Þú ert hér://Ljóð

Ástin og bókasafnið

2020-12-23T15:36:25+00:0023. desember 2020|

eftir Elísabetu Jökulsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2020   Ég bankaði uppá hjá honum og hann bauð mér í kaffi. Ég hafði misst mömmu mína árið á undan og hann hafði misst mömmu sína fyrir tæpum tveimur árum, það voru nokkrir dagar í tveggja ára dánarafmæli hennar en það hafði ég ekki ... Lesa meira

Miðnætti á Gaza

2020-12-14T15:42:20+00:0014. desember 2020|

eftir Friðrik Sólnes Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2020     Ég lúskraði á einum nemandanum í dag. Hann hét Edward Said. Ég var að sitja yfir prófi og skynfæri mín voru þanin til hins ýtrasta. Ég heyrði dauft burstahljóð í löngum augnhárum einhvers sem sat aftast. Klórið í blýöntunum hljómaði eins og ... Lesa meira

n æ t u r v e r k

2020-11-06T11:19:52+00:005. nóvember 2020|

eftir Sjón úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2015   þegar komið var inn yfir persaflóa fékk tunglið sér far með flugvélinni þaðan sem ég sat í gluggasætinu sá ég það speglast í hvítum vængnum augnabliki síðar var ljós bletturinn horfinn og punktaður málmurinn með *** þessi saga er ein af þúsund og einni ... Lesa meira

Tvö ljóð

2020-10-28T11:14:11+00:0029. október 2020|

eftir Sölva Halldórsson Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2020.     Ljóð um það sem ég er alltaf að reyna segja   Ég er búinn að vera að ýja að því en segi það svo svo segi ég það aftur ég hamra á því. Ég ræski mig ég segi það hægt ég segi ... Lesa meira

Tvö ljóð

2020-09-04T12:31:08+00:004. september 2020|

Anton Helgi Jónsson / Mynd: Jóhann Páll Valdimarsson eftir Anton Helga Jónsson Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2014   Horfurnar um miðja vikuna   Það er bara miðvikudagur enn getur allt gerst enn er von enn má finna rétta taktinn finna sinn hljóm jafnvel finna sig í góðu lagi allt getur ... Lesa meira

Haustlægð

2020-07-15T17:35:07+00:0015. júlí 2020|

eftir Dag Hjartarson úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2016   haustlægðin kemur að nóttu og merkir tréð í garðinum okkar með svörtum plastpoka eins og til að rata aftur og hún ratar aftur aðra nótt öskrar eitthvað sem enginn skilur fleygir á land þangi og þara og fleiri vængjuðum martröðum úr iðrum Atlantshafsins ... Lesa meira

Tvö ljóð

2020-02-10T12:51:11+00:0010. febrúar 2020|

Eftir Braga Ólafsson Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2011   Kæra eiginkona, ekki láta börnin vita að ég hafi verið að lesa ljóðin eftir V. í flugvélinni til útlanda. Ekki segja þeim að pabbi þeirra hafi síðan freistast til að kaupa sér aðra bók eftir sama höfund þegar hann var kominn inn í ... Lesa meira

Tvö ljóð

2020-02-10T14:06:12+00:0022. janúar 2020|

Eftir Valgerði Kristínu Brynjólfsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2019   Úr böndum stálgrár himinn hleypir brúnum niður í miðjar hlíðar lausbeislaður hvæsandi heybaggi lemur frá sér með bægslagangi á hrímfölu túni hvítur plastfugl á girðingu ber vængjum í staur og strekkist við að losna af gaddavírsstreng mórauður poki slær taktinn með víðihríslu ... Lesa meira

Tvö ljóð

2019-12-20T10:24:10+00:0016. desember 2019|

Eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur Úr ljóðabókinni Eilífðarnón sem kom út í nóvember. Partus gefur út. við öndum öll hægt í takt við takkana   andinn andar líkaminn fylgir   heilinn er net í sjónum hnit á miðum hugsanir heilinn er lestarstöð brautarpallar hugsanir þessi fer með þig þangað þessi fer með þig þangað þessi fer ... Lesa meira

Gormánuður

2019-12-11T14:51:58+00:004. desember 2019|

Eftir Brynjólf Þorsteinsson Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2019   allir hrafnar eru gat líka þessi sem krunkar uppi á ljósastaur eins og brot í himingrárri tönn sjóndeildarhringurinn nakin tré skorpin vör pírðu augun einblíndu á fjaðursortann það glittir í úf allir hrafnar eru gat og innvolsið uppdráttur að morgundegi líka í þessum ... Lesa meira