Veisla í farangrinum

18. apríl 2016 · Fært í Eldri greinar úr TMM, Á líðandi stund ·  

eftir Guðrúnu Nordal

Úr TMM 1.16

1

Á sama tíma og ég skrifa þessa hugleiðingu við ysta haf verða til um víða veröld milljónir texta á öllum heimsins tungumálum sem raðast inn á vefinn. Mannkynið hefur aldrei skrifað eins mikið og einmitt nú. Þessi ofgnótt rafrænna texta, sem við tökum öll þátt í að búa til, veldur því að við gefum fortíðinni og textum hennar æ minni gaum. Erum uppteknari af stundlegum vangaveltum samfélagsmiðlanna en því að lesa eldri texta, gamlar bækur frá fyrri öldum, skáldsögur og ljóðabækur frá síðustu öld eða jafnvel síðustu jólum. Fyrir vikið er hætta á því að tengslin við auðlegð og reynslu liðins tíma rofni, og um leið gæti slaknað á viðspyrnunni sem djúpstæður sögulegur skilningur veitir gagnvart vandamálum og áskorunum tuttugustu og fyrstu aldarinnar – þó að við kærum okkur kannski ekki um það. Lesa meira

Í Furðusafninu

8. desember 2015 · Fært í Eldri greinar úr TMM, Á líðandi stund ·  

safnahúsið

eftir Aðalsteinn Ingólfsson

Úr TMM 3.15

Hugleiðingar um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu


Allt frá því Þjóðskjalasafnið flutti búferlum úr Safnahúsinu að Laugavegi 162 árið 1998, síðast safna hússins til að hleypa heimdraganum, hefur glæsileg bygging Jóhannesar Magdahl Nielsen frá 1906 verið eilítið eins og munaðarlaus í menningarlandslaginu. Eftir tveggja ára endurbætur, 1998-2000, og uppfærslu á ímynd byggingarinnar – Safnahús varð aftur að Þjóðmenningarhúsi – hófust tilraunir með aðskiljanlega starfsemi á vegum hins opinbera: stofnanasýningar, tónleika, ráðstefnuhald, blaðamannafundi og fræg réttarhöld yfir Geir Haarde, svo fátt eitt sé nefnt. Lesa meira

Magnea frá Kleifum – minning

1. mars 2015 · Fært í Á líðandi stund ·  

Magnea frá Kleifum var einn af bestu barnabókahöfundum okkar á síðustu öld. Hún hóf höfundarferil sinn á því að skrifa skemmtilegar og spennandi ástarsögur fyrir fullorðna sem nutu talsverðra vinsælda. En árið 1966 kom fyrsta barnabókin hennar, Hanna María, og þar fann Magnea fjölina sína. Lesa meira

Stríðnispúkinn á Skerinu – minningabrot um Íslandsferð Michels Houellebecq haustið 2012

20. febrúar 2015 · Fært í Eldri greinar úr TMM, Á líðandi stund ·  
TMM 2013 · 3 61
Friðrik Rafnsson
Stríðnispúkinn á Skerinu
Minningabrot um Íslandsferð Michels
Houellebecq haustið 2012
1.
Ég hef stundum í gegnum tíðina greitt götu erlendra rithöfunda hér á
landi og hef haft það fyrir reglu fram að þessu að segja ekki frá slíkum
heimsóknum opinberlega. En allar reglur hafa sínar undantekningar og
þegar franski rithöfundurinn Michel Houellebecq er annars vegar fer vel á
að brjóta þær. Hann er að mínum dómi og ansi margra annarra einn áhugaverðasti
höfundur síðari ára, það þekki ég bæði sem dyggur lesandi hans um
árabil og þýðandi þriggja skáldsagna hans, Öreindanna, Áforma og Kortsins
og landsins.
Hér er ekki ætlunin að fjalla um verk Houellebecqs, skáldsögur, ljóðabækur
og ritgerðir, heldur bregða upp svipmynd af honum eins og hann kom mér
fyrir sjónir þegar hann kom hingað í viku haustið 2012. Einhverjum kann
að finnast hégómlegt, jafnvel ósmekklegt, að birta persónulega frásögn sem
þessa af manni sem er sannarlega heimsfrægur rithöfundur. Ég hef hina
miklu fyrirferð persónunnar mér til afsökunar en hvet alla til að lesa verk
þessa stórmerka höfundar sem hefur lýst grátbroslegri jarðvist nútímamannsins
af meiri væntumþykju, húmor, þekkingu og skarpskyggni en
flestir aðrir.
2.
Forsaga Íslandsferðarinnar var sú að ég hafði fyrir milligöngu sameiginlegs
vinar samband við Michel Houellebecq í ágúst 2012 uppá von og óvon
til að láta hann vita að nýjasta skáldsagan hans, Kortið og landið, kæmi út
á íslensku í október og kanna um leið hvort hann hefði áhuga og tök á því
að koma til landsins, kynna bókina og skoða sig aðeins um á landinu. Mér
til mikillar undrunar og ánægju svaraði hann nokkuð fljótt og sagðist geta
komið í lok september eða fyrripart október. Ákvörðunin um að bjóða
honum var nokkur áhætta, bæði fyrir mig og útgefandann, Forlagið, enda
hafði Houellebecq í þrígang þekkst boð um að koma hingað til lands en
Fr iðr i k R af ns son
62 TMM 2013 · 3
aldrei komist. Fyrst var það árið 2001, en þá stangaðist ferðaplanið á við
vinnu hans við erótíska kvikmynd. Tökur áttu einmitt að fara fram þá daga
sem hann hafði fyrirhugað að koma hingað. Síðan var það 2003, en þá átti
hann í verulegum persónulegum erfiðleikum og varð að hætta við. Loks
var það 2011 þegar hann átti að koma hingað í boði Listahátíðar í Reykjavík
og Alliance française, en þá vildi ekki betur til en svo að það fór að gjósa í
Grímsvötnum daginn sem hann átti að koma svo að hann hætti við af ótta
við að verða innlyksa hérlendis í óvissan tíma eins og tilfellið hafði verið um
fjölda fólks þegar Eyjafjallajökull hafði gosið árið áður.
Ég mætti út á Keflavíkurflugvöll seinnipart laugardags 6. október á tilsettum
tíma, nokkuð stressaður yfir því hvort hann léti sjá sig að þessu
sinni, og biðin hófst. Fólk tíndist út úr hinum ýmsu flugvélum, tíminn leið,
venjulegur hálftími kominn og ég farinn að ókyrrast verulega. Enn liðu
fimm heillangar mínútur og síðan tíu og viti menn, kom þá ekki kappinn
labbandi út um dyrnar í hettuúlpunni sinni með risastóra tösku í eftirdragi,
heilsaði vinsamlega en heldur stuttaralega og sagðist bara verða að drífa sig
út á hlað og fá sér rettu. Ég stóð þarna eins og þvara og góndi á manninn
teyga í sig reykbætt íslenskt flugvallarloft. Þvílíkur léttir …
Við lögðum af stað í bæinn, ég enn hálfhissa að hafa loks náð manninum
til landsins eftir öll þessi ár. Á leiðinni reyndi ég að halda uppi hefðbundnum
móttökusamræðum, benda honum á stytturnar flottu við Leifsstöð (er
hann ekki myndlistarunnandi?), úfið hraunið á Reykjanesinu (er hann
ekki áhugamaður um jarðfræði og eldfjöll?), gufuna sem stígur upp af Bláa
lóninu, Keili og fleira, en fékk nánast engin svör. Ég vissi svosem að hann
væri ekki ýkja skrafhreifinn, en þetta var frekar óþægilegt og þvingandi.
Þegar til Reykjavíkur var komið skutlaði ég honum á gistiheimili í miðbænum
og síðan var rætt um að hann kæmi og borðaði með okkur hjónunum
um kvöldið. Bara við, engir gestir þannig að við næðum að kynnast
og leggja línurnar fyrir vikuna. Hann var mjög sáttur við það. Þar gerðumst
við afar þjóðleg og buðum við honum upp á brennivín og hákarl, lugum
því blákalt að það væri eins konar manndómsvígsla inn í íslenskt samfélag,
síðan var boðið upp á pönnusteiktan lax að hætti hússins og heimagerðan ís
að hætti ömmu á Reyðarfirði. Ég hafði fyrr um kvöldið sýnt honum bók um
Kristján Davíðsson með formála Kundera, en mér til nokkurra vonbrigða
virtist hann ekkert sérlega upprifinn. Hann var hins vegar stórhrifinn af
rennibrautarstól í holinu hjá okkur, útsaumuðum stól sem Ingibjörg tengdamóðir
mín hafði gert fyrir margt löngu. Þetta var bara ansi notalegt fyrsta
kvöld, hann eðlilega ansi þreyttur eftir langt ferðalag og fór heim í leigubíl
um klukkan tíu, miðnætti að evrópskum tíma.
Str íðni spúkinn á S k er inu
TMM 2013 · 3 63
3.
Náði í hann daginn eftir klukkan tíu, fórum rúnt um Reykjavík, borðuðum
humarsúpu á Sægreifanum og fengum okkur kaffi á Haítí. Eftir hádegið var
farið að Kleifarvatni, í Krýsuvík og Bláa lónið. Hann var ekkert sérlega uppveðraður
yfir Kleifarvatni (sagðist ekkert kannast við Indriðason þann sem
ég nefndi í því sambandi), en fannst magnað að koma í Krýsuvík. Vorum
einir þar, ágætis veður. Röltum upp stíginn, hann dáðist mjög að litadýrðinni
en fannst einkum magnað að finna brennisteinslyktina, finna nálægðina við
jarðhitann, fann að stutt er þar í Helvíti, illsku, enda segja Frakkar „ça sent
le souffre“ (það er brennisteinslykt af þessu) þegar eitthvað vafasamt eða
skuggalegt býr undir einhverju. Það hefur einmitt löngum verið rætt um
að brennisteinslyktina leggi af verkunum hans, hann sé aðalstríðnispúki og
ólíkindatól franskra bókmennta, og því var sérlega skemmtilegt að ná mynd
af honum í Krýsuvík þar sem hann er stríðnislegur á svipinn með dásamlega
ljóta húfu sem hann hafði keypt í Rauðakrossbúð á Laugaveginum. Stríðnispúki
franska bókmennta nærri eldi og eimyrju á Íslandi.
Bláa lónið var greinilega mögnuð reynsla. Það var fremur fámennt þar,
engar raðir eða örtröð, og það sem var enn betra, fremur kalt í veðri sem
þýðir að andstæður heita vatnsins í lóninu og haustveðursins voru sláandi.
Við vorum meira að segja svo heppnir að fá á okkur ærlegt haglél á meðan
við vorum ofan í lóninu, þannig að við sem báðir erum fremur þunnhærðir
urðum að dýfa höfðinu ofan í vatnið með reglulegu millibili. Áður en hann
kom hafði hann lýst sérstökum áhuga á að fara þangað vegna þess að hann
þjáist af exemi og langaði að kanna hvort vatnið myndi slá á það, og svo
reyndist vera. Auk þess var ánægjulegt að sjá hvað manninum, sem alla
jafna tjáir sig ekki mjög sterkt, leið vel þarna enda vorum við í lóninu í um
það bil tvær klukkustundir. Ég hef margoft farið þangað með útlendinga en
aldrei séð neinn mann njóta þess jafn innilega. Hann svamlaði um eins og
húðlatur og hamingjusamur selur eða smáhveli, makaði á sig hvítri drullu
og breyttist í ástralskan frumbyggja, sótti í hitann, því heitara því betra. Við
fórum tvisvar sinnum þangað, á sunnudeginum og föstudeginum. Vorum
ofan í lóninu tvo tíma í hvort sinn, hann alsæll, ég alveg mauksoðinn, farinn
að losna af beinunum. En hvað leggur maður ekki á sig fyrir menninguna?
Ókum sem leið lá í bæinn aftur og hann fékk að slaka á fram að kvöldmat.
Fyrr um daginn hafði hann spurt hvaða matur væri sérstakur hér. Ég nefndi
m.a. hvalkjötið og lundann og því fórum við þrjú, ég hann og Eydís að borða
á Þremur Frökkum um kvöldið. Hann var mjög áhugasamur um að smakka
nýjan mat, afar jákvæður. Skutluðum honum síðan á gistiheimilið. Hann
kvartaði undan því (franskir aðdáendur sem voru að sverma fyrir honum,
sameiginlegt baðherbergi og sturta á hæðinni) og ég ákvað að kanna með að
skipta um hótel, flytja hann yfir á íbúðahótel við Laugaveginn.
Fr iðr i k R af ns son
64 TMM 2013 · 3
4.
Daginn eftir var viðtal bókað við Egil Helgason í Kiljunni og síðan við
Jórunni Sigurðardóttur á Rás 1 í kjölfarið. Þegar við komum á staðinn kom
hann auga á skáp í sminkherberginu þar sem hárkollur voru geymdar og
langaði að prófa einhverja þeirra. Sjónvarpsfólkinu leist ekkert sérlega vel
á það, enda átti að drífa í viðtalinu, en hann lét sig ekki fyrr en hann hafði
fengið að prófa eina rauða, síða, sem fór honum bara nokkuð vel. Raunar það
vel að hann vildi helst mæta með hana í viðtalið, vera með smá „happening“
á Íslandi eins og hann orðaði það. Ég vissi að það myndi hleypa viðtalinu í
loft upp og tókst að afstýra þessu eftir allnokkrar fortölur. Síðan tók Egill við
hann stórfínt viðtal sem var sent út tveimur dögum seinna. Í kjölfarið tók
Jórunn líka við hann ágætt viðtal fyrir Rás 1, enda vel að sér í verkum hans.
Eftir hádegið fór ég með hann austur á Þingvöll, stoppuðum þar góða
stund og gengum um, ég sagði honum sögu staðarins og frá misheppnaðri
Stríðnispúkinn við eld og eimyrju í Krýsuvík.
Str íðni spúkinn á S k er inu
TMM 2013 · 3 65
tilraun Íslendinga til að búa til þjóðargrafreit, síðan fórum við til baka um
Grafninginn með viðkomu í Nesjavallavirkjun (sérlega magnað að stoppa
við heita lækinn þar á svölum haustdegi), þaðan í gegnum Hengilssvæðið
og aftur í bæinn. Smá hvíld og síðan út að borða á Grillmarkaðinn með
útgefandanum, Jóhanni Páli, Guðrúnu, konu hans, Silju Aðalsteinsdóttur
hjá Máli og menningu, og Erlu Björg Gunnarsdóttur, kynningarstjóra
Forlagsins. Ágætiskvöld, gaman að sjá hvað útgefandinn og höfundurinn
náðu vel saman.
5.
Þriðjudagurinn hófst á því að Kolbrún Berþórsdóttur á Morgunblaðinu tók
við hann prýðilegt viðtal á Mokka, síðan bað ég hann að velja milli listasafns
eða Reðasafnsins, hann valdi heldur Reðasafnið vegna þess hversu einstakt
það væri í heiminum. Við fórum þangað og hann skoðaði það í bak og fyrir
og fannst stórmerkilegt, en það kom honum nokkuð á óvart hvað margir
reðrarnir (einkum hvala) voru oddhvassir og einna líkastir vopnum eða
stingjum af einhverju tagi. Hann spurði hvort þarna væru limir af öpum eða
mönnum, var að spá í hvort þeir væru ekki svipaðir. Ekki áttu þeir apareður
en mannsreður var þarna í formalíni, heldur óhrjálegur á að líta. Það kom
honum nokkuð á óvart hversu getnaðarlimir væru almennt forljótir. Athugull
maður, Houellebecq, eins og fram kemur í bókum hans.
Seinnipartinn hafði hann lausan til að rölta um miðbæinn og versla
aðeins, en síðan var boð fyrir hann og Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra
og sendiherra Frakklandsforseta í málefnum heimskautanna, í
bústað franska sendiherrans, Marcs Bouteiller, við Skálholtsstíg. Þar var
samankominn góður hópur Frakklandsvina, auk nokkurra íslenskra stjórnmálamanna
og erlendra diplómata. Bouteiller sendiherra og Rocard héldu
ávörp eins og vera ber, en mér til mikillar furðu bað Houellebecq um orðið
þegar Rocard hafði lokið máli sínu. Hann þakkaði kærlega fyrir sig, sagðist
ánægður með dvölina, en lét síðan í ljós þá skoðun sína að franskir sósíalistar
hefðu gert mikil mistök þegar þeir tóku Mitterand fram yfir Rocard
sem frambjóðanda flokksins árið 1979 – Rocard hefði orðið mun betri
forseti en Mitterand. Þetta gladdi Rocard mjög, enda voru þeir Mitterand
keppinautar alla tíð. Síðan settust heiðursgestirnir afsíðis og ræddu saman
drykklanga stund. Eftir boðið fylgdum við Houellebecq beint upp á hótel.
Hann er fremur kvöldsvæfur maður, segist yfirleitt vakna klukkan fjögur á
morgnana.
6.
Ég sótti hann morguninn eftir og við röltum aðeins um miðbæinn. Fórum
síðan upp á Mokka þar sem hann þurfti að hitta tvo blaðamenn í viðbót,
Fr iðr i k R af ns son
66 TMM 2013 · 3
Friðriku Benónýsdóttur á Fréttablaðinu og Þórarin Þórarinsson hjá Fréttatímanum.
Eftir viðtölin kvaddi ég hann og við sammæltust um að ég kæmi að sækja
hann klukkan fjögur til að fara og skoða hraunhelli nærri Hafnarfirði,
Leiðarenda, með Pál bróður minn sem leiðsögumann og síðan var að ósk
hans ráðgert að fara að hitta Barða Jóhannsson tónlistarmann, enda er
Houellebecq mikill unnandi dúetts Barða og Karen Ann, „Lady and the
bird“. Ég mætti á tilsettum tíma á hótelið til að ná í hann. Eins og venjulega
bað ég konuna í gestamóttökunni að láta hann vita að ég væri kominn,
ekkert svar. Ég prófaði því að hringja í farsímann hans, ekkert svar. Eftir
fimmtán mínútna bið fór ég upp og bankaði á dyrnar hjá honum, ekkert svar.
Ég ákvað því að afboða hellaferðina, en beið með að afboða okkur til Barða,
enda tveir tímar í að hitta hann. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði ég ekki í
hann, ákvað því að hringja í Barða og afboða heimsóknina sem hafði verið
ákveðin klukkan sex. Þetta var vægast sagt óþægileg staða, einkum vegna
þess að það hafði áður gerst í heimsóknum (m.a. í Belgíu) að hann hyrfi
sporlaust. Hann hafði fengið sér írskt kaffi í hádeginu og því grunaði mig
að hann hefði hreinlega dottið í það og vildi ekki láta ná í sig. Hversu lengi
myndi það vara? Staðan var óþægileg, einkum vegna þess að kvöldið eftir átti
hann að koma fram á Sólon … Ég gat lítið meira gert í málinu, fór heim og
horfði á sallafínt viðtal Egils Helgasonar við hann í Kiljunni.
7.
Um níuleytið morguninn eftir hringdi hann í mig, alveg stálsleginn.
„Afsakaðu, Friðrik, en ég var eitthvað þreyttur í gær og fór að sofa. Ætluðum
við ekki að hittast núna klukkan níu og skreppa í skoðunarferð?“ Ég sagðist
verða mættur eftir hálftíma og hann beið mín sallarólegur á hótelinu. Síðan
var lagt í hann og stefnan tekin á Gullfoss og Geysi í þokkalegu veðri. Fyrsta
stopp var í Kömbunum þar sem við röltum um drykklanga stund, enda
útsýnið yfir suðurlandið og út til Vestmannaeyja dásamlegt, gengum niður
að útsýnisskífunni neðan vegarins. Hann var þarna í fyrsta sinn í ferðinni
með myndavél með sér, tók slatta af myndum af Hveragerði og nágrenni,
gufustrókunum sem þar leggur víða upp úr jörðinni, en einkum þó fjölda
nærmynda af hrauninu og mosanum sem var alsettur morgundögg í fallegri
haustbirtunni. Áfram var haldið, komið við í Kerinu sem var myndað í bak
og fyrir, enda er hann sérstakur áhugamaður um eldfjöll. Geysir var næsti
viðkomustaður, við röltum um svæðið, fylgdumst með Strokki taka númerið
sitt og fengum okkur síðan ágæta fiskisúpu á veitingastað þar. Við ókum sem
leið lá að Gullfossi, löbbuðum niður að fossinum eins og sannir túristar. Þar
sem veðrið var prýðilegt, sól og logn, og við höfðum nógan tíma ákváðum
við að halda enn áfram að túristast og settum stefnuna á Þorvaldseyri undir
Eyjafjöllum. Við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni til að taka myndir,
Str íðni spúkinn á S k er inu
TMM 2013 · 3 67
enda haustbirtan og skýjafar töfrandi. Vestmannaeyjar í dularfullri móðu í
suðri, fjöllin í norðri að hálfu hulin skýjum og nokkrum sinnum létu hálfir
eða heilir regnbogar sjá sig. Myndavélin hans var sjaldan eins mikið notuð
og á þessari leið. Komum við hjá Seljalandsfossi sem var með fallegasta móti,
héldum síðan austur að Þorvaldseyri. Sáum heimildamyndina sem þar er
sýnd um hetjulega baráttu bænda við að þrauka meðan gosið undir Eyjafjallajökli
stóð yfir með tilheyrandi öskufalli og hreinsunarstarfið og endurreisnina
í kjölfarið. Magnaður staður, Þorvaldseyri, og aðdáunarvert hvernig
fólkið þar sá ný tækifæri í þessum miklu náttúruhamförum. Þaðan var
brunað aftur í bæinn án viðkomu. Komum um sexleytið, pása til klukkan
átta þegar Houellebecqkvöldið átti að hefjast á Kaffi Sólon.
Við Eydís sóttum hann rétt fyrir klukkan átta, hann var kominn niður,
tilbúinn og jákvæður fyrir kvöldið. Dagskráin var þannig að ég átti að kynna
hann stuttlega, ræða við hann í um það bil hálftíma (og Torfi Tulinius að
túlka), síðan áttum við tveir að lesa kafla úr þýðingu minni á Kortinu og
landinu og loks áttu þeir Hallgrímur Helgason að lesa nokkur ljóð, hann á
frummálinu og Hallgrímur nýjar þýðingar sínar á sömu ljóðum. Það er ekki
auðhlaupið að því að þýða ljóð Houellebecqs, því hann notar yfirleitt háttbundin
form þótt yrkisefnin séu gjarna afslöppuð og jafnvel hversdagsleg, en
Hallgrímur þýddi þau hreint frábærlega.
Stíf skoðunarferðin gerði það að verkum að við höfðum ekki undirbúið
okkur mjög mikið, en við höfðum þó rætt í stórum dráttum hvernig við
ætluðum að hafa þetta. Þegar á staðinn var komið var salurinn troðfullur af
fólki, eins og við mátti búast. Skyndilega vildi hann breyta fyrirkomulaginu,
lesa ljóðin og kaflana og að við ræddum saman eftir það. Allt í sóma, það
gekk ágætlega, þeir Hallgrímur lásu ljóðin og síðan við Houellebecq úr
Kortinu og landinu, en brátt kom í ljós að hljóðkerfið var ekki að virka sem
skyldi og að fólk aftast í salnum heyrði lítið sem ekkert. Í samtalinu okkar
á milli reyndum við að tala betur í hljóðnemana og það hreif. Samt heyrðist
mér fólk almennt (það sem heyrði …) vera ánægt með kvöldið og í lokin
áritaði hann bækur fyrir fjölda fólks. Í millitíðinni hafði hann þó fengið
sér sígarettu úti á svölum og rabbað aðeins við nokkra íslenska kollega og
bókmenntaunnendur. Einn þeirra gerðist jafnvel svo aðgangsharður að ég
varð að stoppa hann af til að ná Houellebecq frá honum til að hann gæti
áritað fyrir fólkið sem beið hans í langri röð.
Á eftir fórum við með honum að borða á Sushi samba veitingastaðinn
(einn fárra staða sem opinn er virka daga eftir tíu á kvöldin í Reykjavík …)
þar sem við fengum okkur að borða og renndum ljúffengum matnum niður
með ágætu ítölsku hvítvíni. Þegar við vorum að fara þekkti einn þjónanna
hann í sjón (sá var franskur) og bað hann að árita einhvers konar frægramannavegg
(wall of fame) sem þar er. Það gerði hann góðfúslega, en ekki veit
ég hvaða önnur nöfn voru fyrir, sýndist þau vera þrjú eða fjögur.
Fr iðr i k R af ns son
68 TMM 2013 · 3
8.
Föstudagurinn 12. október var síðasti dagur hans hérlendis, engar sérstakar
skuldbindingar og allt opið. Byrjuðum á því að fara í skartgripaverslun neðst
á Laugveginum. Fyrr í vikunni hafði hann tekið sér dagpart til að versla,
en þennan morgun vildi hann endilega að ég færi með honum í skartgripabúð.
Erindið var að kaupa íslenskan skartgrip handa kærustunni, Inès.
Ég benti honum á ýmsar búðir en hann var greinilega búinn að sigta eina út,
neðarlega á Laugaveginum þannig að við steðjuðum þangað. Þegar inn var
komið var hann þó greinilega haldinn valkvíða yfir því hvað henni myndi
falla í geð (hvaða karlmaður kannast ekki við þá tilfinningu?), spurði mig
hvað mér fyndist um þetta og hitt, ég reyndi af veikum mætti að tjá mig en
hann hlustaði ekkert á mig, fetaði sig frá einum grip að öðrum að niðurstöðu
sem mér sýndist hann þegar hafa verið búinn að taka. Fyrir valinu varð
mjög fallegt silfurhálsmen með skærrauðum steini í miðjunni. Honum var
greinilega mjög létt þegar þetta mál hafði verið afgreitt. Fórum síðan niður
á Forlag þar sem honum voru gefnar nokkrar bækur um Ísland, þar á meðal
stórglæsileg bók með loftmyndum eftir Sigurgeir Sigurðsson, sannkölluð
listaverkabók náttúrunnar. Sem við vorum að skoða þessar gersemar kom
Einar Már Guðmundsson aðvífandi, ég kynnti þá, þeir ræddu saman um
stund og Houellebecq áritaði Kortið og landið handa honum.
Hann hafði verið svo hrifinn af Bláa lóninu að hann langaði að fara
þangað einu sinni enn og það gerðum við. Hann var alveg eins hrifinn og
í fyrra skiptið, naut þess ekki síður og jafnvel enn frekar, enda kunnugur
staðháttum og veðrið eins og best verður á kosið á þessum árstíma, bjart
en heldur svalt. Til að gera aðeins meira úr deginum stakk ég upp á því
að við færum áður og skoðuðum sýninguna „Heimskautin heilla“, í Sandgerði
þar sem lífi og starfi franska leiðangursstjórans Jean-Baptiste Charcot
eru gerð skil. Þetta var greinilega óvænt ánægja fyrir hann, hann skoðaði
safnið (skýringarnar eru á frönsku og íslensku) vel og vandlega undir dyggri
leiðsögn staðarhaldarans, Reynis Sveinssonar.
Hann hafði margoft nefnt í ferðinni að sig langaði að smakka íslenskan
humar. Um kvöldið buðum við Eydís honum því heim í humarveislu að
hætti hússins. Frakkar eru miklir matmenn sem kunnugt er, borða ekki
til að lifa eins og við heldur öfugt, þeir lifa til að borða. Houellebecq sver
sig í það þjóðerni, því eitt af því fyrsta sem hann spurði þegar hann kom
var hvað hann ætti helst að smakka á Íslandi. Hann náði að smakka það
helsta: Hákarl, hvalkjöt, lunda, fisk, lambakjöt, humar. Áttuðum okkur
ekki fyrr en undir lokin að hann væri mikilli villibráðarunnandi, annars
hefði ég útvegað gæs, það verður bara næst. Það hefði einmitt verið vel við
hæfi enda virtist hann hafa allt að því dýrslega nautn af að borða góðan
mat. Undir borðum var engin hræsni eða kurteisishjal, afar hressileg tilbreyting
frá því sem maður er vanur. Hann var óvenju skrafhreifinn þetta
Str íðni spúkinn á S k er inu
TMM 2013 · 3 69
síðasta kvöld. Hvað var hann með á prjónunum? Ljóðabók í vor, tími til
kominn enda sagðist hann fyrst og fremst á sig sem ljóðskáld. Hann er oft
kallaður „Baudelaire stórmarkaðanna“ vegna þess hversu vel hann hefur
náð til almennings með ljóðum sínum. Aðspurður um hvað honum fyndist
um það sagði hann að sér þætti vænt um það, hefði meira að segja nýtt
sér það með því að vera með ljóðaupplestur í stórmarkaði, enda stórmarkaðir
merkileg menningarfyrirbæri í nútímanum. Hann sagðist vera með á
prjónunum teiknimyndasögu sem unnin væri upp úr skáldsögunni hans,
Áform, í samvinnu við lítt þekktan, franskan teiknara, hún væri væntanleg á
næsta ári. Hann sagðist líka vera að skrifa handrit að kvikmynd sem byggð
væri á Kortinu og landinu með Philippe Harel, kvikmyndaleikstjóra sem
gerði mynd eftir fyrstu skáldsögu hans, Extention du domaine de la lutte
(Útvíkkun bardagasvæðisins) á sínum tíma. Það væri raunar allt á frumstigi
og alls óvíst með fjármögnun.
9.
Hvað er minnisstæðast úr samræðum okkar um skáldskap? Hann hefur
dálæti á Emmanuel Carrère og Henning Mankell, af eldri höfundum er það
helst Balzac. Við ræddum nokkuð um Jules Verne, hann sagðist hafa lesið
hann talsvert, en sagði að það mætti stytta hann nokkuð, hann léti oft vaða
á súðum. „Myndir þú vilja láta gera það við þínar bækur eftir hundrað ár?“
spurði ég. Vandræðaleg þögn. „Nei, sennilega ekki,“ var svarið, svo var talinu
vikið að öðru. Denis Diderot? Gleymdur. Kundera? Já, las eitthvað eftir
hann. Punktur. Íslenskar bókmenntir? Ekkert minnisstætt, utan Arnaldur
Indriðason sem hann mundi nú eftir að hafa lesið og fannst vera útþynntur
Mankell. Fámáll um eigin verk, en sagði þó að hann ætti sér uppáhaldskafla
í sumum bóka sinna, til dæmis brottfararkaflann í Kortinu og landinu
eftir að Olga og Jed fara í garðveisluna og kaflann þar sem kínverski listfræðingurinn
greinir verk Jeds. Sagðist líka vera mjög ánægður með seinni
hluta Tiltekinnar eyju, þar sem hann hefði að sínum dómi komist næst því
að ná ljóðrænum hæðum í prósa.
Vikuna sem Houellebecq var hér kynntist ég honum nokkuð vel, kannski
eins vel og hægt er á einni viku, enda vorum við saman nánast frá morgni til
kvölds allan tímann, nema þegar hann lét sig hverfa síðdegis á miðvikudeginum.
Hvernig kom hann mér fyrir sjónir? Áður en hann kom höfðu sameiginlegir
vinir í París (Benoît Duteurtre og Lakis Proguidis) sagt mér að hann
væri alls ólíkur þeirri hranalegu og kuldalegu ímynd sem oft birtist af honum
í fjölmiðlum, það væri bara brynja, skrápur sem hann hefði komið sér upp til
að þrauka fjölmiðlaathyglina sem er erfitt að komast alveg hjá nema að gera
hreinlega eins og Milan Kundera, hafna öllum viðtölum Og það stóð heima,
enda þótt við hefðum oft talað saman í síma og skipst á tölvupósti var hann
Fr iðr i k R af ns son
70 TMM 2013 · 3
afar fámáll fyrstu tvo dagana, meðan við vorum að kynnast og hann að átta
sig á nýjum stað, alls ólíkum öllum öðrum sem hann hafði séð. Þögull en afar
athugull og íhugull. Spurði bara að því sem honum fannst skipta máli, lítið
fyrir smáspjall eins og létttaugaveiklaði íslenski gestgjafinn. Þessi maður er
myndavél, myndavél með mannsheila, svo ég leyfi mér að snúa út úr titlinum
á snilldarlegu smásagnafni eftir Guðberg Bergsson. Smám saman losnaði um
málbeinið, hann fór að slaka á, gantast og brosa, það fór ekki á milli mála að
honum leið vel. Sérkennilega samsettur maður, Houellebecq, sá maður sem
kemst einna næst þeirri mynd sem ég hef gert mér af fyrirbærinu snillingur,
íhugull og athugull, gríðarlega fróður og lesinn, en líka stundum barnslega
einlægur og viðkvæmur, næstum brothættur. Dregst einhvern veginn áfram
í gegnum lífið af ótrúlegri þrautseigju. En líka lúmskur húmoristi, laumar út
úr sér kommentum og hlær, eða flissar öllu heldur, manna mest yfir þeim.
Dálítið eins og Serge Gainbourg, sá merki söngvari og svallari. Ég hef alltaf
ímyndað mér Kafka eða Beckett einhvern veginn svona. „Hann minnir mig
á Céline,“ sagði Gérard Lemarquis í sendiráðsboðinu. Aðspurður hvort hann
héldi upp á þessa höfunda svaraði hann: „Já, ég las bækurnar þeirra þegar ég
var ungur.“ Ekkert meira um það.
10.
Þegar við höfðum sporðrennt humrinum skutlaði ég honum á hótelið,
lagði mig í nokkra tíma, náði í hann á hótelið um fjögurleytið aðfararnótt
laugardagsins (þar með fékk hann líka sýnishorn af draugfullum Íslendingum
á Laugaveginum) og skutlaði honum út á Keflavíkurflugvöll. Hann
tékkaði sig inn í vélina til Alicante og við spjölluðum saman um stund áður
en hann fór. Hann var mjög upptekinn af breiddargráðum þennan morgun,
hvernig væri hægt að sjá heiminn út frá heimskautsbaug, miðbaug og þess
háttar, greinilega eitthvað að gerjast. Hann var mjög ánægður með ferðina,
sagðist aldrei áður hafa komið svo norðarlega, sig hefði lengi langað til Íslands
og hann hefði satt að segja óttast að verða fyrir vonbrigðum, en klykkti svo út
með að segja að það væri síður en svo tilfellið, landið væri það fallegasta sem
hann hefði komið til fram til þessa, jafnvel enn fallegra en Írland og þá væri
mikið sagt. Framundan væru ferðir til Indlands og Víetnam, en hann nennti
því varla, hann ætlaði að sjá til. Ræddi um að koma aftur síðar, kannski
fyrripartinn í september, þá væri mesti ferðamannastraumurinn að baki en
samt sæmilega hlýtt og bjart. Við kvöddumst síðan með virktum á sama stað
og við hittumst fyrst, reynslunni ríkari.
Nokkrum dögum síðar sendi hann mér tölvupóst: l‘Islande: le plus beau
pays que j‘aie jamais vu. (Ísland: fallegasta land sem ég hef nokkurn tímann
augum litið.) Athugull maður, Michel Houellebecq, ekki satt?
TMM 2013 · 3 71
Michel Houllebecq
Ljóð
Þýðing Hallgrímur Helgason
NÁTTÚRA
Ég þoli ekki fjallafíflin treg
sem falla í trans ef birtist stóð af hvönnum.
Því náttúran er ljót og leiðinleg
og lítt hefur að gefa okkur mönnum.
Gott er að hreyfast hratt í Mercedes
um heiðalöndin víð og dalinn bláa,
að geta skipt um gír og fjörð og nes
og gefið í frá melnum hversdagsgráa.
Í sólarljósi skógarlaufið skín
og skrúðmælt lofar hundrað ævintýrum
en innst í dalnum gufar upp það grín;
þú greinir í því ógn með huga skýrum:
Er bíllinn stöðvast byrja leiðindin;
þín bíða tonn af innantómu trosi.
Heil eyðimörk og ekki nokkur vin
einungis klettar, lyng og andlaus mosi.
Hvar ertu borg með bensínstöð og stæði
já, bónuð gólf og kliðmjúk kassahljóðin?
Nú dimmir. Kuldinn rænir þig ró og næði
og rökkrið kveður þér öll sín verstu ljóðin.
Michel Houl l ebecq
72 TMM 2013 · 3
Úr Renaissance
Fellibylur í Feneyjum
en farðu ekki á taugum, ástin mín.
Ég færi þig úr fötunum
og faglega sleiki sárin þín.
Við eigum lífin ólifuð
ef við verðum þæg og góð
og ýmis verkin ósigruð.
Ástin mín, sjáðu, himnaflóð.
Ég elska þig með allt þitt salt
og yndisgráu svæðin þín.
Þær sælustundir segja mér allt.
Nei, sjáðu, dauðinn, ástin mín.
***
Við líðum óttalaus á björtum degi
um landslag sem var breytt af hendi manna.
Og lestin þýtur fram á fægðum vegi
sem framleiðandinn Alsthom lét svo hanna.
Um reglustikureiti hundrað jarða
við rennum létt og örugg í þeim höndum
sem stilltu saman stál og glerið harða.
Við streymum fram úr þúsund draumalöndum.
Hver á sitt líf og hver sín vandamálin:
Er hvinur ógnarlegur berst um vagninn
af ókyrrð fyllist farþeganna sálin,
úr fylgsni skríður gamli lítilmagninn.
Við rennum létt um lendur móður jarðar
með lærin spennt af engu sem þau kringir.
Ferðalag setur fólki skorður harðar,
ég finn hvar blóð þitt mínum bjöllum hringir.
Nú birtast aftur lífsins ljósakerin:
Við líðum inn í borg við opinn flóa.
Já, loksins heim í leyndardóminn frjóa
hvar lognið prýða einstæð iðjuverin.
***
Ljóð
TMM 2013 · 3 73
Playa Blanca. Og svölurnar
svífa um loftið. Pakkaferð.
Heitur vindur. Hagstætt verð.
Hafið blátt og mini-bar.
Playa Blanca. Og kertaljós
krýna látið pálmatré.
Sjórinn líkt og þangsins te.
Þjóðverjinn sýpur á volgri dós.
Playa Blanca. Klettum girt
kyrrðarstund í trylltum heim.
Ástarey með tunglum tveim
í tímans hafi, ég verð um kyrrt.
Miðnætti nálgast og kvennakór
kíkir niður í aperitif.
Fjörutíu og fjögur líf
full af sælu og spænskum bjór.
Playa Blanca, dagur fimm
og dömurnar flognar á heimaþing.
Aleinn ég þræði almenning
og enda á barnum Dimmalimm.
Playa Blanca. Og söngfuglinn
syngur um lífið í paradís.
Síðasti dagur sumarfrís
sendir mig út á flugvöllinn.
Lufthansa. Heim í leiðindin.
Úr Le sens du combat
Dagurinn rís og dafnar, breiðist um borg.
Við börðumst næturlangt til einskis betra.
Ég heyr’í strætó, suðið fullt af sorg
frá samfélagi. Færist nokkra metra.
Í dag er núna. Andrúmsloftið ljómar
af lífsins raunum, kvalafullar myndir
þér birtast hratt sem heiftarlegir dómar.
Og holdið, jafnvel holdið, undir kyndir.
Við höfum gengið í gegnum súr og sælu
en samt ei fundið æskudrauminn anga.
Í gegnum brosin glittir í lífsins þvælu.
Gagnsæið hefur tekið oss öll til fanga.

Eftir Friðrik Rafnsson

Úr TMM 2013 · 3

Michel Houellebecq með rauðu hárkolluna sem hann hugðist skarta í viðtali við Egil Helgason í Kiljunni

Michel Houellebecq með rauðu hárkolluna sem hann hugðist skarta í viðtali við Egil Helgason í Kiljunni


1.

Ég hef stundum í gegnum tíðina greitt götu erlendra rithöfunda hér á landi og hef haft það fyrir reglu fram að þessu að segja ekki frá slíkum heimsóknum opinberlega. En allar reglur hafa sínar undantekningar og þegar franski rithöfundurinn Michel Houellebecq er annars vegar fer vel á að brjóta þær. Hann er að mínum dómi og ansi margra annarra einn áhugaverðasti höfundur síðari ára, það þekki ég bæði sem dyggur lesandi hans um árabil og þýðandi þriggja skáldsagna hans, Öreindanna, Áforma og Kortsins og landsins. Lesa meira

„Ég hef þörf fyrir að jagast í raunveruleikanum …“ – Stefnumót við Kristínu Eiríksdóttur

8. desember 2014 · Fært í Eldri greinar úr TMM, Viðtöl, Á líðandi stund ·  

KristinEiriksdottirLitJPV2012

Eftir Hauk Ingvarsson

(Birtist í tmm 2.2011)


1. nóvember 2001 var útkomu bókarinnar Ljóð ungra skálda fagnað í Þjóðmenningarhúsinu. Ritstjóri hennar var Sölvi Björn Sigurðsson en 1954 hafði afi hans, Magnús Ásgeirsson, ritstýrt safni með sama nafni sem markaði tímamót í íslenskri bókmenntasögu. Þar var órímaður skáldskapur regla frekar en undantekning og bókin varð þannig tákn og vitnisburður um þá miklu formbyltingu ljóðsins sem varð hér upp úr stríðslokum. Lesa meira

„Það sem drífur mig áfram eru uppgötvanir …“ – Stefnumót við Ófeig Sigurðsson

5. desember 2014 · Fært í Eldri greinar úr TMM, Viðtöl, Á líðandi stund ·  

OfeigurSigurdsson2014JPV_svhv

Eftir Hauk Ingvarsson

Birtist í tmm 1. 2011

Fyrir síðustu jól kom út skáldsaga með löngum en lýsandi titli; Skáldsaga um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar og nýrra tíma (Mál og menning 2010). Jón sá sem nefndur er í titlinum er Steingrímsson, söguleg persóna sem uppi var á 18. öld, þekktastur sem eldklerkurinn á Kirkjubæjarklaustri sem stöðvaði hraunflóðið úr Skaftáreldum með messusöng. Sem slíkur er hann ekki síður þjóðsagnapersóna í huga almennings en manneskja af holdi og blóði þó að eftir hann liggi sjálfsævisaga þar sem hann gerir ítarlega grein fyrir sínu veraldlega basli. Í skáldsögunni er Jón líka rækilega jarðbundinn því lesendur kynnast honum í gegnum bréf sem hann skrifar úr Mýrdalnum til konu sinnar í Skagafirði frá haustinu 1755 fram á vorið 1756. Skáldsagan um Jón vakti athygli fyrir þróttmikinn og agaðan stíl og veltu lesendur því fyrir sér hvernig höfundurinn, Ófeigur Sigurðsson, sem fæddur er 1975, hefði náð tökum á íþrótt sinni og úr hvaða jarðvegi hann væri sprottinn. Lesa meira

„Allar góðar bækur fjalla um það hvílíkur bömmer það er að vera manneskja.“

17. október 2014 · Fært í Á líðandi stund ·  

eftir Bryndísi Björgvinsdóttur


Mennirnir skapa sjálfir sögu sína, en þeir skapa hana ekki að vild sinni, ekki við skilyrði sem þeir hafa sjálfir valið, heldur við þau skilyrði sem þeir hitta fyrir sér, þeim eru fengin, þeir hljóta í arf.1 – Karl Marx.

Thanks for the tragedy. I need it for my art.2 – Kurt Cobain.

Hvort tveggja, hláturinn og tárin, sprettur fram þegar við erum örvingluð og úrvinda og sjáum engan tilgang í frekari hugsunum eða viðleitni. Ég kýs að hlæja því það krefst ekki eins mikillar tiltektar eftirá.3 – Kurt Vonnegut.

Það eru nokkrir sagnamenn í föðurfjölskyldu minni og pabbi er einn þeirra. Mamma heldur því fram að hann sé „fastur í fortíðinni“ en það er meðal annars sú fortíð sem ég reyni að taka fyrir í verkinu Hafnfirðingabrandarinn sem út kemur á haustmánuðum 2014. Lesa meira

Hvunndagurinn holdi klæddur

4. september 2014 · Fært í Á líðandi stund ·  

Það gerast ekki stórtíðindi í París norðursins, nýju bíómyndinni hans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. Þar er ekkert morð, engin nauðgun, engin snjóflóð, jarðskjálftar eða eldgos, samt horfir maður alveg heillaður og lætur sér koma merkilega mikið við hvað gerist. Lesa meira

Áttu eld?

24. mars 2014 · Fært í Eldri greinar úr TMM, Á líðandi stund ·  

Hugleiðingar í lok afmælisárs Árna Magnússonar1

Eftir Svanhildi Óskarsdóttur


Svanhildur Óskarsdóttir
Áttu eld?
Hugleiðingar í lok afmælisárs Árna Magnússonar1
Í Þjóðleikhúsið að kvöldi 13. nóvember síðastliðinn safnaðist skari – með
Margréti Þórhildi Danadrottningu í broddi fylkingar – til þess að halda
upp á Árna Magnússon handritasafnara. Samkoman var síðasti liðurinn í
allviðamiklu afmælishaldi; tilefnið að þennan dag voru liðin 350 ár frá því
að Árni fæddist vestur í Dölum. Að baki afmælishátíðinni, sem náði yfir
lungann úr árinu, stóð fámennt lið stofnunarinnar sem ber nafn Árna og
hafði ekki stuðning af auglýsingastofum, ímyndarsmiðum og áróðursmeisturum.
Einhverjum kann að finnast fréttnæmt á vorum dögum að það starfar
ekki einu sinni kynningarstjóri á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum. Hún er fjársvelt eins og ýmsar aðrar stofnanir, og hefur verið það
lengi. Á stjórnsýslusviði hennar – semsé í skrifstofuhaldinu og allri umsýslu
– eru tæplega tvö stöðugildi. Minna en tveir starfsmenn.
Afmælisár Árna Magnússonar varð okkur starfsmönnum „hans“ tækifæri
til þess að láta í okkur heyra, að freista þess að minna landsmenn á það hlutverk
sem stofnunin á að gegna – en getur ekki rækt sómasamlega. Mest bar
e.t.v. á handritasviðinu á árinu vegna safns Árna en innan stofnunarinnar
eru önnur merk söfn og þar eru stundaðar nútímalegar rannsóknir, til
dæmis í orðfræði, máltækni og þjóðfræði svo einungis fátt sé talið. Kannski
kemur þetta einhverjum á óvart; það getur verið að myndin sem landsmenn
gera sér af Árnastofnun sé af fáeinum grúskurum sem rýni í gulnuð blöð
en hafi ekki mikil tengsl við umheiminn. Í reyndinni er hún kjarnastofnun
í rannsóknum á breiðu sviði íslenskra fræða og til hennar sækja ekki bara
Íslendingar heldur fræðimenn víða að úr heiminum. Sjálf starfa ég á handritasviðinu
og flest það sem ég segi hér á eftir er tengt handritunum – en
þau má skoða sem hluta fyrir heild: margt af því sem á við um handritasvið
má yfirfæra á önnur svið og á stofnunina í heild. Afmælishaldið á liðnu ári
gekk vel og í árslok gátum við litið ánægð um öxl, okkur hafði tekist að vekja
athygli á arfi Árna og við þóttumst nokkuð viss um að landsmenn væru
almennt fróðari en áður um inntak hans og gildi.
En sé skyggnst víðar yfir sviðið er útlitið samt ekki bjart. Á afmælisári
Árna var handritasýningunni sem verið hefur í Þjóðmenningarhúsinu lokað.
Þá var jafnframt tekin ákvörðun um að stöðva allar framkvæmdir við nýja
byggingu sem á að hýsa stofnunina ásamt hluta íslensku- og menninga
deildar Háskóla Íslands, en þar er meðal annars gert ráð fyrir góðri sýningaraðstöðu.
Engin teikn eru á lofti um að fjárveitingar til reglubundinnar
starfsemi stofnunarinnar sjálfrar rýmkist og því borin von að hún geti rétt
úr kútnum og tekist almennilega á við brýn verkefni eins og stafræna miðlun
safnkostsins, svo dæmi sé tekið. Þá er verulegt áhyggjuefni að nýliðun í hópi
starfsfólks er nær engin: stöðugur niðurskurður hefur valdið því að árum
saman hefur ekki verið hægt að ráða í störf sem losna. Vel menntað og öflugt
rannsóknarfólk kemst ekki að, með þeim afleiðingum að það hverfur til
útlanda og/eða til annarra starfa til verulegs tjóns fyrir fræðin og þjóðina.
Þessi staða vekur áleitnar spurningar um raunveruleg viðhorf íslensks
samfélags til menningararfsins.
„Við eigum þó alltaf handritin“
Dagana örlagaríku í október 2008 þegar meint auðævi okkar stigu upp í
„peningahimininn“ hitti ég stundum fólk sem sagði við mig í djúpri einlægni
að það huggaði sig við að handritin okkar væru þó á öruggum stað – að
þau ættum við enn. Í þeirri hugsun held ég að hafi falist að minnsta kosti
tvennt: Annars vegar snýst hún um að gott sé að muna að til séu hlutir sem
hafnir eru yfir skammsýnt verðmætamat, einhvers konar eilíf, eða stöðug,
verðmæti. Hins vegar finnst mér að þau sem orðuðu við mig feginleikann
yfir handritunum hafi einnig hugsað um þýðingu þeirra fyrir sjálfsmynd
þjóðarinnar. „Guði sé lof að við eigum þó handritin“ var þannig líka tjáning
þess að við gætum aftur fundið okkur sjálf, orðið eins og við eigum að okkur,
fundið stoð okkar í eigin menningararfi í stað þess að þykjast hafa fundið
upp nýjar aðferðir til þess að reka banka með áður óþekktri gróðavon. Sömu
hugsun orðaði Arnaldur Indriðason í erindi sínu á ráðstefnunni Heimur
handritanna nú í október:
Handritin kenna okkur að reyna að vera ekki eitthvað annað en við erum. Þau kenna
okkur að gleyma ekki uppruna okkar. Við erum ekki bankaþjóð. Við erum hin fullkomna
andstæða við bankaþjóð. Við erum bókaþjóð. Við ættum ekki að gleyma því
eða gera lítið úr því eða þykja það síðra hlutskipti en viðskiptavafstur hverskonar.
[…] Við erum of fámenn til þess að einblína í sífellu á hagvöxt í peningum. Miklu
fremur eigum við að mæla hagsæld í menningu og þekkingu og menntun. Það er sú
eina vísitala sem máli skiptir. Hagvöxtur menningar.2
Í Hruninu gekk táknið ,Handritin‘ semsé á ný í samband við rómantík
sjálfstæðisbaráttunnar, þegar fornbókmenntirnar mynduðu eins konar
grunn undir ákall þjóðarinnar um að hún fengi að ráða sér sjálf, fengi að
vera hún sjálf. Handritamálið, deilur Íslendinga og Dana um varðveislustað
handritanna – eða ættum við að segja yfirráð handritanna? – má sjá
sem lokahnykkinn á sjálfstæðisbaráttunni og á myndum frá afhendingu
Konungsbókar eddukvæða og Flateyjarbókar á hafnarba
21. apríl 1971 gefur að líta þjóð í sigurvímu – annað eins átti ekki eftir að sjást
fyrr en silfurdrengjum handboltans var fagnað sumarið 2008.
Á þeim árum sem mesti styrinn stóð um handritin háðu Íslendingar
einnig aðra utanríkispólitíska baráttu: um fiskveiðilögsöguna.3 Stærstu
skrefin í útfærslu landhelginnar voru stigin upp úr því að fyrstu handritin
komu heim. Lögsagan var færð einhliða í 50 mílur 1972 og í 200 mílur
árið 1976 og Íslendingar vörðu þessar ákvarðanir í kjölfarið bæði á láði – í
réttarsölum og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna – og á legi, í þorskastríðum.
Og hrósuðu enn sigri. Segja má að fiskurinn í sjónum hafi naumast vikið
úr hugum Íslendinga síðan. Kvótakerfið hefur séð til þess að deilum um
ráðstöfunarrétt yfir auðlindinni linnir ekki. Um handritin hefur hins vegar
ekki gustað. Þvert á móti er gengið að þeim sem gefnum hlut, nema kannski
þegar þjóðfélagið riðar til falls. Handritin komu heim og voru sett í trausta
geymslu – málið var dautt. Og eftir því sem lengra líður frá sigurdeginum
mikla á hafnarbakkanum fjarar æ meir undan vitund þjóðarinnar um
þýðingu handritanna.
Handritin sem bling
Það vantar svo sem ekki að fólk sé stolt af menningararfinum á góðri stund.
Í gróðærinu þótti fínt að vísa í fornritin: Umfjöllun um starfsemi Íslenskrar
erfðagreiningar var tengd sagnaritun og fornum ættfræðiáhuga og ákjósanlegt
fyrir Kára Stefánsson forstjóra að láta taka sjónvarpsviðtöl við sig með
bókakost Árnastofnunar í baksýn. Annað líftæknifyrirtæki kallaði sig Urður
Verðandi Skuld og Íslandsbanki skipti um nafn og vildi heita Glitnir eins
og bústaður Forseta er sagður heita í Snorra-Eddu. Tilvitnanir í Hávamál
skreyttu risastóra borða utan á hóteli í Pósthússtræti og í höfuðstöðvum FLgroup
í Lundúnum mættu viðskiptavinir einnig spakmælum úr hinu forna
kvæði (og nei, „Margur verður af aurum api“ var ekki þar á meðal).
Það er ekki laust við að manni finnist að fornritin hafi þarna verið orðin
einn allsherjar fylgihlutur – dýrindis accessoire, það sem kallað er „bling“.
Kannski hefur einhver búist við því að þegar sjálfsánægja bóluáranna strykist
af okkur myndi okkur auðnast að sjá menningararfinn í hófstilltara ljósi og
jafnframt fara að huga að því að hlú að undirstöðum hans. Því miður bendir
hins vegar margt til þess að á þeim áratugum sem liðnir eru frá því fyrstu
handritin komu heim hafi okkur gersamlega mistekist að rækta með okkur
ábyrgðartilfinningu gagnvart þessum menningarverðmætum og skilning á
því vísindastarfi sem þeim tengist. Almenningur spyr í grandaleysi hvort
við á Árnastofnun séum ekki að verða búin að „taka við handritunum“ –
af hverju þurfið þið að hafa sérfræðinga í vinnu? Auðmönnum landsins
hefur aldrei dottið í hug að leggja fé í sjóð til þess að styrkja rannsóknir í
íslenskum fræðum. Og meira að segja höfðingi íslenskra vísindamanna,
fyrrnefndur Kári Stefánsson, sagði í blaðagrein á síðastliðnu ári að „h
8 TMM 2014 · 1
ritin [gætu] beðið“ og átti þá við að ekki þyrfti að leggja fé í nýja byggingu
undir stofnunina sem hýsir þau.4 Kannski gleymdi hann því að byggingin
á einnig að hýsa kröftugt vísindastarf á sviði þar sem Íslendingar vilja vera
fremstir meðal jafningja. Þar sem stundaðar eru rannsóknir á eigindum
tungumálsins, sem til dæmis eru nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að
kenna nútímatækjum og tólum að skilja og tala íslensku; rannsóknir á
miðaldatextum sem glæða skilning lesenda á íslenskum fornbókmenntum
– en þá lesendur er að finna um allan heim; rannsóknir á rímnakveðskap
sem hjálpa okkur að skilja skemmtanalíf forfeðra og formæðra okkar um
leið og þær kveikja nýja tónsköpun, og svo mætti lengi telja. „Handritin geta
beðið“ þýðir að handritin séu bling. Að við lítum á menningararf okkar eins
og klenódíur sem við geymum á kistubotni og drögum fram við og við til
að stæra okkur af við útlendinga, en ekki sem lifandi þátt í þekkingarleit og
verðmætasköpun í landinu.
Það er ekki laust við að afstaða ríkisstjórnarinnar litist af sams konar
bling-viðhorfi. Samkvæmt stjórnarsáttmála hennar skal „[í]slensk þjóðmenning
[…] í hávegum höfð“ og í forsetaúrskurði var kveðið á um að ýmis
mál er varða þjóðmenningu skyldu færð undan menntamálaráðuneyti og
yfir til forsætisráðuneytis, þar með talin „vernd þjóðargersema“, örnefni og
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.5 En við þennan áformaða
flutning var eins og gleymst hefði að Árnastofnun er ekki bara safn,
staðurinn þar sem við geymum fína dótið okkar. Hún er rannsóknarstofnun
í nánum tengslum við Háskóla Íslands og fleiri stofnanir innanlands og utan
og óheppilegt að slíta hana úr því akademíska samhengi í stjórnsýslunni. Þá
situr merkimiðinn „þjóðmenning“ ekki vel á þeim menningararfi sem henni
er ætlað að rækta og rannsaka. Vissulega er obbinn af þeim gögnum sem hún
varðveitir orðinn til á Íslandi og/eða fyrir tilstilli Íslendinga. En þau verða
ekki skilin frá umheiminum, hvorki heiminum eins og hann var þegar þau
urðu til né hinu alþjóðlega vísindasamfélagi sem góðu heilli er forsendan
fyrir viðgangi íslenskra fræða í nútímanum.
Lok, lok og læs og allt í stáli
Nú sprettir kannski fólk fingrum að okkur sem vinnum á Árnastofnun og
segir sem svo: „Þetta er ykkur sjálfum að kenna. Þið hafið lokað ykkur af og
vanrækt að upplýsa almenning um það sem þið eruð að gera, eða vilduð gera.
Stofnunin er allt of lokuð, enginn getur séð hvað þar fer fram og fólk kemst
ekki í söfnin sem þið geymið.“ Það er dálítið til í því að erfitt er að líta inn
til okkar. Ef lagst væri á glugga myndi fólk sjá fyrir innan líflegt samfélag
stúdenta og fræðimanna frá ýmsum löndum. Þarna er skipst á skoðunum og
leitað nýrrar þekkingar og skilnings. En það er þrengt að þessu samfélagi og
það er ekki heldur hlaupið að því að veita almenningi víðari hlu
þótt það væri afar æskilegt. Mig langar að útskýra þetta betur svo lesendur
átti sig á við hvað er að etja.
Í fyrsta lagi setur húsnæðið okkur alvarlegar skorður. Núverandi Árnastofnun
(Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eins og hún heitir
fullu nafni) varð til við sameiningu fimm stofnana árið 2006 og hún er til
húsa á þremur stöðum í bænum. Í Árnagarði, þar sem handritasvið og þjóðfræðasvið
eru hýst, er engum hleypt inn nema hann geri grein fyrir sér í
dyrasíma. Þetta er gert af öryggisástæðum enda ómetanleg gögn innandyra.
Í nútímalegu húsnæði væri hægt að greiða leið fólks að fræðunum, án þess að
slá af öryggiskröfum, með því að afmarka öryggissvæði handrita og annarra
slíkra gagna sérstaklega en opna aðgang að vistarverum þar fyrir utan.
Þannig myndi til dæmis bókasafn stofnunarinnar nýtast mun betur en nú
er. Það er bæði mikið og gott og telur nú um 42 þúsund bindi. Meðal annars
er það helsta sérfræðibókasafn á landinu á sviði miðaldafræða en mikilvægi
þeirra í íslensku samhengi má sjá af því að Háskóli Íslands hefur gert þau að
sérstöku áherslusviði í sinni stefnumótun. Ástæða þess hve safnkosturinn
í miðaldafræðum er orðinn góður er einföld. Fyrir um áratug barst
stofnuninni myndarleg peningagjöf, sú eina í seinni tíð. Gefendur voru ekki
íslenskir auðmenn, stoltir af þjóðararfinum, heldur ein hjón, háskólakennarar
í Bandaríkjunum sem skilja mikilvægi íslenskra fornrita fyrir evrópsk
miðaldafræði og vilja stuðla að því að fræðimenn sem stunda rannsóknir á
Árnastofnun hafi aðgang að flestu því samanburðarefni erlendu sem þörf
er á til skilnings á norrænum miðaldatextum. Eðli sérfræðibókasafna er að
bækurnar þarf að nota á staðnum; lesrými á Árnastofnun er lítið. Á almenna
lestrarsalnum eru 11 borð og um þau er slegist af gestafræðimönnum og
nemendum í framhaldsnámi í miðaldafræðum. Við bókasafnið starfar einn
bókavörður; starfsaðstaða hans er eitt skrifborð milli bókarekka.
Í nútímanum felst fleira í því að opna söfn en að slá upp dyrum þeirra.
Stafræna byltingin færði söfnum og fræðastofnunum risavaxin verkefni í
fangið. Á Árnastofnun og fyrirrennurum hennar höfðu byggst upp mikilvæg
gagnasöfn á seðlum, spjöldum, ljósmyndum, segulböndum. Öllu þessu
þurfti – og þarf – að koma á stafrænt form svo hægt sé að opna aðgang að
söfnunum gegnum netið og hagnýta þau. Margt hefur áunnist í þessu eins
og þau vita sem eru handgengin þeim gagnasöfnum og tólum sem komast
má í gegnum vefsíður stofnunarinnar (ég nefni af handahófi tvö ólík
dæmi: Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls og Ísmús gagnagrunninn).
En skráning og yfirfærsla gagna á stafrænt form er ákaflega tímafrek og
þarna bagar okkur mannekla; við erum hreinlega of fáliðuð til þess að geta
staðið almennilega að stafrænni miðlun alls þess ómetanlega efnis sem við
geymum.6 Og við höfum enga tölvudeild. Nú, þegar þrettán ár eru liðin af
21. öldinni starfar hjá okkur einn starfsmaður með tölvunarfræðimen
Í þriðja lagi eru svo sýningarmálin í uppnámi. Sýningar fyrir almenning
eru úrvalsleið til þess að miðla gögnum stofnunarinnar og rannsóknum á
þeim. Áður fyrr var handritasýning í Árnagarði en sýningaraðstaðan þar var
léleg. Ný handritasýning var sett upp í Þjóðmenningarhúsinu fyrir rúmum
áratug en henni hefur nú verið lokað vegna breyttra áforma um nýtingu
hússins. Með því að handritasýningin færðist úr Árnagarði á sínum tíma,
rýmkaðist ögn um aðra starfsemi þar. Til lengdar er það þó óheppilegt fyrir
Árnastofnun að missa sýninguna úr sínum húsakynnum að því leyti að þar
með rofna hin eðlilegu tengsl milli sýningar- og fræðastarfs. Almenningur
tengir sýninguna ekki við vettvang rannsóknastarfsins og fræðimennirnir
slitna úr tengslum við miðlunina. Handritasafn Árna Magnússonar öðlaðist
alþjóðlega viðurkenningu árið 2009 þegar það var tekið upp á varðveisluskrá
UNESCO „Minni heimsins“ (Memory of the World Register). Ætti það ekki
að vera sjálfsagður metnaður Íslendinga að búa þannig að sínu merkasta
safni að það geti tekið á móti áhugasömum gestum víða að og á öllum aldri?
Veruleikinn núna er að safnkennari Árnastofnunar stundar farkennslu að
19. aldar hætti til þess að íslensk börn fari ekki á mis við fræðslu um handritin.
Skólafólk erlendis frá og allur almenningur verður að sætta sig við
að sýning er ekki í boði. Er það boðlegt? Í borg sem auk þess hefur verið
útnefnd bókmenntaborg UNESCO, ekki síst með tilvísun til okkar merku
fornbókmennta? Ferðamönnum er mokað inn í landið, og um fjórðungur
þeirra kemur vegna áhuga á sögu þess, en í stað þess að bjóða þeim að skoða
krúnudjásnin og taka af þeim sanngjarnan aðgangseyri eru dýrgripirnir
læstir niðri – handritin geta beðið, við sýnum þau seinna.
Með viðurkenningunni frá UNESCO var lögð áhersla á að handritin eru
menningarverðmæti á heimsvísu. Íslendingar og Danir varðveita þau fyrir
heiminn. Því fylgir einnig sú skylda að gera þennan arf aðgengilegan heimsbyggðinni
og í því felst bæði stafræn miðlun og sýningarhald. Þeirri skyldu
geta Íslendingar ekki einfaldlega ýtt yfir á okkur á Árnastofnun með því að
segja: Finniði útúressu. Við hlökkum svo sannarlega til að einhenda okkur í
nútímalega miðlun en við þurfum aðstæður til þess. Og við þurfum fé.
Dýrmætt fræðasamfélag
Sýningar- og miðlunarmál eru semsé sérkapítuli og í ólestri. Samskiptin
við almenning eru þó ekki og verða aldrei nema einn þáttur í starfsemi
Árnastofnunar – aðrir þættir snúa að vísinda- og varðveislustarfinu og þar
er horft út í heim. Sú hlið starfseminnar blasir ekki við í íslenskum hversdagsleika
en það er óhemju mikilvægt að fólk skilji að stofnunin hefur ekki
bara skyldur gagnvart íslenskum almenningi, hún rækir líka skyldur sem
Íslendingar hafa gagnvart fræðunum og heiminum.
Árnastofnun er rannsóknarstofnun og fræðasvið hennar er alþjóðlegt
– íslensk fræ
eru margir í alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi, auk þess sem alþjóðasvið
hennar heldur utan um samskipti við erlendar stofnanir og fræðimenn. Þá
er stofnunin miðlæg í norrænum handritafræðum og rannsóknum á fornbókmenntum
vegna þess að hún varðveitir svo stóran hluta þeirra íslensku
miðaldahandrita sem enn eru til. Fræðimenn koma hingað úr öllum áttum
til þess að vinna hér að verkefnum sínum um lengri eða skemmri tíma, nýta
sér safnkostinn, leita til sérfræðinga stofnunarinnar og taka þátt í því mikilvæga
fræðasamfélagi sem þrífst innan veggja hennar. Ungt vísindafólk sem
er að stíga sín fyrstu skref í rannsóknum sækir í þetta samfélag og auðgar
það um leið með nýjum hugmyndum og viðhorfum. Þetta fólk þarf sjálft að
afla sér styrkja því stofnunin getur ekki boðið annað en aðgang að gögnum
– og fólki. Ef maður spyr unga fólkið hverju það sækist eftir hér, nefnir það
einmitt hversu mikilvægt það sé þegar verið er að þróa nýjar hugmyndir,
að fá að skiptast á skoðunum við aðra fræðimenn og læra af þeim sem eldri
eru í hettunni. Ein úr hópi ungliðanna hafði þetta að segja um dvöl sína á
Árnastofnun:
Þegar sérþekkingu mína þraut á einhverju sviði var alltaf einhver sem tók sér tíma
til að leiðbeina mér af óeigingirni og fróðleiksást og því hef ég lært margt sem ekki
er endilega hægt að finna í bókum. Þessi áhersla á miðlun þekkingar og mikilvægi
þess að koma henni áfram, bæði til næstu kynslóða og út fyrir veggi stofnunarinnar,
hlýtur að móta hugarfar allra, sem starfa í þannig umhverfi.
Þessi orð undirstrika það sem stundum gleymist í umræðu um fjármögnun
rannsókna og viðgang fræðanna: Að samfélag fræðimanna er dýrmætt. Það
er ekki nóg að úthluta rannsóknarstyrkjum úr samkeppnissjóðum (sem auk
þess er hart sótt að nú um stundir). Vísindamenn þurfa aðbúnað og þekking
berst milli fólks í samtölum ekki síður en á neti og af bókum. Og samgangur
kynslóðanna er lykilatriði. Á Árnastofnun ríkir sú dýrmæta hefð að starfsmenn
sem fara á eftirlaun halda áfram að tilheyra samfélaginu þar. Þeir
sinna áfram sínum fræðistörfum og eru gjarnan til taks að svara spurningum
og leiðbeina þeim sem yngri eru. Þetta er ómetanlegt.
Samfélagið á Árnastofnun hvílir þannig á fleiri en einni stoð: þar eru
gestafræðimenn innlendir og erlendir, stúdentar frá ýmsum löndum,
nýdoktorar sem hafa hlotið rannsóknarstyrki og fyrrum starfsmenn sem
sinna fræðum sínum áfram þótt formleg starfslok hafi orðið. Árið 2013 urðu
þetta alls 60 manns frá 12 löndum og á ýmsum aldri. Kjarninn í samfélaginu
eru þó þeir fastráðnu starfsmenn sem halda starfseminni gangandi frá degi
til dags, frá kynslóð til kynslóðar. Og því miður erum við nú orðin of fá til
að halda utan um allt svo vel sé. Á handritasviði starfa á skrifandi stundu
ekki nema sjö manns: fjórir akademískt ráðnir sérfræðingar (svokallaðir
rannsóknardósentar eða rannsóknarprófessorar), forvörslufræðingur, ljósmyndari
og safnkennari. Þetta fólk ber ábyrgð á varðveislu, rannsóknum,
útgáfu og miðlun meira en þrjú þúsun
Þessi gögn spanna tímann frá tólftu öld til þeirrar tuttugustu og á meðal
þeirra eru höfuðdýrgripir þjóðarinnar. Þarna eru bækurnar og brotin sem
Íslendingar þráðu svo ákaft að fá aftur í sínar hendur. Handritin sem komu
heim frá Danmörku á árunum 1971–1997. Sem betur fer nær fúkkalyktin
sem fyllir vitin á klósettinu í Árnagarði ekki inn í geymsluna þar sem þau
þjappa sér saman í röðum.
Hvernig annast skal handrit
Ég býst við að ef gerð væri skoðanakönnun mundu flestir Íslendingar lýsa
sig sammála þeirri fullyrðingu að það ætti að hugsa vel um handritin. En
hvað felst í því? Jú, það þarf að geyma þau við rétt skilyrði og vernda þau
fyrir hnjaski og öðru því sem flýtt getur hrörnun þeirra. En slíkt er einungis
frumforsendan, byrjunin. Því eins og Brynjólfur biskup Sveinsson benti á
fyrir hálfri fjórðu öld, er sinnuleysið versti óvinur fornra bóka: að loka þær
inni og varna fólki að kynnast því sem þær hafa að geyma er fremur að eyða
þeim en varðveita.7 Þess vegna er svarið við spurningum eins og: „Farið þið
ekki að verða búin að taka við handritunum?“ að við verðum aldrei búin.
Ef umhyggja fyrir hinum fornu bókum er tekin alvarlega þá vinnum við
stöðugt að því að rannsaka og birta textana sem þær geyma, bæði þá sem
aldrei hafa verið gefnir út og líka hina sem einhvern tíma hafa verið prentaðir
vegna þess að nýir tímar leiða af sér breyttan skilning á gömlum sögum og
kvæðum og þess þarf að sjá stað í útgáfum. Við þurfum líka að finna leiðir
til þess að opinbera myndlistina sem býr í handritunum og tónlistina, ekki
síður en bókmenntirnar. Og við þurfum að spyrja spurninga um tilurð,
merkingu og tilgang þessara listaverka. Okkar mikli arfur – ógrynni texta,
heilt haf af handritum, vitnisburður um íslenska hugsun, sköpun, tungutak
í átta hundruð ár – kallar á mikla vinnu ef réttilega á að vernda handritin en
ekki eyða þeim. Stefnuleysi Íslendinga í málefnum Árnastofnunar, sinnuleysi
þeirra gagnvart handritunum, er í reynd eyðingarstefna.
Það kom fram hér fyrr í greininni að um handritin véluðu sjö manns,
þar af fjórir rannsóknardósentar/prófessorar. Um aldamótin voru þeir níu.
Þeim hefur semsé fækkað um meira en helming á rúmum áratug – sú þróun
hófst fyrir hrun. Þá var núverandi handritasvið hryggjarstykkið í „gömlu“
Árnastofnun en hún var síðan sameinuð fjórum öðrum stofnunum árið
2006 eins og fyrr segir. Sameiningin var vilji ráðuneytis og stjórnvalda og
TMM 2014 · 1 13
Sigurð Nordal. Þær voru hugsaðar til þess að ráða mætti ungt fræðafólk
að stofnuninni í vissan tíma, eins konar nýdoktorastöður til eflingar bæði
stofnuninni, fræðunum og ungu vísindafólki. Eitt af því sem ætti nefnilega
að vera þjóðhollum stjórnmálamönnum umhugsunarefni er hvernig tryggja
megi að gott námsfólk leggi fyrir sig íslensk fræði. Eins og málum er háttað
eru engir hvatar til þess – engir styrkir eru í boði til þess að ýta undir slíkt
námsval og líkur á starfi að loknu doktorsprófi sáralitlar; launakjörin lítt
aðlaðandi. Það er skemmst frá því að segja að nýju rannsóknarstöðurnar
hurfu í Hruninu, ekki hefur verið hægt að ráða í aðrar stöður sem hafa losnað
og örlög húsbyggingarinnar má sjá í Grunni íslenskra fræða við Suðurgötu.
Danir!Takið þennan kaleik frá okkur (aftur)
Tölum um Húsið. Þegar Landssíminn var seldur árið 2005 var tilkynnt að
einum milljarði af andvirði hans yrði varið til þess að reisa Hús íslenskra
fræða. Símapeningarnir reyndust aldrei hafa eignast jarðneska tilveru, þeir
voru og eru enn í húfu guðs (Mammons, væntanlega). Og Húsið er órisið
og hefur ekki einu sinni fengið brúklegt nafn en það hefur þó öðlast tilvist í
umræðunni: Það er sumum orðið tákn um Gæluverkefni. Þetta má glöggt sjá
í umræðum um framkvæmdina á Alþingi í fyrravetur þar sem byggingunni
var markvisst stillt upp andspænis fjárframlögum til heilbrigðisþjónustu og
löggæslu. Hér talar Birgir Ármannsson:
Þetta er ekki góð fjárfesting að mínu mati. Þetta er ekki verðmætaskapandi fjárfesting
í þeim skilningi sem ég legg í þau orð. Ég held að allir séu sammála um það
að æskilegt væri og gleðilegt ef við hefðum efni á því á þessari stundu að hefja stóra
og kostnaðarsama byggingu undir starfsemi sem tengist íslenskum fræðum. Það
væri voðalega gaman, en á þeim tíma þegar við Íslendingar erum í mesta basli með
að borga lögreglumönnum laun, hafa nægilega marga hjúkrunarfræðinga í vinnu
og svo má lengi telja þá er ég þeirrar skoðunar að við höfum ekki efni á því að fara
í lúxusverkefni af þessu tagi. Því miður. Þetta er að mínu mati dæmi um ranga forgangsröðun.8
Ásbjörn Óttarsson tók enn dýpra í árinni:
Hvað skyldi vera gert þegar búið er að loka heilsugæslustöðvunum og deildum á
Landspítalanum? Á þá að fara með sjúklingana í hús íslenskra fræða? Er það tilfellið?
Það sést í raun og veru og endurspeglast hér hversu veruleikafirringin er oft
og tíðum mikil þegar menn eru að fara yfir þá hluti. Það er auðvitað ekkert gagn
að því að byggja hús íslenskra fræða. Það er engin skynsemi og alger vitleysa og
bruðl. Á sama tíma er verið að vega að grunnþjónustu og grunnstoðum landsins.
Forsvarsmenn Landspítalans og starfsfólk hans á heiður skilið fyrir að hafa staðið
af sér niðurskurðinn sem hefur orðið á stofnuninni og allar aðrar heilbrigðisstofnanir
á landinu hafa líka staðið sig einstaklega vel. En svo þegar rofar til að mati hv.
stjórnarliða fara menn í svona gæluverkefni sem er auðvitað ekkert annað bruðl og
vitleysa og þvæla.9
Það er vitaskuld fáránleg einföldun að stilla fjárlagagerð upp með þessum
hætti10 en það merkilega er að þessi málflutningur virðist eiga talsverðan
hljómgrunn í þjóðfélaginu. Að minnsta kosti hafa ekki margir orðið til
að andæfa.11 Fólkið, sem í Hruninu þakkaði Guði fyrir að við ættum þó
ennþá handritin, heldur sig til hlés í umræðunni. Hvar eru rithöfundarnir
og skáldin sem sækja sér innblástur í sögurnar – kvikmyndagerðarfólkið,
myndlistarmennirnir? Vísindasamfélagið sem ætti að bera vönduð íslensk
fræði fyrir brjósti? Heyrðist nokkuð í forseta lýðveldisins? (Ekki fyrr en
Danadrottning kom til skjalanna – enn eigum við Dönum talsvert að þakka.)
Æ, það er svo vandræðalegt að tala fyrir steinsteypu. Hver ætlar að taka að
sér að segja að það sé skynsemi í því að reisa enn eitt húsið? (– hver man nú
ekki Hörpu?) En bíðum við: Hvers vegna öll þessi læti út af einu húsi? Við
Íslendingar stöndum í stöðugum framkvæmdum án þess að það verði tilefni
upphrópana; hér eru sundlaugar og íþróttahallir í nánast hverju byggðarlagi,
vöruhús, kirkjur og skólar. Lagðir eru vegir, byggðar brýr og boruð jarðgöng
samkvæmt áætlun (eða umfram). Í landinu býr meira að segja fólk sem hefur
efni á að kaupa fínustu hús gagngert til þess að rífa þau og reisa ný. En þegar
koma á þaki yfir þjóðargersemarnar margrómuðu, þá er eins og það sé ekki
á við hvert annað verkefni á listanum, heldur einhvers konar átaksverkefni
sem ekki verði ráðist í nema sérstakur búhnykkur falli til. Þegar harðnar í
ári fellur dómurinn: Gæluverkefni. Handritin geta beðið. Og skiptir þá engu
þótt þriðjungs byggingarfjárins hafi þegar verið aflað gegnum Happdrætti
Háskólans. Er ekki einkennilegt að þeir sem auðveldlega sjá hagkvæmnina
í vegagerð, skuli ekki koma auga á hagræn rök fyrir því að opna aðgengi að
fortíðinni? Sem gerir okkur kleift að hagnýta menningararfinn með nútímaaðferðum,
ekki eingöngu í þágu ferðaþjónustu, eins og þegar var nefnt,
heldur og til hagsbóta fyrir hvers kyns sköpun og framleiðslu sem gjarnan
vill nota þennan efnivið en kemst illa að honum. (Og þá erum við ekki farin
að tala um sjálfan hagvöxt menningarinnar sem Arnaldur Indriðason gerði
að umtalsefni í erindinu sem vísað var til hér að framan.) Þeir sem telja
að heppilegast sé að Árnastofnun leggist í dvala þangað til hægt verður að
endurnýja flatskjáina í landinu hafa einhvern veginn misst af lykilatriðum í
sambandi við hagsæld og mannlíf.
Stundum hittir maður góðviljað fólk sem horfir á mann alvörugefið
og segir: Er ekki vitleysa að vera að byggja þetta hús – væri ekki miklu
betra fyrir ykkur að fá peninga í reksturinn? Geta ráðið fleira fólk, eflt
starfsemina? Hverju skal svara? Jú, það væri dásamlegt að eignast sjóð uppá
þrjá milljarða sem mætti ávaxta og verja svo arðinum í vísindastarf. En eitt
er, að slíkt hefur aldrei staðið til boða – þótt þingmenn breyti sementinu í
Húsinu frjálslega í stöður hjúkrunarfræðinga og lögreglumanna í hugarleikfim
vexti hennar – við getum ekki eflt hana án þess að flytja hana og sameina á
einum stað, enda var sameiginlegt húsnæði forsenda þeirrar ákvörðunar að
sameina fimm stofnanir í eina árið 2006. Í þriðja lagi er þetta ekki spurning
um annaðhvort-eða heldur bæði-og. Það verður bæði að koma stofnuninni
í betra húsnæði og efla starfsemina. Nema Íslendingar láti kné fylgja kviði
og ákveði að leggja hana niður. Það væri að mörgu leyti rökrétt niðurstaða
af margra ára niðurskurði og þeirri umræðu sem iðkuð hefur verið á
undanförnum misserum, umræðunni sem stillir heilbrigði upp öndvert við
menningu. Ályktunin yrði þá eitthvað í þessa veru: Við viljum kaupa lyf og
lækningatæki og greiða heilbrigðisstarfsfólki laun. Það þýðir að við höfum
ekki efni á að eiga handrit og annast þau. Þess vegna hefjum við á ný viðræður
við Dani og förum fram á að þeir taki aftur við handritunum.
Að vísu er hætt við að við færum bónleið til búðar danskra. Senn verður
hálf öld frá því að danska þingið réði handritamálinu til lykta. Danir sýndu
stórhug þegar þeir féllust á að afhenda okkur meira en helming handritanna
úr Árnasafni og allmörg handrit úr Konungsbókhlöðu að auki og þeir þykja
hafa sýnt öðrum þjóðum mikilvægt fordæmi. Þótt þeir megi vera stoltir af
þessum gjörningi mun stoltið þó ævinlega blandið þeirri tilfinningu að þeir
hafi orðið að láta í minni pokann. Af handritamálinu höfðu Danir því sæmd
– en líka sársauka og þess er ekki að vænta að þeir yrðu áfjáðir í að taka það
upp aftur. Það er einfaldlega ekki hægt að snúa til baka. Við Íslendingar
sitjum uppi með fenginn og fátt sem getur bjargað okkur nema ef vera skyldi
myndarlegur eldur.
Elds er þörf
Það kostar klof að ríða rafti. Það er fyrirhöfn að eiga og annast dýrmæta
hluti og tímabært að Íslendingar horfist í augu við þá ábyrgð sem þeir öxluðu
með lausn handritamálsins. Fólk sem tekur að sér að forvalta menningarauð
heimsins verður að gera um það áætlanir hvernig að því skuli staðið og
það fjármagnað. Og horfast í augu við að það kostar talsvert fé. Þar dugir
ekki að standa eins og glópar og snúa út tómum vösum. Rifjum upp að við
öðluðumst yfirráð yfir fiskimiðunum á sama tíma og handritin komu í
okkar vörslu frá Danmörku. Fiskur og handrit. Þetta ætti að vera órjúfanlega
samtengt í vitund okkar: meðan við veiðum fisk höfum við efni á að eiga
handrit. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er ein af grunnstoðum
samfélagsins og löngu kominn tími til að málefni hennar verði sett í
forgang. Innviðir hennar eru að molna og umgjörðin að springa. Starfsfólkið
býr (enn) yfir eldmóði en það dugar ekki til. Við verðum að finna s
Tilvísanir
1 Ég þa k k a Aða lstei ni Eyþórssy ni f y r ir að legg ja mér t i l t it i l þessa ra r g rei na r og kol leg u m mí nu m
Gísla Sig u rðssy ni, Ólöf u Bened i k tsdót t u r og Jóhönnu Kat rí nu Fr iðr i k sdót t u r þeirra t i l legg.
R itstjór i TM M og f jór ir ónef nd ir v i nir mí nir eiga þa k k ir sk i lda r f y r ir y f irlest u r og gag nr ý ni.
2 A rna ldu r Ind r iðason, „Ma rg ra hei ma sý n“, TM M 4.13, bls. 5.
3 Á þet ta bent i Guðr ú n Norda l forstöðu maðu r Á rnastof nu na r í v iðta l i v ið Ei na r Fa l Ingól fsson í
Morgunblaðinu 28. aprí l 2013.
4 Ká r i Stefá nsson, „Íslensk a .“ Morgunblaðið 19. september 2013.
5 Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins 22. maí 2013. h t t p : //
w w w.forsaetisraduney ti.is/verkefni/rik isstjorn/stefnuy f irlysing/ Sótt 26. janúar 2014.
Forsetaú rsku rðu r u m sk ipt i ng u stjórna rmá lef ni mi l l i ráðu ney ta, nr. 71/2013. Stjórnartíðindi
A-dei ld 24. ma í 2013. Á k vörðu ni nni va r síða n snú ið v ið hvað Á rnastof nu n va rða r með
brey t i ng u á f y rrnef ndu m ú rsku rði 31. desember 2013 (nr. 148/2013).
6 Það va nta r hei ldstæða stef nu og aðgerðaáæt lu n á þessu sv iði í la nd i nu. R ag n heiðu r R í k ha rðsdót
t ir hef u r í þríga ng mælt f y r ir þi ngsá lyk t u na r t i l lög u þess ef nis, síðast í ok tóber er leið, en
án árangurs. Sjá http://w w w.althingi.is/altext/raeda/141/rad20121011T174848.html. Sótt 26.
j a n ú a r 2 014 .
7 Br y njól f u r orða r þet ta í bréf i t i l Vi l lu m L a nge prófessors og bók ava rða r konu ngs 1656, sjá Úr
bréfabóku m Br y njól fs biskups Svei nssona r, útg. Jón Helgason  (Sa f n Fræða félagsi ns u m Ísla nd
og Íslend i nga 12). Kaupma nna höf n 1942 , bls. 72 .
8 http://w w w.althingi.is/altext/raeda/141/rad20121203T233024.html. Sótt 5. október 2013.
9 http://w w w.althingi.is/altext/raeda/141/rad20121205T020528.html. Sótt 5. október 2013.
10 Þet ta rædd i Guðr ú n Norda l í g rei ni nni „Drau mu r og ver u lei k i “ í Morgunblaðinu 20. september
2 013.
11 Ma rk verð u nda ntek ni ng va r blogg færsla R ag na rs Þórs Pét u rssona r, ht t p:// blog.pressa n.is/
rag na r t hor/2013/07/26/og n-u m-hus-islensk

Í Þjóðleikhúsið að kvöldi 13. nóvember síðastliðinn safnaðist skari – með Margréti Þórhildi Danadrottningu í broddi fylkingar – til þess að halda upp á Árna Magnússon handritasafnara. Samkoman var síðasti liðurinn í allviðamiklu afmælishaldi; tilefnið að þennan dag voru liðin 350 ár frá því að Árni fæddist vestur í Dölum. Lesa meira

Ljóðakvöld Nykurs á Boston

10. ágúst 2009 · Fært í Á líðandi stund ·  

Mánudagskvöldið 10. ágúst kl. 21:00 stendur skáldafélagið Nykur fyrir svakalegri ljóðadagskrá, að eigin sögn.

Skáldin sem lesa að þessu sinni eru:

- Davíð Stefánsson
- Emil Hjörvar Petersen
- Halla Gunnarsdóttir
- Sigurlín Bjarney Gísladóttir
- Sverrir Norland, sem mun leika popptónlist í bland við ljóðalestur

Ljóðaflæðið á sér stað á Boston, Laugavegi 28b.

Næsta síða »