Þú ert hér://2010

Saga um háar hugsjónir, ást – og svik

2019-08-08T15:18:19+00:0024. apríl 2010|

Best að segja það strax: Sýning Þjóðleikhússins á Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness er vel heppnuð. Um margt ólík öllum þeim sex uppsetningum sem ég hef séð áður á verkinu, um margt hugmyndaríkari, beinskeyttari, pólitískari, efnismeiri jafnvel, bæði af því að sýningin er löng og svo er svið Finns Arnars Arnarsonar svo haglega gert að enginn ... Lesa meira

Þetta má ekki hafa eftir þér, Dorrit

2020-01-29T12:20:35+00:0013. apríl 2010|

Mánudagsleikhúsið fór af stað með hvelli í Iðnó í gærkvöldi. Þá var fyrsta og eina sýningin á leikritinu Nei, Dorrit! sem Þórarinn Leifsson byggði á frægu viðtali Joshua Hammer við íslensku forsetahjónin frá því snemma árs 2009; Auður Jónsdóttir stýrði. Nú er viðtal eiginlega leikrit og þetta viðtal er nógu djúsí til að standa lítt ... Lesa meira

Sleppa ekki héðan í bráð

2020-01-30T11:12:32+00:0011. apríl 2010|

Við göngum inn í glæsilega leikmynd á Nýja sviði Borgarleikhússins þegar við mætum á Dúfurnar, leikrit Davids Gieselmanns sem var frumsýnt í gærkvöldi. Ilmur Stefánsdóttir hefur skapað verkinu smart umgjörð með ferkílómetravís af hvítu gardínuefni, gráum og hvítum bekkjum, hvítum lömpum, hvítum leðursessum og einu glitrarndi gervijólatré innst í vinstra horni. Svo koma leikararnir inn, ... Lesa meira

Grínlaus óhamingja

2020-01-30T11:18:57+00:001. apríl 2010|

Þeir sem sáu leikritið Eilífa hamingju á litla sviði Borgarleikhússins rétt fyrir hrun og koma á leikritið Eilífa óhamingju eftir sömu höfunda með væntingar um svipaða nálgun verða sennilega fyrir vonbrigðum. Nema þeim hafi fundist léttúðin í fyrra verkinu óviðurkvæmileg og fagni nú meiri alvöru og þunga í meðferð efnisins. Fyrir minn smekk hefði meiri ... Lesa meira

Vandinn að vera unglingur

2020-01-30T11:46:32+00:0020. mars 2010|

Það vildi svo skemmtilega til í vikunni að ég sá tvo söngleiki um líf unglinga, sýningar sem gáfu mér óvænt tækifæri til að bera saman flutning framhaldsskólanema á verki um líf jafnaldra sinna og tilveru í samtímanum og lærðra leikara á þrítugs- og fertugsaldri sem freistuðu þess að flytja tveggja áratuga gamalt verk um reykvíska ... Lesa meira

Jebbs

2020-01-30T11:51:37+00:0014. mars 2010|

Fíasól er flutt í Kúlu Þjóðleikhússins og þangað geta krakkar heimsótt hana. Hún er nefnilega að ná sér eftir flensuna og getur ekki komið út að leika. En við megum vel koma inn til hennar og sjá hana leika sér í hosiló við Ingólf Gauk og Pippu systur. Ég býst við að einhverjum ungum leikhúsgesti ... Lesa meira

Glæpasaga úr Hlíðunum

2020-01-30T11:55:58+00:0028. febrúar 2010|

Það sem Bragi Ólafsson gerir svo snilldarlega í verkum sínum, skáldsögum og leikritum, er að leiða mann inn í aðstæður sem eru raunsæjar og eðlilegar og vinna með þær, á máta sem freistandi er að kalla ofur-raunsæjan, þangað til þær verða óbærilegar. Um leið og viðtakandi hlær geðveikislega fer honum að líða illa; hann fer ... Lesa meira

Saga Þórbergs: Þroskasaga einstaklings og samfélags

2020-01-27T15:47:12+00:0022. febrúar 2010|

Pétur Gunnarsson: ÞÞ – í fátæktarlandi: Þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar. JPV útgáfa 2007. Pétur Gunnarsson. ÞÞ – í forheimskunarlandi. JPV útgáfa 2009. [1] Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2010. I Margt bendir til þess að um þessar mundir séum við að upplifa blómaskeið í íslenskri ævisagnaritun sem einkennist af ýmiss konar tilraunum með ævisagnaformið ... Lesa meira

Þjóðarbrot

2020-03-06T13:25:46+00:0022. febrúar 2010|

Eiríkur Örn Norðdahl: Gæska. Mál og menning, 2009. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2010. Í nýjustu skáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl, Gæsku, blandast margháttaðar formtilraunir þematískum átökum við samtímann. Stílbrögðin reyna á þanþol bókmenntagreinarinnar og vekja um leið athygli á miðlunaraðferð verksins. Jafnvel mætti ganga svo langt að segja að skáldsagan hlutgeri tungumálið; hún ... Lesa meira

Saga af görpum

2019-08-08T14:56:17+00:0013. febrúar 2010|

Gerpla Halldórs Laxness, saga fóstbræðranna Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðs Bessasonar Kolbrúnarskálds, er glæsilegt verk sem hefur margt til að laða að sér breiðan hóp lesenda: mikla atburðarás og lifandi lýsingar á stórum og smáum viðburðum, spennu og ofbeldi, óleyfileg erótísk sambönd, einlæga vináttu og heitar ástir. Hún hefur fornlegan stíl, er fyndin og hefur djúpan ... Lesa meira