrvals barnasýningar: Leikfélag Mosfellssveitar og leikfélagið Miðnætti eru að sýna Skilaboðaskjóðuna eftir Þorvald Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson alla sunnudaga næstu vikur. Þetta er eldfjörug sýning og falleg ásýndum enda sama fólk sem að henni stendur og minnisstæðri verðlaunauppsetningu á Ronju ræningjadóttur 2014, leikstjórinn Agnes Wild, tónlistarstjórinn Sigrún Harðardóttir sem ... Lesa meira

Galdrakarl á Sögulofti

2019-05-03T14:28:07+00:0022. janúar 2017|

Geir Konráð Theodórsson skemmtir sér þessar vikurnar við að segja gestum á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi sögur af svarta galdri á Íslandi. Þeir eru þrír feðgarnir sem standa að sýningunni því Theodór Kristinn Þórðarson, faðir Geirs, leikstýrir honum og bróðirinn Eiríkur Þór sér um uppsetninguna. Uppsetningin er afar einföld eins og jafnan á þessu leiksviði. ... Lesa meira

Ennþá gerast ævintýr

2019-05-03T14:26:01+00:0022. janúar 2017|

Gömlu ævintýrin hafa lengi verið drjúg uppspretta barnaefnis, það veit Guðjón Davíð Karlsson (Gói) og nýtir sér vel í nýju barnaleikriti með söngvum, Fjarskalandi, sem var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í dag. Vignir Snær Vigfússon semur lögin við texta Góa, Finnur Arnar Arnarson skapar undurfallegt ævintýraland á sviðinu, Lára Stefánsdóttir semur dansa og Selma ... Lesa meira