Elín og Angantýr

14. júní 2011 · Fært í Pistlar ·  


 

(Í nýjasta hefti TMM, 2.11. er grein eftir Guðrúnu Helgadóttur sem vakið hefur mikla athygli um Elínu Thorarensen og Jóhann Jónsson og bók sem Elín ritaði um ástir þeirra og var þögguð rækilega niður í íslensku bókmenntalífi. Það rifjast þá upp að árið 2003 skrifaði Soffía Auður Birgisdóttir um sömu bók á vefritið Kistuna í vefbókina Konur um skáld á degi bókarinnar, 23. apríl. Okkur fannst vert að rifja þessa grein Soffíu upp í tilefni af grein Guðrúnar.

 

 

Soffía Auður Birgisdóttir:

ELÍN OG ANGANTÝR

 

Heima hjá föðurforeldrum mínum, Rut Guðmundsdóttur og Halldóri Þorsteinssyni, var lágur en langur bókaskápur sem stóð meðfram einum veggnum í stofunni. Þegar ég var í heimsókn hjá þeim sem barn – sem oft var – lá ég gjarnan á annarri hliðinni fyrir framan skápinn, skoðaði kili og blaðaði í bókum, sem stundum þurfti að ná út með nokkrum erfiðismunum því glerhurðir voru fyrir skápnum og gátu staðið illa á sér. Sérlega spennandi var stór græn bók með máðum kili þar sem hægt var að lesa orðið “Kynlíf” þótt ógreinilegt væri. Ég og Dóri bróðir stálumst oft til þess að skoða þá bók, hálffalin á bak við sófa, og urðum margs fróðari. Lesa meira

Ljóð dagsins: Nú er veður til að skapa (brot)

13. júlí 2009 · Fært í Pistlar ·  

En himinhnettir breytast

og hjörtu manna þreytast

á öllu sem þau eignast

er áður þráðu heitast.

Hvað stoðar loks hin fegursta

stjarna í sólkerfinu?

Þú stelst á fund við minningarnar

sem að eitt sinn skinu.

*

Og þú munt verða leiður

til lengdar á að skapa,

og lætur allar stjörnur

úr greipum þínum hrapa.

Því hamingja þín mælist

við það sem þér er tapað,

og þá er lífið fagurt

og eftirsóknarvert.

*

Því aldrei hafa fegurri

himinstjörnur hrapað

En himinstjörnur þær,

sem þú sjálfur hefur gert.

(Orti Tómas Guðmundsson, líkast til á fallegum degi.)

Ljóð dagsins: Hús næði eftir Þórarin Eldjárn

7. júlí 2009 · Fært í Pistlar ·  

thoreldjGefast ekki grið
í griðastað

guðað á glugga
bankastjórans:

má ég vera?
heima

- – -

(úr ljóðabók Þórarins Eldjárn, Ydd, frá 1984.  Kvæðasafn Þórarins Eldjárn kom út hjá Vöku-Helgafelli í fyrra).

Kúl Carmen, jojk og dimm göng

6. júní 2008 · Fært í Pistlar ·  
Hin umdeilda Denyce Graves.

Mér er sagt að einn af ókostum Háskólabíós sem tónlistarhúss sé léleg endurómun. Maður geti staðið á sviðinu og þanið sig sem mest maður má og hljóðið hverfi bara út í bláinn og komi ekkert aftur. Á þessu hef ég ekki vit, en hitt heyrði ég á tónleikum Denyce Graves á Listahátíð að þegar hún tók á í hæstu tónunum þá heyrði ég þá bergmála fyrir ofan mig, svo voldug var rödd hennar. Lesa meira

Er nauðsynlegt að skjóta þá?

30. maí 2008 · Fært í Pistlar ·  
Þóra Einarsdóttir varð Anna Frank.

Alltaf verður maður jafnhissa við að vera minntur á að fyrir aðeins rúmum sex áratugum hafi venjulegt fólk í okkar heimshluta, sem ekkert hafði gert af sér, þurft að lifa í felum árum saman til að sleppa frá að vera flutt í fangabúðir, þrælað út eða drepið af hatursfullum yfirvöldum. Síðast vorum við minnt á þetta á Listahátíð þegar Þóra Einarsdóttir rifjaði upp söguna af Önnu litlu Frank í Íslensku óperunni. Lesa meira

Sjón að sjá

23. maí 2008 · Fært í Pistlar ·  
Hengirúmin hennar Monicu.

Það er listahátíð í borginni eins og sjá má, götur miðbæjarins fullar af fólki og sparisvipur á öllu. Myndlist er í öndvegi og sýningarsalir svo þéttskipaðir fólki að dýrmætt listaverk varð fyrir skemmdum í mannþrönginni á Listasafninu á Akureyri. Lausnarorðið í ár virðist vera svartur kassi og löng göng að ljósinu … Lesa meira

Svikarinn frýs að eilífu

16. maí 2008 · Fært í Pistlar ·  

Á þessu vori útskrifast hópur nemenda af nýrri og nýstárlegri námsbraut í Listaháskóla Íslands sem ber hið óljósa heiti fræði og framkvæmd, og undanfarna viku hafa þeir gefið sýnishorn af því sem þeir geta og kunna víðsvegar í sölum borgarinnar. Það er eins og aukaleg listahátíð að fá að fylgjast með þeirri flugeldasýningu. Ekki er síður merkilegt að kynnast ólíkum vistarverum handanheimsins á litla sviði Borgarleikhússins. Lesa meira

Unglinga- og fullorðins-

9. maí 2008 · Fært í Pistlar ·  

Það var dansað í leikhúsunum í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi – en á ólíkan hátt. Í Þjóðleikhúsinu var dansaður diskódans með hnykkjum og handapati eða rekinn framan í mann harður pönkhnefi. Í Iðnó voru hreyfingarnar öllu hægari, mýkri og erótískari, engin hnefahögg en kannski lymskulegar stungur undir beltisstað. Lesa meira

Bleik list

2. maí 2008 · Fært í Pistlar ·  

Á hátíð Steins Steinars í Iðnó fyrir rúmri viku rifjaði Matthías Johannessen upp svar Jóns úr Vör þegar hann var spurður út í trú þeirra Steins: “Við trúum engu,” sagði Jón, “en vonum það besta.” Og Þórður Helgason sagði frá piltinum orðheppna sem líkti stúlkunni sinn við ljóð Steins: falleg – en óskiljanleg! Þetta var gott kvöld, en að öðru leyti var menningarneysla síðustu viku yfirgnæfandi kvenleg, jafnvel bleik. Lesa meira

Meðaljónar og aðrir jónar

28. apríl 2008 · Fært í Pistlar ·  

Það var mikið hlegið í síðasta pistli mínum, og ekki verður minna hlegið í þessum. Báðar leiksýningarnar sem ég sá um síðustu helgi stíluðu upp á hláturinn, hvor með sínum hætti. Lesa meira

Næsta síða »