Þú ert hér://Greinar

„Það sem drífur mig áfram eru uppgötvanir …“

2019-04-03T15:22:41+00:005. desember 2014|

Stefnumót við Ófeig Sigurðsson Eftir Hauk Ingvarsson Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2011 Fyrir síðustu jól kom út skáldsaga með löngum en lýsandi titli; Skáldsaga um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar og nýrra tíma (Mál og menning 2010). ... Lesa meira

„Allar góðar bækur fjalla um það hvílíkur bömmer það er að vera manneskja.“

2019-04-03T15:18:44+00:007. október 2014|

Eftir Bryndísi Björgvinsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2014 Mennirnir skapa sjálfir sögu sína, en þeir skapa hana ekki að vild sinni, ekki við skilyrði sem þeir hafa sjálfir valið, heldur við þau skilyrði sem þeir hitta fyrir sér, þeim eru fengin, þeir hljóta í arf. [1] – Karl Marx. Thanks for the ... Lesa meira

Ár englanna og ofurfóstrunnar

2019-04-03T15:16:23+00:0022. apríl 2014|

Leikhúsárið 2013 Eftir Silju Aðalsteinsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2014 Hvernig var leikhúsárið 2013 í Reykjavík? Eitthvað sérstaklega minnisstætt – fyrir hvað það var gott, merkilegt, nú, eða vont? Á einkalista mínum kemur í ljós að mér hafa þótt þrjár sýningar mjög áhrifamiklar, þrjár afspyrnuvondar og afgangurinn þar á milli, er það ... Lesa meira

Áttu eld?

2019-04-03T15:18:25+00:0024. mars 2014|

Hugleiðingar í lok afmælisárs Árna Magnússonar Eftir Svanhildi Óskarsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2014 Í Þjóðleikhúsið að kvöldi 13. nóvember síðastliðinn safnaðist skari – með Margréti Þórhildi Danadrottningu í broddi fylkingar – til þess að halda upp á Árna Magnússon handritasafnara. Samkoman var síðasti liðurinn í allviðamiklu afmælishaldi; tilefnið að þennan dag ... Lesa meira

Íslensk stjórnvöld og umhverfisverndarsamtök – frá Ríó til Ríó

2019-04-03T15:22:15+00:0021. ágúst 2013|

Eftir Árna Finnsson Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2012 Dagana 20.–22. júní verður haldin ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna, Ríó +20, en þá verða liðin 20 ár frá Ríó-ráðstefnunni um umhverfi og þróun. Enn er óljóst hvort þjóðarleiðtogar sæki ráðstefnuna, enda forðast þeir alþjóðlegar ráðstefnur er gætu leitt til niðurstöðu sem væri langt ... Lesa meira

Mælanlegir yfirburðir

2019-04-03T15:22:05+00:006. júní 2013|

Nokkur orð um spegla Eftir Berg Ebba Benediktsson Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2012 Í hryllingsmyndum er algengt að nota spegla til að búa til óþægilegar aðstæður. Kona stendur við baðherbergisvask og lokar skáp fyrir framan sig. Á skáphurðinni er spegill og skyndilega sjáum við hrottalegan hnífamann í speglinum. Mér finnst óþægilegt þegar ... Lesa meira

Straujárnið og viskíflaskan

2019-04-03T15:21:56+00:0014. mars 2012|

Flúxus og framúrstefna í íslenskri tónsköpun á sjöunda áratugnum Eftir Árna Heimi Ingólfsson Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2010 Tónlistin var seinþroska fyrirbæri í íslenskri menningarsögu. Við upphaf 20. aldarinnar átti hún sér tæpast tilverurétt ef undanskilinn er rímnakveðskapur í baðstofum landsmanna, sálmasöngur og harmóníumspil í sveitakirkjum. Fram yfir miðja öld beindust kraftar ... Lesa meira

Vekjum ekki sofandi dreka

2019-04-03T15:20:47+00:0024. febrúar 2012|

Loftslagsmál, pólitísk umræða og olíuleit á íslenska landgrunninu Eftir Guðna Elísson Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2011 Í frétt sem birtist á vef Morgunblaðsins í september 2011 segir frá því að áður „óþekktar olíulindir, sem fundist hafa í norska landgrunninu í Norðursjó, gætu verið 1168 milljarða norskra króna virði en það svarar til ... Lesa meira

Draugur Group

2019-04-03T15:21:46+00:007. febrúar 2012|

Minningarorð frá Baugspenna Eftir Hallgrím Helgason Úr Tímarit Máls og menningar 2. hefti 2010 1. Baugsmálið var upptakturinn að Hruninu. Með því hófst hið einkennileg stríð stjórnmála og viðskipta sem stóð með hléum og útúrdúrum í sjö löng ár og lauk með allsherjarhruni Íslands. Ekki auðvelt að koma auga á sigurvegara í þeim leik. Einhverntíma ... Lesa meira

Síðasta orðið

2019-05-10T10:57:01+00:0020. janúar 2012|

Eftir Ólaf Pál Jónsson Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2011 Umræðumenningin Við heyrum því oft haldið fram að íslensk umræðumenning sé meingölluð. Fólk sem hefur aðgang að sjónvarpi frá Skandinavíu segir að þar séu þættir þar sem hlutirnir eru ræddir í alvöru, BBC sendi út svoleiðis þætti og þannig þættir sjáist í frönsku ... Lesa meira