Hugleiðing um áföll og sjálfsvígshugsanir

15. október 2015 · Fært í Eldri greinar úr TMM 
4 TMM 2015 · 3
Steindór J. Erlingsson
Hugleiðing um áföll og
sjálfsvígshugsanir
Þegar lífsins löngun hverfur
lífið er eðli sínu fjær
Kristján Jónsson, Fjallaskáld
Í ljósinu frá jeppanum blasti gapandi brjóstkassinn við og ég hugsaði
skelfingu lostinn: „Get ég bjargað lífi mannsins?“1 Dauðahryglurnar og
hræðslan við að verða sjálfur skotinn nístu mig inn að beini. Ég varð að
yfirgefa staðinn, dröslaði deyjandi manninum inn í jeppann og brunaði
á spítalann, ef spítala skyldi kalla. Stöðvaði í niðamyrkri og tók líflítinn
líkamann út. Á meðan ég hljóp með hann inn á daunillan spítalann sá ég og
heyrði líf mannsins fjara út. Hann dó nokkru síðar.
Þessi atburður, sem átti sér stað er ég vann sem sjálfboðaliði um nokkurra
mánaða skeið í Eþíópíu, var endapunkturinn á eins og hálfs sólarhrings
atburðarás sem ég á enn erfitt með að trúa að ég hafi upplifað. Erfið veikindi
bundu óvænt enda á dvölina. Reynslan í Afríku, framandleiki tilverunnar
eftir heimkomuna, langvinn veikindi og martraðir virðast hafa orðið þess
valdandi að hugsunin um sjálfsvíg hefur fylgt mér alla tíð síðan. Nýlega
vörpuðu skrif rithöfundanna Albert Camus, Leo Tolstoy og Primo Levi nýju
ljósi á reynsluna. Loksins, eftir 27 ára baráttu, eygi ég von um að sjá út úr
myrkrinu.
Afríka
Á tuttugasta og öðru aldursári ákvað ég að halda á vit ævintýranna og fór
til bæjarins Bahr Dar í Eþíópíu á vegum Rauða kross Íslands (RKÍ). Ég var
að vissu leyti að flýja tilfinningalega erfiðleika sem fylgdu í kjölfar síendurtekinna
ofsahræðslukasta sem hófust skyndilega fjórum árum fyrr með
tilheyrandi svima, dofa, hröðum hjartslætti og örri öndum (ég mun ekki
styðjast við sjúkdómshugtök geðlæknisfræðinnar, í þessu tilfelli felmtursröskun,
enda tek ég undir með fræðimönnum sem efast um vísindalegan
grundvöll geðgreininga2). Auðvitað
bar ég erfiðleikana ekki utan á mér. Ef sú
Hugl eiðing um á föl l o g s jál f svígshugsanir
TMM 2015 · 3 5
hefði verið raunin hefði RKÍ ekki valið mig úr stórum hópi umsækjenda sem
allir bjuggu yfir meiri lífsreynslu en ég. Þannig að hvort sem horft er á lífsreynslu
eða tilfinningalegt ástand hefði mátt halda að ég væri að öllu leyti illa
búinn undir að lifa við frumstæð skilyrði í Afríku. Svo reyndist þó ekki vera.
Við komuna til Eþíópíu mætti mér framandi og ógnvekjandi heimur.
Fátæktin og örbirgðin tóku í fyrstu talsvert á mig. Það var t.a.m. sárt að sjá
alla betlarana sem ómögulegt var að hjálpa. Ég áttaði mig fljótlega á því að
ógjörningur væri að róa tilfinningarnar, sem örbirgðin kveikti innra með
mér, með því að mylja brauðsneið í hendur margra. Ég ákvað því fljótlega
eftir komuna að rétta einum einstaklingi sneiðina. Fyrir valinu varð ungur
drengur sem ég studdi fjárhags- og tilfinningalega meðan á dvölinni stóð.
Það voru einmitt hin nánu vinatengsl sem ég myndaði í Bahr Dar sem
gerðu dvölina í þessum framandi heimi viðráðanlega. Þar held ég að tilfinninganæmið
og skortur á lífsreynslu hafi óvænt haft jákvæðar afleiðingar í
för með sér. Á þessum árum var ekki algengt að vestrænir hjálparstarfsmenn
mynduðu náin vinatengsl við innfædda. Meðvitundin um þetta kviknaði
þegar ég var beðinn um að halda námskeið í höfuðstöðvum Rauða krossins
í Addis Ababa um það hvernig ég hefði farið að því að eignast vini. Það var
ógleymanleg lífsreynsla að standa frammi fyrir hópi af Vesturlandabúum,
sem allir voru miklu eldri en ég, og reyna að kenna þeim það sem ekki er
hægt að kenna: Barnslega einlægni.
Dag nokkurn varð þungi þjáningarinnar hins vegar nánast óbærilegur. Þá
hrapaði Boeing farþegaþota í útjaðri bæjarins. Þegar ég kom að flakinu blasti
við skelfileg sjón. Margir dóu eða slösuðust en stór hópur lifði slysið af. Það
var undarleg værð yfir eftirlifendunum, sem voru líklega enn dofnir eftir
áfallið. Þyrlur fluttu alla, lifandi og dauða, til bæjarins. Daginn eftir fór ég úr
öskunni í eldinn. Þá tók við myndataka af þeim sem létust í flugslysinu, enda
alls óvíst að hægt væri að bera kennsl á líkin áður en þau yrðu óþekkjanleg
sökum rotnunar. Það var skelfileg tilfinning að taka myndirnar á sama tíma
og örvæntingarfullir ættingjar reyndu að bera kennsl á ástvini sína. Ég skalf
eins og hrísla í vindi. Að kvöldi þessa dags horfði ég óttaslegnum augum inn
í brjósthol ógæfusama mannsins. Tæpum 36 stundum áður hafði ég aldrei
séð látna manneskju.
Sjálfsvígshugsanir skjóta rótum
Nokkrum vikum síðar veiktist ég alvarlega af lifrarbólgu A og varð að yfirgefa
Eþíópíu. Er heim kom beið mín sjúkrabíll á flugbrautinni og lá leiðin
beint í einangrun á Borgarspítalanum. Eftir útskrift gekk mér illa að ná
fótfestu og tengjast gömlum vinum. Íslenskt samfélag var allt í einu orðið
mjög framandi. Til að bæta gráu ofan á svart var ég nú alltaf með vægan hita,
hálsbólgu og svaf mikið. Ítarlegar rannsóknir leiddu ekkert í ljós. „Þú ert með
síþreytu“, sagði læknirinn. Engum datt í hug að spyrja mig um reynsluna í
St e indór J . Er l ings son
6 TMM 2015 · 3
Afríku eða martraðirnar sem ég fékk á hverri einustu nóttu. Seinna kom í
ljós að ég var með berkla og við tók margra mánaða erfið sýklalyfjameðferð.
Á sama tíma koðnaði ég smátt og smátt niður andlega og lagðist í fyrsta sinn
inn á geðdeild, tæpum þremur árum eftir að ég kom heim.
Ég man ekki nákvæmlega hvenær sjálfsvígshugsanirnar tóku sér varanlega
bólfestu í huganum. Reynslan í Afríku, framandleiki tilverunnar, síþreytan
og martraðirnar voru jarðvegurinn sem þær spruttu upp úr. Sami svörður
gat af sér margþætt og erfið tilfinningaleg vandamál, sjálfsfyrirlitningu og
mölbrotna sjálfsmynd.
Það er óhætt að segja að það sé ólýsanleg tilfinning að lifa meira og minna
við stöðugar sjálfsvígshugsanir. Oft eru þær í forgrunni hugans. Stundum
dvelja þær hins vegar í bakgrunni hans, en minna þá reglulega á sig, jafnvel
þegar lífið virðist ganga vel.
Þegar ég er heltekinn af sjálfsvígshugsunum blasir við mér ísköld og
óbærileg tilvera. Ég upplifi mig sem svo ógurlega byrði á fjölskyldunni að
mér finnst það í raun kærleiksverk að taka eigið líf. Þá er ómögulegt að
ímynda sér að nokkur einstaklingur vilji umgangast mig, hvað þá búa með
mér. Hér er auðvitað
á ferðinni alvarleg ranghugmynd.
Sjálfsvígshugsunum fylgir nánast óbærileg einmanakennd. Hún nístir
mig inn að beini þó að ég sé innan um kærleiksríka einstaklinga. Hluti
skýringarinnar liggur í því að illmögulegt er fyrir fólkið í kringum mig að
skilja þjáninguna. Ólíkt líkamlegum verkjum, þá er andlegi verkurinn sem
ég upplifi í þessu ástandi sjaldgæfari og þar af leiðandi illskiljanlegri.
Martraðirnar gerðu lífið enn flóknara. Á hverri nóttu var ég eða fjölskylda
mín drepin. Dauðinn fylgdi mér því eins og skuggi, hvort sem ég var vakandi
eða sofandi. Má leiða líkur að því að martraðirnar hafi ýtt enn frekar undir
tortímingarhvötina og firringuna sem ég upplifði á þessum árum.
Sjö fyrstu árin eftir heimkomuna voru sjálfsvígshugsanirnar yfirleitt í
forgrunni, með tilheyrandi sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunum. Ég hélt fjölskyldunni
í heljargreipum. Engin geðlyf slógu á þjáninguna. Sama má segja
um endurteknar innlagnir á geðdeild og raflækningar. Læknarnir voru jafn
ráðþrota og ég. Gott dæmi um þetta er þegar ég var útskrifaður af geðdeild
eftir að hafa verið metinn of veikur til þess að fá að taka þátt í sálfræðimeðferð
sem hefði mögulega getað bætt líðan mína. Það var skelfilegt áfall.
Ég ráfaði eins og í leiðslu um borgina og endaði við höfnina. Horfði ofan í
helbláan sjóinn og hugðist leggjast í vota gröf.
Þetta gerði líffræðinámið sem ég lagði stund á á þessum árum gríðarlega
erfitt. Ég horfði upp á hvern árganginn af öðrum útskrifast, sem fór mjög illa
með sjálfsmyndina. Þrátt fyrir erfiðleikana þráði ég ekkert heitar en að verða
líffræðingur enda hafði ég ákveðið 14 ára gamall að stefna á námið.
Hugl eiðing um á föl l o g s jál f svígshugsanir
TMM 2015 · 3 7
Ljóstíra
Rúmum fimm árum eftir heimkomuna kviknaði loksins ljóstíra sem hefur
síðan lýst mér leið á vegferðinni um dalinn dimma. Þá kynntist ég verðandi
eiginkonu minni sem lét veikindin ekki aftra sér. Eftir að fundum okkar
bar saman í líffræðinni náði ég smátt og smátt tökum á lífinu. Rúmum
tveimur árum síðar þreytti ég síðasta prófið. Við tóku fimm viðburðarík ár.
Þá fæddust tvö fyrstu börn okkar, við giftum okkur, ég lauk meistaranámi
í vísindasögu og starfaði sem upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins.
Sjálfsvígshugsanirnar gufuðu því miður ekki upp. Þær héldu sig í bakgrunninum,
en minntu reglulega á sig, stundum á hverjum degi. Við fyrstu
sýn virðist erfitt að skilja af hverju vel menntaður fjölskyldumaður, í góðu
starfi, heldur áfram að gæla við eigin tortímingu. Svo er þó ekki. Á bak við
„sjálfsörugga“ yfirborðið leyndist tætt sjálfsmynd, mikil minnimáttarkennd
og regluleg ofsahræðsluköst. Martraðirnar gerðu lífið enn flóknara. Ég hafði
auðvitað
enga skýringu á þessu. Komst síðar að því að martraðir eru klassískt
einkenni hjá einstaklingum sem hafa lent í erfiðum áföllum. Á hverri
nóttu í rúmlega 15 ár upplifði ég tilbrigði hugans við Afríkuhryllinginn.
Á þessum árum tengdi ég martraðirnar ekki við reynsluna í Afríku. Ég
hélt í einlægni að hér væri um sammannlega reynslu að ræða. Þrátt fyrir
þetta bar martraðirnar mjög sjaldan á góma í samræðum við annað fólk.
Ég komst hins vegar að sannleikanum í mannfagnaði á sendiráðsárunum.
Í samræðum við nokkra einstaklinga bar drauma á góma. Einhver hafði
orð á því að hann myndi aldrei drauma. Ég gerði fólkinu grein fyrir því að
ég myndi alltaf atburði næturinnar. Þá var ég inntur eftir draumi síðustu
nætur. Ég lýsti þá hryllilegum eltingaleik þar sem ég var endurtekið skotinn
í höfuðið, en eftir fyrsta skotið áttar maður sig á því að um draum er að ræða.
Leikurinn er endurtekinn þar til manni tekst með erfiðismunum að vekja
sjálfan sig. Svo spurði ég fólkið: „Þekkið þið ekki svona drauma?“ Undrunarsvipurinn
á fólkinu nægði til þess að ég vissi strax að svarið var nei.
Martraðirnar raungerast, næstum því
Þrátt fyrir sjálfseyðingarhvötina beindist ofbeldishugsunin aldrei að öðru
fólki, enda hef ég ímugust á ofbeldi. Þetta breyttist skyndilega upp úr
miðjum tíunda áratugnum. Á þessu tímabili voru sjálfsvígshugsanirnar í
bakgrunninum en tíð ofsahræðsluköst voru mikið vandamál. Geðlæknirinn
taldi sig hafa hina fullkomnu lausn, SSRI „þunglyndislyfið“ Cipramil, sem
átti að vera án aukaverkana.
Nokkrum dögum eftir að ég byrjaði á lyfinu dundu ósköpin yfir. Af
einhverjum óskiljanlegum ástæðum langaði mig skyndilega til að skaða
eiginkonuna og ungan son okkar. Í hvert skipti sem ég hugsaði um eða sá
hníf fékk ég ótrúlega sterka löngun til að skaða þau. Þessu fylgdi ólýsanleg
St e indór J . Er l ings son
8 TMM 2015 · 3
þjáning. Það er barnaleikur að kljást við sjálfsvígshugsanir og martraðir
í samanburði við þessi ósköp. Nú höfðu martraðirnar brotið sér leið út í
raunveruleikann, en í stað þess að vera í hlutverki fórnarlambsins var ég nú
orðinn mögulegur gerandi. Ég þorði ekki að segja neinum frá þessu, ekki
einu sinni geðlækninum.
Ekki man ég hversu lengi ástandið varði, en allan tímann var ég hársbreidd
frá sjálfsvígi, enda var líf mitt bókstaflega samfelld martröð. Þessu
fylgdi gríðarleg skömm og sektarkennd, sem hvarf ekki er löngunin gufaði
upp. Ég hugsaði stöðugt: „Hvernig getur mig langað til að skaða þá tvo
einstaklinga í heiminum sem ég elska mest?“ Þetta var algjörlega óskiljanlegt.
Mér fannst ég að einhverju leyti hafa fyrirgert rétti mínum til þátttöku
í mannlegu samfélagi. Þetta jók enn á firringuna sem ég upplifði eftir
heimkomuna frá Afríku. Sama má segja um sjálfshatrið.
Sektarkenndin og skömmin hvíldu á mér eins og mara fram í júnímánuð
árið 2009. Ég upplifði loks syndaaflausn þegar þennan texta bar fyrir augu
mín:
Emily varð heltekin af löngun til að drepa móður sína innan við viku eftir að neysla
Prozac hófst. Slíkar hugsanir höfðu aldrei áður farið í gegnum huga hennar. Hún
ímyndaði sér að taka stóra kokkahnífinn í eldhúsinu. Hún sá sjálfa sig læðast að
grunlausri móður sinni … og stinga honum í bak hennar. Morðlöngunin var ekki
hluti af neinum rökum, afsökunum eða réttlætingu. Emily var ekki reið út í móður
sína. Eins og hún greindi frá: „Þetta kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum“.3
Ég grét af létti. Loksins kom skýring á hryllingnum. Upp úr miðjum tíunda
áratugnum upplifði ég eina af ýmsum mögulegum aukaverkunum sem geta
fylgt SSRI (og SNRI) „þunglyndislyfjum“.4 Ég upplifði sambærilegan hrylling
aftur árið 2003. Þá tók ég m.a. „þunglyndislyfið“ Effexor, en samkvæmt
heimasíðu Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) eru morðhugsanir
(homicidal ideation) sjaldgæf aukaverkun lyfsins.5
Tveimur árum áður en ég gerði þessa uppgötvun hætti ég neyslu „þunglyndislyfja“
eftir langvinna baráttu við mjög slæmar líkamlegar aukaverkanir
sem þau orsökuðu. Það reyndist hin mesta þrautaganga enda glímdi ég
í margar vikur við erfið fráhvarfseinkenni. Þar ber helst að nefna sjóntruflanir
og stöðuga rafstraumstilfinningu um allan líkamann.6 Uppgötvunin
gerði mig enn ákveðnari í að takast á við lífið án þess að nota „þunglyndislyf“,
sem hafa verið kölluð „Nýju lyf keisarans“, eða aðrar gerðir geðlyfja.7 Á
næstu mánuðum rénuðu sektarkenndin og skömmin smátt og smátt, en ég
var ekki laus úr viðjum sjálfsvígshugsana.
Örlagarík utanför
Aldamótaárið fór ég aftur út fyrir landsteinana. Nú var stefnan sett á
doktorsnám í vísindasögu við Háskólann í Manchester. Eins og 12 árum
Hugl eiðing um á föl l o g s jál f svígshugsanir
TMM 2015 · 3 9
áður kostaði þessi ferð mig nánast lífið. Í kjölfar forsíðufréttar franska
dagblaðsins Le Monde um fyrirlestur sem ég hélt á málþingi L’Association
Diderot um líftækni í París í byrjun febrúar árið 2001 hrundi veröldin.8 Ég
upplifði verulegt tilfinningalegt umrót mánuðina á undan með tilheyrandi
svartnætti og tortímingarhvöt. Þegar heimspressan helltist svo yfir mig í
kjölfar fréttarinnar, með endalausum fyrirspurnum um viðtöl, voru mér
allar bjargir bannaðar. Mjög alvarleg sjálfsvígstilraun fylgdi í kjölfarið.
Afleiðingin var langvinn dvöl á geðdeildum í Manchester og hér heima. Ári
síðar hrundi geðheilsan endanlega.
Þá um sumarið hélt ég í kamikaze leiðangur sem fékk nafnið Genin okkar:
Líftæknin og íslenskt samfélag.9 Samhliða ritun bókarinnar lagðist ég endurtekið
inn á geðdeild, þar sem hluti hennar var skrifaður. Ég fyrirleit sjálfan
mig og þráði að deyja. Ég bjóst ekki við að lifa sumarið af, hvað þá að ljúka
við bókina. Á sama tíma og bókin, sem fékk góða dóma og umfjöllun í
heimspressunni,10 kom út hvarf ég endanlega inn í eigin hugarheim sjálfstortímingar
og martraða.
Ég þjáðist á daginn. Ég þjáðist á nóttunni. Aldrei stundarfriður fyrir hryllingnum.
Endalausar lyfjatilraunir, innlagnir á geðdeild og raflækningar
slógu ekkert á þjáninguna. Sama má segja um áfengið, sem ég misnotaði
illilega á árunum 2001–2004. Það var mér líklega lífsbjörg þegar ég hætti
neyslu þess fyrir ellefu árum. Varð að gera það upp á eigin spýtur því að
vanlíðanin var slík að ég gat ekki hugsað mér að vera innan um annað fólk
á Vogi eða á AA fundum.
Á þessum árum bjó ég við algjöra einangrun. Gat varla yrt á eiginkonuna
og börnin, hvað þá aðrar manneskjur. Tilhugsunin um mannamót var
nánast óbærileg. Þrátt fyrir þjáninguna og endurteknar tilraunir til þess að
taka eigið líf tókst mér í lok ársins 2004 að beina huganum aftur að doktorsritgerðinni.
Varði hana sjö mánuðum síðar.11 Vörnin endurspeglar vel þá
martraðarkenndu tilveru sem ég bjó við. Í stað hátíðlegrar athafnar við
Háskólann í Manchester mætti ég andmælendunum þremur á sjónvarpsskjá
í fjarfundarherbergi Háskóla Íslands. Vinnan við ritgerðina og vörnin gekk
svo nærri mér að næstu 10 mánuði svaf ég 16 til 21 tíma á hverjum sólarhring.
Framfarir
Nú eru rúmlega tíu ár liðin frá þessum stóra áfanga. Á þessu tímabili hefur
tilveran að ýmsu leyti batnað. Martraðirnar eru horfnar. Kvikmyndahús
og tónleikasalir eru ekki lengur óyfirstíganlegar hindranir. Mannamót
eru orðin viðráðanlegri. Bætt sjálfsmynd, sem meðal annars má rekja til
stuðnings er ég hef fengið á undanförnum árum frá þremur frábærum fagaðilum,
skýrir þetta líklega. Eftir standa sjálfvígshugsanirnar. Þó þær lami ekki
lífið á sama hátt og áður eru þær enn til trafala.
St e indór J . Er l ings son
10 TMM 2015 · 3
Samhliða batanum hef ég á undanförnum árum gert endurteknar tilraunir
til þess að koma mér aftur út í lífið. Þær hafa því miður allar liðið fyrir
sömu mistökin. Ég fer allt of geyst af stað og fæ á endanum taugaáfall. Við
tekur þá langur tími þar sem ég einangra mig nánast algjörlega frá umheiminum
og sleiki sárin. Þá verða sjálfsvígshugsanir aftur ráðandi afl í lífinu.
Við minnsta áreiti geta þær orðið nánast óbærilegar. Nú er hins vegar ástæða
til hóflegrar bjartsýni því að síðastliðinn vetur veitti athyglisverð sálfræðimeðferð
mér nýtt innsæi í eigin tilfinningaheim. Það á síðan eftir að koma
í ljós hvort þetta sálfræðilega innsæi nær að lifa í skúmaskotum hugans sem
eru uppfull af efasemdum um hugmyndafræðilegan grundvöll geðlæknis- og
sálfræði.12
Guðleg heimsókn
Reynslan í Afríku gerbreytti heimsmynd minni. Ég fór utan sem tiltölulega
bjartsýnn efahyggjumaður en er heim kom var ég orðinn svartsýnn (í heimspekilegri
merkingu orðsins13) guðleysingi sem aðhylltist í raun tómhyggju. Í
mínum huga var allt, með vísan í Prédikarann, „Aumasti hégómi … aumasti
hégómi, allt er hégómi“. Ég sá ekki neinn tilgang með lífinu, nema ef vera
skyldi barneignir (í dag er ég ekki viss um réttmæti barneigna),14 og hef ekki
enn fundið hann, þrátt fyrir langa og ítarlega leit. Sterk trúarleg upplifun á
vormánuðum ársins 2004 lét um stund hrikta í heimsmyndinni.
Allt í einu fann ég fyrir návist guðlegrar veru og bað til hennar. Þessu
fylgdi mikil sælutilfinning og láku tárin úr augunum. Upplifuninni fylgdi
samtímis mikil gleði og talsverður ótti. Ástæða gleðinnar var sú að ég lá inni
á geðdeild illa haldinn af miklum tilfinningalegum vandamálum og sjálfsvígshugsunum.
Slæmu hugsanirnar hurfu núna óvænt. Ég hafði oft upplifað
skyndilegt brotthvarf tilfinningalegu vandamálanna en þá véku þau fyrir
lífsgleði, skýrri og skapandi hugsun og mikilli orku. Þessi upplifun var allt
annars eðlis. Henni fylgdi mikil yfirvegun, miklu meiri sælutilfinning og
sterk þörf til að orða tengslin við hina guðlegu veru.
Ástæða óttans var sú að nú riðuðu allt í einu stoðir heimsmyndarinnar
sem litað hafði líf mitt í einn og hálfan áratug. Ég stóð nú allt í einu frammi
fyrir því að vera kominn í persónulegt samband við guðlega veru og sá fram
á að verða að athlægi þegar umskiptin opinberuðust. Innst inni var þó talsverð
vissa fyrir því að heilinn væri að spila með mig en í ljósi þess hve sælutilfinningin
var sterk, var ómögulegt að vera alveg viss. Hver sem ástæðan var
olli upplifunin því að ég útskrifaðist mun fyrr en gert hafði verið ráð fyrir.
Viku síðar var sælutilfinningin nánast algjörlega horfin. Þá fann ég að
guðleysið var enn til staðar djúpt í sálartetrinu. Á sama tíma kviknaði hins
vegar talsverður áhugi á trúarbrögðum og möguleikanum á því hvort hægt
væri að samþætta trú og vísindi. Hafði ég ekki nokkra hugmynd um hvort
og þá hvernig slíkt væri hægt. Sá heimur opnaðist hins vegar óvænt fljótlega
Hugl eiðing um á föl l o g s jál f svígshugsanir
TMM 2015 · 3 11
eftir útskrift af geðdeildinni, þegar ég rakst fyrir tilviljun á bók um málefnið
eftir breska guðfræðinginn Alister McGrath.15 Trúarupplifunin gerði mig
einstaklega móttækilegan fyrir hugmyndum McGraths, þó að guðleysinginn
tórði enn djúpt í hugarfylgsnunum.
Þegar leið á árið 2005 fann ég hins vegar hvernig trúaráhuginn fjaraði
smátt og smátt út. Var svo komið þá um haustið að sterk tilfinning var
kviknuð sem öskraði á mig að áhuginn á sambandi trúar og vísinda gengi
í grundvallaratriðum gegn lífsskoðun minni. Fékk ég bókstaflega óbragð í
munninn í hvert skipti sem slíkar hugsanir kviknuðu. Guðleysið var að fullu
endurreist.
Camus
Megnið af þessum tíma var ég illa haldinn af alvarlegum tilfinningalegum
vandamálum, með tilheyrandi sjálfsvígshugsunum. Af hverju ætti ég að
halda áfram að lifa í heimi sem öflug trúarleg reynsla getur ekki einu sinni
gefið merkingu? Hér kemur greining franska rithöfundarins Alberts Camus
(1913–1960) á hinum fjarstæða (absurd) heimi í Mýtu Sisyfosar (1942) til
skjalanna. Í upphafi bókarinnar er lýsing sem kallast mjög vel á við reynslu
mína af tilverunni eftir heimkomuna frá Afríku:
Heimur sem jafnvel er hægt að útskýra með slæmum rökum er kunnuglegur heimur.
En á hinn bóginn í alheimi sem skyndilega er sviptur tálsýnum og ljósum upplifir
maður sig sem aðkomumann, ókunnugan. Engin lækning er til við útlegð hans því
hann er sviptur minningunni um horfið heimili og voninni um fyrirheitna landið.
Þessi aðskilnaður milli manns og lífs hans … er hin eiginlega fjarstæða upplifun.16
Heimurinn hrundi er ég kom heim til Íslands. Ég var einn með martröðum
mínum. Meðvitundin um þetta kviknaði strax inni á einangrunarstofunni
á Borgarspítalanum er ég sá vini mína í fyrsta sinn án hlífðarklæða og andlitsgrímu.
Þarna stóðu þeir í kúrekastígvélum og með stóra beltissylgju. Ég
var kominn í heim sem ég þekkti ekki lengur. Mér fannst allt sem ég sá bera
vott um hégóma. Í þessum fjarstæða heimi er, að mati Camus, „einungis eitt
raunverulegt heimspekilegt vandamál og það er sjálfsvíg“.17
Þegar ég las Mýtu Sisyfosar aftur nýlega fór sælustraumur í gegnum mig
því enginn hafði áður komist nær því að lýsa tilveru minni en Camus. Hér
er hvorki staður né stund til þess að fara djúpt ofan í vangaveltur rithöfundarins.
18 Rétt er þó að benda á tvö mikilvæg atriði: 1) Magn fjarstæðunnar
sem einstaklingurinn upplifir er í réttu hlutfalli við fjarlægðina sem verður
á milli hans og reynsluheimsins.19 2) Eina leiðin til þess að lifa í fjarstæðum
heimi er að horfa sáttur á báða liði jöfnunnar, þ.e. sjálfan sig og hinn þögla
heim.20 Einstaklingur sem ekki getur þetta hefur mögulega útgönguleið, það
sem Camus kallar heimspekilegt sjálfsvíg.21 Hér finnur einstaklingurinn von
og merkingu með því að leita á náðir guðstrúar, marxisma eða annars konar
St e indór J . Er l ings son
12 TMM 2015 · 3
hugmyndafræði.22 Rithöfundurinn hefur hins vegar engan áhuga á þessari
útgönguleið heldur er það spurningin um raunverulegt sjálfsvíg sem heillar
hann.23 Niðurstaða Camus er sú að þrátt fyrir að við búum í merkingarlausum
heimi sé sjálfsvíg aldrei réttlætanlegt. Í því sambandi biður Camus
lesandann um að ímynda sér Sisyfos, sem dæmdur var af grísku guðunum til
að ýta stórum steini aftur og aftur upp fjallshlíð að eilífu, hamingjusaman.24
Forsenda niðurstöðunnar er auðvitað
geta einstaklingsins til að lifa sáttur í
þessum heimi. En hvað með þá sem ekki geta framið heimspekilegt sjálfsvíg
og lifa því ósáttir í þögulli veröld?
Levi
Ítalski gyðingurinn, efnafræðingurinn og rithöfundurinn Primo Levi (1919–
1987) upplifði um ellefu mánaða skeið fjarstæðu heimsins á versta stað sem
mannkyn hefur búið til, Auschwitz. Hann gerði reynslunni skil í tveimur
aðdáunarverðum bókum, Se questo è un uomo (Sé þetta maður, 1947) og
La Tregua (Vopnahléð, 1963). Eins og Levi benti á, ári fyrir andlát sitt, var
hann guðlaus við komuna í búðirnar og yfirgaf þær án nokkurrar guðstrúar.
Raunar staðfesti reynslan vantrúna, enda vandfundið svar við spurningum
eins og: „Af hverju voru börnin send í gasið?“25 Þrátt fyrir þetta staðhæfir Levi
að hinum trúuðu hafi vegnað betur í búðunum en skoðanabræðrum hans.
Trúin sem valin var til þess að fremja eða viðhalda hinu heimspekilega
sjálfsvígi skipti ekki máli, eins og Camus benti á 44 árum áður. Kaþólikkar,
zionistar, marxistar, vottar jehóva, „allir áttu sameiginlega bjargfasta vissu
um mátt trúar sinnar. Alheimur þeirra var víðfeðmari en okkar, útbreiddari
í tíma og rúmi, umfram allt skiljanlegri.“ Galdur þeirra lá, að mati Levis,
í sæluríki morgundagsins, sem réttlætti fórnir einstaklinganna, „staður í
himnaríki eða á jörðu niðri þar sem réttlæti og samúð höfðu yfirhöndina,
eða myndi fara með sigur af hólmi jafnvel í fjarlægri en öruggri framtíð:
Moskva, eða jarðnesk eða himnesk Jerúsalem“.26 Heimspekileg svartsýni
Levis27 kom í veg fyrir að hann gæti nýtt sér veraldlegar útópíur samferðamanna
sinna.
Innsæi Levis hefur á undanförnum tuttugu og fimm árum endurtekið
verið staðfest í rannsóknum sem tengjast tilvistarkenningu innan félagssálfræðinnar.
28 Hér er um að ræða kenningu sem á ensku heitir Terror
Management Theory, og felur í sér að árangursrík stjórnun á hræðslunni og
óörygginu sem fylgir lífi hverrar manneskju sé „trú á merkingu menningarlegrar
heimsmyndar og vissa fyrir því að maður sé verðmætur þátttakandi
í þessum merkingarbæra heimi“.29 Auk trúarbragða og annars konar hugmyndafræði
þá virðast vísindi falla undir þennan hatt.30 Með því að tengjast
þessum heimsmyndum byggir einstaklingurinn upp sjálfstraust sem heldur
„kvíða og öðrum neikvæðum tilfinningaviðbrögðum (þunglyndi, svartsýni,
einmanaleika og árásargirni) lengra í burtu frá meðvitundinni.“31 Það þarf
Hugl eiðing um á föl l o g s jál f svígshugsanir
TMM 2015 · 3 13
því ekki að koma á óvart að sterk tengsl eru á milli sjálfsvígshugsana og tilvistarkvíða,
sem snýst um merkingarleysi tilverunnar, hjá einstaklingum er
upplifa slíkar tilfinningar í kjölfar áfalls.32 Levi virðist falla í þennan flokk.
Er heim kom upplifði hann skömm og samviskubit yfir því að hafa lifað
ósköpin af. Þetta leiddi af sér mikla depurð og yfirþyrmandi tilfinningu um
tómleika lífsins. Tilfinningaleg vandamál Levis versnuðu jafnt og þétt eftir
heimkomuna. Í hvert skipti sem hann gaf út bók fór „svarti hundurinn“ á
stjá. Þegar komið var undir lok sjöunda áratugarins var svartnættið orðið
viðvarandi vandamál. Levi réð sér loks bana árið 1987. Skömmu áður tjáði
hann þýðanda sínum að nú gengi hann í gegnum „versta tímabilið síðan í
Auschwitz“, sem að sumu leyti var „verra en Auschwitz“.33
Tolstoy
Eins og rússneski rithöfundurinn Leo Tolstoy reyndi á eigin skinni þarf
ekki áföll til þess að upplifa kreppu í hinum fjarstæða heimi. Heimspekileg
svartsýni var Tolstoy, eins og Levi og Camus,34 hugleikin langt fram á miðjan
aldur, enda undir áhrifum frá þýska heimspekingnum Arthur Schopenhauer
(1788–1860).35 Í bókinni Játningu (1884) lýsir hann skilmerkilega tilvistarkreppunni
sem fann sér leið inn í tilveruna, með tilheyrandi sjálfsvígshugsunum,
þegar hann var tæplega fimmtugur. Þetta kom flatt upp á rithöfundinn
fræga, enda var hann við mjög góða andlega og líkamlega heilsu,
átti eiginkonu og börn og jörð sem skóp honum miklar tekjur. Hann, sem
meðlimur yfirstéttarinnar, hefði átt að vera „fullkomlega hamingjusamur
maður“. Skyndilega var allt orðið hégómi einn. Lífið kallaði fram skelfingu
„[o]g til þess að losna undan skelfingunni langaði mig að fremja sjálfsvíg“.36
Schopenhauer hefði aldrei samþykkt þessa niðurstöðu því þrátt fyrir dökka
sýn á tilveruna var hann á móti sjálfsvígum, nema í tilfelli einsetumanna
sem sveltu sig í hel.37
Tolstoy stóð nú frammi fyrir merkingarlausum heimi og leitaði ákaft svara
við spurningunni, „Af hverju á ég að lifa?“ Hann velti einnig fyrir sér „hvort
einhverja merkingu sé að finna í lífi mínu sem mun ekki gufa upp með dauða
mínum er nálgast óðfluga?“ Eftir ítarlega leit, á meðal þess sem við í dag
köllum hug-, félags-, og raunvísindi, komst hann að þeirri niðurstöðu að þar
væri engin svör að finna. En þótt Tolstoy skildi að „lífið sé illt og fjarstætt“,38
gat hann ekki framið sjálfsvíg. Hann taldi þetta mikinn veikleika, því „ef
við erum eftir allt saman sannfærð um nauðsyn sjálfsvígs, og framkvæmum
það ekki, erum við þá ekki aumust, ósamkvæmust, og, ef ég tala hreint út,
heimskust allra manna …“?39
Tolstoy framdi því á endanum heimspekilegt sjálfsvíg með því að gangast
kristni á hönd. Þetta gerðist þegar hann vaknaði til meðvitundar um að
tilgang lífsins sé að finna meðal alþýðufólks, „sem hvorki var menntað né
auðugt“,40 og í trúnni sem það aðhyllist.
St e indór J . Er l ings son
14 TMM 2015 · 3
Niðurstaðan
Fjarstæðan sem ég upplifði við heimkomuna frá Afríku var svo mikil að
ég hef ekki náð sátt við annan liðinn í minni jöfnu, sjálfan mig. Eins og
Camus bendir á er engin lækning til við upplifuninni. Annaðhvort nærðu
sátt við lífið eða velur útgönguleið Tolstoys, þ.e. heimspekilegt sjálfsvíg. Sú
útgönguleið hefur í raun aldrei verið valkostur fyrir mig, ekki einu sinni eftir
trúarreynsluna sterku. Ég hef ekki upplifað mig sem þátttakanda í merkingarbærum
heimi eftir heimkomuna. Tilhugsunin um eigin tortímingu
varð því örlög mín og, án þess að ætla á nokkurn hátt að bera mig saman við
efnafræðinginn, þá virðist Levi einnig hafa fetað sömu ógæfuslóð.
Í ljósi dóms Tolstoys yfir þeim sem „bara“ hugleiða sjálfsvíg þá vaknar
spurningin um hvort ég sé þá ekkert annað en aum, heimsk og ósamkvæm
mannvera. Svo má vel vera en nauðsynlegt er að horfa á forsendur hins harða
dóms rússneska rithöfundarins. Eftir langa og ítarlega rannsókn, þar sem
hann las alla helstu hugsuði samtímans og bar sig saman við einstaklinga úr
sinni stétt, komst Tolstoy að merkingarleysi heimsins, lifandi við allsnægtir
yfirstéttarmannsins. Niðurstaða mín um merkingarleysið var ekki afrakstur
langrar rannsóknar. Nokkurra mánaða dvöl í Afríku þvingaði þessari niðurstöðu
inn í hugann. Ég varð hins vegar ekki fyllilega meðvitaður um hana
fyrr en ég rak augun í kúrekastígvélin og beltissylgjurnar inni á einangrunarstofunni.
Ólíkt Tolstoy varð ég skyndilega ókunnugur maður í eigin
heimalandi.
Í 27 ár hef ég verið flóttamaður í fjarstæðum heimi. Flóttinn er verulega
lýjandi. Ég þrái yfirvegun hins dauðadæmda Mersaults, aðalsöguhetju
fyrstu skáldsögu Camus, sem í sögulok opnaði í fyrsta sinni hjarta sitt „fyrir
vingjarnlegu kæruleysi heimsins“.41 En þarf ég merkingu, eins og ráða má
af Tolstoy og Terror Management Theory, til þess að knésetja sjálfsvígshugsanirnar
og ná að lifa lífinu? Camus segir að svo sé ekki, því betra sé að
takast á við lífið „ef það hefur enga merkingu“.42 Þunginn í þessum orðum
verður meiri þegar haft er í huga að Camus skrifaði Mýtuna í upphafi seinni
heimsstyrjaldarinnar, þegar gildi vestrænnar menningar hrundu bókstaflega
til grunna. Einnig er vert að minna á að frá 16 ára aldri átti Camus í
endalausri baráttu við berkla, sem gengu mjög nærri honum í upphafi ársins
1942,43 útgáfuárs Mýtunnar. Camus upplifði hinn fjarstæða heim, jafnt
innra sem ytra, sem skýrir líklega af hverju hann komst í meginatriðum
að sömu niðurstöðu og höfundur Jobsbókar, að undanskildum upphafs- og
lokakafla bókarinnar sem sumir fræðimenn telja vera seinni tíma viðbót.44
Merkingarleysi þarf því að mati Camus ekki að kalla á sjálfsvíg eða
sjálfsvígshugsanir. Þar er því ekkert sem réttlætir ótímabæran dauða, enda
„engin dýpt, engin tilfinning, engin ástríða og engin fórn sem í augum hins
fjarstæða manns (jafnvel þó hann óski þess) geti lagt að jöfnu meðvitað líf í
fjörutíu ár og [líf] sem dreifist yfir sextíu ár“.45 Levi gafst upp ósáttur eftir
Hugl eiðing um á föl l o g s jál f svígshugsanir
TMM 2015 · 3 15
rúmlega fjörutíu ára baráttu, sextíu og átta ára að aldri. Hvað með mig?
Stend ég frammi fyrir sömu endalokum og efnafræðingurinn eða get ég náð
sátt við mína fjarstæðu tilveru?
Hér kemur Camus aftur til skjalanna. Það vill nefnilega svo til að Mýta
Sisyfosar hefur að geyma lausnina, að minnsta kosti hluta hennar: „Núið
og röð núa andspænis sífellt meðvitaðri sál er fyrirmynd hins fjarstæða
manns“.46 Eins og Camus bendir hér á er gerlegt að hægja á flóttanum með
því að læra að lifa í núinu. Hann nálgaðist það með hugleiðslu.47 Sjálfur
hef ég átt erfitt með að tileinka mér hugleiðslu og núvitund en með hjálp
fagaðilanna sem sinna mér mun það vonandi takast. En hvað sem því líður
þá hefur Camus og ást hans á lífinu að einhverju leyti breytt sýn minni á
sjálfan mig og Afríku-reynsluna.48 Eins og rithöfundurinn franski þarf ég að
finna sumarið, mitt í vetrinum sem hefur herjað á mig. Í stað þess að einblína
á dauðann og örbirgðina sem ég varð vitni að í Afríku ætti ég kannski frekar
að beina sjónum mínum að annarri örlagaríkri ökuferð.
Dag nokkurn í Afríku, er sólin skein í heiði, ók ég fram á konu sem lá
í vegarkantinum, langt frá mannabyggð. Er út kom sá ég strax hvað var á
seyði. Konan var að því komin að fæða barn. Ég stóð þarna drifhvítur og
mállaus en augnaráð ungu og fallegu hörundsdökku konunnar nægði. Eins
og í tilfelli ógæfumannsins, tók ég konuna í fang mér, bar hana inn í jeppann
og brunaði á daunilla spítalann. Konan stundi endrum og sinnum eins og
maðurinn, en nú lá ekki dauðinn í loftinu heldur eftirvæntingin eftir nýju
lífi. Það var undarleg tilfinning að hlaupa með konuna inni í bygginguna,
sem var í raun biðsalur dauðans, og finna að líf var að kvikna. Ég yfirgaf
spítalann fullur af stolti og ánægju. Nafnlausi maðurinn og nafnlausa konan
eru holdgervingar lífsins. Við fæðumst og við deyjum. Á milli þessara
atburða bíður okkar líf sem er alltof dýrmætt til þess að réttlætanlegt sé að
granda því.
Tilvitnanir
1 Ég þakka Sigrúnu Júlíusdóttur prófessor, Aldísi Guðmundsdóttur sálfræðikennara og Ragnhildi
Guðmundsdóttur sálfræðingi fyrir gagnlegar athugasemdir.
2 Mark Rapley, Joanna Moncrieff og Jacqui Dillon (ritstjórar). De-Medicalizing Misery: Psychiatry,
psychology and the Human Condition. New York: Palgrave Macmillan, 2011. Ewen Speed,
Joanna Moncrieff, Mark Rapley (ritstjórar). De-Medicalizing Misery II: Society, Politics and the
Mental Health Industry. New York: Palgrave Macmillan, 2014. David Pilgrim. Understanding
Mental Health: A Critical Realist Exploration. Abingdon, Oxon:Routhledge, 2015.
3 Peter Breggin. Medication Madness: The Role of Psychiatric Drugs in Cases of Violence, Suicide,
and Crime. New York: St. Martin’s Griffin, 2008, bls. 58. Sjá einnig David Healy. „The Cardinals
of Psychiatry“. Í De-Medicalizing Misery II: Society, Politics and the Mental Health Industry
(Ewen Speed, Joanna Moncrieff og Mark Rapley ritstjórar), bls. 174–89. New York: Palgrave
MacMillan, 2014, bls. 187–88.
4 Peter C Gøtzsche. „Why I think antidepressants cause more harm than good“. Lancet Psychiatry
1: 104–06, 2014.
5 Steindór Erlingsson. „The Man Who Thought he was a Monster: Antidepressants and VioSt
e indór J . Er l ings son
16 TMM 2015 · 3
lence“. Rxisk.org, 3. ágúst, 2015; http://wp.rxisk.org/the-man-who-thought-he-was-a-monster/
(skoðað 18. ágúst, 2015). Um Effexor: http://www.accessdata.fda.gov/drugsatfda_docs/
label/2005/020699s054,057lbl.pdf (skoðað 20 ágúst, 2015).
6 Giovanni A. Fava, Alessia Gatti, Carlotta Belaise, Jenny Guidi, Emanuela Offidani. „Withdrawal
Symptoms after Selective Serotonin Reuptake Inhibitor Discontinuation: A Systematic
Review“, Psychotherapy and Psychosomatics 84: 72–81, 2015
7 Irving Kirsch. The Emperor’s New Drugs: Exploding the Antidepressant Myth. London: Bodley
Head, 2009; Joanna Moncrieff. The Bitterest Pills: The Troubling Story of Antipsychotic Drugs.
New York: Palgrave MacMillan, 20013; Steindór J. Erlingsson. „Glímir geðlæknisfræðin við
hugmyndafræðilega kreppu? Um vísindi og hagsmuni“. Tímariti félagsráðgjafa, 5(1): 5–14,
2011: http://www.raunvis.hi.is/~steindor/felagsradgjafar.pdf.
8 Steindor J. Erlingsson. „How a big company can distort and manipulate a small gullible
society“: http://www.raunvis.hi.is/~steindor/gagn.html.
9 Steindór J. Erlingsson. Genin okkar: Líftæknin og íslenskt samfélag. Reykjavík: Forlagið, 2002.
10 Dan Collins, „‚Gene Frenzy’ Heats Up Iceland“. CBS News, 2. Desember, 2002: http://www.
cbsnews.com/news/gene-frenzy-heats-up-iceland/ (skoðað 4. Apríl, 2015)
11 Steindór J. Erlingsson. The rise of experimental zoology in Britain in the 1920s: Hogben, Huxley,
Crew, and the Society for Experimental Biology. PhD-thesis, University of Manchester, 2005.
Sjá einnig Steindór J. Erlingsson. „Ráðist að rótum pósitívismans: Hugleiðing um togstreituna
milli bresku líffræðinganna Julians Huxley og Lancelots Hogben“. Skírnir, 181(1): 129–150,
2007; Steindór J. Erlingsson. „Uppgangur tilraunadýrafæði í Bretlandi á þriðja áratug 20.
aldar“. Náttúrufræðingurinn, 77(3–4): 81–92, 2009; Steindór J. Erlingsson. „The Plymouth
Laboratory and the Institutionalisation of Experimental Zoology in Britain in the 1920s“. The
Journal of the History of Biology, 42: 151–183, 2009; Steindór J. Erlingsson. „The Costs of Being a
Restless Intellect: Julian Huxley’s Popular and Scientific Career in the 1920s“. Studies in History
and Philosophy of Biological and Biomedical Sciences, 40: 101–108, 2009; Steindór J. Erlingsson.
„Institutions and Innovations: Experimental Zoology and the Creation of the British Journal
of Experimental Biology and the Society for Experimental Biology“. The British Journal for
the History of Science, 46(1): 72–95, 2013; Steindór J. Erlingsson. „‚Enfant terrible’: Lancelot
Hogben’s life and work in the 1920s“. Væntanleg.
12 Steindór J. Erlingsson. „Glímir geðlæknisfræðin við hugmyndafræðilega kreppu? Um vísindi
og hagsmuni“. Tímarit félagsráðgjafa, 5(1): 5–14, 2011: http://www.raunvis.hi.is/~steindor/
felagsradgjafar.pdf; Paul Moloney. The Therapy Industry: The Irresistible Rise of the Talking
Cure, and Why it Doesn’t Work. London: Pluto Press, 2013.
13 Joshua Foa Dienstag. Pessimism: Philosophy, Ethic, Spirit. Princeton: Princeton University
Press, 2006.
14 E.M.Cioran. The Trouble with Being Born. New York: Arcade Publishing, 2013; Naomi Klein.
This Changes Everything: Capitalism vs. The Climate. New York: Simon & Schuster, 2014; David
Benatar og David Wasserman. Debating Procreation: Is It Wrong to Reproduce? Oxford: Oxford
University Press, 2015.
15 Alister McGrath. The Reenchantment of Nature: The Denial of Religion and the Ecological
Crisis. New York: Doubleday, 2002.
16 Albert Camus. The Myth of Sisyphus. London: Penguin Books – Great Idea, 2005, bls. 4
17 Sama rit, bls. 1.
18 Kathleen O’Dwyer. „Camus’s Challenge: The Question of Suicide“. Journal of Humanistic
Psychology, 52: 165–77, 2012; M. Roberts og E. Lamont. „Suicide: An Existential Reconceptualization“.
Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing, 21: 873–78, 2014.
19 Camus. The Myth of Sisyphus, bls. 28–29.
20 Sama rit, bls. 48.
21 Sama rit, bls. 39.
22 Sama rit, bls. 7. Sjá einnig Dienstag. Pessimism, bls. 129.
23 Sama rit, bls. 48.
24 Sama rit, bls. 28–29.
25 Primo Levi. The Drowned and the Saved. New York: Vintage 1989, bls. 145.
26 Sama rit, bls. 146.
Hugl eiðing um á föl l o g s jál f svígshugsanir
TMM 2015 · 3 17
27 Victor Brombert. Musings on Mortality: From Tolstoy to Primo Levi. Chicago: The University of
Chicago Press, 2013, bls. 154.
28 Brian L. Burke, Andy Martens, and Erik H. Faucher. „Two Decades of Terror Management
Theory: A Meta-Analysis of Mortality Salience Research“. Personality and Social Psychology
Review, 14: 155–195, 2010.
29 Jeff Greenberg og Jamie Arndt, „Terror Management Theory“. Í Handbook of Theories of Social
Psychology (E.T.H. Higgins og P.A. M. van Lange, ritstjórar), bls. 398–415. Thousand Oaks:
Sage Publication, 2011, bls. 403.
30 Miguel Farias, Anna-Kaisa Newheiser, Guy Kahane og Zoe de Toledo. „Scientific Faith: Belief
in Science Increases in the Face of Stress and Existential Anxiety“. Journal of Experimental
Social Psychology 49: 1210–1213, 2013.
31 Tom Pyszczynski og Pelin Kesebir. „An Existential Perspective on the Need for Self-Esteem“.
Í Self-Esteem (Virgil Zeigler-Hill, ritstjóri), bls. 124–144. London: Psychology Press, 2013, bls.
136–37.
32 Brandon G. Scott og Carl F. Weems. „Natural Disasters and Existential Concerns: A Test of
Tillisch’s Theory of Existential Anxiety“. Journal of Humanistic Psychology 53: 114–128, 2012.
33 Brombert. Musings on Mortality, bls. 155.
34 Dienstag. Pessimism: Philosophy, Ethic, Spirit, bls. 119–155.
35 David Becker. „Tolstoy and Schopenhauer and War and Peace: Influence and Ambivalence“.
Canadian-American Slavic Studies, 48: 418 – 447, 2014.
36 Leo Tolstoy. Confessions. New York: W.W. Norton & Company, 1983, bls. 29 og 33.
37 Dale Jacquette. „Schopenhauer on the Ethics of Suicide“. Continental Philosophy Review 33:
43–58, 2000.
38 Tolstoy. Confessions, bls. 35 og 52.
39 Sama rit, bls. 52 og 54.
40 Sama rit, bls. 57.
41 Albert Camus. Útlendingurinn (Bjarni Benediktsson frá Hofteigi þýddi). Reykjavík: Menningarsjóður,
1961, bls. 152.
42 Camus. The Myth of Sisyphus, bls. 51.
43 Robert Zaretsky. A Life Worth Living: Albert Camus and the Quest for Meaning. Cambridge,
MA: The Belknap Press of Harvard University Press, 2013, bls. 39.
44 Zaretsky. A Life Worth Living, bls. 53–56.
45 Camus. The Myth of Sisyphus, bls. 61.
46 Sama rit, bls. 61–62
47 Andy Martin. The Boxer and The Goal Keeper: Sartre Versus Camus. London: Simon & Schuster,
2013, bls. 183.
48 Albert Camus. Plágan (Jón Óskar þýddi). Reykjavík: Heimskringla, 1952; Albert Camus. The
Rebel: An Essay on Man in Revolt. New York: Vintage, 1991; Albert Camus. „Reflections on the
Guillotine“. Í The Plague, The Fall, Exile and the Kingdom, and Selected Essays, bls. 607–56,
New York. Everymans’s Library, 2004. Sjá einnig Zaretsky. A Life Worth Living; Brombert.
Musings on Mortality, bls. 85–102.

Eftir Steindór J. Erlingsson

Úr TMM 3.15

Þegar lífsins löngun hverfur

lífið er eðli sínu fjær

Kristján Jónsson, Fjallaskáld

Í ljósinu frá jeppanum blasti gapandi brjóstkassinn við og ég hugsaði skelfingu lostinn: „Get ég bjargað lífi mannsins?“1 Dauðahryglurnar og hræðslan við að verða sjálfur skotinn nístu mig inn að beini. Ég varð að yfirgefa staðinn, dröslaði deyjandi manninum inn í jeppann og brunaði á spítalann, ef spítala skyldi kalla. Stöðvaði í niðamyrkri og tók líflítinn líkamann út. Á meðan ég hljóp með hann inn á daunillan spítalann sá ég og heyrði líf mannsins fjara út. Hann dó nokkru síðar.

Þessi atburður, sem átti sér stað er ég vann sem sjálfboðaliði um nokkurra mánaða skeið í Eþíópíu, var endapunkturinn á eins og hálfs sólarhrings atburðarás sem ég á enn erfitt með að trúa að ég hafi upplifað. Erfið veikindi bundu óvænt enda á dvölina. Reynslan í Afríku, framandleiki tilverunnar eftir heimkomuna, langvinn veikindi og martraðir virðast hafa orðið þess valdandi að hugsunin um sjálfsvíg hefur fylgt mér alla tíð síðan. Nýlega vörpuðu skrif rithöfundanna Albert Camus, Leo Tolstoy og Primo Levi nýju ljósi á reynsluna. Loksins, eftir 27 ára baráttu, eygi ég von um að sjá út úr myrkrinu.

Afríka

Á tuttugasta og öðru aldursári ákvað ég að halda á vit ævintýranna og fór til bæjarins Bahr Dar í Eþíópíu á vegum Rauða kross Íslands (RKÍ). Ég var að vissu leyti að flýja tilfinningalega erfiðleika sem fylgdu í kjölfar síendurtekinna ofsahræðslukasta sem hófust skyndilega fjórum árum fyrr með tilheyrandi svima, dofa, hröðum hjartslætti og örri öndum (ég mun ekki styðjast við sjúkdómshugtök geðlæknisfræðinnar, í þessu tilfelli felmtursröskun, enda tek ég undir með fræðimönnum sem efast um vísindalegan grundvöll geðgreininga2). Auðvitað bar ég erfiðleikana ekki utan á mér. Ef sú hefði verið raunin hefði RKÍ ekki valið mig úr stórum hópi umsækjenda sem allir bjuggu yfir meiri lífsreynslu en ég. Þannig að hvort sem horft er á lífsreynslu eða tilfinningalegt ástand hefði mátt halda að ég væri að öllu leyti illa búinn undir að lifa við frumstæð skilyrði í Afríku. Svo reyndist þó ekki vera.

Við komuna til Eþíópíu mætti mér framandi og ógnvekjandi heimur. Fátæktin og örbirgðin tóku í fyrstu talsvert á mig. Það var t.a.m. sárt að sjá alla betlarana sem ómögulegt var að hjálpa. Ég áttaði mig fljótlega á því að ógjörningur væri að róa tilfinningarnar, sem örbirgðin kveikti innra með mér, með því að mylja brauðsneið í hendur margra. Ég ákvað því fljótlega eftir komuna að rétta einum einstaklingi sneiðina. Fyrir valinu varð ungur drengur sem ég studdi fjárhags- og tilfinningalega meðan á dvölinni stóð.

Það voru einmitt hin nánu vinatengsl sem ég myndaði í Bahr Dar sem gerðu dvölina í þessum framandi heimi viðráðanlega. Þar held ég að tilfinninganæmið og skortur á lífsreynslu hafi óvænt haft jákvæðar afleiðingar í för með sér. Á þessum árum var ekki algengt að vestrænir hjálparstarfsmenn mynduðu náin vinatengsl við innfædda. Meðvitundin um þetta kviknaði þegar ég var beðinn um að halda námskeið í höfuðstöðvum Rauða krossins í Addis Ababa um það hvernig ég hefði farið að því að eignast vini. Það var ógleymanleg lífsreynsla að standa frammi fyrir hópi af Vesturlandabúum, sem allir voru miklu eldri en ég, og reyna að kenna þeim það sem ekki er hægt að kenna: Barnslega einlægni.

Dag nokkurn varð þungi þjáningarinnar hins vegar nánast óbærilegur. Þá hrapaði Boeing farþegaþota í útjaðri bæjarins. Þegar ég kom að flakinu blasti við skelfileg sjón. Margir dóu eða slösuðust en stór hópur lifði slysið af. Það var undarleg værð yfir eftirlifendunum, sem voru líklega enn dofnir eftir áfallið. Þyrlur fluttu alla, lifandi og dauða, til bæjarins. Daginn eftir fór ég úr öskunni í eldinn. Þá tók við myndataka af þeim sem létust í flugslysinu, enda alls óvíst að hægt væri að bera kennsl á líkin áður en þau yrðu óþekkjanleg sökum rotnunar. Það var skelfileg tilfinning að taka myndirnar á sama tíma og örvæntingarfullir ættingjar reyndu að bera kennsl á ástvini sína. Ég skalf eins og hrísla í vindi. Að kvöldi þessa dags horfði ég óttaslegnum augum inn í brjósthol ógæfusama mannsins. Tæpum 36 stundum áður hafði ég aldrei séð látna manneskju.

Sjálfsvígshugsanir skjóta rótum

Nokkrum vikum síðar veiktist ég alvarlega af lifrarbólgu A og varð að yfirgefa Eþíópíu. Er heim kom beið mín sjúkrabíll á flugbrautinni og lá leiðin beint í einangrun á Borgarspítalanum. Eftir útskrift gekk mér illa að ná fótfestu og tengjast gömlum vinum. Íslenskt samfélag var allt í einu orðið mjög framandi. Til að bæta gráu ofan á svart var ég nú alltaf með vægan hita, hálsbólgu og svaf mikið. Ítarlegar rannsóknir leiddu ekkert í ljós. „Þú ert með síþreytu“, sagði læknirinn. Engum datt í hug að spyrja mig um reynsluna í Afríku eða martraðirnar sem ég fékk á hverri einustu nóttu. Seinna kom í ljós að ég var með berkla og við tók margra mánaða erfið sýklalyfjameðferð.

Á sama tíma koðnaði ég smátt og smátt niður andlega og lagðist í fyrsta sinn inn á geðdeild, tæpum þremur árum eftir að ég kom heim. Ég man ekki nákvæmlega hvenær sjálfsvígshugsanirnar tóku sér varanlega bólfestu í huganum. Reynslan í Afríku, framandleiki tilverunnar, síþreytan og martraðirnar voru jarðvegurinn sem þær spruttu upp úr. Sami svörður gat af sér margþætt og erfið tilfinningaleg vandamál, sjálfsfyrirlitningu og mölbrotna sjálfsmynd.

Það er óhætt að segja að það sé ólýsanleg tilfinning að lifa meira og minna við stöðugar sjálfsvígshugsanir. Oft eru þær í forgrunni hugans. Stundum dvelja þær hins vegar í bakgrunni hans, en minna þá reglulega á sig, jafnvel þegar lífið virðist ganga vel.

Þegar ég er heltekinn af sjálfsvígshugsunum blasir við mér ísköld og óbærileg tilvera. Ég upplifi mig sem svo ógurlega byrði á fjölskyldunni að mér finnst það í raun kærleiksverk að taka eigið líf. Þá er ómögulegt að ímynda sér að nokkur einstaklingur vilji umgangast mig, hvað þá búa með mér. Hér er auðvitað á ferðinni alvarleg ranghugmynd.

Sjálfsvígshugsunum fylgir nánast óbærileg einmanakennd. Hún nístir mig inn að beini þó að ég sé innan um kærleiksríka einstaklinga. Hluti skýringarinnar liggur í því að illmögulegt er fyrir fólkið í kringum mig að skilja þjáninguna. Ólíkt líkamlegum verkjum, þá er andlegi verkurinn sem ég upplifi í þessu ástandi sjaldgæfari og þar af leiðandi illskiljanlegri.

Martraðirnar gerðu lífið enn flóknara. Á hverri nóttu var ég eða fjölskylda mín drepin. Dauðinn fylgdi mér því eins og skuggi, hvort sem ég var vakandi eða sofandi. Má leiða líkur að því að martraðirnar hafi ýtt enn frekar undir tortímingarhvötina og firringuna sem ég upplifði á þessum árum.

Sjö fyrstu árin eftir heimkomuna voru sjálfsvígshugsanirnar yfirleitt í forgrunni, með tilheyrandi sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunum. Ég hélt fjölskyldunni í heljargreipum. Engin geðlyf slógu á þjáninguna. Sama má segja um endurteknar innlagnir á geðdeild og raflækningar. Læknarnir voru jafn ráðþrota og ég. Gott dæmi um þetta er þegar ég var útskrifaður af geðdeild eftir að hafa verið metinn of veikur til þess að fá að taka þátt í sálfræðimeðferð sem hefði mögulega getað bætt líðan mína. Það var skelfilegt áfall. Ég ráfaði eins og í leiðslu um borgina og endaði við höfnina. Horfði ofan í helbláan sjóinn og hugðist leggjast í vota gröf.

Þetta gerði líffræðinámið sem ég lagði stund á á þessum árum gríðarlega erfitt. Ég horfði upp á hvern árganginn af öðrum útskrifast, sem fór mjög illa með sjálfsmyndina. Þrátt fyrir erfiðleikana þráði ég ekkert heitar en að verða líffræðingur enda hafði ég ákveðið 14 ára gamall að stefna á námið.

Ljóstíra

Rúmum fimm árum eftir heimkomuna kviknaði loksins ljóstíra sem hefur síðan lýst mér leið á vegferðinni um dalinn dimma. Þá kynntist ég verðandi eiginkonu minni sem lét veikindin ekki aftra sér. Eftir að fundum okkar bar saman í líffræðinni náði ég smátt og smátt tökum á lífinu. Rúmum tveimur árum síðar þreytti ég síðasta prófið. Við tóku fimm viðburðarík ár. Þá fæddust tvö fyrstu börn okkar, við giftum okkur, ég lauk meistaranámi í vísindasögu og starfaði sem upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins.

Sjálfsvígshugsanirnar gufuðu því miður ekki upp. Þær héldu sig í bakgrunninum, en minntu reglulega á sig, stundum á hverjum degi. Við fyrstu sýn virðist erfitt að skilja af hverju vel menntaður fjölskyldumaður, í góðu starfi, heldur áfram að gæla við eigin tortímingu. Svo er þó ekki. Á bak við „sjálfsörugga“ yfirborðið leyndist tætt sjálfsmynd, mikil minnimáttarkennd og regluleg ofsahræðsluköst. Martraðirnar gerðu lífið enn flóknara. Ég hafði auðvitað enga skýringu á þessu. Komst síðar að því að martraðir eru klassískt einkenni hjá einstaklingum sem hafa lent í erfiðum áföllum. Á hverri nóttu í rúmlega 15 ár upplifði ég tilbrigði hugans við Afríkuhryllinginn.

Á þessum árum tengdi ég martraðirnar ekki við reynsluna í Afríku. Ég hélt í einlægni að hér væri um sammannlega reynslu að ræða. Þrátt fyrir þetta bar martraðirnar mjög sjaldan á góma í samræðum við annað fólk. Ég komst hins vegar að sannleikanum í mannfagnaði á sendiráðsárunum. Í samræðum við nokkra einstaklinga bar drauma á góma. Einhver hafði orð á því að hann myndi aldrei drauma. Ég gerði fólkinu grein fyrir því að ég myndi alltaf atburði næturinnar. Þá var ég inntur eftir draumi síðustu nætur. Ég lýsti þá hryllilegum eltingaleik þar sem ég var endurtekið skotinn í höfuðið, en eftir fyrsta skotið áttar maður sig á því að um draum er að ræða. Leikurinn er endurtekinn þar til manni tekst með erfiðismunum að vekja sjálfan sig. Svo spurði ég fólkið: „Þekkið þið ekki svona drauma?“ Undrunarsvipurinn á fólkinu nægði til þess að ég vissi strax að svarið var nei.

Martraðirnar raungerast, næstum því

Þrátt fyrir sjálfseyðingarhvötina beindist ofbeldishugsunin aldrei að öðru fólki, enda hef ég ímugust á ofbeldi. Þetta breyttist skyndilega upp úr miðjum tíunda áratugnum. Á þessu tímabili voru sjálfsvígshugsanirnar í bakgrunninum en tíð ofsahræðsluköst voru mikið vandamál. Geðlæknirinn taldi sig hafa hina fullkomnu lausn, SSRI „þunglyndislyfið“ Cipramil, sem átti að vera án aukaverkana.

Nokkrum dögum eftir að ég byrjaði á lyfinu dundu ósköpin yfir. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum langaði mig skyndilega til að skaða eiginkonuna og ungan son okkar. Í hvert skipti sem ég hugsaði um eða sá hníf fékk ég ótrúlega sterka löngun til að skaða þau. Þessu fylgdi ólýsanleg þjáning. Það er barnaleikur að kljást við sjálfsvígshugsanir og martraðir í samanburði við þessi ósköp. Nú höfðu martraðirnar brotið sér leið út í raunveruleikann, en í stað þess að vera í hlutverki fórnarlambsins var ég nú orðinn mögulegur gerandi. Ég þorði ekki að segja neinum frá þessu, ekki einu sinni geðlækninum.

Ekki man ég hversu lengi ástandið varði, en allan tímann var ég hársbreidd frá sjálfsvígi, enda var líf mitt bókstaflega samfelld martröð. Þessu fylgdi gríðarleg skömm og sektarkennd, sem hvarf ekki er löngunin gufaði upp. Ég hugsaði stöðugt: „Hvernig getur mig langað til að skaða þá tvo einstaklinga í heiminum sem ég elska mest?“ Þetta var algjörlega óskiljanlegt. Mér fannst ég að einhverju leyti hafa fyrirgert rétti mínum til þátttöku í mannlegu samfélagi. Þetta jók enn á firringuna sem ég upplifði eftir heimkomuna frá Afríku. Sama má segja um sjálfshatrið.

Sektarkenndin og skömmin hvíldu á mér eins og mara fram í júnímánuð árið 2009. Ég upplifði loks syndaaflausn þegar þennan texta bar fyrir augu mín:

Emily varð heltekin af löngun til að drepa móður sína innan við viku eftir að neysla Prozac hófst. Slíkar hugsanir höfðu aldrei áður farið í gegnum huga hennar. Hún ímyndaði sér að taka stóra kokkahnífinn í eldhúsinu. Hún sá sjálfa sig læðast að grunlausri móður sinni … og stinga honum í bak hennar. Morðlöngunin var ekki hluti af neinum rökum, afsökunum eða réttlætingu. Emily var ekki reið út í móður sína. Eins og hún greindi frá „Þetta kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum“.3


Ég grét af létti. Loksins kom skýring á hryllingnum. Upp úr miðjum tíunda áratugnum upplifði ég eina af ýmsum mögulegum aukaverkunum sem geta fylgt SSRI (og SNRI) „þunglyndislyfjum“.4 Ég upplifði sambærilegan hrylling aftur árið 2003. Þá tók ég m.a. „þunglyndislyfið“ Effexor, en samkvæmt heimasíðu Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) eru morðhugsanir (homicidal ideation) sjaldgæf aukaverkun lyfsins.5

Tveimur árum áður en ég gerði þessa uppgötvun hætti ég neyslu „þunglyndislyfja“ eftir langvinna baráttu við mjög slæmar líkamlegar aukaverkanir sem þau orsökuðu. Það reyndist hin mesta þrautaganga enda glímdi ég í margar vikur við erfið fráhvarfseinkenni. Þar ber helst að nefna sjóntruflanir og stöðuga rafstraumstilfinningu um allan líkamann.6 Uppgötvunin gerði mig enn ákveðnari í að takast á við lífið án þess að nota „þunglyndislyf“, sem hafa verið kölluð „Nýju lyf keisarans“, eða aðrar gerðir geðlyfja.7 Á næstu mánuðum rénuðu sektarkenndin og skömmin smátt og smátt, en ég var ekki laus úr viðjum sjálfsvígshugsana.

Örlagarík utanför

Aldamótaárið fór ég aftur út fyrir landsteinana. Nú var stefnan sett á doktorsnám í vísindasögu við Háskólann í Manchester. Eins og 12 árum áður kostaði þessi ferð mig nánast lífið. Í kjölfar forsíðufréttar franska dagblaðsins Le Monde um fyrirlestur sem ég hélt á málþingi L’Association Diderot um líftækni í París í byrjun febrúar árið 2001 hrundi veröldin.8 Ég upplifði verulegt tilfinningalegt umrót mánuðina á undan með tilheyrandi svartnætti og tortímingarhvöt. Þegar heimspressan helltist svo yfir mig í kjölfar fréttarinnar, með endalausum fyrirspurnum um viðtöl, voru mér allar bjargir bannaðar. Mjög alvarleg sjálfsvígstilraun fylgdi í kjölfarið. Afleiðingin var langvinn dvöl á geðdeildum í Manchester og hér heima. Ári síðar hrundi geðheilsan endanlega.

Þá um sumarið hélt ég í kamikaze leiðangur sem fékk nafnið Genin okkar: Líftæknin og íslenskt samfélag.9 Samhliða ritun bókarinnar lagðist ég endurtekið inn á geðdeild, þar sem hluti hennar var skrifaður. Ég fyrirleit sjálfan mig og þráði að deyja. Ég bjóst ekki við að lifa sumarið af, hvað þá að ljúka við bókina. Á sama tíma og bókin, sem fékk góða dóma og umfjöllun í heimspressunni,10 kom út hvarf ég endanlega inn í eigin hugarheim sjálfstortímingar og martraða.

Ég þjáðist á daginn. Ég þjáðist á nóttunni. Aldrei stundarfriður fyrir hryllingnum. Endalausar lyfjatilraunir, innlagnir á geðdeild og raflækningar slógu ekkert á þjáninguna. Sama má segja um áfengið, sem ég misnotaði illilega á árunum 2001–2004. Það var mér líklega lífsbjörg þegar ég hætti neyslu þess fyrir ellefu árum. Varð að gera það upp á eigin spýtur því að vanlíðanin var slík að ég gat ekki hugsað mér að vera innan um annað fólk á Vogi eða á AA fundum. Á þessum árum bjó ég við algjöra einangrun. Gat varla yrt á eiginkonuna og börnin, hvað þá aðrar manneskjur. Tilhugsunin um mannamót var nánast óbærileg. Þrátt fyrir þjáninguna og endurteknar tilraunir til þess að taka eigið líf tókst mér í lok ársins 2004 að beina huganum aftur að doktorsritgerðinni. Varði hana sjö mánuðum síðar.11 Vörnin endurspeglar vel þá martraðarkenndu tilveru sem ég bjó við. Í stað hátíðlegrar athafnar við Háskólann í Manchester mætti ég andmælendunum þremur á sjónvarpsskjá í fjarfundarherbergi Háskóla Íslands. Vinnan við ritgerðina og vörnin gekk svo nærri mér að næstu 10 mánuði svaf ég 16 til 21 tíma á hverjum sólarhring.

Framfarir

Nú eru rúmlega tíu ár liðin frá þessum stóra áfanga. Á þessu tímabili hefur tilveran að ýmsu leyti batnað. Martraðirnar eru horfnar. Kvikmyndahús og tónleikasalir eru ekki lengur óyfirstíganlegar hindranir. Mannamót eru orðin viðráðanlegri. Bætt sjálfsmynd, sem meðal annars má rekja til stuðnings er ég hef fengið á undanförnum árum frá þremur frábærum fagaðilum, skýrir þetta líklega. Eftir standa sjálfvígshugsanirnar. Þó þær lami ekki lífið á sama hátt og áður eru þær enn til trafala.

Samhliða batanum hef ég á undanförnum árum gert endurteknar tilraunir til þess að koma mér aftur út í lífið. Þær hafa því miður allar liðið fyrir sömu mistökin. Ég fer allt of geyst af stað og fæ á endanum taugaáfall. Við tekur þá langur tími þar sem ég einangra mig nánast algjörlega frá umheiminum og sleiki sárin. Þá verða sjálfsvígshugsanir aftur ráðandi afl í lífinu. Við minnsta áreiti geta þær orðið nánast óbærilegar. Nú er hins vegar ástæða til hóflegrar bjartsýni því að síðastliðinn vetur veitti athyglisverð sálfræðimeðferð mér nýtt innsæi í eigin tilfinningaheim. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort þetta sálfræðilega innsæi nær að lifa í skúmaskotum hugans sem eru uppfull af efasemdum um hugmyndafræðilegan grundvöll geðlæknis- og sálfræði.12

Guðleg heimsókn

Reynslan í Afríku gerbreytti heimsmynd minni. Ég fór utan sem tiltölulega bjartsýnn efahyggjumaður en er heim kom var ég orðinn svartsýnn (í heimspekilegri merkingu orðsins13) guðleysingi sem aðhylltist í raun tómhyggju. Í mínum huga var allt, með vísan í Prédikarann, „Aumasti hégómi … aumasti hégómi, allt er hégómi“. Ég sá ekki neinn tilgang með lífinu, nema ef vera skyldi barneignir (í dag er ég ekki viss um réttmæti barneigna),14 og hef ekki enn fundið hann, þrátt fyrir langa og ítarlega leit. Sterk trúarleg upplifun á vormánuðum ársins 2004 lét um stund hrikta í heimsmyndinni.

Allt í einu fann ég fyrir návist guðlegrar veru og bað til hennar. Þessu fylgdi mikil sælutilfinning og láku tárin úr augunum. Upplifuninni fylgdi samtímis mikil gleði og talsverður ótti. Ástæða gleðinnar var sú að ég lá inni á geðdeild illa haldinn af miklum tilfinningalegum vandamálum og sjálfsvígshugsunum. Slæmu hugsanirnar hurfu núna óvænt. Ég hafði oft upplifað skyndilegt brotthvarf tilfinningalegu vandamálanna en þá véku þau fyrir lífsgleði, skýrri og skapandi hugsun og mikilli orku. Þessi upplifun var allt annars eðlis. Henni fylgdi mikil yfirvegun, miklu meiri sælutilfinning og sterk þörf til að orða tengslin við hina guðlegu veru.

Ástæða óttans var sú að nú riðuðu allt í einu stoðir heimsmyndarinnar sem litað hafði líf mitt í einn og hálfan áratug. Ég stóð nú allt í einu frammi fyrir því að vera kominn í persónulegt samband við guðlega veru og sá fram á að verða að athlægi þegar umskiptin opinberuðust. Innst inni var þó talsverð vissa fyrir því að heilinn væri að spila með mig en í ljósi þess hve sælutilfinningin var sterk, var ómögulegt að vera alveg viss. Hver sem ástæðan var olli upplifunin því að ég útskrifaðist mun fyrr en gert hafði verið ráð fyrir.

Viku síðar var sælutilfinningin nánast algjörlega horfin. Þá fann ég að guðleysið var enn til staðar djúpt í sálartetrinu. Á sama tíma kviknaði hins vegar talsverður áhugi á trúarbrögðum og möguleikanum á því hvort hægt væri að samþætta trú og vísindi. Hafði ég ekki nokkra hugmynd um hvort og þá hvernig slíkt væri hægt. Sá heimur opnaðist hins vegar óvænt fljótlega eftir útskrift af geðdeildinni, þegar ég rakst fyrir tilviljun á bók um málefnið eftir breska guðfræðinginn Alister McGrath.15 Trúarupplifunin gerði mig einstaklega móttækilegan fyrir hugmyndum McGraths, þó að guðleysinginn tórði enn djúpt í hugarfylgsnunum.

Þegar leið á árið 2005 fann ég hins vegar hvernig trúaráhuginn fjaraði smátt og smátt út. Var svo komið þá um haustið að sterk tilfinning var kviknuð sem öskraði á mig að áhuginn á sambandi trúar og vísinda gengi í grundvallaratriðum gegn lífsskoðun minni. Fékk ég bókstaflega óbragð í munninn í hvert skipti sem slíkar hugsanir kviknuðu. Guðleysið var að fullu endurreist.

Camus

Megnið af þessum tíma var ég illa haldinn af alvarlegum tilfinningalegum vandamálum, með tilheyrandi sjálfsvígshugsunum. Af hverju ætti ég að halda áfram að lifa í heimi sem öflug trúarleg reynsla getur ekki einu sinni gefið merkingu? Hér kemur greining franska rithöfundarins Alberts Camus (1913–1960) á hinum fjarstæða (absurd) heimi í Mýtu Sisyfosar (1942) til skjalanna. Í upphafi bókarinnar er lýsing sem kallast mjög vel á við reynslu mína af tilverunni eftir heimkomuna frá Afríku:

Heimur sem jafnvel er hægt að útskýra með slæmum rökum er kunnuglegur heimur. En á hinn bóginn í alheimi sem skyndilega er sviptur tálsýnum og ljósum upplifir maður sig sem aðkomumann, ókunnugan. Engin lækning er til við útlegð hans því hann er sviptur minningunni um horfið heimili og voninni um fyrirheitna landið. Þessi aðskilnaður milli manns og lífs hans … er hin eiginlega fjarstæða upplifun.16

Heimurinn hrundi er ég kom heim til Íslands. Ég var einn með martröðum mínum. Meðvitundin um þetta kviknaði strax inni á einangrunarstofunni á Borgarspítalanum er ég sá vini mína í fyrsta sinn án hlífðarklæða og andlitsgrímu.

Þarna stóðu þeir í kúrekastígvélum og með stóra beltissylgju. Ég var kominn í heim sem ég þekkti ekki lengur. Mér fannst allt sem ég sá bera vott um hégóma. Í þessum fjarstæða heimi er, að mati Camus, „einungis eitt raunverulegt heimspekilegt vandamál og það er sjálfsvíg“.17

Þegar ég las Mýtu Sisyfosar aftur nýlega fór sælustraumur í gegnum mig því enginn hafði áður komist nær því að lýsa tilveru minni en Camus. Hér er hvorki staður né stund til þess að fara djúpt ofan í vangaveltur rithöfundarins.18 Rétt er þó að benda á tvö mikilvæg atriði: 1) Magn fjarstæðunnar sem einstaklingurinn upplifir er í réttu hlutfalli við fjarlægðina sem verður á milli hans og reynsluheimsins.19 2) Eina leiðin til þess að lifa í fjarstæðum heimi er að horfa sáttur á báða liði jöfnunnar, þ.e. sjálfan sig og hinn þögla heim.20 Einstaklingur sem ekki getur þetta hefur mögulega útgönguleið, það sem Camus kallar heimspekilegt sjálfsvíg.21 Hér finnur einstaklingurinn von og merkingu með því að leita á náðir guðstrúar, marxisma eða annars konar hugmyndafræði.22 Rithöfundurinn hefur hins vegar engan áhuga á þessari útgönguleið heldur er það spurningin um raunverulegt sjálfsvíg sem heillar hann.23 Niðurstaða Camus er sú að þrátt fyrir að við búum í merkingarlausum heimi sé sjálfsvíg aldrei réttlætanlegt. Í því sambandi biður Camus lesandann um að ímynda sér Sisyfos, sem dæmdur var af grísku guðunum til að ýta stórum steini aftur og aftur upp fjallshlíð að eilífu, hamingjusaman.24 Forsenda niðurstöðunnar er auðvitað geta einstaklingsins til að lifa sáttur í þessum heimi. En hvað með þá sem ekki geta framið heimspekilegt sjálfsvíg og lifa því ósáttir í þögulli veröld?

Levi

Ítalski gyðingurinn, efnafræðingurinn og rithöfundurinn Primo Levi (1919–1987) upplifði um ellefu mánaða skeið fjarstæðu heimsins á versta stað sem mannkyn hefur búið til, Auschwitz. Hann gerði reynslunni skil í tveimur aðdáunarverðum bókum, Se questo è un uomo (Sé þetta maður, 1947) og La Tregua (Vopnahléð, 1963). Eins og Levi benti á, ári fyrir andlát sitt, var hann guðlaus við komuna í búðirnar og yfirgaf þær án nokkurrar guðstrúar. Raunar staðfesti reynslan vantrúna, enda vandfundið svar við spurningum eins og: „Af hverju voru börnin send í gasið?“25 Þrátt fyrir þetta staðhæfir Levi að hinum trúuðu hafi vegnað betur í búðunum en skoðanabræðrum hans.

Trúin sem valin var til þess að fremja eða viðhalda hinu heimspekilega sjálfsvígi skipti ekki máli, eins og Camus benti á 44 árum áður. Kaþólikkar, zionistar, marxistar, vottar jehóva, „allir áttu sameiginlega bjargfasta vissu um mátt trúar sinnar. Alheimur þeirra var víðfeðmari en okkar, útbreiddari í tíma og rúmi, umfram allt skiljanlegri.“ Galdur þeirra lá, að mati Levis, í sæluríki morgundagsins, sem réttlætti fórnir einstaklinganna „staður í himnaríki eða á jörðu niðri þar sem réttlæti og samúð höfðu yfirhöndina, eða myndi fara með sigur af hólmi jafnvel í fjarlægri en öruggri framtíð: Moskva, eða jarðnesk eða himnesk Jerúsalem“.26 Heimspekileg svartsýni Levis27 kom í veg fyrir að hann gæti nýtt sér veraldlegar útópíur samferðamanna sinna.

Innsæi Levis hefur á undanförnum tuttugu og fimm árum endurtekið verið staðfest í rannsóknum sem tengjast tilvistarkenningu innan félagssálfræðinnar.28 Hér er um að ræða kenningu sem á ensku heitir Terror Management Theory, og felur í sér að árangursrík stjórnun á hræðslunni og óörygginu sem fylgir lífi hverrar manneskju sé „trú á merkingu menningarlegrar heimsmyndar og vissa fyrir því að maður sé verðmætur þátttakandi í þessum merkingarbæra heimi“.29 Auk trúarbragða og annars konar hugmyndafræði þá virðast vísindi falla undir þennan hatt.30 Með því að tengjast þessum heimsmyndum byggir einstaklingurinn upp sjálfstraust sem heldur „kvíða og öðrum neikvæðum tilfinningaviðbrögðum (þunglyndi, svartsýni, einmanaleika og árásargirni) lengra í burtu frá meðvitundinni.“31 Það þarf því ekki að koma á óvart að sterk tengsl eru á milli sjálfsvígshugsana og tilvistarkvíða, sem snýst um merkingarleysi tilverunnar, hjá einstaklingum er upplifa slíkar tilfinningar í kjölfar áfalls.32 Levi virðist falla í þennan flokk.

Er heim kom upplifði hann skömm og samviskubit yfir því að hafa lifað ósköpin af. Þetta leiddi af sér mikla depurð og yfirþyrmandi tilfinningu um tómleika lífsins. Tilfinningaleg vandamál Levis versnuðu jafnt og þétt eftir heimkomuna. Í hvert skipti sem hann gaf út bók fór „svarti hundurinn“ á stjá. Þegar komið var undir lok sjöunda áratugarins var svartnættið orðið viðvarandi vandamál. Levi réð sér loks bana árið 1987. Skömmu áður tjáði hann þýðanda sínum að nú gengi hann í gegnum „versta tímabilið síðan í Auschwitz“, sem að sumu leyti var „verra en Auschwitz“.33

Tolstoy

Eins og rússneski rithöfundurinn Leo Tolstoy reyndi á eigin skinni þarf ekki áföll til þess að upplifa kreppu í hinum fjarstæða heimi. Heimspekileg svartsýni var Tolstoy, eins og Levi og Camus,34 hugleikin langt fram á miðjan aldur, enda undir áhrifum frá þýska heimspekingnum Arthur Schopenhauer (1788–1860).35 Í bókinni Játningu (1884) lýsir hann skilmerkilega tilvistarkreppunni sem fann sér leið inn í tilveruna, með tilheyrandi sjálfsvígshugsunum, þegar hann var tæplega fimmtugur. Þetta kom flatt upp á rithöfundinn fræga, enda var hann við mjög góða andlega og líkamlega heilsu, átti eiginkonu og börn og jörð sem skóp honum miklar tekjur. Hann, sem meðlimur yfirstéttarinnar, hefði átt að vera „fullkomlega hamingjusamur maður“. Skyndilega var allt orðið hégómi einn. Lífið kallaði fram skelfingu „[o]g til þess að losna undan skelfingunni langaði mig að fremja sjálfsvíg“.36 Schopenhauer hefði aldrei samþykkt þessa niðurstöðu því þrátt fyrir dökka sýn á tilveruna var hann á móti sjálfsvígum, nema í tilfelli einsetumanna sem sveltu sig í hel.37

Tolstoy stóð nú frammi fyrir merkingarlausum heimi og leitaði ákaft svara við spurningunni, „Af hverju á ég að lifa?“ Hann velti einnig fyrir sér „hvort einhverja merkingu sé að finna í lífi mínu sem mun ekki gufa upp með dauða mínum er nálgast óðfluga?“ Eftir ítarlega leit, á meðal þess sem við í dag köllum hug-, félags-, og raunvísindi, komst hann að þeirri niðurstöðu að þar væri engin svör að finna. En þótt Tolstoy skildi að „lífið sé illt og fjarstætt“,38 gat hann ekki framið sjálfsvíg. Hann taldi þetta mikinn veikleika, því „ef við erum eftir allt saman sannfærð um nauðsyn sjálfsvígs, og framkvæmum það ekki, erum við þá ekki aumust, ósamkvæmust, og, ef ég tala hreint út, heimskust allra manna …“?39

Tolstoy framdi því á endanum heimspekilegt sjálfsvíg með því að gangast kristni á hönd. Þetta gerðist þegar hann vaknaði til meðvitundar um að tilgang lífsins sé að finna meðal alþýðufólks, „sem hvorki var menntað né auðugt“,40 og í trúnni sem það aðhyllist.

Niðurstaðan

Fjarstæðan sem ég upplifði við heimkomuna frá Afríku var svo mikil að ég hef ekki náð sátt við annan liðinn í minni jöfnu, sjálfan mig. Eins og Camus bendir á er engin lækning til við upplifuninni. Annaðhvort nærðu sátt við lífið eða velur útgönguleið Tolstoys, þ.e. heimspekilegt sjálfsvíg. Sú útgönguleið hefur í raun aldrei verið valkostur fyrir mig, ekki einu sinni eftir trúarreynsluna sterku. Ég hef ekki upplifað mig sem þátttakanda í merkingarbærum heimi eftir heimkomuna. Tilhugsunin um eigin tortímingu varð því örlög mín og, án þess að ætla á nokkurn hátt að bera mig saman við efnafræðinginn, þá virðist Levi einnig hafa fetað sömu ógæfuslóð.

Í ljósi dóms Tolstoys yfir þeim sem „bara“ hugleiða sjálfsvíg þá vaknar spurningin um hvort ég sé þá ekkert annað en aum, heimsk og ósamkvæm mannvera. Svo má vel vera en nauðsynlegt er að horfa á forsendur hins harða dóms rússneska rithöfundarins. Eftir langa og ítarlega rannsókn, þar sem hann las alla helstu hugsuði samtímans og bar sig saman við einstaklinga úr sinni stétt, komst Tolstoy að merkingarleysi heimsins, lifandi við allsnægtir yfirstéttarmannsins. Niðurstaða mín um merkingarleysið var ekki afrakstur langrar rannsóknar. Nokkurra mánaða dvöl í Afríku þvingaði þessari niðurstöðu inn í hugann. Ég varð hins vegar ekki fyllilega meðvitaður um hana fyrr en ég rak augun í kúrekastígvélin og beltissylgjurnar inni á einangrunarstofunni. Ólíkt Tolstoy varð ég skyndilega ókunnugur maður í eigin heimalandi.

Í 27 ár hef ég verið flóttamaður í fjarstæðum heimi. Flóttinn er verulega lýjandi. Ég þrái yfirvegun hins dauðadæmda Mersaults, aðalsöguhetju fyrstu skáldsögu Camus, sem í sögulok opnaði í fyrsta sinni hjarta sitt „fyrir vingjarnlegu kæruleysi heimsins“.41 En þarf ég merkingu, eins og ráða má af Tolstoy og Terror Management Theory, til þess að knésetja sjálfsvígshugsanirnar og ná að lifa lífinu? Camus segir að svo sé ekki, því betra sé að takast á við lífið „ef það hefur enga merkingu“.42 Þunginn í þessum orðum verður meiri þegar haft er í huga að Camus skrifaði Mýtuna í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar gildi vestrænnar menningar hrundu bókstaflega til grunna. Einnig er vert að minna á að frá 16 ára aldri átti Camus í endalausri baráttu við berkla, sem gengu mjög nærri honum í upphafi ársins 1942,43 útgáfuárs Mýtunnar. Camus upplifði hinn fjarstæða heim, jafnt innra sem ytra, sem skýrir líklega af hverju hann komst í meginatriðum að sömu niðurstöðu og höfundur Jobsbókar, að undanskildum upphafs- og lokakafla bókarinnar sem sumir fræðimenn telja vera seinni tíma viðbót.44

Merkingarleysi þarf því að mati Camus ekki að kalla á sjálfsvíg eða sjálfsvígshugsanir. Þar er því ekkert sem réttlætir ótímabæran dauða, enda „engin dýpt, engin tilfinning, engin ástríða og engin fórn sem í augum hinsfjarstæða manns (jafnvel þó hann óski þess) geti lagt að jöfnu meðvitað líf í fjörutíu ár og [líf] sem dreifist yfir sextíu ár“.45 Levi gafst upp ósáttur eftir rúmlega fjörutíu ára baráttu, sextíu og átta ára að aldri. Hvað með mig?Stend ég frammi fyrir sömu endalokum og efnafræðingurinn eða get ég náð sátt við mína fjarstæðu tilveru?

Hér kemur Camus aftur til skjalanna. Það vill nefnilega svo til að Mýta Sisyfosar hefur að geyma lausnina, að minnsta kosti hluta hennar: „Núið og röð núa andspænis sífellt meðvitaðri sál er fyrirmynd hins fjarstæða manns“.46 Eins og Camus bendir hér á er gerlegt að hægja á flóttanum með því að læra að lifa í núinu. Hann nálgaðist það með hugleiðslu.47 Sjálfur hef ég átt erfitt með að tileinka mér hugleiðslu og núvitund en með hjálp fagaðilanna sem sinna mér mun það vonandi takast. En hvað sem því líður þá hefur Camus og ást hans á lífinu að einhverju leyti breytt sýn minni á sjálfan mig og Afríku-reynsluna.48 Eins og rithöfundurinn franski þarf ég að finna sumarið, mitt í vetrinum sem hefur herjað á mig. Í stað þess að einblína á dauðann og örbirgðina sem ég varð vitni að í Afríku ætti ég kannski frekar að beina sjónum mínum að annarri örlagaríkri ökuferð.

Dag nokkurn í Afríku, er sólin skein í heiði, ók ég fram á konu sem lá í vegarkantinum, langt frá mannabyggð. Er út kom sá ég strax hvað var á seyði. Konan var að því komin að fæða barn. Ég stóð þarna drifhvítur og mállaus en augnaráð ungu og fallegu hörundsdökku konunnar nægði. Eins og í tilfelli ógæfumannsins, tók ég konuna í fang mér, bar hana inn í jeppann og brunaði á daunilla spítalann. Konan stundi endrum og sinnum eins og maðurinn, en nú lá ekki dauðinn í loftinu heldur eftirvæntingin eftir nýju lífi. Það var undarleg tilfinning að hlaupa með konuna inni í bygginguna, sem var í raun biðsalur dauðans, og finna að líf var að kvikna. Ég yfirgaf spítalann fullur af stolti og ánægju. Nafnlausi maðurinn og nafnlausa konan eru holdgervingar lífsins. Við fæðumst og við deyjum. Á milli þessara atburða bíður okkar líf sem er alltof dýrmætt til þess að réttlætanlegt sé að granda því.

Tilvitnanir

1 Ég þakka Sigrúnu Júlíusdóttur prófessor, Aldísi Guðmundsdóttur sálfræðikennara og Ragnhildi Guðmundsdóttur sálfræðingi fyrir gagnlegar athugasemdir.

2 Mark Rapley, Joanna Moncrieff og Jacqui Dillon (ritstjórar). De-Medicalizing Misery: Psychiatry, psychology and the Human Condition. New York: Palgrave Macmillan, 2011. Ewen Speed, Joanna Moncrieff, Mark Rapley (ritstjórar). De-Medicalizing Misery II: Society, Politics and the Mental Health Industry. New York: Palgrave Macmillan, 2014. David Pilgrim. Understanding Mental Health: A Critical Realist Exploration. Abingdon, Oxon:Routhledge, 2015.

3 Peter Breggin. Medication Madness: The Role of Psychiatric Drugs in Cases of Violence, Suicide, and Crime. New York: St. Martin’s Griffin, 2008, bls. 58. Sjá einnig David Healy. „The Cardinals of Psychiatry“. Í De-Medicalizing Misery II: Society, Politics and the Mental Health Industry (Ewen Speed, Joanna Moncrieff og Mark Rapley ritstjórar), bls. 174–89. New York: Palgrave MacMillan, 2014, bls. 187–88.

4 Peter C Gøtzsche. „Why I think antidepressants cause more harm than good“. Lancet Psychiatry 1: 104–06, 2014.

5 Steindór Erlingsson. „The Man Who Thought he was a Monster: Antidepressants and Violence“. Rxisk.org, 3. ágúst, 2015; http://wp.rxisk.org/the-man-who-thought-he-was-a-monster/ (skoðað 18. ágúst, 2015). Um Effexor: http://www.accessdata.fda.gov/drugsatfda_docs/ label/2005/020699s054,057lbl.pdf (skoðað 20 ágúst, 2015).

6 Giovanni A. Fava, Alessia Gatti, Carlotta Belaise, Jenny Guidi, Emanuela Offidani. „Withdrawal Symptoms after Selective Serotonin Reuptake Inhibitor Discontinuation: A Systematic Review“, Psychotherapy and Psychosomatics 84: 72–81, 2015

7 Irving Kirsch. The Emperor’s New Drugs: Exploding the Antidepressant Myth. London: Bodley Head, 2009; Joanna Moncrieff. The Bitterest Pills: The Troubling Story of Antipsychotic Drugs. New York: Palgrave MacMillan, 20013; Steindór J. Erlingsson. „Glímir geðlæknisfræðin við hugmyndafræðilega kreppu? Um vísindi og hagsmuni“. Tímariti félagsráðgjafa, 5(1): 5–14, 2011: http://www.raunvis.hi.is/~steindor/felagsradgjafar.pdf.

8 Steindor J. Erlingsson. „How a big company can distort and manipulate a small gullible society“: http://www.raunvis.hi.is/~steindor/gagn.html.

9 Steindór J. Erlingsson. Genin okkar: Líftæknin og íslenskt samfélag. Reykjavík: Forlagið, 2002.

10 Dan Collins, „‚Gene Frenzy’ Heats Up Iceland“. CBS News, 2. Desember, 2002: http://www.cbsnews.com/news/gene-frenzy-heats-up-iceland/ (skoðað 4. Apríl, 2015)

11 Steindór J. Erlingsson. The rise of experimental zoology in Britain in the 1920s: Hogben, Huxley, Crew, and the Society for Experimental Biology. PhD-thesis, University of Manchester, 2005. Sjá einnig Steindór J. Erlingsson. „Ráðist að rótum pósitívismans: Hugleiðing um togstreituna milli bresku líffræðinganna Julians Huxley og Lancelots Hogben“. Skírnir, 181(1): 129–150, 2007; Steindór J. Erlingsson. „Uppgangur tilraunadýrafæði í Bretlandi á þriðja áratug 20. aldar“. Náttúrufræðingurinn, 77(3–4): 81–92, 2009; Steindór J. Erlingsson. „The Plymouth Laboratory and the Institutionalisation of Experimental Zoology in Britain in the 1920s“. The Journal of the History of Biology, 42: 151–183, 2009; Steindór J. Erlingsson. „The Costs of Being a Restless Intellect: Julian Huxley’s Popular and Scientific Career in the 1920s“. Studies in History and Philosophy of Biological and Biomedical Sciences, 40: 101–108, 2009; Steindór J. Erlingsson „Institutions and Innovations: Experimental Zoology and the Creation of the British Journal of Experimental Biology and the Society for Experimental Biology“. The British Journal for the History of Science, 46(1): 72–95, 2013; Steindór J. Erlingsson. „‚Enfant terrible’: Lancelot Hogben’s life and work in the 1920s“. Væntanleg.

12 Steindór J. Erlingsson. „Glímir geðlæknisfræðin við hugmyndafræðilega kreppu? Um vísindi og hagsmuni“. Tímarit félagsráðgjafa, 5(1): 5–14, 2011: http://www.raunvis.hi.is/~steindor/ felagsradgjafar.pdf; Paul Moloney. The Therapy Industry: The Irresistible Rise of the Talking Cure, and Why it Doesn’t Work. London: Pluto Press, 2013.

13 Joshua Foa Dienstag. Pessimism: Philosophy, Ethic, Spirit. Princeton: Princeton University Press, 2006.

14 E.M.Cioran. The Trouble with Being Born. New York: Arcade Publishing, 2013; Naomi Klein. This Changes Everything: Capitalism vs. The Climate. New York: Simon & Schuster, 2014; David Benatar og David Wasserman. Debating Procreation: Is It Wrong to Reproduce? Oxford: Oxford University Press, 2015.

15 Alister McGrath. The Reenchantment of Nature: The Denial of Religion and the Ecological Crisis. New York: Doubleday, 2002.

16 Albert Camus. The Myth of Sisyphus. London: Penguin Books – Great Idea, 2005, bls. 4

17 Sama rit, bls. 1.

18 Kathleen O’Dwyer. „Camus’s Challenge: The Question of Suicide“. Journal of Humanistic Psychology, 52: 165–77, 2012; M. Roberts og E. Lamont. „Suicide: An Existential Reconceptualization“. Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing, 21: 873–78, 2014.

19 Camus. The Myth of Sisyphus, bls. 28–29.

20 Sama rit, bls. 48.

21 Sama rit, bls. 39.

22 Sama rit, bls. 7. Sjá einnig Dienstag. Pessimism, bls. 129.

23 Sama rit, bls. 48.

24 Sama rit, bls. 28–29.

25 Primo Levi. The Drowned and the Saved. New York: Vintage 1989, bls. 145.

26 Sama rit, bls. 146.

27 Victor Brombert. Musings on Mortality: From Tolstoy to Primo Levi. Chicago: The University of Chicago Press, 2013, bls. 154.

28 Brian L. Burke, Andy Martens, and Erik H. Faucher. „Two Decades of Terror Management Theory: A Meta-Analysis of Mortality Salience Research“. Personality and Social Psychology Review, 14: 155–195, 2010.

29 Jeff Greenberg og Jamie Arndt, „Terror Management Theory“. Í Handbook of Theories of Social

Psychology (E.T.H. Higgins og P.A. M. van Lange, ritstjórar), bls. 398–415. Thousand Oaks: Sage Publication, 2011, bls. 403.

30 Miguel Farias, Anna-Kaisa Newheiser, Guy Kahane og Zoe de Toledo. „Scientific Faith: Belief in Science Increases in the Face of Stress and Existential Anxiety“. Journal of Experimental Social Psychology 49: 1210–1213, 2013.

31 Tom Pyszczynski og Pelin Kesebir. „An Existential Perspective on the Need for Self-Esteem“. Í Self-Esteem (Virgil Zeigler-Hill, ritstjóri), bls. 124–144. London: Psychology Press, 2013, bls. 136–37.

32 Brandon G. Scott og Carl F. Weems. „Natural Disasters and Existential Concerns: A Test of

Tillisch’s Theory of Existential Anxiety“. Journal of Humanistic Psychology 53: 114–128, 2012.

33 Brombert. Musings on Mortality, bls. 155.

34 Dienstag. Pessimism: Philosophy, Ethic, Spirit, bls. 119–155.

35 David Becker. „Tolstoy and Schopenhauer and War and Peace: Influence and Ambivalence“.

Canadian-American Slavic Studies, 48: 418 – 447, 2014.

36 Leo Tolstoy. Confessions. New York: W.W. Norton & Company, 1983, bls. 29 og 33.

37 Dale Jacquette. „Schopenhauer on the Ethics of Suicide“. Continental Philosophy Review 33: 43–58, 2000.

38 Tolstoy. Confessions, bls. 35 og 52.

39 Sama rit, bls. 52 og 54.

40 Sama rit, bls. 57.

41 Albert Camus. Útlendingurinn (Bjarni Benediktsson frá Hofteigi þýddi). Reykjavík: Menningarsjóður,

1961, bls. 152.

42 Camus. The Myth of Sisyphus, bls. 51.

43 Robert Zaretsky. A Life Worth Living: Albert Camus and the Quest for Meaning. Cambridge,

MA: The Belknap Press of Harvard University Press, 2013, bls. 39.

44 Zaretsky. A Life Worth Living, bls. 53–56.

45 Camus. The Myth of Sisyphus, bls. 61.

46 Sama rit, bls. 61–62

47 Andy Martin. The Boxer and The Goal Keeper: Sartre Versus Camus. London: Simon & Schuster,

2013, bls. 183.

48 Albert Camus. Plágan (Jón Óskar þýddi). Reykjavík: Heimskringla, 1952; Albert Camus. The Rebel: An Essay on Man in Revolt. New York: Vintage, 1991; Albert Camus. „Reflections on the Guillotine“. Í The Plague, The Fall, Exile and the Kingdom, and Selected Essays, bls. 607–56,

New York. Everymans’s Library, 2004. Sjá einnig Zaretsky. A Life Worth Living; Brombert.

Musings on Mortality, bls. 85–102.