KK á Gljúfrasteini

13. júní 2009 · Fært í Á líðandi stund, Óflokkað 


KK leikur á gítar og syngur eigin lög, ný og gömul í stofunni á Gljúfrasteini, sunnudaginn 14. júní klukkan 16. Aðgangseyrir er aðeins 500 krónur.

Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, hóf atvinnumennsku í tónlist árið 1985 þegar hann lagðist í götuspilamennsku víðsvegar um Evrópu eftir að hafa stundað 4 ára nám við Tónlistarháskólann í Malmö. Árið 1990 kom hann heim til Íslands og hefur síðan starfað við tónlist, hljóðritun á eigin lagasmíðum og annarra, leikhús, kvikmyndir og nú síðast sem dagskrárgerðarmaður hjá RÚV.

KK hefur tvisvar verið tilnefndur til Grímuverðlauna og hefur tvisvar fengið Íslensku tónlistarverðlaunin. Síðasta plata KK “Svona eru menn“ (2008) kom út hjá JPV fyrir síðustu jól. KK er með tvær plötur í samantektinni á 100 bestu plötum Íslands, Lucky One (1991) og Bein Leið (1992).

Stofutónleikar Gljúfrasteins verða alla sunnudaga í sumar kl.16, nánar má lesa um dagskrána hér. Gljúfrasteinn er opinn alla daga í sumar frá kl. 9–17.