Þú ert hér://2010

Brúðuheimili

2020-01-27T14:01:04+00:002. júní 2010|

Steinunn Sigurðardóttir. Góði elskhuginn. Bjartur, 2009. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2010. „Það er kunnara en frá þurfi að segja að piparsvein í góðum efnum hlýtur að vanta eiginkonu.“ Þannig hljóða upphafsorð einnar frægustu ástarsögu allra tíma, Hroka og hleypidóma eftir ensku skáldkonuna Jane Austen. [1] Öfugt við hið klassíska ástardrama enska leikskáldsins ... Lesa meira

Kóngur kemur í heimsókn

2020-01-27T13:43:14+00:002. júní 2010|

Helgi Ingólfsson. Þegar kóngur kom. Ormstunga, 2009. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2010. Í góðum höndum er skáldskapurinn öflugt tæki til þess að varpa ljósi á sögulega atburði, því í krafti hans er hægt að komast handan við sagnfræðilegar girðingar af ýmsu tagi. Oft er nefnilega eins og ýmis söguleg atvik lokist inni ... Lesa meira

Ekki er allt sem sýnist

2020-01-27T13:49:25+00:002. júní 2010|

Ragna Sigurðardóttir. Hið fullkomna landslag. Mál og menning, 2009. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2010. Framan á kápu: Mynd af herbergi, á gólfinu standa trönur með málverki af kræklóttu birki, fjalli og himni. Undir hlífðarkápunni: Einungis landslagsmyndin; trönurnar og umgjörðin urðu eftir fyrir utan. Inni í bókinni: Listræn blekking af ýmsu tagi en ... Lesa meira

Fötin skapa manninn – eða hvað?

2020-01-24T15:54:54+00:0031. maí 2010|

Mér þykir leitt að játa fyrir lesendum mínum að mér finnst ég eiginlega vanhæf til að fjalla um tvo síðustu viðburði sem ég sá á sviði. Annar var dansverkið Bræður í Þjóðleikhúsinu sem var frumsýnt á fimmtudagskvöldið var, hitt var leikverkið Klæði sem var frumsýnt í gærkvöldi á Norðurpólnum. Ástæður til vanhæfi eru þó ólíkar ... Lesa meira

Einu sinni var prinsessa

2020-01-24T16:44:12+00:0023. maí 2010|

Ung hvítklædd stúlka liggur á hvítum börum. Í kringum hana er allt hvítt, veggirnir klæddir hvítum tjöldum, gólfið þakið hvítu efni, jafnvel fólkið sem situr í kring er klætt í hvíta kyrtla. Umgjörðin um dansverkið “Kyrrju” sem Ragnheiður Bjarnarson samdi og dansar sjálf á Norðurpólnum þessa dagana er bæði fögur og áhrifarík. Upp úr dauðaþögn ... Lesa meira

Að elska heimilistæki

2020-01-24T16:42:22+00:0021. maí 2010|

Ég ímynda mér að allt nútímafólk eigi sér sitt uppáhaldstæki. Mér þykir til dæmis ákaflega vænt um þvottavélina mína – enda hef ég gaman af að þvo þvott. Sjálfsagt er munur á körlum og konum í þessu eins og öðru, kannski halda fleiri konur en karlar upp á eldhústæki en karlarnir frekar upp á garðsláttuvélina ... Lesa meira

Hættu nú alveg …

2020-01-24T16:35:57+00:0018. maí 2010|

Það var frekar tónlistin en nafnið sem gerði að ég tengdi Tvo fátæka pólskumælandi Rúmena strax við bíómyndir Emirs Kusturica, til dæmis Svartan kött hvítan kött. En það var ekki svo galið, því sú tenging sendi mig rakleiðis inn í réttan heim fyrir þetta tryllta leikverk eftir pólska leikskáldið Dorotu Maslowsku sem nú er sýnt ... Lesa meira

Heimsfrægð eða dauði

2020-01-24T16:32:12+00:007. maí 2010|

Ég fór að sjá nýjasta Hugleikinn í gærkvöldi í nýju húsnæði þess ágæta áhugamannaleikfélags úti í Örfirisey, Rokk. Það var alveg þreföld ánægja. Í fyrsta lagi að þessi yndislegi hópur skuli vera kominn með “eigið” húsnæði (þó að stólarnir séu ekki góðir við gömul bök og rassa), í öðru lagi að ný kynslóð skuli vera ... Lesa meira

Að gæta bróður síns

2020-01-24T16:24:24+00:002. maí 2010|

Það var virkilega gaman að koma í Norðurpólinn, nýja leikhúsið á Seltjarnarnesi í gær. Alltaf er gaman þegar leiklistin fær nýjan vettvang og ekki dregur úr ánægjunni þegar hann er eins aðlaðandi og Norðurpóllinn: Geysistór forsalur með bar, mjúkum sófum og gömlum Sunnudagsblöðum Tímans (!) til að kíkja í meðan beðið er sýningar, tveir miðlungsstórir ... Lesa meira

Börn götunnar

2020-01-29T12:16:19+00:0026. apríl 2010|

Þau eru geysilega flink, ungmennin sjö í útskriftarhópi Listaháskólans í leiklist, og í lokaverkefni sínu fá þau gott tækifæri til að sýna það. Í Stræti eftir Jim Cartwright eru ein tuttuguogfimm hlutverk sem þau skipta á milli sín, þó ekki jafnt. Hilmir Jensson leikur til dæmis bara Scullery, náungann sem kynnir okkur fyrir götunni sinni, ... Lesa meira