Líf hverrar frumu er leyndur dómur

8. apríl 2012 · Fært í Úr Andrahaus ·  

Í skarðslöndum fyrir vestan er eya ein, sem Hólaey heitir. Norður úr henni geingur höfði einn, hálfklipinn frá eynni, og heitir hann Andrahaus. Hausinn er nokkuð víðlendur ofan og grasi vaxinn mjög, og það því fremur sem á honum hefur verið sú trú, að ekki mætti slá hann.“ Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, bls. 481


Eftir Guðmund Andra Thorsson


(Ég var einu sinni beðinn að halda erindi um trúarviðhorf mín og þetta varð til. Ritsmíð sem enn er í vinnslu.)

Ég er svo mikið trúarlegt viðrini að ég veit ekki einu sinni hvort ég er trúlaus. Bara sjálf setningin: „Ég trúi á Guð“ vekur ótal spurningar, til dæmis bara þessar þrjár: Hvað er „ég“? Hvað er „að trúa“? Hvað er „guð“? Móðir mín kenndi mér ungum það sama og faðir hennar hafði kennt henni, og Steingrímur Thorsteinsson orðaði: „Trúðu á tvennt í heimi / tign sem æðsta ber , / Guð í alheimsgeimi, / Guð í sjálfum þér.“ Önnur yfirlýst trú var ekki iðkuð í Karfavoginum. Ég hef haldið mig við þetta, svo langt sem það nær, sem er náttúrlega svo langt að það er mjög stutt. Og í seinni tíð, annað ljóð líka sem er kannski tilbrigði við ljóð Steingríms:

Líf hverrar frumu

er leyndur dómur,

hvers  vegna að ágirnast stjörnur?

Þetta litla ljóð Snorra Hjartarsonar hefur verið mér áminning um að vegsama það sem fyrir augu ber í dagsins önn, blöðin sem eru fjaðurstrengjótt, flipuð og tennt, öldur hafsins sínýjar og samar, rennandi læk, grastó, suð húsflugunnar, svif fuglanna, köngulóarvefinn, veiðihár kattarins, mennina og öll andlitin á þeim – mína eigin gáfu til að hreyfa mig og tala, sjá og snerta. Það hefur minnt mig á að leita ekki langt yfir skammt.  Það hefur minnt mig á að oflæti og ágirnd á því sem er utan seilingar afvegaleiðir manninn. Það hefur minnt mig á að sérhver fruma er óumræðileg. Það hefur minnt mig á að þótt við höfum opnað marga leyndardóma og komist að raun um mörg lögmál lífs og efnis og færumst með hverri uppgötvun fjær jörðinni og nær manngerðu rými – og þrátt fyrir öll klósettin, internetið, virkjanirnar og allt plastpakkaða grænmetið – þá erum við og verðum stödd í ómæli andspænis ráðgátum heimsins. Við erum stödd í risastórri hvelfingu með óteljandi dyrum og við opnum dyr og komum inn í nýja hvelfingu með óteljandi dyrum og þegar ein hurðin þar lýkst upp blasa við óteljandi hvelfingar með óteljandi dyrum. Við erum engu nær og engu fjær. Líf hverrar frumu er leyndur dómur.

*

Ég átti einu sinni bíl sem vildi stundum ekki fara í gang, sérstaklega í rigningu. Ég fór með hann í umboðið og þeir  rannsökuðu hann í krók og kring og löguðu margt sem þeir sögðu hafa aflaga farið – fyrir morðfjár – en aldrei það sem olli því að bíllinn fór stundum í gang og stundum ekki. Ég hélt áfram að aka þessum bíl um borgina og nærsveitir í stöðugri óvissu um það hvort hann færi í gang næst og einu sinni fór ég meira að segja alla leið til Húsavíkur á þessum bíl. Þar fór ég með bílinn á verkstæði og sökum þess að þar réð ríkjum réttlátur bifvélavirki og vitur sem þekkti sálir bílanna þá fann hann skjótt út úr því sem að bílnum amaði og olli dyntum hans og hann gerði við þessi bilun fyrir hæfilega og sanngjarna þóknun.

Og þegar ég spurði hann hvað hefði verið að bílnum hallaði hann undir flatt, svona eins og sumir Húsvíkingar gera, og sagði: „Þeir voru svikulir í honum kveikjuþræðirnir.“

Gagnvart Guði hefur mér stundum fundist ég vera einmitt eins og þessi bíll. Þeir eru svikulir í mér kveikjuþræðirnir – það kviknar ekki á sambandi mínu við guðdóminn nema endrum og sinnum og það endist ekki nema skamma stund í senn, í stað þess að um sé að ræða samfelldan straum eins og mun vera hjá staðfastlega trúuðu fólki. Því að ég rökræði mig ekki í áttina að Guði – heldur frá honum. Gagnvart sögunni af fórnardauða Jesú Krists hef ég alltaf verið hálf skelkaður og hugsað: Nei takk, þetta er alltof mikið fyrir mig, mér nægir alveg þetta líf vegna þess að ég held að líf hverrar frumu sé leyndur dómur og hvers vegna að ágirnast stjörnur? Sakramentin vekja mér hik. En mér finnst ég þarfnast þess að halda að til sé í tilverunni kraftaverk utan mannlegrar seilingar, til sé óumræðilegt sköpunarafl handan mannlegrar tilveru. Ég hef klórað mér í hausnum gagnvart sögum gamla testamentisins, hvað þetta komi mér eiginlega við. Hugmyndin um eilíft líf hefur vakið með mér ugg um að vera staddur á berangri um alla eilífð, á kaldri auðn. Þannig líður mér ekki hér á þessari jörð, því að ég á skjól í veðrum heimsins. En dæmisögur Krists og tilsvör eru opnir textar en ekki lokaðir; opnir fyrir túlkun og tilfinningu, hlátri og samlíðan, undrun og hneykslun. Ég veit ekki hvort ég get talið mig kristinn mann  í þeim skilningi að ég játist undir kenningar kristinnar kirkju. Ég skil hins vegar þörf mannsins fyrir ritúal sem hann hugsar ekki um heldur framkvæmir eins og aðrir á undan honum til lofs og dýrðar æðri mætti. Ég held nefnilega að líf hverrar frumu sé leyndur dómur  – helgur dómur – leyndardómur – og ég vona að svo verði áfram því að ég vil ekki að maðurinn læri of mikið af trikkum Guðs. Hann kann ekkert með þau að fara.

*

Nokkrum sinnum á ævinni hef ég samt skynjað í leiftri eitthvað sem kalla mætti tilfinningu fyrir Guði.

Einu sinni fannst mér ég skynja Guð í öldum hafsins þegar ég var búinn að standa lengi í fjöruborðinu. Mér fannst ég finna að hann væri hreyfing, eilífur og alltaf nýr.

Einu sinni fannst mér ég skynja Guð á leið til vinnu eldsnemma morguns á miðjum Laugaveginum. Sólin skein á nývaknaða götuna, pollarnir voru svo tærir að maður gat hugsað sér að drekka úr þeim, mávar grömsuðu í rusli svo frómir að maður gat hugsað sér að strjúka þeim; það var þögn. Þetta var þögn sem aðeins kemur í morgunsárið í borg á fjölförnum stað þar sem enginn er enn kominn, þögn sem búin var að tæma sig af öllum óhreinindum næturinnar og var enn ekki gáruð af ferðum dagsins; drifhvít þögn dögunarinnar, kannski var þetta sjálf ögurstundin. Ég gekk í hægðum mínum í sólskininu sem virtist eiga gnægð geisla handa mér og gerðu þessa þögn að birtu, og þá fann ég skyndilega og fyrirvaralaust fyrir nærveru Guðs. Ég heyrði að hann er þögn, sá að hann er birta. Þessi kennd líkist yfirþyrmandi vitrun um eitthvað sem ekki verður komið orðum að því að það lifir í og nærist af þögn; og hún hvarf jafn skjótt og hún kom yfir mig þessi kennd og hún skildi naumast eftir sig annað en tilfinningu fyrir sköpunarverkinu á þessu andartaki, þakklæti fyrir að vera í sköpunarverkinu á þessu andartaki,  í þessari þögn og birtu, óljósan grun um reginöflin sem eru að verki í okkur og utan okkar – óljósan grun um það að heilinn í sérhverju okkar sé lítil eftirmynd af alheiminum.

Og einu sinni fannst mér ég skynja Guð þar sem ég var staddur í birkiskógi og það kom dálítill vindsveipur sem bærði laufblöðin. Þá hugsaði ég með sjálfum mér: Ég sá laufblöðin hreyfast en ég sá ekki það sem hreyfði þau.

*

„Ég trúi á Guð“.

Sérhvert orð í þessari setningu hefur dyr sem ganga að að margbrotnum hvelfingum með ótal dyrum.

Ég. Auðvitað er ég bara ég en er bara ég ég? Ég er safn. Frumusafn sem endurnýjar sig á vissum árafjölda, hugsanasafn sem vonandi endurnýjar sig líka … Ég er safn af öllu því sem hefur hent mig og öllu því sem ég hef lesið og heyrt um dagana og síast inn í mig og kemur síðan út úr mér í mismunandi formi, ræðu og riti og óformlegu spjalli. Ég er  texti. Ég er endalaus flaumur af ólíkum orðræðum sem ég hef tamið mér – ólíkum stílsniðum – alls konar orðum í alls konar samhengi sem þróast og víxlast og samspinnast á endalaust nýja vegu.

Trúi. Trúað fólk hristist og skelfur af trú sinni. Það ranghvolfir augunum, fellur til jarðar og froðufellir og talar tungum. Þið segið: Þetta eru bara flog. Ég segi: Flog er bara orð. Þið segið: Það hefur verið tekin ljósmynd af trúargeninu, það er eiginlega alveg eins og hin genin, bara svolítið hlykkjóttara, bara prógrammering. Ég segi: forlög koma ofan að. En ég hef stundum verið hálf smeykur við mjög trúað fólk, það býr yfir andlegri virkni sem ég hef aldrei skilið alveg, vissu sem er ekki trú heldur eitthvað annað, hugsanir þess er lokuð bók en ekki opinn texti eins og orð Krists.

á. Það eru ekki til lítilsigldari og léttvægari orð en forsetningar, þær eru varla orð, heldur meira eins og  eitthvað dót sem þarf að vera á milli orðanna svo að myndist heil brú í setningunum. Og samt eru það forsetningarnar sem ráða því í hvaða falli stóru og merkingaþrungnu nafnorðin eru – og þar með merkingunni. Forsetningin er eins og hin ósýnilega hönd sem bærir laufin í trjánum og grasið á mörkinni og hárið á hausnum á mér. Ef við myndum kippa út forsetningunni „á“ og setja “í“ þar í staðinn er komin allt önnur merking: Ég trúi í Guði. Guð er þá kominn í þágufall og orðinn hluti af mér, farinn að þjóna mér og og trúnni en þegar við segjum „Ég trúi á Guð“ þá er eins og við vörpum okkur á Guð, hann taki við frá okkur, hann sé. Hann sé sá sem hann er.

Guð. Áformið í tilverunni … Frumglæði ljóssins …  Ljósið sjálft … Kaosið … Hreyfingin í öldum hafsins. Vindurinn og ég sé það sem hann bærir en aldrei hann sjálfan. Þögn og birta.

Hvað rímar við Páska?

5. apríl 2010 · Fært í Úr Andrahaus ·  

Í skarðslöndum fyrir vestan er eya ein, sem Hólaey heitir. Norður úr henni geingur höfði einn, hálfklipinn frá eynni, og heitir hann Andrahaus. Hausinn er nokkuð víðlendur ofan og grasi vaxinn mjög, og það því fremur sem á honum hefur verið sú trú, að ekki mætti slá hann.“ Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, bls. 481


Eftir Guðmund Andra Thorsson


Stundum getur verið sniðugt að leita að rímorði þegar maður vill finna kjarna fyrirbæranna. Jól ríma til dæmis við ‘kjól’ og ‘ból’ og umfram allt ’sól’, sem er náttúrulega það sem hátíðin snýst um. Þorláksmessa rímar við ‘hressa’ – það eru allir einmitt eitthvað svo hressir þann dag – og ‘klessa’ sem lýsir einmitt vel skötunni á disknum. Þorri, sá leiðindamánuður með sínu grámeti, á sér rímorðið ‘Morri’. Hvítasunna? Hún rímar við ‘ýtamunna’ en þá fóru ýtar (postularnir) um og töluðu tungum. Kristur var ‘kysstur’ og svo ‘misstur’ og jafnvel ‘ystur’ og auðvitað ‘þyrstur’ en varð svo ‘fyrstur’. Auður rímar við ‘dauður’…

Og menning… Fóstra Steins sagði að hún væri rímorð og rímaði við ‘þrenning’.

(Hvað er annars menning? Meðal annars listir. Menning er líka íþróttir, umgengni við land, verksvit, garðrækt, matargerð – samræður. Hún er það að hjálpa gömlu fólki þegar það er að fjúka um göturnar í hálkunni. Hún er það að hugsa vel um börn. Menning er það að gera hlutina vel, sagði Þorsteinn Gylfason – en kannski má bæta við: að gera hlutina óþarflega vel, strangt tekið, sé miðað við ítrustu hagkvæmni. Það sem mannar manninn, gæðir hann mennsku, verður til þess að hann finnur til sín sem sértakrar dýrategundar, er það að hann á það til að gera hlutina óþarflega vel. Til hvers að krydda mat? Til hvers að skreyta byggingar? Til hvers er eiginlega dans? Í hvað notar maður ljóð?

Menning er óþarfinn sem við þurfum á að halda. Hinn leyndardómsfulli óþarfi. Rétt eins og þríeinn guð:heilög þrenning sem þó er eitt. Þetta er að minnsta kosti ‘kenning’.)

Páskar ríma við ‘háska’ og ‘gáska’. Þeir eru hátíð hyldýpis og endurlausnar. Þrauta og gleði. Við erum ýmist stödd í ystu myrkrum eða í ljósinu. Við erum ýmist fastandi eða úðandi í okkur súkkulaði. Við hörmum dauða Frelsarans en þökkum þennan dauða um leið því að þar með tók hann á sig syndaok okkar. Í páskunum endurspeglast rammsnúið meðvirknisamband okkar við Guð. Þetta er hátíð skuldar sem aldrei verður greidd, sektar sem aldrei dvín, hamingju sem aldrei telst verðskulduð…

* * *

Háski og gáski: andstæð gildi togast á um fólk. Það fær mjög misvísandi skilaboð frá andlegum og veraldlegum yfirvöldum. Innbyggð í samfélagið er rótgróin togstreita neysluhyggju og meinlætahyggju.

Þetta er andstæðuparið sem Krossinn og slíkir söfnuðir hafa reynt með hamagangi, ópum og fjörugri músík að gera að einingunni: Í stuði með Guði.

En innst inni finnst okkur að Guð vilji ekkert endilega ’stuð’. Hann vilji hins vegar ‘puð’.

Meinlætahyggjan – puðhyggjan – á sér djúpar rætur í norrænum þjóðum og er nátengd þeirri mótmælendatrú – því kristna siðgæði – sem mótað hefur þessi samfélög um aldir. Það var einfalt kerfi. Samkvæmt því er vinnusemi höfuðdyggð en leti dauðasynd. Önnur dyggð  var alvörugefni, andstæða hennar er alvöruleysi. Og þriðja höfuðdyggðin í þessu kerfi er nægjusemi sem á að ná til matar eða kynlífs eða hvers kyns nautna – andstæða hennar er óhóf. Og loks ber að nefna dyggðina hógværð sem á sér andstæðuna oflæti.

Við sem erum kringum miðjan aldur vorum öll meira og minna alin upp við þessi andstæðupör og okkur er enn tamt að meta annað fólk eftir því hversu vel okkur finnst því hafa gengið að tileinka sér þessar dyggðir og forðast þessa lesti. Ekki þarf annað en að benda á minningargreinar Morgunblaðsins til að sjá þá mannshugsjón sem enn blundar með okkur, en þar er fólki einkum hrósað fyrir að vera sípuðandi (henni féll aldrei verk úr hendi) eða síþegjandi (hann var ekki margmáll en hvert orð var gulls ígildi) eða jafnvel að vera beinlínis hranalegt í viðmóti (hann/hún var ekki allra).

Það er auðvelt að forsmá þessar lúthersku manngildishugsjónir. En þær hafa áreiðanlega fært okkur mikið af þeirri velmegun sem einkennt hefur norræn samfélög eftir miðbik tuttugustu aldar, og í þeim má líka finna kjarna þeirrar jafnaðarstefnu sem jafnvel svonefndir hægriflokkar á Norðurlöndum aðhyllast, þá hugmynd að réttlætið sé eftirsóknarvert og að réttlátt sé að jafna kjör fólks eftir föngum, en í þessari hugmynd er gert ráð fyrir því að öllum sé við bjargandi, að við réttar aðstæður geti sérhver manneskja gert eitthvað gott úr sínu lífi.

Mótmælendatrúin er líka ein stoð markaðshagkerfisins; sú hugmynd að frjáls viðskipti, kaupsýsla og gróði sé Guði mjög að skapi. Rétt eins og hægt sé að rækta land Guði og hans góðu gjöfum til dýrðar og vegsemdar þá sé líka hægt að rækta gróðursælt samfélag með peninga sem nokkurs konar áburð. Með öðrum orðum: peningar voru aldrei álitnir hafa gildi í sjálfum sér – þeir voru bara skíturinn. Þetta viðhorf til peninganna sem afls þeirra hluta er skal gera (eins og skáldið orðaði það sem sjálft gerði aldrei neitt við peningana annað en að eyða þeim af sams konar banvænni blöndu af fyrirlitningu, sýniþörf og sektarkennd og hrjáði Óskar Halldórsson og aða síldarspekúlanta og síðar góðærisgreifana) hefur leitt til farsældar í þessum samfélögum því það hefur haldist í hendur við þá trú að manni beri að stunda á vinnusemi, hófsemi og hógværð.

En hvernig gerðist það þá að dyggðir urðu lestir og lestir urðu að dyggðum? Hin gömlu gildi  fara í raun í bága við allt sem einkennir nútímasamfélag og allar hugmyndir þess um dyggðir. Höfuðdyggð okkar daga er neysla. Önnur höfuðdyggð er framhleypni – að geta búið til varning úr sjálfum þér, „selt þig“. Markaðssamfélagið lifir á því að við seljum hvert öðru tiltekinn varning og til að svo megi verða þurfum við helst að reyna að búa til sem óðasta neytendur úr hvert öðru og sem girnilegastan varning úr okkur sjálfum.

* * *

Við tengjum farsæld okkar við líðan okkar á eindregnari hátt en áður. Og við tengjum líðan okkar við neyslu okkar meira en við gerðum.

Sennilega er það fremur ný hugmynd að farsæld okkar sé undir því komin hvernig okkur líði, og hvað þá hitt, að líðan okkar sé komin undir því sem við getum keypt okkur. Fyrr á öldum var lykilorðið sálarheill. Þá var þess vænst að einstaklingurinn hagaði lífi sínu svo að það væri Guði þóknanlegt. Og líf sem var Guði þóknanlegt var helgað vinnu og bæn á víxl; að iðja var að biðja. Störf voru þörf. Í eyrum venjulegs nútíma-íslendings hljómar slíkt líf að vísu ekki vel, nema á einhverju mjög afstrakt plani. Vinnusemin kann að vísu að vera söm og fyrr – eða öllu heldur, viðvera á vinnustað – en hið alvarlega lífsviðhorf, sú þrá að gera sig Guði samboðin, hefur látið undan síga fyrir eftirsókn eftir því að skemmta sér. Láta hafa ofan af fyrir sér. Slappa af.  Unnið er hörðum höndum fyrir varningi sem á að gera okkur kleift að slappa af. Frá unga aldri virðist eitt vera öllu öðru óbærilegra og það er óttinn við að leiðast. Hvenær leiðist manni? Þegar maður neytir einskis.Helvíti er staður þar sem er enginn skjár og engin búð, ekkert að kaupa og ekkert við að vera nema maður sjálfur. Helvíti er ekki hinir eins og Sarte sagði: Helvíti er maður sjálfur…

En þegar maður horfir á framferði hinna föllnu góðærisgreifa eins og það var þegar þeir stunduðu tilviljanakennd óðakaup og héldu blygðunarlausar sýningar á eyðslusemi – átu gull – það er að segja átu skít – þá fer ekki hjá því að hvarfli að manni að eitthvað af þessari hegðun hafi verið vakið af einhvers konar sjálfsfyrirlitningu. Einhvers staðar lengst undir niðri hafi blundað djúpt lúthersk sómakennd hins vinnusama og alvörugefna manns sem vissi að hann átti þessa velsæld ekki skilið en átti fremur að vinna hörðum höndum, og þessi djúprætta sómakennd hafi svo brotist fram með svona öfugsnúnum hætti.„Rangfenginn auður líkist þornuðum læk og dynjandi þrumu sem dvínar í regni,“ segir í Síraksbók Biblíunnar. Maður sem hefur orðið ríkur af að selja sjálfum sér danskt héraðsflugfélag fjórum sinnum veit þetta innst inni, og sjálfshatrið  brýst þá fram með undarlegum ærslum og furðulegum færslum: Hann er í háska og fyllist gáska.

Því innst inni veit hann að hans auður – er auður.


Yfirskeggið, hláturinn og heilunin

27. mars 2010 · Fært í Úr Andrahaus ·  

Í skarðslöndum fyrir vestan er eya ein, sem Hólaey heitir. Norður úr henni geingur höfði einn, hálfklipinn frá eynni, og heitir hann Andrahaus. Hausinn er nokkuð víðlendur ofan og grasi vaxinn mjög, og það því fremur sem á honum hefur verið sú trú, að ekki mætti slá hann.“ Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, bls. 481


Eftir Guðmund Andra Thorsson


Ég var að sækja pitsur á föstudagskvöldið fyrir fjölskylduna og staðurinn var yfirfullur. Mér fannst ég stinga í stúf.  Sú kennd er mér svo sem ekki með öllu framandi og ég hunsaði hana því og hélt áfram að fylgjast með vesalings undirmönnuðum unglingunum streitast við að afgreiða allt þetta fólk af ótrúlegri lipurð og lagni og kurteisi – eiginlega þolgæði.

Framtíð okkar.

Þegar ég var svo loksins kominn út í bílinn með pitsurnar rann það upp fyrir mér hvers vegna gjóað hafði verið á mig augum, hvers vegna ég hafði verið svona á skjön: ég var eini karlmaðurinn þarna inni á yfirfullum staðnum sem var ekki með yfirskegg. Lesa meira

Karl Rove á Íslandi

23. mars 2010 · Fært í Úr Andrahaus ·  

Í skarðslöndum fyrir vestan er eya ein, sem Hólaey heitir. Norður úr henni geingur höfði einn, hálfklipinn frá eynni, og heitir hann Andrahaus. Hausinn er nokkuð víðlendur ofan og grasi vaxinn mjög, og það því fremur sem á honum hefur verið sú trú, að ekki mætti slá hann.“ Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, bls. 481


Eftir Guðmund Andra Thorsson

Eitt af helstu einkennum stjórnlistar Karls Rove – og það sem mun halda nafni hans helst á lofti í mannkynssögunni – er sú uppgötvun hans í kosninga- og stjórnmálabaráttu, að maður eigi ekki að einblína á veikleika andstæðingsins og leiða hjá sér styrkleika hans heldur skuli maður þvert á móti beina athyglinni að þessum styrkleika – og grafa undan honum. Gera styrkleika andstæðingsins að veikleika hans – og þá um leið styrkleika skjólstæðingsins. Þetta einkennir ævinlega kosningabaráttu sem Karl Rove stýrir: áður en frambjóðandinn veit hvaðan á hann stendur  veðrið er hann allt í einu kominn í vörn í þeim málum sem áttu að heita styrkur hans… Lesa meira

Ísfólkið

17. mars 2010 · Fært í Úr Andrahaus ·  

Í skarðslöndum fyrir vestan er eya ein, sem Hólaey heitir. Norður úr henni geingur höfði einn, hálfklipinn frá eynni, og heitir hann Andrahaus. Hausinn er nokkuð víðlendur ofan og grasi vaxinn mjög, og það því fremur sem á honum hefur verið sú trú, að ekki mætti slá hann.“ Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, bls. 481


Eftir Guðmund Andra Thorsson


Icesave-málið er jafn einfalt og það er flókið.

Það snýst um orðspor og sjálfsmynd. Það snýst um ábyrgð Íslendinga og það traust sem þeir hyggjast byggja upp á ný meðal þjóða heims: hvort þeir ætla að fara að reglunum eða setja þær -  vera eins og löghlýðinn þegn og ábyggilegur félagi í samfélagi þjóðanna eða vera enn á óútreiknanlegum sérleiðum… það er tæpast tilviljun að í fararbroddi þeirra sem beinlínis virðast því andsnúnir að Icesavemálið leysist eru einmitt sérleiðamennirnir; þeir sem töldu sig hafa fundið sérleiðir til að auðgast á alþjóðamörkuðum sem hinir svifaseinu útlendingar hefðu ekki komið auga á. Og telja sig nú finna sérleiðir til lausnar á málinu sem hinir durtslegu útlendingar geta ekki fallist á.

Orðspor og sjálfsmynd: Íslendingar virðast unnvörpum ætla að lifa sig af alefli inn í  XXXV. kafla Bréfs til Láru eftir Þórberg – kaflann sem hefst á orðunum: „Það var morgunn hins efsta dags…“ Þar kemur sögumaðurinn nakinn fyrir dómstól drottins allsherjar sem lítur til hans, opnar lífsins bók og segir: „Þú hefir syndgað, sonur minn. Syndir þínar verða þér ekki fyrirgefnar.“ Og sendir hann til heljar, bendir honum í myrkrið fyrir utan þaðan sem heyrðist grátur og gnístran tanna. Þórbergur játar fúslega að hafa syndgað en segist einmitt þess vegna eiga skilið vist í ríki drottins. Hann hafi fengið tvær náttúrur í vöggugjöf, góða og vonda, sú góða hafi verið verk drottins og ekkert unnið annað en gott en hin illa náttúra hafi verið frá Hinum vonda og hún hafi framið allar syndir sínar meðal mannanna, en sjálfur sé hann ekkert annað en þessi andstæðu eðli. Ekki megi láta hina góðu náttúru líða fyrir syndir sem hún átti enga hlutdeild í. Hin vonda náttúra njóti friðar og fagnaðar í Helju þar sem hún eigi ætt og óðul, en hljóti aftur á móti verðuga refsingu meðal heilagra. Drottinn allsherjar hafði náttúrlega aldrei hugsað út í þetta og sér skyndilega ljósið og býður honum inn og segir við hinar skínandi hersveitir: Við breytum skipulaginu.

Og loks endar kaflinn á þessum frægu orðum: „Og það varð bylting í ríki útvaldra“.

* * *

Þetta er kunnuglegt. Davíð Oddsson í Kastljósinu að tala um að þjóðin ætti enga hlutdeild í skuldum óreiðumanna… Draumurinn um að uppreisn Íslendinga verði til þess að breyta fjármálakerfi heimsins sem blandast gömlum og lífseigum draumi um að Íslendingar hafi sérstöku hlutverki að gegna í heiminum… Draumurinn um að snúa á almættið… Vonin um að þvermóðskan reynist dyggð…  Vonin um að einhver „Drottinn allsherjar“  dáist að Íslendingum og kveði upp úr: Látum greyin vera, við breytum skipulaginu…

* * *

Icesavemálið snýst um ábyrgð íslenska ríkisins sem sumir segja að  komi íslenskum þegnum ekkert við – það er að segja ríkið: íslenska þjóðríkið komið þegnum sínum ekkert við, umboð kjörinna fulltrúa nái ekki til þess að gangast undir alþjóðlegar skuldbindingar. Lýðræðið hér á Íslandi sé ekki þannig meint. Íslendingar hafi meira kosið fulltrúa á þing til þess að láta þá ganga erinda sinna gagnvart öndverðum hagsmunaaðilum gegn því að þeir fengju að skara eld að sinni köku.

Ábyrgð þeirra sem kusu fulltrúa sem aftur völdu embættismenn sem síðan störfuðu í umboði þjóðarinnar eftir kúnstarinnar reglum lýðræðisríkis sé því engin – og hafi kjörnir fulltrúar sagt þjóðina bera ábyrgð á Icesavereikningunum sem voru starfræktir í Englandi og Hollandi með ýmsum afleiðingum, hafi þeir bara talað fyrir sig en ekki fyrir þjóðina, sem sé aftur á móti  í beinu sambandi við Forseta sinn og láti hann vita hvenær hann eigi grípa fram í fyrir hendurnar á hinum kjörnu fulltrúum. Og gildi þá einu þótt ein afleiðingin af Icesave hafi verið sú að allt fylltist af peningum í íslensku þjóðlífi; enginn telur sig hafa séð þá peninga, sem slíka, beinlínis, þannig lagað.

Allir voru þó á því á meðan ballinu stóð að þessir reikningar gengju vel; þar var hærri ávöxtun lofað en bankar sem fyrir voru með reikninga í þessum löndum treystust til að veita (sérleiðamenn andspænis svifaseinum útlendingum). Icesavereikningarnir voru á vegum Landsbankans.  Landsbankinn var íslenskur banki.  Samkvæmt reglugerðum sem Íslendingar höfðu undirgengist bar að koma á fót innlánstryggingasjóði sem skyldi greiða hverjum reikningseiganda við hugsanlegt fall banka rúmlega tuttugu þúsund evrur . Þegar hið óhugsandi – og óhjákvæmilega – gerðist svo, að Landsbankinn féll tryggðu  íslensk stjórnvöld innlánsreikningna bankans á Íslandi  en þrátt fyrir yfirlýsingar bæði þá og síðar hefur íslenskum stjórnvöldum enn ekki tekist að semja um hvernig – eða jafnvel hvort – eigi að leggja fram það lágmarksfjármagn sem  innlánstryggingasjóði á vegum þeirra bar að tryggja hverjum innlánseiganda.  Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi  tóku á sig skellinn en reyna nú að sækja þetta fé til Íslendinga.

Almennt er talið að sala á eignum Landsbankans muni duga fyrir um það bil níutíu prósentum þessarar fjárhæðar – ef ekki hundrað prósent.

* * *

Um hvað snýst eiginlega málið? Peninga? Stolt? Traust? Það er að minnsta kosti jafn flókið og það kann að virðast einfalt. Það er í eðli sínu rembihnútur af því tagi sem við erum vön að leysa með bráðabirgðalögum. En það leysir það enginn fyrir okkur.

* * *

Sumir segja, og virðist jafnvel ríkjandi skoðun meðal landsmanna: Það má vel vera að Íslendingum hafi borið að koma á fót innlánstryggingasjóði. En það stendur hvergi berum orðum að Íslendingum hafi borið að sjá til þess að sá innlánstryggingasjóður virkaði.

Og sú klásúla – segja hinir sömu – að ríkissjóður viðkomandi lands eigi að koma til skjalanna ef innlánssjóðurinn bregst er augljóslega fráleit í því tilviki þegar efnhagskerfið hrynur í heild sinni, eins og einmitt er kveðið á um í reglugerð ESB. Og augljóslega fráleit og sérlega ósanngjörn af því að íslensku bankarnir voru alltof stórir, höfðu vaxið þjóðinni yfir höfuð án þess þó að fá að gera upp í erlendri mynt, voru einkabankar sem við horfðum að vísu á undrandi og svolítið stolt (og svolítið smeyk) en starfsemi þeirra var ekki á okkar vegum, þeirra veruleiki var ekki okkar veruleiki, og auk þess brugðust þáverandi stjórnvöld og eftirlitsaðilar, svo að þetta er þeim að kenna. Ekki okkur.  Enda erum við Íslendingar fámenn og fátæk og heilbrigð og stolt (og ljóshærð) þjóð fiskimanna og bænda…

Og því ber enskum og hollenskum skattborgurum að taka okkar skell.

Hugmyndin að baki þessari línu virðist vera sú að Íslendingar ætli að koma sér á ný á réttan kjöl og öðlast sinn réttmæta sess á ný meðal þjóða heims með því að koma öðrum þjóðum í skilning um íslensku sérstöðuna: að drottinn allsherjar sjái ljósið og segi: nei það gengur ekki að fara svona með þessa stórkostlegu þjóð, að láta hana fara að borga; við skulum breyta skipulaginu.

Við erum ennþá  á valdi Kastljóssviðtalsins við Davíð Oddsson Seðlabankastjóra þar sem hann brá upp einfaldri og hrífandi mynd af því hvernig við gætum einfaldlega skorið á skuldabaggann og leyft honum að sigla sinn sjó og orðið á ný vel haffær. Við erum ennþá frosin. Við erum Ísfólkið. Við sitjum enn í stofunni ísi lögð og horfum heilluð – heillum horfin.

* * *

Því að Icesave-málið er jafn flókið og það er einfalt. Það snýst um að vera þjóð meðal þjóða – en hvernig þjóð meðal hvaða þjóða? Þjóð fátækra og heilbrigðra fiskimanna og bænda sem vinnur hörðum höndum og lætur engan ræna frá sér lífsbjörginni? Sú frásögn virkaði vel í Þorskastríðunum. Eða erum við Sérleiðamenn? Sem smjúgum um fjármálakerfi heimsins á nóttunni meðan aðrir sofa og finnum það sem aðrir finna ekki? Erum við fórnarlömb eða gerendur? Erum við fátæk og vanmáttug þjóð? Eða erum við í hópi ríkustu þjóða heims? Og sé svo – eins og raunar tölur benda til um þjóðarframleiðslu – auk þess sem Icesaveskuldin verður sennilega aldrei annað en brot af þeirri framleiðslu – eru Íslendingar þá ekki með fátæktarkvaki sínu svolítið eins og fínu mennirnir á jeppunum í Garðabæ sem maður sér stundum leggja í stæði ætlað fötluðum fyrir utan Hagkaup?  Getum við skorið frá íslenskum samfélagi þá sem við teljum seka og sett í sérstakt stakmengi og sagt útlenskum kröfuhöfum að rukka þá: sjálf séum við saklaus? Er það til þess fallið að auka traust á landi og þjóð? Viljum við kannski ekkert traust á landi og þjóð? Ætlum við að treysta lengi enn á dómgreind mannsins sem stýrði baráttunni fyrir því að Bandaríkjamenn héldu herstöðvum sínum í Keflavík, og innsæi hans í alþjóðapólitík? Höfum við áhuga á því að aðrar þjóðir vilji lána Íslendingum fé í framtíðinni til að hjálpa þeim í gegnum komandi brimrót erfiðra afborgana?Eða ætlum við að segjast vera á hausnum án þess einu sinni að reyna að standa – já einmitt – standa í lappirnar?

Hver viljum við vera? Hver í fjandanum erum við? Komu útrásarvíkingarnir frá tunglinu?

* * *

Það takast á tvær frásagnir í íslenskri þjóðmálaumræðu um þessar mundir, tvö ólík grundvallarsjónarmið og flestar fréttir vefmiðlanna og dagblaðanna af hruninu eru til stuðnings öðru hvoru sjónarmiðinu.

Annars vegar eru þau sem segja að einkavæðingin fyrir og upp úr aldamótunum – og markaðsvæðing fiskveiðiheimildanna þar á undan – hafi í raun fært Ísland frá því að vera grámyglulegt haftaland af sovésku tagi, komið því inn í nútímann og orðið til þess að leysa úr læðingi krafta sem blunduðu með þjóðinni og hér hafi blómstrað þróttmikið athafnalíf, en hins vegar hafi ekki allir kunnað með þetta nýfengna frelsi að fara – sökum persónleikabresta sinna -  heldur farið að spila á kerfið með hætti sem ekki hafi verið með nokkru móti hægt að sjá fyrir af þeim sem færðu þjóðinni frelsið, og allar tilraunir til að koma böndum á þessi öfl hafi mistekist vegna þjónustu slyngra lögmanna en ekki síður vegna sterkrar stöðu þeirra á fjölmiðlamarkaði sem hafi gert það að verkum að þeir hafi náð að stjórna umræðunni. Þessi mikla trú á áhrifamátt dagblaða við að móta veruleikann hefur leitt þessa menn til þess að kaupa sjálft Morgunblaðið þar sem daglega er reynt að segja þessa sögu með nýjum og nýjum blæbrigðum.

Hins vegar eru það þau sem segja að Hrunið sé af völdum kerfisvillu í íslensku samfélagi áranna eftir einkvæðinguna: Að sá sem býr til óðakapítalisma – hann fái óða kapítalista. Að ef þú afnemur regluverk getirðu ekki ætlast til að aðrir fari eftir óskráðum reglum, því óskráðar reglur voru ekki til hér á landi þar sem viðskipta- og stjórnmála- og menningarlífi hefur alltaf verið stjórnað af litlum klíkum.

Í þessu sambandi má benda á stórmerkilegt viðtal við Pálma Haraldsson kenndan við Fons í DV helgina 6-7 mars þar sem skýrt kemur fram að hann og félagar hans litu á sig eins og hverja aðra sjóara sem fiskuðu í landhelginni eins og yfirvöldin heimiluðu, fóru með aflann í land, fengu fullt af pening og létu síðan eins og fífl þegar þeir áttu frí eins og lög gera ráð fyrir að sjómenn geri í landi.

Samkvæmt fyrri frásögninni komu útrásarvíkingarnir frá tunglinu, það er að segja illu útrásarvíkingarnir, en góðu útrásarvíkingarnir (Landsbankamenn/Icesavehöfundarnir) gerðu hins vegar ekkert af sér og eiga skilið vist í Paradís.

Samkvæmt seinni frásögninni eru útrásarvíkingarnir afurð íslensks samfélags. Niðurstaðan af frjálshyggjutilrauninni: óðu kapítalistarnir sem óðakapítalisminn skapaði.

* * *

Við erum Ísfólkið. Icesave-málið er frystiklefinn okkar þar sem við erum geymd á meðan við bíðum eftir rannsóknarskýrslunni sem við væntum þess að veiti okkur svörin við því hvor frásögnin er rétt.

Bullveldið

1. desember 2009 · Fært í Úr Andrahaus ·  

„Í skarðslöndum fyrir vestan er eya ein, sem Hólaey heitir. Norður úr henni geingur höfði einn, hálfklipinn frá eynni, og heitir hann Andrahaus. Hausinn er nokkuð víðlendur ofan og grasi vaxinn mjög, og það því fremur sem á honum hefur verið sú trú, að ekki mætti slá hann.“ Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, bls. 481


Eftir Guðmund Andra Thorsson


Icesave-ævintýrið var leikur með fjöregg þjóðarinnar. Þá var Landsbankamönnum leyft – vegna sinna pólitísku tengsla við Sjálfstæðisflokkinn – að stofna innlánsreikninga í Englandi fyrst og Hollandi svo með fáránlegum yfirboðum á vöxtum, enda höfðu aðrar lánaleiðir lokast bankanum þegar hér var komið sögu og ekki um aðrar fjáröflunarleiðir að ræða, til að halda veislunni áfram, nema að vísu stóð Seðlabanki Íslands jafnan opinn, þar til hann fór sjálfur á hausinn. Hið góða nafn Íslands var miskunnarlaust notað í herferðum – allt var tengt Íslandi, skákað var í því skjólinu að Íslendingar væru grandvör þjóð, skilvís, vönd að virðingu sinni – fyrir utan allt þetta venjulega, fegurðina og vöðvana, fossana, rokkið, álfana og alla hobbittana sem hér kváðu búa í holum í jörðinni. Sem sé, soldið sniðugt en kannski ekki alveg verðskuldað orðspor íslensku þjóðarinnar var notað til að telja breskum – og síðar hollenskum – almenningi trú um að öruggt og ábatasamt væri að ávaxta fé sitt hjá þessari elskulegu þjóð í reikningum Landsbankans. Sem ríkið tryggði auk þess. Áður en spilaborgin féll stóð til að opna Icesave-reikninga í flestum Evrópulöndum. Eigum við ekki að þakka okkar sæla fyrir að Sigurjón bankastjóri (sem enn gengur laus) og félagar skyldu ekki ná að koma í verk að opna Icesave á Sikiley…

Þetta var einhvers konar svikamylla. Við fréttum að Björgólfarnir hefðu svo aldrei borgað Landsbankann eins og okkur var talin trú um heldur tekið að láni fyrir honum í Framsóknarbankanum; og Björgólfur yngri hefði aldrei borgað Actavis eins og okkur var talin trú um heldur bara tekið það allt að láni í þýskum bönkum – einhverjar schrilljónir. Kannski áttu þeir fullt af pening. Það reyndi aldrei á það hér því mikilvægast af öllu, væri maður ríkur, var að skulda sem allra mest. Og borga aldrei neitt.

Innlánstryggingasjóður, sem skylt var samkvæmt evrópskri reglugerð að stofna til að standa að baki svona starfsemi, reyndist mestanpart orðin tóm hér á landi þegar á reyndi. Þetta vitum við allt, en við þurfum að muna þetta í moldviðrinu sem málþófsflokkarnir þyrla nú upp. Þetta var nánast alveg sambærilegt við það þegar Wernerbræður (sem enn ganga lausir), tæmdu með aðstoð fjármálaþjónustu Tryggva Þórs Herbertssonar, lögbundna bótasjóði sem skyldu vera bakhjarl Sjóvár, til að fjárfesta í skýjakljúfum í Hong Kong. Til að vera með.

Allt var þetta gert til að vera með. Vera þjóð meðal þjóða. Við vorum með.

Fari allt á besta veg verður við kannski höfð með. En við fáum aldrei framar að vera memm.

* * *

Við skulum muna: Þessir ungu viðskiptamenn, þessir drengir sem við köllum því góða háðsyrði „útrásarvíkinga“ – þeir urðu náttúrlega ekki til úr engu. Þeir störfuðu vissulega samkvæmt einhvers konar hugmyndafræði sem virðist hafa verið í tísku víða um heim um að ákaflega brýnt væri að skuldsetja sig sem allra mest, og því meira sem maður skuldsetti sig því betur væri maður settur: og aldrei að borga neinum neitt. Jafnvel þótt maður hefði yfir að ráða þeirri gullgerðarvél sem sala á matvöru á Íslandi er – þá átti maður samt sem áður að skulda meir í dag enn í gær.  Þetta virðist hafa blandast hefðbundinni íslenskri verðbólguhugsun á banvænan hátt. En þessir drengir: þeir eru samt ekki bara fórnarlömb vondra viðskiptahátta, hólmsteinskunnar og hæpinna kenninga um algört gildi skuldseiglunnar: þeir eru partur af okkur. Þeir koma úr þjóðardjúpinu. Þeir gengu í gegnum skólakerfið okkar, mótuðust af siðum okkar og verðmætamati og menningarstigi, þeir voru í íþróttafélögunum, skátunum, skólalífinu, háskólunum. Þeir fermdust hjá okkur. Þeir lærðu að vera fullir niðrí bæ hjá okkur. Þeir lærðu sund hjá okkur. Þeir lærðu viðskiptafræðina hjá okkur. Og svo framvegis. Þeir bera íslensku samfélagi vitni, hugmyndafræði þess og hagkerfi: Við bjuggum þá til.

* * *

Og enn eru þeir til. Enn eru þeir að störfum – enn er eyðingarmáttur þeirra umtalsverður. Enn eiga hugmyndir þeirra um réttmæti þess að borga aldrei neinum neitt, standa aldrei við orð sín, en skulda, skulda, skulda furðu greiðan aðgang að eyrum verðbólguþjá(lfa)ðrar þjóðar. Þetta heyrir maður frá Jóni Ásgeiri  og Bjarna Ármannssyni –  og þetta heyrir maður frá samherjum þeirra í Málþófsflokkunum og Morgunblaðinu.

Foringjar Málþófsflokkanna eru ættarlaukar helmingaskiptanna, þeirra flokka sem skópu það kerfi sem við súpum nú seyðið af. Fulltrúi einokunarsölunnar N1 stýrir Sjálfstæðisflokknum – og ungi maðurinn sem stýrir Framsóknarflokknum stendur þar á sínum Kögunarhóli og horfir yfir sviðið, sárgramur og furðu lostinn yfir því að vera enn ekki kominn með sinn réttmæta ráðherradóm. Þessir ungu foringjar þykjast nú æði klókir. Þeir tefla fram sínum ræðusveitum við frámunalegt langlundargeð lúinna stjórnarliða – sínum talandi, malandi og galandi röfl-sveitum sem eiga að drekkja Icesave-málinu í orðaflaumi, eiga að  sjá til þess að ekkert verið borgað, en áfram skuldað, skuldað og umfram allt skuldað. Þarna koma þeir tifandi upp í ræðustólinn litlu og fórnfúsu fótgöngliðarnir sem telja ekki eftir sér ferðirnar í ræðustól alþingis til að þrástagast á því sama, og sanna þannig ævarandi hollustu sína við málstað þess að íslenska þjóðin – æ hún leiki ung og frjáls – standi ekki við orð sín og samninga því hún sé svo vesöl og fátæk og lítil og aum:  Þarna koma þeir kjagandi:  Gunnar Bragi Sveinsson framsóknarmaður hefur haldið 79 ræður nú um Icesave-málið – bara í annarri umræðu; Birgir Ármannsson, að vísu hálfgerður eftirbátur Gunnars Braga, og hefur aðeins farið 64 sinnum í ræðustól – í annarri umferð þessarar umræðu… Þeir koma þarna og halda sjö sinnum sjötíu ræður til að hamra á nauðsyn þess fyrir Íslendinga að standa ein og vinalaus þjóð – „frjáls“, smáð og fyrirlitin af öðrum þjóðum fyrir lítilmótlegar fjáraflabrellur sínar, svik og pretti. Og þannig höldum við áfram niður töfluna og virðum fyrir okkur hina hugprúðu sveit fótgönguliðanna sem ættarlaukarnir hafa sent af stað í því skyni að hindra það með öllum ráðum að alþingi Íslendinga fái að láta í ljós vilja sinn í málinu – staðráðnir í að sjá til þess að lánalínur til Íslendinga lokist, Hollendingar og Englendingar segi upp samningunum, neyðarlögin falli, og öll ósköpin hrynji yfir íslenska þjóð (ekki bara lágmarkstryggingin) því maður á að skulda og skulda og aftur skulda og aldrei nokkurn tímann að borga nokkurn skapaðan hlut: Pétur H. Blöndal   hefur haldið  54 ræður í annarri umferð og hyggst halda 30000 ræður í viðbót, Eygló Harðardóttir  jós úr þekkingarbrunni sínum fimmtíu og þremur sinnum, Ásbjörn Óttarsson jafn oft, Ragnheiður E. Árnadóttir   44 sinnum, Þorgerður K. Gunnarsdóttir  41… Æ, ég orka ekki lengur að þylja þá raunarollu yfir þetta fólk sem virðist ætla að takast  að breyta fullveldinu í bullveldi.

Arion: draumurinn um kombakkið – Úr Andrahaus

22. nóvember 2009 · Fært í Úr Andrahaus ·  

Eftir Guðmund Andra Thorsson


„Í skarðslöndum fyrir vestan er eya ein, sem Hólaey heitir. Norður úr henni geingur höfði einn, hálfklipinn frá eynni, og heitir hann Andrahaus. Hausinn er nokkuð víðlendur ofan og grasi vaxinn mjög, og það því fremur sem á honum hefur verið sú trú, að ekki mætti slá hann.“ Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, bls. 481


Hefði Kaupþing ekki átt að kalla sig bara Sparibaukinn? Eða Sparibankann? Eða jafnvel – hafi menn viljað vera svolítið erlendis: Sparion? Er Arion ekki svolítið eins og nafn á unglingahljómsveit frá Hellisandi um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar? Eða tískubúð á Akureyri tíu árum síðar?

Viðbrögðin við nafnbreytingu Kaupþings hafa að minnsta kosti verið nokkuð á eina lund. Þetta er í group-deildinni. Jónína Ben hefur meira að segja dregið fram að þetta hafi verið nafnið á einhverju leynifélaginu innan bankans þegar allt var sem galnast þar innan dyra. Arion.

Eins og fram hefur komið var Arion nokkurs konar trúbador sem söng Dionysosi lof, guði víns, algleymis og nautna; hann var við einhverjar hirðir og hélt uppi fjörinu; var sem sagt hress gaur í viðburðadeildinni – kannski svolítið eins og Jónsi í Svörtum fötum.

Sagan segir að Arion hafi farið í  evrópusöngvakeppni til Sikileyjar og sigrað hana. Á heimleið var honum rænt af sjóræningjum sem hirtu af honum verðlaunaféð og gáfu honum tvo kosti: að farga sér eða stökkva í sjóinn. Arion bað um að fá að syngja eitt lag enn. Svo kyrjaði hann Appolo lof og söngur hans hreif svo nærstadda höfrunga að þeir flykktust um bátinn. Að söngnum loknum stökk Arion út í sjóinn og þar tóku höfrungarnir á móti honum og hann komst heilu og höldnu til íverustaðar Poseidons, búinn að vinna hylli Appolons og almennt á grænni grein. Og þaðan heim. Sjóræningjarnir fengu makleg málagjöld.

Sagan vekur hugrenningartengsl.

Bankinn er Arion. Sigurinn í söngvakeppninni á Sikiley er útrásin. Sjóræningjarnir á heimleiðinni eru þeir sem brugðu fæti fyrir Kaupþing og settu bankann á hausinn: Gordon Brown, Alistair Darling, Davíð Oddsson… Ég veit ekki nákvæmlega hverjum allt klúðrið á að vera að kenna öðrum en Kaupþingsmönnum sjálfum. Höfrungarnir eru hjálpin sem er á leiðinni, og í lok sögunnar hefur Kaupþing endurheimt fyrri dýrð en þrjótarnir fengið makleg málagjöld.

Svona sögur um hetju sem er svikin og fangelsuð, upplifir ógnarlegar þrautir en rís svo upp öflugri en nokkru sinni, hafa fylgt mannkyninu frá ómuna tíð. Við höfum séð þær í vestramyndum með Clint Eastwood; við höfum séð þær í sögninni um Dedalus sem smíðaði vængina, við höfum hinn íslenska Völund í Völundarkviðu; það var Kristur á krossinum; Óðinn á Vindgameiði….

Ég var næstum búinn að gleyma einum  – úr Biblíunni:

Samson.

Hún sést ekki alltaf fyrir – úr Andrahaus

18. nóvember 2009 · Fært í Úr Andrahaus ·  

„Í skarðslöndum fyrir vestan er eya ein, sem Hólaey heitir. Norður úr henni geingur höfði einn, hálfklipinn frá eynni, og heitir hann Andrahaus. Hausinn er nokkuð víðlendur ofan og grasi vaxinn mjög, og það því fremur sem á honum hefur verið sú trú, að ekki mætti slá hann.“ Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, bls. 481


Fólk hefur verið að gera því skóna að einhver djöfulleg markaðssnilli búi að baki bréfi Helgu Kress til Böðvars Guðmundssonar þar sem hún biður hann um að draga til baka nýja skáldsögu sína sem hún segir byggða á ævi og kynnum foreldra sinna, Bruno Kress og Kristínar Thoroddsen.

Hver sem hefur aðeins lausleg kynni af þeim tveimur sér hversu fráleit tilgátan er. Og hvað sem kann að líða aukinni forvitni lesenda í kjölfar þessarar umræðu, aukinni athygli, jafnvel aukinni sölu, er auðsætt að Böðvari er ekkert um að viðtökur sögunnar beinist einvörðungu í þann farveg að snuðra í hugsanlegum fyrirmyndum og úr verði einföld kjaftatífubókmenntafræði. Fyrir vikið veitir fólk síður athygli þeim erindum sem hann telur sig eiga við lesendur.

Ofan á slík leiðindi hefur svo bæst það sem hverjum sómakærum rithöfundi hlýtur að vera þungbærast alls: Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur á Pressunni lýst yfir velþóknun sinni á vinnubrögðum Böðvars og lætir að því liggja að þeir séu nokkurs konar þjáningarbræður í því að verða fyrir barðinu á Helgu Kress – og vinni þó báðir eins og Halldór Laxness.

* * *

Þetta er  meðal þess sem er slæmt við bréf Helgu: það setur allt hennar starf í ankannalegt ljós. Við hugsum: ber hún þá ekkert skynbragð á bókmenntir? Er sjálfur bókmenntaprófessorinn svo skyni skroppinn að átta sig ekki á því að bókmenntaverk er sjálfstæður heimur sem ber að meta á eigin forsendum, burtséð frá hugsanlegum tengslum við hinn eiginlega heim? Og að rithöfundar hafi frálsar hendur að notfæra sér drætti úr raunverulegum persónum og atvik í listsköpun sinni?

Við rifjum jafnvel upp fyrri skrif hennar sem þóttu stundum einstrengingsleg  - eins og þegar hún bar Gunnar og Kjartan eftir Véstein Lúðvíksson saman við þjóðskrána og komst að þeirri niðurstöðu að tilkall sögunnar til að teljast raunsæ væri falskt vegna þess að hlutföll kynjanna í sögunni samsvöruðu ekki kynjahlutföllum þjóðskrárinnar…

Og svo framvegis. Hún hefur ekki alltaf sést fyrir í ákefð sinni. Hún hefur barist. Hún hefur barist gegn því að konum sé lýst eins og fáráðlingum og glyðrum. Hún hefur barist gegn því að ásættanlegt sé talið í bókmenntaverkum að kvenlýsingar séu grunnar og vanhugsaðar. Hún hefur haldið nafni kvenhöfunda á lofti og barist gegn því að þeim sé sjálfkrafa gleymt og um verk þeirra sé fjallað af lítilsvirðingu. Hún hefur hætt þá og spottað sem það hafa gert.

Háð hennar og spott  getur bitið. Hún hefur aflað sér djúpstæðra óvinsælda meðal þeirra sem fyrir því hafa orðið. Ævinlega hafa þeir brugðist eins við: með þunglamanlegum uppnefnum. Í einni bók hét hún Volga Fress. Í annarri bók hlotnaðist henni nafnið Vera Hress. Ég man ekki hin nöfnin en fullvissa lesendur um að íslenskir karlhöfundar hafa ekki átt sínar bestu stundir við að upphugsa útúrsnúninga á nafni Helgu Kress.Þeir hafa séð rautt.

Seinni ár hefur hún einbeitt sér að rannsóknum á háði og spotti til forna eins og það birtist til dæmis í Íslendingasögunum; í grótesku og karnívalisma. Hún er alltaf að grafa undan valdamönnum. Það hefur verið ævistarf hennar.

* * *

Eitt vitum við sem sátum hjá henni í tímum og skrifuðum hjá henni ritgerðir. Hún kann fræðileg vinnubrögð og þolir ekki fúsk eða óheilindi á því sviði. Hún er nákvæm og kröfuhörð.  Hún kann að afla heimilda og nota heimildir. Hún kann að vísa til heimilda. Hún skilur þá skyldu fræðimanna að láta þess getið hvaðan þeir fá efni sitt og vinna úr því á heiðarlegan hátt. Hún hefur það til að bera sem kalla má fræðilega sómakennd.

Hún sést ekki alltaf fyrir. Og stundum gerir hún makalausa hluti. Eins og þegar hún tók sig til og sýndi fram á það með óyggjandi hætti í langri og rækilegri greinargerð að Hannes Hólmsteinn Gissurarson væri ritþjófur í bók sinni um Halldór Laxness, þar sem hann sló ekki aðeins eign sinni ógetið á niðurstöður fræðimanna og orðalag fræðimanna og rithöfunda – heldur tók einnig texta eftir Halldór Laxness, „lagaði“ hann svo að engu var líkara en að Halldór væri aftur farinn að falla í stíl í MR og þóttist hafa skrifað hann sjálfur; reyndi svo að segja fjandsamlega yfirtöku á heilabúi Halldórs Laxness.  Það var ekki síst verk Helgu Kress að þessi óhæfa var stöðvuð. Eftir að hún tók sér fyrir hendur að sýna fram á hinar fræðilegu gripdeildir er með öllu óskiljanlegt að Hannes skuli enn gegna stöðu við Háskóla Íslands.

* * *

Bréfið frá henni til Böðvars var misráðið; og afar misráðið var að senda ýmsum aðilum í bókmenntalífinu afrit. Hún sést ekki alltaf fyrir. Augljóst er að hún hefur hugsað þetta sem nokkurs konar leið til að láta gamlan sambýlismann vita af sárindum sínum yfir því að hann skyldi nota þennan efnivið – hún vill að hann viti að henni finnist hann hafa brugðist trúnaði sínum.

Hún virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu illvíg opinber umræða er um þessar mundir – hversu miskunnarlaust kastljós hennar getur orðið nú þegar allir atburðir eru umluktir hvæsi hinna nafnlausu hneykslunarfíkla á netsíðunum. Vitaskuld gerir Helga Kress sér fulla grein fyrir því að skáldverk lúta eigin lögmálum; persónur og atburðir sem eiga sér stoð í „veruleikanum“ taka sína eigin stefnu í skáldverkum. Og vitaskuld hlýtur hún að gera sér fulla grein fyrir því að Böðvar hefur fullan rétt til að notfæra sér þennan efnivið, sem eflaust hefur verið honum umhugsunarefni frá því að hann hafði af honum spurnir, og hefur síðan blandast öðru í lestri og lífi. Eins og gengur. Hún hlýtur líka að mega vita að Böðvari er vel trúandi til að fara vel með þennan efnivið, því hann er nærgætinn höfundur gagnvart persónum sínum. Sem er raunar furðu sjaldgæfur eiginleiki meðal rithöfunda.

En það var sem sé verið að skrifa skáldsögu um pabba hennar og mömmu, málefni sem henni kunna að vera sár og viðkvæm. Við hljótum við nánari íhugun að virða henni til betri vegar að bregðast svona við og sjást ekki fyrir.

Hitt er svo annað mál að Böðvar Guðmundsson er góður höfundur sem á það síst af öllu skilið að þurfa að þola kjass Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.

„Gulir [voru] straumar þínir, ó hland mitt í skálinni…“ – Úr Andrahaus

9. nóvember 2009 · Fært í Úr Andrahaus ·  

„Í skarðslöndum fyrir vestan er eya ein, sem Hólaey heitir. Norður úr henni geingur höfði einn, hálfklipinn frá eynni, og heitir hann Andrahaus. Hausinn er nokkuð víðlendur ofan og grasi vaxinn mjög, og það því fremur sem á honum hefur verið sú trú, að ekki mætti slá hann.“ Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, bls. 481

Hefur þá ekkert breyst? Hefur ekkert lagast? Eru þeir menn enn til hér á landi sem finnst mikið til um að Ármann Þorvaldsson skuli hafa komist til þeirra mannvirðinga að fá að pissa í næstu skál við Hugh Grant? Og Rod Stewart?

Svo virðist vera. Á baksíðu Fréttablaðsins – þar sem forðum voru beittir og fyndnir dálkar eftir Gerði Kristnýju og Bergstein er nú kominn slúðurdálkur af því tagi þar sem plöggmeistarar geta hringt inn í hróðurfréttir um skjóstæðinga sína.

Í dag segir frá því að bók Ármanns Þorvaldssonar sem forðum hélt um peningakrana íslenskra auðmanna í Englandi veki athygli í Bretlandi og hann hafi verið „í föstudagsviðtali“ í Guardian þar sem hann segi frá því hversu lífið var ljúft á þeim árum þegar hann og félagar hans voru að setja Ísland á hausinn með þeim tilþrifum að nafn íslensku þjóðarinnar mun um ókomin ár verða órjúfanlega tengt við heimsku, mont, snobb, íburð, fyllerí, skuldseiglu og hvinnsku.

* * *

Sumir virðast hafa gaman af kampavínssögum Ármanns.  Í helgarblaði hins annars illvíga DV kom fram að þessi sagnalist Ármanns hefur komið honum  á lista yfir „skemmtilegustu rithöfunda þjóðarinnar“, sem má heita vel gert hjá manni sem skrifaði víst ekki einu sinni sjálfur bókina sína á íslensku. Á leiðinlega bekkinn er meðal annars skipað Einari Má Guðmundssyni og Hallgrími Helgasyni, sem sýnir hversu einkennileg könnun þetta hefur verið. Allra leiðinlegustu rithöfundarnir voru Davíð Oddsson og HHG sem einhvern veginn kemur ekki alveg á óvart í DV. Satt að segja kæmi manni ekki á óvart að þeir Davíð og Hannes Hólmsteinn yrðu í vor á lista DV yfir þau lið sem líklegust þættu til að falla í aðra deild á komandi íslandsmeistaramóti í knattspyrnu…

* * *

En sum sé: Í Fréttablaðinu í morgun, þann 9. nóvember, er  frásögn af velgengi Ármanns á erlendri grund – ein af þessum fréttum sem við virðumst aldrei ætla að losna við: að bók hafi komið eftir íslenskan mann í útlöndum. Og veki geysilega lukku. Viðkomandi sé meira að segja í viðtölum – í sjálfu„föstudagsviðtalinu“ í Guardian.

Sennilega er vísað hér til frásagnar sem birtist í fimmtudagsblaði Guardian: þar er eitt og annað haft eftir Ármanni – sögurnar af því þegar pissað var með frægum á velmektarárunum og aðrir viðlíka sigrar í lífinu streyma fram hjá hinum íslenska bankamanni en það sem hins vegar hefur alveg farið fram hjá blaðamanni Fréttablaðsins eru innskot frá hinum enska blaðamanni, sem ekki er alveg jafn uppnæmur yfir sögunum og íslenskir blaðamenn.

Ekki þarf lengi að lesa til að finna ískalt háðið og fyrirlitninguna á smáþjóðarplebbanum sem hélt hann væri eitthvað af því hann fékk að pissa í frægra manna skálum um stund. Gjálífissögurnar mæta þurrlegri undrun hjá blaðamanninum sem fljótlega er farinn að knýja hinn unga höfund til að játa að íslensku bankarnir hafi kannski verið heldur stórir miðað við bakhjarla sína og að yfirtökurnar hafi kannski verið heldur skuldsettar. Yfirleitt er dregin upp mynd af manni í algjörri afneitun í þessu velskrifaða viðtali.

Með allan hugann enn við liðnar pissukeppnir…

http://www.guardian.co.uk/business/2009/nov/05/author-icelandic-saga-armann-thorvaldsson

Guðmundur Andri Thorsson

Einum rétt – öðrum sett fyrir – Úr Andrahaus

5. nóvember 2009 · Fært í Úr Andrahaus ·  

„Í skarðslöndum fyrir vestan er eya ein, sem Hólaey heitir. Norður úr henni geingur höfði einn, hálfklipinn frá eynni, og heitir hann Andrahaus. Hausinn er nokkuð víðlendur ofan og grasi vaxinn mjög, og það því fremur sem á honum hefur verið sú trú, að ekki mætti slá hann.“ Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, bls. 481

Vefútgáfa hægriarms Sjálfstæðisflokksins heitir amx.is og leggur að eigin sögn stund á „djúpar greiningar á málefnum líðandi stundar“ en hefur einkum barist fyrir endurupptöku kalda stríðsins á Íslandi hvar sem því verður við komið.

Í morgun fögnuðu amxarar  því ógurlega að Bjarni Bjarnason rithöfundur heldur því fram í Morgunblaðsgrein að Forlagið hafi ískyggilega einokunarstöðu á íslenskum bókamarkaði, og hefur einkum til marks um hana velgengni ýmissa höfunda sem koma út á þeim bænum, hvað varðar tilnefningar til verðlauna og góða dóma.

Amxarar hafa raunar sjálfir fengið nokkra innsýn í hvernig það er að eiga erfitt uppdráttar á bókamarkaði því Óli Björn Kárason, annar skráðra aðstandenda vefsins, reyndi um hríð fyrir sér  í bókaútgáfu hjá Almenna Bókafélaginu. En þá var því miður kalda stríðinu að mestu lokið.

Grein Bjarna virkar satt að segja á mig eins og hróp á athygli í byrjun vertíðar: hæ hó! Hér er ég! Sterk öfl vinna gegn mér! Fyrirfram getur hann sagt um allar hugsanlegar dauflegar undirtektir við bók sinni að þær séu runnar undan rifjum einokunarrisans. Viðtökur við bók hans eru komnar í tiltekið samhengi.

Af skrifum hans dregur lesandi þá ályktun að hver sá höfundur sem velgengni nýtur og kemur út undir merkjum Forlagsins eigi þá velgengni að þakka bolabrögðum og samsæri risans.

Og til að samsærið gangi upp þarf Bjarni að gera Halldór Guðmundsson að einhvers konar stjórnanda hjá Forlaginu, sem er rangt, gera leifarnar af bókmenntafélaginu Mál og menningu að meðeiganda Bókabúðar Máls og menningar sem er líka rangt  og dylgja um að Halldór Guðmundsson bregði fæti fyrir frama tiltekins höfundar í Þýskalandi – sem er örugglega rangt.

* * *

Ég deili ekki sýn Bjarna á íslenskan bókmenntavettvang. Þar eru vissulega klíkur og flokkar, áhrifamiklir einstaklingar og minnipokafólk, ómaklega gleymdir höfundar, frekjur, hávaðabelgir og mýsnar sem læðast. Þar er vissulega fámenni. Þar hafa sumir vissulega komið ár sinni sterkar fyrir borð en aðrir. Þar koma á hverju ári bækur sem fá ekki þá athygli sem þær ættu skilið. En þó er þetta ekki einhlítt. Því þar eru nefnilega lesendur: almennir lesendur, fólkið þarna úti sem sér í gegnum allt skrum og heldur þessu öllu gangandi með lestri sínum á háu plani. Höfundar koma og hverfa, rísa og hníga – tala til samtímans misjafnlega. Sumum auðnast að nema eitthvað í tíðinni hverju sinni og straumbreyta því í skáldskap sem talar beint til fólks. Aðrir reyna en stunda skáldskap sinn á öðru tíðnisviði en þorri viðtakenda hefur móttökuskilyrði fyrir. Þannig er það. Svo kannski allt í einu verður allt ljóst að bragði – kannski fyrir tilverknað snjalls túlkanda – og úr verður mikið ævintýri. Og svo kannski ekki.

Þetta gengur upp og ofan hjá okkur flestum. Við eigum okkar einverustundir og við eigum okkar stefnumót við lesendur sem við vitum raunar minnst um sjálf. Við fáumst við orð og hugsanir, tilfinningar, örlög, líf. Við fáumst við mannleg hjörtu  og það er ekki hægt að tala um iðju okkar í sömu andrá og skrúfur og prenthylki, seríóspakka og naglalökk, með fullri virðingu fyrir slíkum varningi. Og með fullri virðingu fyrir valdsviði samkeppnisstofnunar getur hún ekki hlutast til um það hverjum beri að ná að snerta mannleg hjörtu þessa vertíðina og hverjum ekki. Það er ekkert kvótakerfi í skáldskapnum.

Þegar vel tekst til náum við með orðum okkar inn í hugskot lesenda. Við hreyfum við hugsun þeirra og tilfinningum. Og það er af þeirri ástæðu sem pólitískusar hafa svona mikinn áhuga á skáldum og rithöfundum og vilja svo gjarnan fá þau í sinn flokk.

Ég deili ekki sýn Bjarna. Mér sárnar þegar bækur mínar eru hundsaðar af þessum sárafáu gagnrýnendum sem enn eru eftir en tel ekki að það sé vegna þess að mér hafi láðst að bera á þá fé; ég skil ekkert í því þegar bækur mínar eru ekki tilnefndar til verðlauna en ég lít ekki á það sem birtingarmynd þjóðfélagsmeins. Ég horfi á höfunda sem verðlaunum og viðurkenningum er hrúgað á meðan ég fæ aldrei neitt en ég ætla ekki  að kæra það til samkeppnisstofnunar eða tollstjórans í Reykjavík og hvað þá setja það í flokkspólitískt samhengi. Ég lít ekki einu sinni svo á að ég eigi nokkra kröfu á því að bækur mínar eigi hljómgrunn meðal lesenda eða sjálfskipaðra viðtökustjóra. Mér finnst hlutverk forleggjara míns að gefa þær fallega og sómasamlega út og láta einhvern veginn vita af þeim – og berja í bumbur þegar mér mun takast virkilega vel upp – en eftir það erum við – ég og útgefandinn – ofurseldir dyntum íslenska bókamarkaðarins. Þar ræður flókið samspil ótal þátta fremur en að setið sé á svikráðum við mig.

* * *

En ég ætlaði ekki að þrátta við Bjarna Bjarnason um það. Hinu tók ég eftir á amx: þegar Óli Björn (eða smáfugl hans sem Óli hefur sett fyrir að skrifa þetta) hefur vitnað með velþóknun í Morgunblaðsgrein Bjarna setur  hann skyndilega Einari Má Guðmundssyni fyrir að skrifa stíl um sama efni, rétt eins og Einar Már sé einhvers konar starfsmaður á plani.

Þetta hlýtur að vera blendin ánægju fyrir Bjarna. Eftir að vera hampað svona fyrst – leiddur til öndvegis í Morgunblaðinu og vitnað til hans í löngu máli – er allt í einu eins og hann sé kannski ekki alveg nógu góður og pöntuð grein eftir annan höfund sem talinn er mikilsverðari liðsmaður í hinni þrotlausu baráttu fyrir endurupptöku kalda stríðsins.

En það hlýtur þó að vera hátíð hjá hinu, að vera sett fyrir að skrifa stíl af Óla Birni Kárasyni…

Næsta síða »