Heiðloftið bláa

26. október 2016 · Fært í Hugvekjur e.m.j., Á líðandi stund ·  
Einar Már Jónsson
Heiðloftið bláa
Kannske muna einhverjir eftir andrúmsloftinu
fyrstu mánuðina eftir
Hrunið. Þá fannst mönnum blasa við
augum að frjálshyggjan hefði beðið endanlegt
skipbrot og Hayek reynst falsspámaður,
dómi sögunnar yrði ekki áfrýjað.
Um leið fóru menn að muna eftir
Keynes sem hafði verið ónefnanlegur
áratugum saman, hann hafði orðið fyrir
því sem Rómverjar kölluðu damnatio
memoriae, og kenningar hans komust
aftur á dagskrá. Frjálshyggjumenn voru
hins vegar horfnir af sjónarsviðinu, ef
einhver þeirra reyndi að þráast við og
útskýra það sem gerst hafði eftir sínum
eigin kokkabókum hljómaði það hjárænulega,
því töluðu þeir fyrir daufum
eyrum.
En þeir voru þó engan veginn búnir
að gefast upp, þeir höfðu aðeins skriðið
niður í jarðholur og hella, og þar kúrðu
þeir í myrkrinu um hríð og reyndu að fá
menn til að gleyma sér. Einstaka menn
tóku að vísu til við að endurskrifa söguna,
en þeir voru færri sem ljáðu því
eyru, kannske ekki nema eitthvað um
þrettán prósent. En svo leið tíminn,
endurminningarnar um Hrunið tóku að
dofna, viðreisnin fór að nokkru leyti í
handaskolum, og þá gerðist það að
frjálshyggjumenn byrjuðu að skríða
aftur út úr holunum; þeir höfðu ekkert
lært og engu gleymt, og hvíldin í myrkrinu
hafði gert þá enn illvígari. Nú flögguðu
þeir ekki aðeins skrattanum Hayek
heldur og líka ömmu skrattans, frú Ayn
Rand. Keynes var enn nefndur en nafn
hans var skammaryrði, slett á menn til
að drótta því að þeim að þeir væru ekki
annað en álfar út úr hól. Áður en nokkur
vissi af voru frjálshyggjumenn aftur
búnir að hrifsa til sín stjórnvölinn um
víða veröld og teknir til við einkavæðingar,
afreglanir og þær sjálftökur sem
slíkum íþróttum fylgja. Ekkert virtist
lengur geta orðið þeim fjötur um fót,
þeir gengu rammefldir til verka svo
bergmálaði á Tortola.
Því er mönnum nú hollast að vera við
öllu búnir, láta sér ekki koma í opna
skjöldu það sem yfir kann að dynja, þótt
litlar líkur séu á því að nokkur fái nokkuð
við því gert, og kannske er sumum
stóísk hugarhægð í því að vita fyrirfram
í hvers konar sósu þeir verði étnir, eins
og Frakkar segja. Nauðsynlegt er að
skoða framtíðina í ljósi fortíðarinnar, og
leggja eyru við spásögnum ófreskra
manna. Svo mælir Jón Krukkur:
Ég sé iðandi hillingar við sjóndeilarhring
sem nálgast ört. Skyndilega munu
menn vakna upp við að búið er að
einkavæða Jörðina og allt sem á henni er
og henni fylgir, ekki síst útsýnið á fögrum
stöðum; Vatnið bæði heitt og kalt,
og um leið hafið allt, svo og ár, vötn og
læki; og loks Eldinn, sem sé orkuna. En
þá rennur upp fyrir athafnamönnum, að
þarna eru einungis þrjár höfuðskepnur
komnar í gagnið, en höfuðskepnurnar
eru fjórar eins og allir vita; það vantar
sem sé sjálft Loftið svo allt sé fullkomnað.
Og ekkert má verða útundan, því ef
sameignarsinnum tekst að halda í eitthvað,
hversu lítið sem það er, munu þeir
óhjákvæmilega færa sig upp á skaftið og
sölsa undir sig meira og meira, það er
hin vísa leið til ánauðar. Postularnir
verða strax gerðir út af örkinni, því
Hugv e k ja
Hugvekja
TMM 2016 · 3 121
þetta mikla skref þarfnast nokkurs undirbúnings,
nauðsynlegt er að sannfæra
þá sem hafa kannske ekki mikla og
frumlega hugsun sjálfir en ná eyrum
almennings, svo sem blaðamenn,
útvarpsmenn, sjónvarpsmenn, rithöfunda,
skopteiknara og aðra af því tagi,
þá sem Hayek kallaði „fornsala hugmyndanna“.
Í kjölfar þess fara hér og þar að birtast
greinar sem nefnast „Það er ekkert
til sem heitir ókeypis andrúmsloft“,
„Lífshættuleg mengun: eina lausnin
einkavæðing“, „Miljarðar tapast fyrir
hvern mánuð sem dregst að einkavæða
andrúmsloftið“, „Ætla menn að bjóða
heim mengunarslysi?“, „Ekkert hreint
loft án ábyrgs eiganda“, „Einkavætt loft
er alltaf blátt“, og margt, margt annað af
því tagi. Einstaka menn fara að mótmæla,
en þeir eru strax kveðnir niður,
enda taka fáir lengur mark á illa dulbúnum
dalakofa-marxistum. Um leið og
búið er að koma því inn hjá almenningi
að einkavæðing loftsins sé nú orðin
óhjákvæmileg, verður hafist handa.
Þar sem samkeppni er nauðsynleg á
öllum sviðum, annars verða aldrei neinar
framfarir, eru nú stofnuð tvö fyrirtæki,
„Loftur“ og „Kári“, og lögð drög
að því að afhenda þeim andrúmsloftið
yfir Íslandi og hafinu innan landhelgi
og öll þess gögn og gæði til fullrar eignar,
og skyldi það gilda í níutíu og níu ár.
Það fylgir og einkavæðingunni að gegn
því að fá afnotagjöldin skuli fyrirtækin
sjá til þess að loftið sé hreint. En nú
kemur skyndilega óvænt babb í bátinn,
Icelandair setur fram kröfur og heldur
því fram að samkvæmt hlutarins eðli
eigi það þegar allt andrúmsloftið, og því
sé verið að ganga gegn rétti þess. Það
verður mikil togstreita og hnútur fljúga
á víxl, en málið er leyst bak við tjöldin
með því að Icelandair fær hlutabréf í
báðum fyrirtækjunum. Virði þeirra er
ekki gefið upp, enda eignarhald fyrirtækjanna
óljóst, einungis er vitað að á
bak við þau eru fjársterkir aðilar í
útlöndum sem eiga þau gegnum fyrirtæki
á Jómfrúreyjum og í Panama.
Eftir þessar sættir verður farið að
leysa hin hagnýtu vandamál einkavæðingarinnar.
Bæði fyrirtækin fela hreinsun
loftsins undirverktaka, alþjóðafyrirtækinu
„Cleanair“, sem er eign sjóðs á
Krókódílaeyju og hefur sínar aðalskrifstofur
í pósthólfi í Buenos Aires, skal
það eitt ábyrgt fyrir gæðum loftsins og
taka við kvörtunum vegna þeirra. Um
hreinsunina munu sjá farandverkamenn
frá Bangladess, en þeir eru rétt ókomnir.
Síðan er farið að huga að innheimtu, og
er lausnin sú að skömmu eftir fæðingu
nýs einstaklings skulu foreldrarnir
ákveða hvaða boði fyrirtækjanna Lofts
og Kára þau ætla að taka – því samkeppninnar
vegna eru boðin margvísleg,
það eru sértilboð þvers og kruss með
alls kyns afsláttum – og síðan er fest
gúmmíbelti utanum brjóstkassa hvítvoðungsins
með mæli sem sýnir
nákvæmlega súrefnisnotkun hans (ekki
er nauðsynlegt að lesa á mælinn, hann
sendir upplýsingarnar beint). Beltið er
sett utan um barnið við hátíðlega athöfn
með kökum og súkkulaði, því um leið
fær það nafn, öll fjölskyldan kemur
saman og fulltrúi fyrirtækisins flytur
stutt ávarp og óskar öllum til hamingju.
Síðan fara foreldrarnir að greiða afnotagjald
af loftinu með reglulegu millibili.
Það er vissulega ekkert til sem heitir
ókeypis andrúmsloft, en fyrir suma sem
hafa ekki spjarað sig vel í samkeppninni
vegur afnotagjaldið þungt í heimilisbókhaldinu.
Því fara menn fljótlega að
velta fyrir sér alls kyns aðferðum við að
spara sína eigin súrefnisnotkun svo og
fjölskyldunnar allrar. Mæður kalla
hastarlega
á börnin: „Veriði ekki með
þessi ærsli sýknt og heilagt, krakkar, við
Hugvekja
122 TMM 2016 · 3
höfum ekki efni á allri þessari súrefniseyðslu!“,
„Farðu gangandi strákur, þá
spararðu súrefnið!“, „Hættiði þessum
hoppum, stelpur, finniði ekki hvað þið
gleypið mikið loft!“, „Þú ert búinn að
hlaupa allt of mikið, nú verðurðu sko að
sitja kjur!“ Besta ráðið er að loka börnin
inni yfir sjónvarpinu, einkum þegar á
dagskrá eru spennumyndir svo þau
standi á öndinni. Verra er þó ef börn
fara að spara súrefni með því að leggjast
í bóklestur, því bókvitið er trafali á samkeppninni,
eins og aragrúi dæma hefur
löngum sýnt. Menn reyna að láta unglingana
sofa sem lengst frameftir. Efnalitlir
menn hætta öllu trimmi og fara að
stunda fjárhættuspil í staðinn.
Sérhæfð tímarit birta greinar um það
hvernig spara megi súrefnisnotkun í
hvílubrögðum og um það eru gefnar út
fræðilegar bækur, en ekki eru allir á
einu máli, skemmtun og sparnaður togast
á. Svo eru menn, og einkum konur,
vöruð við lymskulegum brellum þeirra
sem haga sínum bólförum þannig að
súrefniseyðslan lendi sem mest á mótaðilanum:
„Stúlkur, forðist tælensku
skopparakringluna!“ En fututor oeconomicus
leynir á mörgum ráðum, og er
gjarnan einum leik á undan viðvörununum.
Það ganga jafnvel sögur um
hrekklausar stúlkur sem hafa orðið
gjaldþrota með þessu móti.
Þessu nýja frelsi atvinnuveganna
fylgja óhjákvæmilega ýmis vandamál. Á
að fella niður afnotagjaldið þegar menn
eru komnir út fyrir íslenska landhelgi?
En þetta segir sig sjálft, það yrði vitaskuld
of mikið umstang að taka mælana
úr sambandi um leið og farið er yfir einhverja
ósýnilega línu, – enda eins líklegt
að vindarnir blási af landi – og gæti
orðið mönnum opin leið til að svindla.
Hvernig á svo að bregðast við ef einhver
reynist ófær um að standa í skilum með
afnotagjaldið af andrúmsloftinu? Á þá
að fella það niður eða á ríkisvaldið
kannske að skerast í leikinn og greiða
það í hans stað? Fyrri kosturinn kemur
ekki til greina, með því eru menn að
verðlauna ódyggðina og letina, þetta
gæti líka orðið hvatning til annarra að
fara eins að. Síðari kosturinn er ekki
betri, því með honum eru skattborgarar
látnir borga skuldir óreiðumanna. Hagfræðingar
skrifa greinar og benda á að
menn geti jafnan valið hvort þeir vilji
nota peningana til að greiða fyrir sína
eigin andrúmsloftsnotkun eða kaupa
brennivín fyrir þá í staðinn. Frelsið og
ábyrgðin sé því þeirra, og með því að
taka burt hvort tveggja eru menn að
vinna efnahagslífinu óbætanlegan
skaða. Best sé að láta frjálshyggjuna
leysa vandann, hún sé fær um að gera
það á einfaldan og sársaukalausan hátt.
Undir það taka sérstaklega plastpokaframleiðendur.
En svo kemur upp annað vandamál
og sýnu verra. Hvað á að gera ef einhver
sýnir mikla hæfileika á sviði íþrótta en
foreldrar hans og vandamenn hafa ekki
efni á að borga þá auknu súrefnisnotkun
sem æfingunum hlýtur jafnan að fylgja?
Reyndar skrifar einn snjallasti hagfræðingurinn
grein þar sem hann bendir á
að enginn verði íþróttahetja ókeypis,
hver og einn geti valið hvort hann ver
peningum sínum í súrefni til að þjálfa
sig eða eyðir þeim í … en þetta særir
hjörtu almennings sem standa í blossum
í hvert sinn sem íslenskir íþróttamenn
gera garðinn frægan utan landsteinanna.
Málið virðist komið í hnút, og vonleysið
blasir við. En þá sem jafnan finnur
frjálshyggjan lausnina, og Íslendingar
geta þakkað sínum sæla fyrir það heillaspor
að hafa numið burt lög um mannanöfn
og sent mannanafnanefnd alfarið á
Kvíabryggju fyrir öll hennar illvirki
bæði fyrr og síðar. Því nú eiga nýbakaðir
Hugvekja
TMM 2016 · 3 123
foreldrar þess kost, áður en þeir velja
nafn afkvæmisins, að leita til auglýsingastjóra
einhvers stórfyrirtækis og
reyna að komast að samningum við
hann. Ef það tekst mætir hann í skírnarveisluna
ásamt fulltrúa „Lofts“ eða
„Kára“ og syngja þeir saman skírnarbrag
í dúett, barninu til heilla. Um þetta
er skýr lagarammi, og er samningurinn
fólginn í því að fyrirtækið lánar barninu
sitt nafn og greiðir foreldrunum
ákveðna upphæð – sem er að sjálfsögðu
samningsatriði og fer eftir auglýsingastefnu
fyrirtækisins svo og samkeppninni
hverju sinni – í staðinn er þessi nýi
einstaklingur skuldbundinn til að bera
þetta nafn upp frá því við öll tækifæri,
án nokkurra annarra heita, hvorki gælunafna
né auknefna, og klæðast fötum
með nafni og merki fyrirtækisins – og
kannske auglýsingavígorðum þess líka –
sem það selur honum á hagstæðum
kjörum. Rík áhersla er á það lögð að
aldrei verði annað nafn notað í daglegu
lífi. Einnig verður hann að vera reiðubúinn
til þjónustu ef fyrirtækið skyldi
leggja út í auglýsingaherferð. Þar sem
fyrirtækið er að sjálfsögðu eigandi
nafnsins, verður sá sem það ber að
skipta um nafn ef fyrirtækið skyldi gera
það, til dæmis með því að sameinast
einhverju öðru fyrirtæki og taka upp
nýtt heiti fyrir samsteypuna. Ef stjórn
fyrirtækisins lítur svo á að sá sem nafn
þess ber hafi ekki gegnt þjónustu við
það sem skyldi, til dæmis með því að
ganga dags daglega undir einhverju viðurnefni
svosem „Bóbó“, getur það tekið
nafnið aftur, það gildir einnig ef hann
skyldi komast í tæri við réttvísina, og er
þá einstaklingurinn nafnlaus. Hann
getur ekki lengur tekið sér venjulegt
nafn eins og „Jón“ eða „Guðrún“, þegar
hann, eða öllu heldur foreldrar hans,
hafa einu sinni gert samning við fyrirtæki,
því það hefur Samkeppnisráð
stranglega bannað – ef sá kostur væri
fyrir hendi væri hann nefnilega í of
sterkri stöðu gagnvart fyrirtækinu og
hætta á að hann tæki samninginn ekki
nógu alvarlega. Eina lausnin er sú að
hann reyni umsvifalaust að ná samningi
við eitthvert annað fyrirtæki um að
hann megi taka upp nafn þess, en við
slíkar aðstæður eru auglýsingastjórar
yfirleitt ekki samvinnuþýðir. Að öðrum
kosti er hann nafnlaus og dottinn út úr
samfélaginu, hann er „ó-persóna“.
Þessi nýja tilhögun mannanafna
hefur fjölmarga kosti í för með sér.
Menn eru nú með öllu lausir úr klafa
hinnar fornu íslensku nafnahefðar sem
komin var út úr torfkofunum og lyktaði
af mold og kæstri skötu. Reyndar eru
menn að sjálfsögðu frjálsir til að skíra
slíkum nöfnum skuldbindingalaust eins
og áður, en þá þurfa þeir að hafa aðgát;
ef einhver vill skíra dóttur sína „Þórdísi“
eftir ömmu hennar, kemst hann
kannske að því að nú er þetta nafn á
snyrtistofu, einkaréttur hennar og
skírnin er háð samningum við hana. En
þetta er aukaatriði, kjarni málsins er sá
að þegar menn ganga til dæmis um
götur Reykjavíkur sjá þeir hvarvetna á
mönnum merki um frjálst og blómlegt
efnahagslíf. Þeir mæta mönnum sem
bera hróðugir og fyrir allra augum
nöfnin „Hressó“, „Arion banki“,
„Eymundsson“, „Manía“, „Jómfrúin“,
„Sáning“, „Samherji“, „Timberland“,
„Mál og menning“, „Domus Nova“ og
„Wow“, og svona má lengi telja.
Þessi fyrirtækjavæðing mannanafnanna
stuðlar nú mjög að því að
leysa þau vandamál sem einkavæðing
andrúmsloftsins kann að valda. Reyndar
gildir það ekki um þá sem geta ekki
staðið í skilum með afnotagjald, allir
sem einn berjast hagfræðingar gegn því
að fyrirtækin sem þeir heita eftir veiti
þeim nokkra aðstoð og rústi þannig
Hugvekja
124 TMM 2016 · 3

Hugvekja eftir Einar Má Jónsson

Kannske muna einhverjir eftir andrúmsloftinu fyrstu mánuðina eftir Hrunið. Þá fannst mönnum blasa við augum að frjálshyggjan hefði beðið endanlegt skipbrot og Hayek reynst falsspámaður, dómi sögunnar yrði ekki áfrýjað. Um leið fóru menn að muna eftir Keynes sem hafði verið ónefnanlegur áratugum saman, hann hafði orðið fyrir því sem Rómverjar kölluðu damnatio memoriae, og kenningar hans komust aftur á dagskrá. Frjálshyggjumenn voru hins vegar horfnir af sjónarsviðinu, ef einhver þeirra reyndi að þráast við og útskýra það sem gerst hafði eftir sínum eigin kokkabókum hljómaði það hjárænulega, því töluðu þeir fyrir daufum eyrum. Lesa meira