Kennileitin í Kvosinni

24. júní 2009 · Fært í Á líðandi stund Í Kvosinni eru mörg kennileiti sem við erum orðin vön að sjá en ef til vill um leið hætt að taka eftir. Í hvaða búning hafa skáld og rithöfundar fyrr og nú klætt Esjuna, Austurvöll, Arnarhólinn, lækinn og fleiri staði í og við miðborgina?

Úlfhildur Dagsdóttir og Ingibjörg Hafliðadóttir leiða kvöldgöngu úr Kvosinni fimmtudagskvöldið 25. júní en hún er hluti af göngudagskrá menningarstofnana Reykjavíkurborgar.

Safnast er saman við aðalsafn Borgarbókasafns í Grófarhúsi kl. 20 og gengið um nágrennið í rúma klukkustund.  Allir eru velkomnir og þátttakan er ókeypis.

Sjá göngudagskrá sumarsins á heimasíðu Borgarbóksafns:

http://www.borgarbokasafn.is/Portaldata/16/Resources/a_dofinni/skjol/KvoldKvos2009.pdf