Hinn frelsandi hlátur

18. apríl 2008 · Fært í Pistlar ·  
Hinn fjölhæfi Guðjón Davíð sem Jóhannes forstjóri ásamt Tinnu Lind í hlutverki Sögu konu hans.

Við fórum ekki norður á Akureyri til að sjá Fló á skinni, héldum að við værum búin að sjá það leikrit, en allar sýningar á Dubbeldusch féllu niður um síðustu helgi vegna veikinda. Þá var eins gott að eiga innhlaup í Samkomuhúsið úr því búið var að kaupa rándýra flugmiða og harka út hótelherbergi í yfirfullum bæ. Lesa meira

Hver elskar sig sjálfan

11. apríl 2008 · Fært í Pistlar ·  
Leikhópurinn í Þeim ljóta.

Síðasta helgi var annasöm, ein af þeim þar sem framboðið er miklu meira en venjulegur menningarneytandi getur komist yfir. Meðal annars voru frumsýningar í báðum stóru leikhúsunum á laugardagskvöldið. Ljóst var að útsendari Viðskiptablaðsins kæmist ekki nema á aðra. Lesa meira

Ezra Pound og Söngvarnir frá Písa

7. apríl 2008 · Fært í Pistlar ·  

Ágæti lesandi

Hér á eftir verður stiklað á stóru um líf og skáldskap hins umdeilda bandaríska ljóðskálds Ezra Loomis Pound, og sérstakur gaumur gefinn að ljóðabálki hans Söngvarnir frá Písa sem nýverið kom út í íslenskri þýðingu á vegum Bókmenntafræðistofnunar Háskóla Íslands. Lesa meira

Framandi heimar og kunnuglegir

5. apríl 2008 · Fært í Pistlar ·  
Sólveig Arnarsdóttir í hlutverki Nadezdu.

Nokkuð var gert úr því í kynningum á Engisprettum eftir serbneska leikskáldið Biljönu Srbljanović, sem Þjóðleikhúsið sýnir, að verkið gæti virkað framandi á íslenska áhorfendur. Sviðsmynd Vytautas Narbutas ýtti undir þetta, þröng búr hlið við hlið á hringsviðinu, hlaðin sérkennilegu dóti með miðevrópsku yfirbragði. En viðfangsefnin eru ekki ný. Hér er meðal annars fjallað um kynslóðabil í nýjum veruleika, óþol yngra fólks gagnvart því gamla, ásókn í skyndigróða og þrá eftir réttmætri viðurkenningu gagnstætt gervifrægð. Lesa meira

Kaldir páskar í París

28. mars 2008 · Fært í Pistlar ·  

Það var skítkalt í París um páskana. Þúsundir innlendra og erlendra gesta örkuðu samanherptir um frægar götur, vafðir í trefla og varðir úlpum, ullarjökkum og leðurfrökkum. Þegar haglið eða regnið dundi á þá stukku þeir inn á næsta kaffihús sem blessunarlega er aldrei langt undan í þeirri borg, og þar er ekki í kot vísað. Lesa meira

Hvað má til huggunar verða?

19. mars 2008 · Fært í Pistlar ·  

Sigurður Guðmundsson er ekki aðeins skemmtilegur myndlistarmaður heldur líka tilfinningaríkur og heimspekilegur. Ljósmyndirnar hans sem nú hanga uppi í Hafnarhúsi eru margar eins og myndagátur þótt algerlega skýrt sé hvað á þeim er. Mér varð sérstaklega starsýnt á myndina Fimm karlar og egg þar sem fimm Bakkabræður góna á sjálflýsandi egg. Um hana má segja langa sögu! Lesa meira

Að elska gullfisk

14. mars 2008 · Fært í Pistlar ·  

Erna Ómarsdóttir dansari líkist engu öðru í heimsmynd minni. Sú vissa styrktist enn á sýningu hennar The Talking Tree (Tréð sem talar) í Tjarnarbíó á Lókal leiklistarhátíðinni á sunnudagskvöldið. Lesa meira

Listakonur í öndvegi

9. mars 2008 · Fært í Pistlar ·  

Ég kom á Streymi í Listasafni Íslands beint frá Mynd ársins í Gerðarsafni, mettuð af ljósmyndum af öllu tagi, og hreifst líklega þess vegna ekki eins af verkum Emmanuelle Antille og ella. Guðný Rósa Ingimarsdóttir kom mér þægilega á óvart; myndirnar hennar eru margræðar og heillandi, hver þeirra nýtir allan þann tíma sem hún fær frá gestinum og togar huga hans í allar áttir. Göldróttust allra er þó Gabríela Friðriksdóttir sem ævinlega hrærir upp í manni. Lesa meira

Söngur, leikur og dans

29. febrúar 2008 · Fært í Pistlar ·  

Ég fór aftur að sjá La traviata í Óperunni til að gá hvernig Hulda Björk Garðarsdóttir túlkaði Víólettu. Sigrún Pálmadóttir er svo kúl að maður getur vel ímyndað sér hana sem fylgikonu auðjöfra, en síður í niðurlægingunni í lokin. Hulda Björk átti samúð manns alla leið og vatt tilfinningarnar harkalega á endasprettinum. Þetta er dýrleg sýning, hvor sem er aðal. Lesa meira

Íslensk alþýða þá – og nú?

22. febrúar 2008 · Fært í Pistlar ·  

Listneyslan var svo massíf um síðustu helgi að mér finnst eiginlega að ég hafi verið í útlöndum. Á föstudagskvöldið var Sólarferð frumsýnd í Þjóðleikhúsinu, þetta einkennilega verk Guðmundar Steinssonar sem mér þótti í gamla daga opinbera óþol hans gagnvart manneskjunum en sé núna að sýnir ást hans og samúð með þeim, leitandi í örvæntingu að hamingju í sólskini á framandi strönd. Lesa meira

« Fyrri síðaNæsta síða »