Ljóð dagsins: Nú er veður til að skapa (brot)

13. júlí 2009 · Fært í Pistlar 

En himinhnettir breytast

og hjörtu manna þreytast

á öllu sem þau eignast

er áður þráðu heitast.

Hvað stoðar loks hin fegursta

stjarna í sólkerfinu?

Þú stelst á fund við minningarnar

sem að eitt sinn skinu.

*

Og þú munt verða leiður

til lengdar á að skapa,

og lætur allar stjörnur

úr greipum þínum hrapa.

Því hamingja þín mælist

við það sem þér er tapað,

og þá er lífið fagurt

og eftirsóknarvert.

*

Því aldrei hafa fegurri

himinstjörnur hrapað

En himinstjörnur þær,

sem þú sjálfur hefur gert.

(Orti Tómas Guðmundsson, líkast til á fallegum degi.)