Auðar saga á einu kvöldi

15. október 2017 · Fært í Á líðandi stund ·  

Vilborg Davíðsdóttir var að senda frá sér þriðju og síðustu bókina um Auði djúpúðgu, Blóðuga jörð. Samtals eru bækurnar þrjár um landnámskonuna merku ríflega 800 blaðsíður en í gærkvöldi gerði höfundurinn sér lítið fyrir og sagði alla þessa miklu sögu á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Gekk um gólf og rifjaði upp söguna alla frá því að Ketill flatnefur fluttist búferlum til Suðureyja frá Noregi og þangað til Auður dóttir hans lést í hárri elli að búi sínu í Hvammi í Dölum. Lesa meira

Pílagrímsferð til Parísar – í minningu Sigurðar Pálssonar

20. september 2017 · Fært í Á líðandi stund ·  

Fyrsta minningabók Sigurðar Pálssonar af þrem, Minnisbók, kom út fyrir jólin 2007 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin. Hugfangin af frásögn Sigurðar og lýsingum hans á París fórum við hjónin í pílagrímsferð til borgarinnar um páskana 2008 og undir eins og heim kom skrifaði ég pistil í Tímarit Máls og menningar um þá ferð. Nú er Sigurður allur og allt landið og miðin gráta hann. Mig langar til að minnast hans með því að birta hér þessa nærri tíu ára gömlu frásögn og votta um leið ástvinu hans, Kristínu Jóhannesdóttur, syni þeirra hjóna og öðrum ættingjum og vinum Sigurðar mína innilegustu samúð. Lesa meira

Heiðloftið bláa

26. október 2016 · Fært í Hugvekjur e.m.j., Á líðandi stund ·  
Einar Már Jónsson
Heiðloftið bláa
Kannske muna einhverjir eftir andrúmsloftinu
fyrstu mánuðina eftir
Hrunið. Þá fannst mönnum blasa við
augum að frjálshyggjan hefði beðið endanlegt
skipbrot og Hayek reynst falsspámaður,
dómi sögunnar yrði ekki áfrýjað.
Um leið fóru menn að muna eftir
Keynes sem hafði verið ónefnanlegur
áratugum saman, hann hafði orðið fyrir
því sem Rómverjar kölluðu damnatio
memoriae, og kenningar hans komust
aftur á dagskrá. Frjálshyggjumenn voru
hins vegar horfnir af sjónarsviðinu, ef
einhver þeirra reyndi að þráast við og
útskýra það sem gerst hafði eftir sínum
eigin kokkabókum hljómaði það hjárænulega,
því töluðu þeir fyrir daufum
eyrum.
En þeir voru þó engan veginn búnir
að gefast upp, þeir höfðu aðeins skriðið
niður í jarðholur og hella, og þar kúrðu
þeir í myrkrinu um hríð og reyndu að fá
menn til að gleyma sér. Einstaka menn
tóku að vísu til við að endurskrifa söguna,
en þeir voru færri sem ljáðu því
eyru, kannske ekki nema eitthvað um
þrettán prósent. En svo leið tíminn,
endurminningarnar um Hrunið tóku að
dofna, viðreisnin fór að nokkru leyti í
handaskolum, og þá gerðist það að
frjálshyggjumenn byrjuðu að skríða
aftur út úr holunum; þeir höfðu ekkert
lært og engu gleymt, og hvíldin í myrkrinu
hafði gert þá enn illvígari. Nú flögguðu
þeir ekki aðeins skrattanum Hayek
heldur og líka ömmu skrattans, frú Ayn
Rand. Keynes var enn nefndur en nafn
hans var skammaryrði, slett á menn til
að drótta því að þeim að þeir væru ekki
annað en álfar út úr hól. Áður en nokkur
vissi af voru frjálshyggjumenn aftur
búnir að hrifsa til sín stjórnvölinn um
víða veröld og teknir til við einkavæðingar,
afreglanir og þær sjálftökur sem
slíkum íþróttum fylgja. Ekkert virtist
lengur geta orðið þeim fjötur um fót,
þeir gengu rammefldir til verka svo
bergmálaði á Tortola.
Því er mönnum nú hollast að vera við
öllu búnir, láta sér ekki koma í opna
skjöldu það sem yfir kann að dynja, þótt
litlar líkur séu á því að nokkur fái nokkuð
við því gert, og kannske er sumum
stóísk hugarhægð í því að vita fyrirfram
í hvers konar sósu þeir verði étnir, eins
og Frakkar segja. Nauðsynlegt er að
skoða framtíðina í ljósi fortíðarinnar, og
leggja eyru við spásögnum ófreskra
manna. Svo mælir Jón Krukkur:
Ég sé iðandi hillingar við sjóndeilarhring
sem nálgast ört. Skyndilega munu
menn vakna upp við að búið er að
einkavæða Jörðina og allt sem á henni er
og henni fylgir, ekki síst útsýnið á fögrum
stöðum; Vatnið bæði heitt og kalt,
og um leið hafið allt, svo og ár, vötn og
læki; og loks Eldinn, sem sé orkuna. En
þá rennur upp fyrir athafnamönnum, að
þarna eru einungis þrjár höfuðskepnur
komnar í gagnið, en höfuðskepnurnar
eru fjórar eins og allir vita; það vantar
sem sé sjálft Loftið svo allt sé fullkomnað.
Og ekkert má verða útundan, því ef
sameignarsinnum tekst að halda í eitthvað,
hversu lítið sem það er, munu þeir
óhjákvæmilega færa sig upp á skaftið og
sölsa undir sig meira og meira, það er
hin vísa leið til ánauðar. Postularnir
verða strax gerðir út af örkinni, því
Hugv e k ja
Hugvekja
TMM 2016 · 3 121
þetta mikla skref þarfnast nokkurs undirbúnings,
nauðsynlegt er að sannfæra
þá sem hafa kannske ekki mikla og
frumlega hugsun sjálfir en ná eyrum
almennings, svo sem blaðamenn,
útvarpsmenn, sjónvarpsmenn, rithöfunda,
skopteiknara og aðra af því tagi,
þá sem Hayek kallaði „fornsala hugmyndanna“.
Í kjölfar þess fara hér og þar að birtast
greinar sem nefnast „Það er ekkert
til sem heitir ókeypis andrúmsloft“,
„Lífshættuleg mengun: eina lausnin
einkavæðing“, „Miljarðar tapast fyrir
hvern mánuð sem dregst að einkavæða
andrúmsloftið“, „Ætla menn að bjóða
heim mengunarslysi?“, „Ekkert hreint
loft án ábyrgs eiganda“, „Einkavætt loft
er alltaf blátt“, og margt, margt annað af
því tagi. Einstaka menn fara að mótmæla,
en þeir eru strax kveðnir niður,
enda taka fáir lengur mark á illa dulbúnum
dalakofa-marxistum. Um leið og
búið er að koma því inn hjá almenningi
að einkavæðing loftsins sé nú orðin
óhjákvæmileg, verður hafist handa.
Þar sem samkeppni er nauðsynleg á
öllum sviðum, annars verða aldrei neinar
framfarir, eru nú stofnuð tvö fyrirtæki,
„Loftur“ og „Kári“, og lögð drög
að því að afhenda þeim andrúmsloftið
yfir Íslandi og hafinu innan landhelgi
og öll þess gögn og gæði til fullrar eignar,
og skyldi það gilda í níutíu og níu ár.
Það fylgir og einkavæðingunni að gegn
því að fá afnotagjöldin skuli fyrirtækin
sjá til þess að loftið sé hreint. En nú
kemur skyndilega óvænt babb í bátinn,
Icelandair setur fram kröfur og heldur
því fram að samkvæmt hlutarins eðli
eigi það þegar allt andrúmsloftið, og því
sé verið að ganga gegn rétti þess. Það
verður mikil togstreita og hnútur fljúga
á víxl, en málið er leyst bak við tjöldin
með því að Icelandair fær hlutabréf í
báðum fyrirtækjunum. Virði þeirra er
ekki gefið upp, enda eignarhald fyrirtækjanna
óljóst, einungis er vitað að á
bak við þau eru fjársterkir aðilar í
útlöndum sem eiga þau gegnum fyrirtæki
á Jómfrúreyjum og í Panama.
Eftir þessar sættir verður farið að
leysa hin hagnýtu vandamál einkavæðingarinnar.
Bæði fyrirtækin fela hreinsun
loftsins undirverktaka, alþjóðafyrirtækinu
„Cleanair“, sem er eign sjóðs á
Krókódílaeyju og hefur sínar aðalskrifstofur
í pósthólfi í Buenos Aires, skal
það eitt ábyrgt fyrir gæðum loftsins og
taka við kvörtunum vegna þeirra. Um
hreinsunina munu sjá farandverkamenn
frá Bangladess, en þeir eru rétt ókomnir.
Síðan er farið að huga að innheimtu, og
er lausnin sú að skömmu eftir fæðingu
nýs einstaklings skulu foreldrarnir
ákveða hvaða boði fyrirtækjanna Lofts
og Kára þau ætla að taka – því samkeppninnar
vegna eru boðin margvísleg,
það eru sértilboð þvers og kruss með
alls kyns afsláttum – og síðan er fest
gúmmíbelti utanum brjóstkassa hvítvoðungsins
með mæli sem sýnir
nákvæmlega súrefnisnotkun hans (ekki
er nauðsynlegt að lesa á mælinn, hann
sendir upplýsingarnar beint). Beltið er
sett utan um barnið við hátíðlega athöfn
með kökum og súkkulaði, því um leið
fær það nafn, öll fjölskyldan kemur
saman og fulltrúi fyrirtækisins flytur
stutt ávarp og óskar öllum til hamingju.
Síðan fara foreldrarnir að greiða afnotagjald
af loftinu með reglulegu millibili.
Það er vissulega ekkert til sem heitir
ókeypis andrúmsloft, en fyrir suma sem
hafa ekki spjarað sig vel í samkeppninni
vegur afnotagjaldið þungt í heimilisbókhaldinu.
Því fara menn fljótlega að
velta fyrir sér alls kyns aðferðum við að
spara sína eigin súrefnisnotkun svo og
fjölskyldunnar allrar. Mæður kalla
hastarlega
á börnin: „Veriði ekki með
þessi ærsli sýknt og heilagt, krakkar, við
Hugvekja
122 TMM 2016 · 3
höfum ekki efni á allri þessari súrefniseyðslu!“,
„Farðu gangandi strákur, þá
spararðu súrefnið!“, „Hættiði þessum
hoppum, stelpur, finniði ekki hvað þið
gleypið mikið loft!“, „Þú ert búinn að
hlaupa allt of mikið, nú verðurðu sko að
sitja kjur!“ Besta ráðið er að loka börnin
inni yfir sjónvarpinu, einkum þegar á
dagskrá eru spennumyndir svo þau
standi á öndinni. Verra er þó ef börn
fara að spara súrefni með því að leggjast
í bóklestur, því bókvitið er trafali á samkeppninni,
eins og aragrúi dæma hefur
löngum sýnt. Menn reyna að láta unglingana
sofa sem lengst frameftir. Efnalitlir
menn hætta öllu trimmi og fara að
stunda fjárhættuspil í staðinn.
Sérhæfð tímarit birta greinar um það
hvernig spara megi súrefnisnotkun í
hvílubrögðum og um það eru gefnar út
fræðilegar bækur, en ekki eru allir á
einu máli, skemmtun og sparnaður togast
á. Svo eru menn, og einkum konur,
vöruð við lymskulegum brellum þeirra
sem haga sínum bólförum þannig að
súrefniseyðslan lendi sem mest á mótaðilanum:
„Stúlkur, forðist tælensku
skopparakringluna!“ En fututor oeconomicus
leynir á mörgum ráðum, og er
gjarnan einum leik á undan viðvörununum.
Það ganga jafnvel sögur um
hrekklausar stúlkur sem hafa orðið
gjaldþrota með þessu móti.
Þessu nýja frelsi atvinnuveganna
fylgja óhjákvæmilega ýmis vandamál. Á
að fella niður afnotagjaldið þegar menn
eru komnir út fyrir íslenska landhelgi?
En þetta segir sig sjálft, það yrði vitaskuld
of mikið umstang að taka mælana
úr sambandi um leið og farið er yfir einhverja
ósýnilega línu, – enda eins líklegt
að vindarnir blási af landi – og gæti
orðið mönnum opin leið til að svindla.
Hvernig á svo að bregðast við ef einhver
reynist ófær um að standa í skilum með
afnotagjaldið af andrúmsloftinu? Á þá
að fella það niður eða á ríkisvaldið
kannske að skerast í leikinn og greiða
það í hans stað? Fyrri kosturinn kemur
ekki til greina, með því eru menn að
verðlauna ódyggðina og letina, þetta
gæti líka orðið hvatning til annarra að
fara eins að. Síðari kosturinn er ekki
betri, því með honum eru skattborgarar
látnir borga skuldir óreiðumanna. Hagfræðingar
skrifa greinar og benda á að
menn geti jafnan valið hvort þeir vilji
nota peningana til að greiða fyrir sína
eigin andrúmsloftsnotkun eða kaupa
brennivín fyrir þá í staðinn. Frelsið og
ábyrgðin sé því þeirra, og með því að
taka burt hvort tveggja eru menn að
vinna efnahagslífinu óbætanlegan
skaða. Best sé að láta frjálshyggjuna
leysa vandann, hún sé fær um að gera
það á einfaldan og sársaukalausan hátt.
Undir það taka sérstaklega plastpokaframleiðendur.
En svo kemur upp annað vandamál
og sýnu verra. Hvað á að gera ef einhver
sýnir mikla hæfileika á sviði íþrótta en
foreldrar hans og vandamenn hafa ekki
efni á að borga þá auknu súrefnisnotkun
sem æfingunum hlýtur jafnan að fylgja?
Reyndar skrifar einn snjallasti hagfræðingurinn
grein þar sem hann bendir á
að enginn verði íþróttahetja ókeypis,
hver og einn geti valið hvort hann ver
peningum sínum í súrefni til að þjálfa
sig eða eyðir þeim í … en þetta særir
hjörtu almennings sem standa í blossum
í hvert sinn sem íslenskir íþróttamenn
gera garðinn frægan utan landsteinanna.
Málið virðist komið í hnút, og vonleysið
blasir við. En þá sem jafnan finnur
frjálshyggjan lausnina, og Íslendingar
geta þakkað sínum sæla fyrir það heillaspor
að hafa numið burt lög um mannanöfn
og sent mannanafnanefnd alfarið á
Kvíabryggju fyrir öll hennar illvirki
bæði fyrr og síðar. Því nú eiga nýbakaðir
Hugvekja
TMM 2016 · 3 123
foreldrar þess kost, áður en þeir velja
nafn afkvæmisins, að leita til auglýsingastjóra
einhvers stórfyrirtækis og
reyna að komast að samningum við
hann. Ef það tekst mætir hann í skírnarveisluna
ásamt fulltrúa „Lofts“ eða
„Kára“ og syngja þeir saman skírnarbrag
í dúett, barninu til heilla. Um þetta
er skýr lagarammi, og er samningurinn
fólginn í því að fyrirtækið lánar barninu
sitt nafn og greiðir foreldrunum
ákveðna upphæð – sem er að sjálfsögðu
samningsatriði og fer eftir auglýsingastefnu
fyrirtækisins svo og samkeppninni
hverju sinni – í staðinn er þessi nýi
einstaklingur skuldbundinn til að bera
þetta nafn upp frá því við öll tækifæri,
án nokkurra annarra heita, hvorki gælunafna
né auknefna, og klæðast fötum
með nafni og merki fyrirtækisins – og
kannske auglýsingavígorðum þess líka –
sem það selur honum á hagstæðum
kjörum. Rík áhersla er á það lögð að
aldrei verði annað nafn notað í daglegu
lífi. Einnig verður hann að vera reiðubúinn
til þjónustu ef fyrirtækið skyldi
leggja út í auglýsingaherferð. Þar sem
fyrirtækið er að sjálfsögðu eigandi
nafnsins, verður sá sem það ber að
skipta um nafn ef fyrirtækið skyldi gera
það, til dæmis með því að sameinast
einhverju öðru fyrirtæki og taka upp
nýtt heiti fyrir samsteypuna. Ef stjórn
fyrirtækisins lítur svo á að sá sem nafn
þess ber hafi ekki gegnt þjónustu við
það sem skyldi, til dæmis með því að
ganga dags daglega undir einhverju viðurnefni
svosem „Bóbó“, getur það tekið
nafnið aftur, það gildir einnig ef hann
skyldi komast í tæri við réttvísina, og er
þá einstaklingurinn nafnlaus. Hann
getur ekki lengur tekið sér venjulegt
nafn eins og „Jón“ eða „Guðrún“, þegar
hann, eða öllu heldur foreldrar hans,
hafa einu sinni gert samning við fyrirtæki,
því það hefur Samkeppnisráð
stranglega bannað – ef sá kostur væri
fyrir hendi væri hann nefnilega í of
sterkri stöðu gagnvart fyrirtækinu og
hætta á að hann tæki samninginn ekki
nógu alvarlega. Eina lausnin er sú að
hann reyni umsvifalaust að ná samningi
við eitthvert annað fyrirtæki um að
hann megi taka upp nafn þess, en við
slíkar aðstæður eru auglýsingastjórar
yfirleitt ekki samvinnuþýðir. Að öðrum
kosti er hann nafnlaus og dottinn út úr
samfélaginu, hann er „ó-persóna“.
Þessi nýja tilhögun mannanafna
hefur fjölmarga kosti í för með sér.
Menn eru nú með öllu lausir úr klafa
hinnar fornu íslensku nafnahefðar sem
komin var út úr torfkofunum og lyktaði
af mold og kæstri skötu. Reyndar eru
menn að sjálfsögðu frjálsir til að skíra
slíkum nöfnum skuldbindingalaust eins
og áður, en þá þurfa þeir að hafa aðgát;
ef einhver vill skíra dóttur sína „Þórdísi“
eftir ömmu hennar, kemst hann
kannske að því að nú er þetta nafn á
snyrtistofu, einkaréttur hennar og
skírnin er háð samningum við hana. En
þetta er aukaatriði, kjarni málsins er sá
að þegar menn ganga til dæmis um
götur Reykjavíkur sjá þeir hvarvetna á
mönnum merki um frjálst og blómlegt
efnahagslíf. Þeir mæta mönnum sem
bera hróðugir og fyrir allra augum
nöfnin „Hressó“, „Arion banki“,
„Eymundsson“, „Manía“, „Jómfrúin“,
„Sáning“, „Samherji“, „Timberland“,
„Mál og menning“, „Domus Nova“ og
„Wow“, og svona má lengi telja.
Þessi fyrirtækjavæðing mannanafnanna
stuðlar nú mjög að því að
leysa þau vandamál sem einkavæðing
andrúmsloftsins kann að valda. Reyndar
gildir það ekki um þá sem geta ekki
staðið í skilum með afnotagjald, allir
sem einn berjast hagfræðingar gegn því
að fyrirtækin sem þeir heita eftir veiti
þeim nokkra aðstoð og rústi þannig
Hugvekja
124 TMM 2016 · 3

Hugvekja eftir Einar Má Jónsson

Kannske muna einhverjir eftir andrúmsloftinu fyrstu mánuðina eftir Hrunið. Þá fannst mönnum blasa við augum að frjálshyggjan hefði beðið endanlegt skipbrot og Hayek reynst falsspámaður, dómi sögunnar yrði ekki áfrýjað. Um leið fóru menn að muna eftir Keynes sem hafði verið ónefnanlegur áratugum saman, hann hafði orðið fyrir því sem Rómverjar kölluðu damnatio memoriae, og kenningar hans komust aftur á dagskrá. Frjálshyggjumenn voru hins vegar horfnir af sjónarsviðinu, ef einhver þeirra reyndi að þráast við og útskýra það sem gerst hafði eftir sínum eigin kokkabókum hljómaði það hjárænulega, því töluðu þeir fyrir daufum eyrum. Lesa meira

Nýtt TMM

25. október 2016 · Fært í Á líðandi stund ·  

tmm-kápa.3.16

Út er komið þriðja hefti ársins af TMM sem að þessu sinni er stýrt af skáldinu Sjón með núverandi ritstjóra Guðmundi Andra Thorssyni. Lesa meira

Veisla í farangrinum

18. apríl 2016 · Fært í Eldri greinar úr TMM, Á líðandi stund ·  

eftir Guðrúnu Nordal

Úr TMM 1.16

1

Á sama tíma og ég skrifa þessa hugleiðingu við ysta haf verða til um víða veröld milljónir texta á öllum heimsins tungumálum sem raðast inn á vefinn. Mannkynið hefur aldrei skrifað eins mikið og einmitt nú. Þessi ofgnótt rafrænna texta, sem við tökum öll þátt í að búa til, veldur því að við gefum fortíðinni og textum hennar æ minni gaum. Erum uppteknari af stundlegum vangaveltum samfélagsmiðlanna en því að lesa eldri texta, gamlar bækur frá fyrri öldum, skáldsögur og ljóðabækur frá síðustu öld eða jafnvel síðustu jólum. Fyrir vikið er hætta á því að tengslin við auðlegð og reynslu liðins tíma rofni, og um leið gæti slaknað á viðspyrnunni sem djúpstæður sögulegur skilningur veitir gagnvart vandamálum og áskorunum tuttugustu og fyrstu aldarinnar – þó að við kærum okkur kannski ekki um það. Lesa meira

Í Furðusafninu

8. desember 2015 · Fært í Eldri greinar úr TMM, Á líðandi stund ·  

safnahúsið

eftir Aðalsteinn Ingólfsson

Úr TMM 3.15

Hugleiðingar um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu


Allt frá því Þjóðskjalasafnið flutti búferlum úr Safnahúsinu að Laugavegi 162 árið 1998, síðast safna hússins til að hleypa heimdraganum, hefur glæsileg bygging Jóhannesar Magdahl Nielsen frá 1906 verið eilítið eins og munaðarlaus í menningarlandslaginu. Eftir tveggja ára endurbætur, 1998-2000, og uppfærslu á ímynd byggingarinnar – Safnahús varð aftur að Þjóðmenningarhúsi – hófust tilraunir með aðskiljanlega starfsemi á vegum hins opinbera: stofnanasýningar, tónleika, ráðstefnuhald, blaðamannafundi og fræg réttarhöld yfir Geir Haarde, svo fátt eitt sé nefnt. Lesa meira

Magnea frá Kleifum – minning

1. mars 2015 · Fært í Á líðandi stund ·  

Magnea frá Kleifum var einn af bestu barnabókahöfundum okkar á síðustu öld. Hún hóf höfundarferil sinn á því að skrifa skemmtilegar og spennandi ástarsögur fyrir fullorðna sem nutu talsverðra vinsælda. En árið 1966 kom fyrsta barnabókin hennar, Hanna María, og þar fann Magnea fjölina sína. Lesa meira

Stríðnispúkinn á Skerinu – minningabrot um Íslandsferð Michels Houellebecq haustið 2012

20. febrúar 2015 · Fært í Eldri greinar úr TMM, Á líðandi stund ·  
TMM 2013 · 3 61
Friðrik Rafnsson
Stríðnispúkinn á Skerinu
Minningabrot um Íslandsferð Michels
Houellebecq haustið 2012
1.
Ég hef stundum í gegnum tíðina greitt götu erlendra rithöfunda hér á
landi og hef haft það fyrir reglu fram að þessu að segja ekki frá slíkum
heimsóknum opinberlega. En allar reglur hafa sínar undantekningar og
þegar franski rithöfundurinn Michel Houellebecq er annars vegar fer vel á
að brjóta þær. Hann er að mínum dómi og ansi margra annarra einn áhugaverðasti
höfundur síðari ára, það þekki ég bæði sem dyggur lesandi hans um
árabil og þýðandi þriggja skáldsagna hans, Öreindanna, Áforma og Kortsins
og landsins.
Hér er ekki ætlunin að fjalla um verk Houellebecqs, skáldsögur, ljóðabækur
og ritgerðir, heldur bregða upp svipmynd af honum eins og hann kom mér
fyrir sjónir þegar hann kom hingað í viku haustið 2012. Einhverjum kann
að finnast hégómlegt, jafnvel ósmekklegt, að birta persónulega frásögn sem
þessa af manni sem er sannarlega heimsfrægur rithöfundur. Ég hef hina
miklu fyrirferð persónunnar mér til afsökunar en hvet alla til að lesa verk
þessa stórmerka höfundar sem hefur lýst grátbroslegri jarðvist nútímamannsins
af meiri væntumþykju, húmor, þekkingu og skarpskyggni en
flestir aðrir.
2.
Forsaga Íslandsferðarinnar var sú að ég hafði fyrir milligöngu sameiginlegs
vinar samband við Michel Houellebecq í ágúst 2012 uppá von og óvon
til að láta hann vita að nýjasta skáldsagan hans, Kortið og landið, kæmi út
á íslensku í október og kanna um leið hvort hann hefði áhuga og tök á því
að koma til landsins, kynna bókina og skoða sig aðeins um á landinu. Mér
til mikillar undrunar og ánægju svaraði hann nokkuð fljótt og sagðist geta
komið í lok september eða fyrripart október. Ákvörðunin um að bjóða
honum var nokkur áhætta, bæði fyrir mig og útgefandann, Forlagið, enda
hafði Houellebecq í þrígang þekkst boð um að koma hingað til lands en
Fr iðr i k R af ns son
62 TMM 2013 · 3
aldrei komist. Fyrst var það árið 2001, en þá stangaðist ferðaplanið á við
vinnu hans við erótíska kvikmynd. Tökur áttu einmitt að fara fram þá daga
sem hann hafði fyrirhugað að koma hingað. Síðan var það 2003, en þá átti
hann í verulegum persónulegum erfiðleikum og varð að hætta við. Loks
var það 2011 þegar hann átti að koma hingað í boði Listahátíðar í Reykjavík
og Alliance française, en þá vildi ekki betur til en svo að það fór að gjósa í
Grímsvötnum daginn sem hann átti að koma svo að hann hætti við af ótta
við að verða innlyksa hérlendis í óvissan tíma eins og tilfellið hafði verið um
fjölda fólks þegar Eyjafjallajökull hafði gosið árið áður.
Ég mætti út á Keflavíkurflugvöll seinnipart laugardags 6. október á tilsettum
tíma, nokkuð stressaður yfir því hvort hann léti sjá sig að þessu
sinni, og biðin hófst. Fólk tíndist út úr hinum ýmsu flugvélum, tíminn leið,
venjulegur hálftími kominn og ég farinn að ókyrrast verulega. Enn liðu
fimm heillangar mínútur og síðan tíu og viti menn, kom þá ekki kappinn
labbandi út um dyrnar í hettuúlpunni sinni með risastóra tösku í eftirdragi,
heilsaði vinsamlega en heldur stuttaralega og sagðist bara verða að drífa sig
út á hlað og fá sér rettu. Ég stóð þarna eins og þvara og góndi á manninn
teyga í sig reykbætt íslenskt flugvallarloft. Þvílíkur léttir …
Við lögðum af stað í bæinn, ég enn hálfhissa að hafa loks náð manninum
til landsins eftir öll þessi ár. Á leiðinni reyndi ég að halda uppi hefðbundnum
móttökusamræðum, benda honum á stytturnar flottu við Leifsstöð (er
hann ekki myndlistarunnandi?), úfið hraunið á Reykjanesinu (er hann
ekki áhugamaður um jarðfræði og eldfjöll?), gufuna sem stígur upp af Bláa
lóninu, Keili og fleira, en fékk nánast engin svör. Ég vissi svosem að hann
væri ekki ýkja skrafhreifinn, en þetta var frekar óþægilegt og þvingandi.
Þegar til Reykjavíkur var komið skutlaði ég honum á gistiheimili í miðbænum
og síðan var rætt um að hann kæmi og borðaði með okkur hjónunum
um kvöldið. Bara við, engir gestir þannig að við næðum að kynnast
og leggja línurnar fyrir vikuna. Hann var mjög sáttur við það. Þar gerðumst
við afar þjóðleg og buðum við honum upp á brennivín og hákarl, lugum
því blákalt að það væri eins konar manndómsvígsla inn í íslenskt samfélag,
síðan var boðið upp á pönnusteiktan lax að hætti hússins og heimagerðan ís
að hætti ömmu á Reyðarfirði. Ég hafði fyrr um kvöldið sýnt honum bók um
Kristján Davíðsson með formála Kundera, en mér til nokkurra vonbrigða
virtist hann ekkert sérlega upprifinn. Hann var hins vegar stórhrifinn af
rennibrautarstól í holinu hjá okkur, útsaumuðum stól sem Ingibjörg tengdamóðir
mín hafði gert fyrir margt löngu. Þetta var bara ansi notalegt fyrsta
kvöld, hann eðlilega ansi þreyttur eftir langt ferðalag og fór heim í leigubíl
um klukkan tíu, miðnætti að evrópskum tíma.
Str íðni spúkinn á S k er inu
TMM 2013 · 3 63
3.
Náði í hann daginn eftir klukkan tíu, fórum rúnt um Reykjavík, borðuðum
humarsúpu á Sægreifanum og fengum okkur kaffi á Haítí. Eftir hádegið var
farið að Kleifarvatni, í Krýsuvík og Bláa lónið. Hann var ekkert sérlega uppveðraður
yfir Kleifarvatni (sagðist ekkert kannast við Indriðason þann sem
ég nefndi í því sambandi), en fannst magnað að koma í Krýsuvík. Vorum
einir þar, ágætis veður. Röltum upp stíginn, hann dáðist mjög að litadýrðinni
en fannst einkum magnað að finna brennisteinslyktina, finna nálægðina við
jarðhitann, fann að stutt er þar í Helvíti, illsku, enda segja Frakkar „ça sent
le souffre“ (það er brennisteinslykt af þessu) þegar eitthvað vafasamt eða
skuggalegt býr undir einhverju. Það hefur einmitt löngum verið rætt um
að brennisteinslyktina leggi af verkunum hans, hann sé aðalstríðnispúki og
ólíkindatól franskra bókmennta, og því var sérlega skemmtilegt að ná mynd
af honum í Krýsuvík þar sem hann er stríðnislegur á svipinn með dásamlega
ljóta húfu sem hann hafði keypt í Rauðakrossbúð á Laugaveginum. Stríðnispúki
franska bókmennta nærri eldi og eimyrju á Íslandi.
Bláa lónið var greinilega mögnuð reynsla. Það var fremur fámennt þar,
engar raðir eða örtröð, og það sem var enn betra, fremur kalt í veðri sem
þýðir að andstæður heita vatnsins í lóninu og haustveðursins voru sláandi.
Við vorum meira að segja svo heppnir að fá á okkur ærlegt haglél á meðan
við vorum ofan í lóninu, þannig að við sem báðir erum fremur þunnhærðir
urðum að dýfa höfðinu ofan í vatnið með reglulegu millibili. Áður en hann
kom hafði hann lýst sérstökum áhuga á að fara þangað vegna þess að hann
þjáist af exemi og langaði að kanna hvort vatnið myndi slá á það, og svo
reyndist vera. Auk þess var ánægjulegt að sjá hvað manninum, sem alla
jafna tjáir sig ekki mjög sterkt, leið vel þarna enda vorum við í lóninu í um
það bil tvær klukkustundir. Ég hef margoft farið þangað með útlendinga en
aldrei séð neinn mann njóta þess jafn innilega. Hann svamlaði um eins og
húðlatur og hamingjusamur selur eða smáhveli, makaði á sig hvítri drullu
og breyttist í ástralskan frumbyggja, sótti í hitann, því heitara því betra. Við
fórum tvisvar sinnum þangað, á sunnudeginum og föstudeginum. Vorum
ofan í lóninu tvo tíma í hvort sinn, hann alsæll, ég alveg mauksoðinn, farinn
að losna af beinunum. En hvað leggur maður ekki á sig fyrir menninguna?
Ókum sem leið lá í bæinn aftur og hann fékk að slaka á fram að kvöldmat.
Fyrr um daginn hafði hann spurt hvaða matur væri sérstakur hér. Ég nefndi
m.a. hvalkjötið og lundann og því fórum við þrjú, ég hann og Eydís að borða
á Þremur Frökkum um kvöldið. Hann var mjög áhugasamur um að smakka
nýjan mat, afar jákvæður. Skutluðum honum síðan á gistiheimilið. Hann
kvartaði undan því (franskir aðdáendur sem voru að sverma fyrir honum,
sameiginlegt baðherbergi og sturta á hæðinni) og ég ákvað að kanna með að
skipta um hótel, flytja hann yfir á íbúðahótel við Laugaveginn.
Fr iðr i k R af ns son
64 TMM 2013 · 3
4.
Daginn eftir var viðtal bókað við Egil Helgason í Kiljunni og síðan við
Jórunni Sigurðardóttur á Rás 1 í kjölfarið. Þegar við komum á staðinn kom
hann auga á skáp í sminkherberginu þar sem hárkollur voru geymdar og
langaði að prófa einhverja þeirra. Sjónvarpsfólkinu leist ekkert sérlega vel
á það, enda átti að drífa í viðtalinu, en hann lét sig ekki fyrr en hann hafði
fengið að prófa eina rauða, síða, sem fór honum bara nokkuð vel. Raunar það
vel að hann vildi helst mæta með hana í viðtalið, vera með smá „happening“
á Íslandi eins og hann orðaði það. Ég vissi að það myndi hleypa viðtalinu í
loft upp og tókst að afstýra þessu eftir allnokkrar fortölur. Síðan tók Egill við
hann stórfínt viðtal sem var sent út tveimur dögum seinna. Í kjölfarið tók
Jórunn líka við hann ágætt viðtal fyrir Rás 1, enda vel að sér í verkum hans.
Eftir hádegið fór ég með hann austur á Þingvöll, stoppuðum þar góða
stund og gengum um, ég sagði honum sögu staðarins og frá misheppnaðri
Stríðnispúkinn við eld og eimyrju í Krýsuvík.
Str íðni spúkinn á S k er inu
TMM 2013 · 3 65
tilraun Íslendinga til að búa til þjóðargrafreit, síðan fórum við til baka um
Grafninginn með viðkomu í Nesjavallavirkjun (sérlega magnað að stoppa
við heita lækinn þar á svölum haustdegi), þaðan í gegnum Hengilssvæðið
og aftur í bæinn. Smá hvíld og síðan út að borða á Grillmarkaðinn með
útgefandanum, Jóhanni Páli, Guðrúnu, konu hans, Silju Aðalsteinsdóttur
hjá Máli og menningu, og Erlu Björg Gunnarsdóttur, kynningarstjóra
Forlagsins. Ágætiskvöld, gaman að sjá hvað útgefandinn og höfundurinn
náðu vel saman.
5.
Þriðjudagurinn hófst á því að Kolbrún Berþórsdóttur á Morgunblaðinu tók
við hann prýðilegt viðtal á Mokka, síðan bað ég hann að velja milli listasafns
eða Reðasafnsins, hann valdi heldur Reðasafnið vegna þess hversu einstakt
það væri í heiminum. Við fórum þangað og hann skoðaði það í bak og fyrir
og fannst stórmerkilegt, en það kom honum nokkuð á óvart hvað margir
reðrarnir (einkum hvala) voru oddhvassir og einna líkastir vopnum eða
stingjum af einhverju tagi. Hann spurði hvort þarna væru limir af öpum eða
mönnum, var að spá í hvort þeir væru ekki svipaðir. Ekki áttu þeir apareður
en mannsreður var þarna í formalíni, heldur óhrjálegur á að líta. Það kom
honum nokkuð á óvart hversu getnaðarlimir væru almennt forljótir. Athugull
maður, Houellebecq, eins og fram kemur í bókum hans.
Seinnipartinn hafði hann lausan til að rölta um miðbæinn og versla
aðeins, en síðan var boð fyrir hann og Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra
og sendiherra Frakklandsforseta í málefnum heimskautanna, í
bústað franska sendiherrans, Marcs Bouteiller, við Skálholtsstíg. Þar var
samankominn góður hópur Frakklandsvina, auk nokkurra íslenskra stjórnmálamanna
og erlendra diplómata. Bouteiller sendiherra og Rocard héldu
ávörp eins og vera ber, en mér til mikillar furðu bað Houellebecq um orðið
þegar Rocard hafði lokið máli sínu. Hann þakkaði kærlega fyrir sig, sagðist
ánægður með dvölina, en lét síðan í ljós þá skoðun sína að franskir sósíalistar
hefðu gert mikil mistök þegar þeir tóku Mitterand fram yfir Rocard
sem frambjóðanda flokksins árið 1979 – Rocard hefði orðið mun betri
forseti en Mitterand. Þetta gladdi Rocard mjög, enda voru þeir Mitterand
keppinautar alla tíð. Síðan settust heiðursgestirnir afsíðis og ræddu saman
drykklanga stund. Eftir boðið fylgdum við Houellebecq beint upp á hótel.
Hann er fremur kvöldsvæfur maður, segist yfirleitt vakna klukkan fjögur á
morgnana.
6.
Ég sótti hann morguninn eftir og við röltum aðeins um miðbæinn. Fórum
síðan upp á Mokka þar sem hann þurfti að hitta tvo blaðamenn í viðbót,
Fr iðr i k R af ns son
66 TMM 2013 · 3
Friðriku Benónýsdóttur á Fréttablaðinu og Þórarin Þórarinsson hjá Fréttatímanum.
Eftir viðtölin kvaddi ég hann og við sammæltust um að ég kæmi að sækja
hann klukkan fjögur til að fara og skoða hraunhelli nærri Hafnarfirði,
Leiðarenda, með Pál bróður minn sem leiðsögumann og síðan var að ósk
hans ráðgert að fara að hitta Barða Jóhannsson tónlistarmann, enda er
Houellebecq mikill unnandi dúetts Barða og Karen Ann, „Lady and the
bird“. Ég mætti á tilsettum tíma á hótelið til að ná í hann. Eins og venjulega
bað ég konuna í gestamóttökunni að láta hann vita að ég væri kominn,
ekkert svar. Ég prófaði því að hringja í farsímann hans, ekkert svar. Eftir
fimmtán mínútna bið fór ég upp og bankaði á dyrnar hjá honum, ekkert svar.
Ég ákvað því að afboða hellaferðina, en beið með að afboða okkur til Barða,
enda tveir tímar í að hitta hann. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði ég ekki í
hann, ákvað því að hringja í Barða og afboða heimsóknina sem hafði verið
ákveðin klukkan sex. Þetta var vægast sagt óþægileg staða, einkum vegna
þess að það hafði áður gerst í heimsóknum (m.a. í Belgíu) að hann hyrfi
sporlaust. Hann hafði fengið sér írskt kaffi í hádeginu og því grunaði mig
að hann hefði hreinlega dottið í það og vildi ekki láta ná í sig. Hversu lengi
myndi það vara? Staðan var óþægileg, einkum vegna þess að kvöldið eftir átti
hann að koma fram á Sólon … Ég gat lítið meira gert í málinu, fór heim og
horfði á sallafínt viðtal Egils Helgasonar við hann í Kiljunni.
7.
Um níuleytið morguninn eftir hringdi hann í mig, alveg stálsleginn.
„Afsakaðu, Friðrik, en ég var eitthvað þreyttur í gær og fór að sofa. Ætluðum
við ekki að hittast núna klukkan níu og skreppa í skoðunarferð?“ Ég sagðist
verða mættur eftir hálftíma og hann beið mín sallarólegur á hótelinu. Síðan
var lagt í hann og stefnan tekin á Gullfoss og Geysi í þokkalegu veðri. Fyrsta
stopp var í Kömbunum þar sem við röltum um drykklanga stund, enda
útsýnið yfir suðurlandið og út til Vestmannaeyja dásamlegt, gengum niður
að útsýnisskífunni neðan vegarins. Hann var þarna í fyrsta sinn í ferðinni
með myndavél með sér, tók slatta af myndum af Hveragerði og nágrenni,
gufustrókunum sem þar leggur víða upp úr jörðinni, en einkum þó fjölda
nærmynda af hrauninu og mosanum sem var alsettur morgundögg í fallegri
haustbirtunni. Áfram var haldið, komið við í Kerinu sem var myndað í bak
og fyrir, enda er hann sérstakur áhugamaður um eldfjöll. Geysir var næsti
viðkomustaður, við röltum um svæðið, fylgdumst með Strokki taka númerið
sitt og fengum okkur síðan ágæta fiskisúpu á veitingastað þar. Við ókum sem
leið lá að Gullfossi, löbbuðum niður að fossinum eins og sannir túristar. Þar
sem veðrið var prýðilegt, sól og logn, og við höfðum nógan tíma ákváðum
við að halda enn áfram að túristast og settum stefnuna á Þorvaldseyri undir
Eyjafjöllum. Við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni til að taka myndir,
Str íðni spúkinn á S k er inu
TMM 2013 · 3 67
enda haustbirtan og skýjafar töfrandi. Vestmannaeyjar í dularfullri móðu í
suðri, fjöllin í norðri að hálfu hulin skýjum og nokkrum sinnum létu hálfir
eða heilir regnbogar sjá sig. Myndavélin hans var sjaldan eins mikið notuð
og á þessari leið. Komum við hjá Seljalandsfossi sem var með fallegasta móti,
héldum síðan austur að Þorvaldseyri. Sáum heimildamyndina sem þar er
sýnd um hetjulega baráttu bænda við að þrauka meðan gosið undir Eyjafjallajökli
stóð yfir með tilheyrandi öskufalli og hreinsunarstarfið og endurreisnina
í kjölfarið. Magnaður staður, Þorvaldseyri, og aðdáunarvert hvernig
fólkið þar sá ný tækifæri í þessum miklu náttúruhamförum. Þaðan var
brunað aftur í bæinn án viðkomu. Komum um sexleytið, pása til klukkan
átta þegar Houellebecqkvöldið átti að hefjast á Kaffi Sólon.
Við Eydís sóttum hann rétt fyrir klukkan átta, hann var kominn niður,
tilbúinn og jákvæður fyrir kvöldið. Dagskráin var þannig að ég átti að kynna
hann stuttlega, ræða við hann í um það bil hálftíma (og Torfi Tulinius að
túlka), síðan áttum við tveir að lesa kafla úr þýðingu minni á Kortinu og
landinu og loks áttu þeir Hallgrímur Helgason að lesa nokkur ljóð, hann á
frummálinu og Hallgrímur nýjar þýðingar sínar á sömu ljóðum. Það er ekki
auðhlaupið að því að þýða ljóð Houellebecqs, því hann notar yfirleitt háttbundin
form þótt yrkisefnin séu gjarna afslöppuð og jafnvel hversdagsleg, en
Hallgrímur þýddi þau hreint frábærlega.
Stíf skoðunarferðin gerði það að verkum að við höfðum ekki undirbúið
okkur mjög mikið, en við höfðum þó rætt í stórum dráttum hvernig við
ætluðum að hafa þetta. Þegar á staðinn var komið var salurinn troðfullur af
fólki, eins og við mátti búast. Skyndilega vildi hann breyta fyrirkomulaginu,
lesa ljóðin og kaflana og að við ræddum saman eftir það. Allt í sóma, það
gekk ágætlega, þeir Hallgrímur lásu ljóðin og síðan við Houellebecq úr
Kortinu og landinu, en brátt kom í ljós að hljóðkerfið var ekki að virka sem
skyldi og að fólk aftast í salnum heyrði lítið sem ekkert. Í samtalinu okkar
á milli reyndum við að tala betur í hljóðnemana og það hreif. Samt heyrðist
mér fólk almennt (það sem heyrði …) vera ánægt með kvöldið og í lokin
áritaði hann bækur fyrir fjölda fólks. Í millitíðinni hafði hann þó fengið
sér sígarettu úti á svölum og rabbað aðeins við nokkra íslenska kollega og
bókmenntaunnendur. Einn þeirra gerðist jafnvel svo aðgangsharður að ég
varð að stoppa hann af til að ná Houellebecq frá honum til að hann gæti
áritað fyrir fólkið sem beið hans í langri röð.
Á eftir fórum við með honum að borða á Sushi samba veitingastaðinn
(einn fárra staða sem opinn er virka daga eftir tíu á kvöldin í Reykjavík …)
þar sem við fengum okkur að borða og renndum ljúffengum matnum niður
með ágætu ítölsku hvítvíni. Þegar við vorum að fara þekkti einn þjónanna
hann í sjón (sá var franskur) og bað hann að árita einhvers konar frægramannavegg
(wall of fame) sem þar er. Það gerði hann góðfúslega, en ekki veit
ég hvaða önnur nöfn voru fyrir, sýndist þau vera þrjú eða fjögur.
Fr iðr i k R af ns son
68 TMM 2013 · 3
8.
Föstudagurinn 12. október var síðasti dagur hans hérlendis, engar sérstakar
skuldbindingar og allt opið. Byrjuðum á því að fara í skartgripaverslun neðst
á Laugveginum. Fyrr í vikunni hafði hann tekið sér dagpart til að versla,
en þennan morgun vildi hann endilega að ég færi með honum í skartgripabúð.
Erindið var að kaupa íslenskan skartgrip handa kærustunni, Inès.
Ég benti honum á ýmsar búðir en hann var greinilega búinn að sigta eina út,
neðarlega á Laugaveginum þannig að við steðjuðum þangað. Þegar inn var
komið var hann þó greinilega haldinn valkvíða yfir því hvað henni myndi
falla í geð (hvaða karlmaður kannast ekki við þá tilfinningu?), spurði mig
hvað mér fyndist um þetta og hitt, ég reyndi af veikum mætti að tjá mig en
hann hlustaði ekkert á mig, fetaði sig frá einum grip að öðrum að niðurstöðu
sem mér sýndist hann þegar hafa verið búinn að taka. Fyrir valinu varð
mjög fallegt silfurhálsmen með skærrauðum steini í miðjunni. Honum var
greinilega mjög létt þegar þetta mál hafði verið afgreitt. Fórum síðan niður
á Forlag þar sem honum voru gefnar nokkrar bækur um Ísland, þar á meðal
stórglæsileg bók með loftmyndum eftir Sigurgeir Sigurðsson, sannkölluð
listaverkabók náttúrunnar. Sem við vorum að skoða þessar gersemar kom
Einar Már Guðmundsson aðvífandi, ég kynnti þá, þeir ræddu saman um
stund og Houellebecq áritaði Kortið og landið handa honum.
Hann hafði verið svo hrifinn af Bláa lóninu að hann langaði að fara
þangað einu sinni enn og það gerðum við. Hann var alveg eins hrifinn og
í fyrra skiptið, naut þess ekki síður og jafnvel enn frekar, enda kunnugur
staðháttum og veðrið eins og best verður á kosið á þessum árstíma, bjart
en heldur svalt. Til að gera aðeins meira úr deginum stakk ég upp á því
að við færum áður og skoðuðum sýninguna „Heimskautin heilla“, í Sandgerði
þar sem lífi og starfi franska leiðangursstjórans Jean-Baptiste Charcot
eru gerð skil. Þetta var greinilega óvænt ánægja fyrir hann, hann skoðaði
safnið (skýringarnar eru á frönsku og íslensku) vel og vandlega undir dyggri
leiðsögn staðarhaldarans, Reynis Sveinssonar.
Hann hafði margoft nefnt í ferðinni að sig langaði að smakka íslenskan
humar. Um kvöldið buðum við Eydís honum því heim í humarveislu að
hætti hússins. Frakkar eru miklir matmenn sem kunnugt er, borða ekki
til að lifa eins og við heldur öfugt, þeir lifa til að borða. Houellebecq sver
sig í það þjóðerni, því eitt af því fyrsta sem hann spurði þegar hann kom
var hvað hann ætti helst að smakka á Íslandi. Hann náði að smakka það
helsta: Hákarl, hvalkjöt, lunda, fisk, lambakjöt, humar. Áttuðum okkur
ekki fyrr en undir lokin að hann væri mikilli villibráðarunnandi, annars
hefði ég útvegað gæs, það verður bara næst. Það hefði einmitt verið vel við
hæfi enda virtist hann hafa allt að því dýrslega nautn af að borða góðan
mat. Undir borðum var engin hræsni eða kurteisishjal, afar hressileg tilbreyting
frá því sem maður er vanur. Hann var óvenju skrafhreifinn þetta
Str íðni spúkinn á S k er inu
TMM 2013 · 3 69
síðasta kvöld. Hvað var hann með á prjónunum? Ljóðabók í vor, tími til
kominn enda sagðist hann fyrst og fremst á sig sem ljóðskáld. Hann er oft
kallaður „Baudelaire stórmarkaðanna“ vegna þess hversu vel hann hefur
náð til almennings með ljóðum sínum. Aðspurður um hvað honum fyndist
um það sagði hann að sér þætti vænt um það, hefði meira að segja nýtt
sér það með því að vera með ljóðaupplestur í stórmarkaði, enda stórmarkaðir
merkileg menningarfyrirbæri í nútímanum. Hann sagðist vera með á
prjónunum teiknimyndasögu sem unnin væri upp úr skáldsögunni hans,
Áform, í samvinnu við lítt þekktan, franskan teiknara, hún væri væntanleg á
næsta ári. Hann sagðist líka vera að skrifa handrit að kvikmynd sem byggð
væri á Kortinu og landinu með Philippe Harel, kvikmyndaleikstjóra sem
gerði mynd eftir fyrstu skáldsögu hans, Extention du domaine de la lutte
(Útvíkkun bardagasvæðisins) á sínum tíma. Það væri raunar allt á frumstigi
og alls óvíst með fjármögnun.
9.
Hvað er minnisstæðast úr samræðum okkar um skáldskap? Hann hefur
dálæti á Emmanuel Carrère og Henning Mankell, af eldri höfundum er það
helst Balzac. Við ræddum nokkuð um Jules Verne, hann sagðist hafa lesið
hann talsvert, en sagði að það mætti stytta hann nokkuð, hann léti oft vaða
á súðum. „Myndir þú vilja láta gera það við þínar bækur eftir hundrað ár?“
spurði ég. Vandræðaleg þögn. „Nei, sennilega ekki,“ var svarið, svo var talinu
vikið að öðru. Denis Diderot? Gleymdur. Kundera? Já, las eitthvað eftir
hann. Punktur. Íslenskar bókmenntir? Ekkert minnisstætt, utan Arnaldur
Indriðason sem hann mundi nú eftir að hafa lesið og fannst vera útþynntur
Mankell. Fámáll um eigin verk, en sagði þó að hann ætti sér uppáhaldskafla
í sumum bóka sinna, til dæmis brottfararkaflann í Kortinu og landinu
eftir að Olga og Jed fara í garðveisluna og kaflann þar sem kínverski listfræðingurinn
greinir verk Jeds. Sagðist líka vera mjög ánægður með seinni
hluta Tiltekinnar eyju, þar sem hann hefði að sínum dómi komist næst því
að ná ljóðrænum hæðum í prósa.
Vikuna sem Houellebecq var hér kynntist ég honum nokkuð vel, kannski
eins vel og hægt er á einni viku, enda vorum við saman nánast frá morgni til
kvölds allan tímann, nema þegar hann lét sig hverfa síðdegis á miðvikudeginum.
Hvernig kom hann mér fyrir sjónir? Áður en hann kom höfðu sameiginlegir
vinir í París (Benoît Duteurtre og Lakis Proguidis) sagt mér að hann
væri alls ólíkur þeirri hranalegu og kuldalegu ímynd sem oft birtist af honum
í fjölmiðlum, það væri bara brynja, skrápur sem hann hefði komið sér upp til
að þrauka fjölmiðlaathyglina sem er erfitt að komast alveg hjá nema að gera
hreinlega eins og Milan Kundera, hafna öllum viðtölum Og það stóð heima,
enda þótt við hefðum oft talað saman í síma og skipst á tölvupósti var hann
Fr iðr i k R af ns son
70 TMM 2013 · 3
afar fámáll fyrstu tvo dagana, meðan við vorum að kynnast og hann að átta
sig á nýjum stað, alls ólíkum öllum öðrum sem hann hafði séð. Þögull en afar
athugull og íhugull. Spurði bara að því sem honum fannst skipta máli, lítið
fyrir smáspjall eins og létttaugaveiklaði íslenski gestgjafinn. Þessi maður er
myndavél, myndavél með mannsheila, svo ég leyfi mér að snúa út úr titlinum
á snilldarlegu smásagnafni eftir Guðberg Bergsson. Smám saman losnaði um
málbeinið, hann fór að slaka á, gantast og brosa, það fór ekki á milli mála að
honum leið vel. Sérkennilega samsettur maður, Houellebecq, sá maður sem
kemst einna næst þeirri mynd sem ég hef gert mér af fyrirbærinu snillingur,
íhugull og athugull, gríðarlega fróður og lesinn, en líka stundum barnslega
einlægur og viðkvæmur, næstum brothættur. Dregst einhvern veginn áfram
í gegnum lífið af ótrúlegri þrautseigju. En líka lúmskur húmoristi, laumar út
úr sér kommentum og hlær, eða flissar öllu heldur, manna mest yfir þeim.
Dálítið eins og Serge Gainbourg, sá merki söngvari og svallari. Ég hef alltaf
ímyndað mér Kafka eða Beckett einhvern veginn svona. „Hann minnir mig
á Céline,“ sagði Gérard Lemarquis í sendiráðsboðinu. Aðspurður hvort hann
héldi upp á þessa höfunda svaraði hann: „Já, ég las bækurnar þeirra þegar ég
var ungur.“ Ekkert meira um það.
10.
Þegar við höfðum sporðrennt humrinum skutlaði ég honum á hótelið,
lagði mig í nokkra tíma, náði í hann á hótelið um fjögurleytið aðfararnótt
laugardagsins (þar með fékk hann líka sýnishorn af draugfullum Íslendingum
á Laugaveginum) og skutlaði honum út á Keflavíkurflugvöll. Hann
tékkaði sig inn í vélina til Alicante og við spjölluðum saman um stund áður
en hann fór. Hann var mjög upptekinn af breiddargráðum þennan morgun,
hvernig væri hægt að sjá heiminn út frá heimskautsbaug, miðbaug og þess
háttar, greinilega eitthvað að gerjast. Hann var mjög ánægður með ferðina,
sagðist aldrei áður hafa komið svo norðarlega, sig hefði lengi langað til Íslands
og hann hefði satt að segja óttast að verða fyrir vonbrigðum, en klykkti svo út
með að segja að það væri síður en svo tilfellið, landið væri það fallegasta sem
hann hefði komið til fram til þessa, jafnvel enn fallegra en Írland og þá væri
mikið sagt. Framundan væru ferðir til Indlands og Víetnam, en hann nennti
því varla, hann ætlaði að sjá til. Ræddi um að koma aftur síðar, kannski
fyrripartinn í september, þá væri mesti ferðamannastraumurinn að baki en
samt sæmilega hlýtt og bjart. Við kvöddumst síðan með virktum á sama stað
og við hittumst fyrst, reynslunni ríkari.
Nokkrum dögum síðar sendi hann mér tölvupóst: l‘Islande: le plus beau
pays que j‘aie jamais vu. (Ísland: fallegasta land sem ég hef nokkurn tímann
augum litið.) Athugull maður, Michel Houellebecq, ekki satt?
TMM 2013 · 3 71
Michel Houllebecq
Ljóð
Þýðing Hallgrímur Helgason
NÁTTÚRA
Ég þoli ekki fjallafíflin treg
sem falla í trans ef birtist stóð af hvönnum.
Því náttúran er ljót og leiðinleg
og lítt hefur að gefa okkur mönnum.
Gott er að hreyfast hratt í Mercedes
um heiðalöndin víð og dalinn bláa,
að geta skipt um gír og fjörð og nes
og gefið í frá melnum hversdagsgráa.
Í sólarljósi skógarlaufið skín
og skrúðmælt lofar hundrað ævintýrum
en innst í dalnum gufar upp það grín;
þú greinir í því ógn með huga skýrum:
Er bíllinn stöðvast byrja leiðindin;
þín bíða tonn af innantómu trosi.
Heil eyðimörk og ekki nokkur vin
einungis klettar, lyng og andlaus mosi.
Hvar ertu borg með bensínstöð og stæði
já, bónuð gólf og kliðmjúk kassahljóðin?
Nú dimmir. Kuldinn rænir þig ró og næði
og rökkrið kveður þér öll sín verstu ljóðin.
Michel Houl l ebecq
72 TMM 2013 · 3
Úr Renaissance
Fellibylur í Feneyjum
en farðu ekki á taugum, ástin mín.
Ég færi þig úr fötunum
og faglega sleiki sárin þín.
Við eigum lífin ólifuð
ef við verðum þæg og góð
og ýmis verkin ósigruð.
Ástin mín, sjáðu, himnaflóð.
Ég elska þig með allt þitt salt
og yndisgráu svæðin þín.
Þær sælustundir segja mér allt.
Nei, sjáðu, dauðinn, ástin mín.
***
Við líðum óttalaus á björtum degi
um landslag sem var breytt af hendi manna.
Og lestin þýtur fram á fægðum vegi
sem framleiðandinn Alsthom lét svo hanna.
Um reglustikureiti hundrað jarða
við rennum létt og örugg í þeim höndum
sem stilltu saman stál og glerið harða.
Við streymum fram úr þúsund draumalöndum.
Hver á sitt líf og hver sín vandamálin:
Er hvinur ógnarlegur berst um vagninn
af ókyrrð fyllist farþeganna sálin,
úr fylgsni skríður gamli lítilmagninn.
Við rennum létt um lendur móður jarðar
með lærin spennt af engu sem þau kringir.
Ferðalag setur fólki skorður harðar,
ég finn hvar blóð þitt mínum bjöllum hringir.
Nú birtast aftur lífsins ljósakerin:
Við líðum inn í borg við opinn flóa.
Já, loksins heim í leyndardóminn frjóa
hvar lognið prýða einstæð iðjuverin.
***
Ljóð
TMM 2013 · 3 73
Playa Blanca. Og svölurnar
svífa um loftið. Pakkaferð.
Heitur vindur. Hagstætt verð.
Hafið blátt og mini-bar.
Playa Blanca. Og kertaljós
krýna látið pálmatré.
Sjórinn líkt og þangsins te.
Þjóðverjinn sýpur á volgri dós.
Playa Blanca. Klettum girt
kyrrðarstund í trylltum heim.
Ástarey með tunglum tveim
í tímans hafi, ég verð um kyrrt.
Miðnætti nálgast og kvennakór
kíkir niður í aperitif.
Fjörutíu og fjögur líf
full af sælu og spænskum bjór.
Playa Blanca, dagur fimm
og dömurnar flognar á heimaþing.
Aleinn ég þræði almenning
og enda á barnum Dimmalimm.
Playa Blanca. Og söngfuglinn
syngur um lífið í paradís.
Síðasti dagur sumarfrís
sendir mig út á flugvöllinn.
Lufthansa. Heim í leiðindin.
Úr Le sens du combat
Dagurinn rís og dafnar, breiðist um borg.
Við börðumst næturlangt til einskis betra.
Ég heyr’í strætó, suðið fullt af sorg
frá samfélagi. Færist nokkra metra.
Í dag er núna. Andrúmsloftið ljómar
af lífsins raunum, kvalafullar myndir
þér birtast hratt sem heiftarlegir dómar.
Og holdið, jafnvel holdið, undir kyndir.
Við höfum gengið í gegnum súr og sælu
en samt ei fundið æskudrauminn anga.
Í gegnum brosin glittir í lífsins þvælu.
Gagnsæið hefur tekið oss öll til fanga.

Eftir Friðrik Rafnsson

Úr TMM 2013 · 3

Michel Houellebecq með rauðu hárkolluna sem hann hugðist skarta í viðtali við Egil Helgason í Kiljunni

Michel Houellebecq með rauðu hárkolluna sem hann hugðist skarta í viðtali við Egil Helgason í Kiljunni


1.

Ég hef stundum í gegnum tíðina greitt götu erlendra rithöfunda hér á landi og hef haft það fyrir reglu fram að þessu að segja ekki frá slíkum heimsóknum opinberlega. En allar reglur hafa sínar undantekningar og þegar franski rithöfundurinn Michel Houellebecq er annars vegar fer vel á að brjóta þær. Hann er að mínum dómi og ansi margra annarra einn áhugaverðasti höfundur síðari ára, það þekki ég bæði sem dyggur lesandi hans um árabil og þýðandi þriggja skáldsagna hans, Öreindanna, Áforma og Kortsins og landsins. Lesa meira

„Ég hef þörf fyrir að jagast í raunveruleikanum …“ – Stefnumót við Kristínu Eiríksdóttur

8. desember 2014 · Fært í Eldri greinar úr TMM, Viðtöl, Á líðandi stund ·  

KristinEiriksdottirLitJPV2012

Eftir Hauk Ingvarsson

(Birtist í tmm 2.2011)


1. nóvember 2001 var útkomu bókarinnar Ljóð ungra skálda fagnað í Þjóðmenningarhúsinu. Ritstjóri hennar var Sölvi Björn Sigurðsson en 1954 hafði afi hans, Magnús Ásgeirsson, ritstýrt safni með sama nafni sem markaði tímamót í íslenskri bókmenntasögu. Þar var órímaður skáldskapur regla frekar en undantekning og bókin varð þannig tákn og vitnisburður um þá miklu formbyltingu ljóðsins sem varð hér upp úr stríðslokum. Lesa meira

„Það sem drífur mig áfram eru uppgötvanir …“ – Stefnumót við Ófeig Sigurðsson

5. desember 2014 · Fært í Eldri greinar úr TMM, Viðtöl, Á líðandi stund ·  

OfeigurSigurdsson2014JPV_svhv

Eftir Hauk Ingvarsson

Birtist í tmm 1. 2011

Fyrir síðustu jól kom út skáldsaga með löngum en lýsandi titli; Skáldsaga um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar og nýrra tíma (Mál og menning 2010). Jón sá sem nefndur er í titlinum er Steingrímsson, söguleg persóna sem uppi var á 18. öld, þekktastur sem eldklerkurinn á Kirkjubæjarklaustri sem stöðvaði hraunflóðið úr Skaftáreldum með messusöng. Sem slíkur er hann ekki síður þjóðsagnapersóna í huga almennings en manneskja af holdi og blóði þó að eftir hann liggi sjálfsævisaga þar sem hann gerir ítarlega grein fyrir sínu veraldlega basli. Í skáldsögunni er Jón líka rækilega jarðbundinn því lesendur kynnast honum í gegnum bréf sem hann skrifar úr Mýrdalnum til konu sinnar í Skagafirði frá haustinu 1755 fram á vorið 1756. Skáldsagan um Jón vakti athygli fyrir þróttmikinn og agaðan stíl og veltu lesendur því fyrir sér hvernig höfundurinn, Ófeigur Sigurðsson, sem fæddur er 1975, hefði náð tökum á íþrótt sinni og úr hvaða jarðvegi hann væri sprottinn. Lesa meira

Næsta síða »