Þú ert hér://elin

About elin

This author has not yet filled in any details.
So far elin has created 474 blog entries.

Nýr vefur TMM

2019-05-15T12:58:51+00:0015. maí 2019|

Nýr vefur Tímarits Máls og menningar fór í loftið í dag eftir talsverðar umbætur og breytingar. Hér mun úrval efnis úr nýjustu heftum Tímaritsins birtast, í bland við greinar, viðtöl, ljóð og sögur úr eldri heftum. Aðaláherslan verður þó enn á prentaða útgáfu TMM sem kemur út fjórum sinnum á ári. Áskrift kostar 7.000 kr. ... Lesa meira

Svifið með gull frá sólu: Þræðir í höfundarverki Jóhanns Jóhannssonar – fyrri hluti

2019-05-23T14:54:37+00:0015. maí 2019|

Eftir Davíð Hörgdal Stefánsson Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2019 Árið er 2016 og ég les á netinu um væntanlega sólóplötu Jóhanns Jóhannssonar, Orphée. Ég hef umsvifalaust samband við 12 Tóna og fæ nákvæmar upplýsingar um það hvenær platan kemur til landsins, hvaða dag og á hvaða tíma. Sextánda september hleyp ég í ... Lesa meira

„Enn á ég við þig orðastað“

2019-05-13T13:25:49+00:0013. maí 2019|

Um sama leyti og Leikhúslistakonur 50+ frumsýndu verk sitt Dansandi ljóð úr verkum Gerðar Kristnýjar á laugardagskvöldið var skáldkonan stödd í New York þar sem verið var að flytja ljóðabálkinn Blóðhófni við tóna Kristínar Þóru Haraldsdóttur tónskálds á MATA-tónlistarhátíðinni. Þá þegar hafði skáldið átt sinn þátt í PEN’s World Voices Festival í borginni með ýmsum ... Lesa meira

„Við viljum sjá heiminn brenna“

2019-04-29T14:02:59+00:0029. apríl 2019|

Ærslaleikurinn Bæng! eftir þýska leikskáldið Marius von Mayenburg var frumsýndur á Nýja sviði Borgarleikhússins á föstudagskvöldið í prýðilegri þýðingu Hafliða Arngrímssonar, og ég sá aðra sýningu í gærkvöldi. Það sem ég hef áður séð eftir Marius hefur vissulega verið ærslakennt og fyndið en líka absúrd og vakið hugmyndir og hugrenningatengsl í allar áttir. En Bæng! ... Lesa meira

Þegar ágætir menn breytast í grasasna

2019-04-29T15:23:20+00:0028. apríl 2019|

Loddarinn (Tartuffe) hans Molières var frumsýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins í gærkvöldi í nýrri bráðskemmtilegri þýðingu Hallgríms Helgasonar og undir stjórn Stefans Metz. Sean Mackaoui sér um leikmynd og búninga eins og áður þegar Stefan hefur leikstýrt hér og Ólafur Ágúst Stefánsson hannar lýsinguna. Manni verður strax hugsað til síðasta verkefnis þeirra þriggja sem var ... Lesa meira

TMM efnir til textasamkeppni fyrir menntaskólanema

2019-04-29T16:13:51+00:0023. apríl 2019|

Börn (ó)náttúrunnar Tímarit Máls og menningar efnir til textasamkeppni meðal menntaskólanema og jafnaldra þeirra í tilefni af hundrað ára afmæli Barns náttúrunnar, fyrstu skáldsögu Halldórs Laxness, sem kom út þegar hann var sautján ára. Óskað er eftir ljóðum eða sögum sem ekki eru lengri en 2500 orð. Höfundar texta þurfa að vera fæddir á árunum ... Lesa meira

Tímarit Máls og menningar 2. hefti 2019

2019-04-29T15:51:38+00:0016. apríl 2019|

Annað hefti Tímarits Máls og menningar árins 2019 er helgað Bókmenntahátíð í Reykjavík sem stendur frá 24. til 27. apríl. Fjallað er um átta af erlendu gestunum í heftinu og birtar nýjar þýðingar á sögum eftir tvær skáldkonur sem sækja hátíðina heim, Lily King frá Bandaríkjunum og Samöntu Schweblin frá Argentínu. Kápumynd og teikningar af ... Lesa meira

Trúin á skáldskapinn

2019-05-16T11:34:07+00:0016. apríl 2019|

Hallgrímur Helgason. Sextíu kíló af sólskini. JPV útgáfa, 2018. 461 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019 Það er óhætt að segja að Hallgrímur Helgason slái nýjan tón í skáldsögu sinni Sextíu kíló af sólskini en raunar virðast merkilega margir ólíkir tónar rúmast í höfundarverki hans. Hér erum við svo sannarlega ekki sjóveik ... Lesa meira

Hvað sem er getur orðið að kláða

2019-05-16T11:34:35+00:0016. apríl 2019|

Fríða Ísberg. Kláði. Partus, 2018. 197 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019 Skýringin á óvæntu heitinu á smásagnasafni Fríðu Ísberg, Kláði, fæst í síðustu sögunni, „Undanhlaupi“, sem birtist reyndar fyrst í þessu tímariti í fyrra (TMM 2 2018): „En svo er hitt,“ segir kerlingin á neðri hæðinni við sögukonu, „að hvað sem ... Lesa meira

Kaffi og köfnun

2019-05-16T11:34:44+00:0016. apríl 2019|

Jónas Reynir Gunnarsson: Krossfiskar. Partus, 2018. 188 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019 Jónas Reynir Gunnarsson rauk fram á ritvöllinn með miklum bravúr haustið 2017 þegar hann gaf út þrjár bækur, skáldsöguna Millilendingu og ljóðabækurnar Leiðarvísir um þorp og Stór olíuskip. Margt hefur verið ritað um þessa glæsilegu innkomu og því hef ... Lesa meira