Að skammast sín – en fyrir hvað?

12. september 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Í gærkvöldi var frumsýnt í Kúlu Þjóðleikhússins verk sem að efni og uppsetningu brýtur að ýmsu leyti blað í íslenskri leikhússögu. Verkið heitir Smán og er eftir Bandaríkjamanninn Ayad Akhtar sem hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir það árið 2013. Leikstjóri er Þorsteinn Bachmann en þýðendur eru Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson. Lesa meira

Með fullt hús af hlæjandi áhorfendum

3. september 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Þeir eru orðnir svolítið grárri um höfuðið strákarnir í Með fulla vasa af grjóti en þeir hafa sannarlega engu gleymt og reynast eiginlega alveg eins fimir og kraftmiklir og áður. Þjóðleikhúsið tekur nú upp í þriðja sinn þessa feiknalega vinsælu sýningu á verki Marie Jones um tvo lánlitla pilta í írsku sveitaþorpi og „kvikmyndaævintýri“ þeirra; Lesa meira

Aðallega uppi

3. ágúst 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Félagsheimili Seltjarnarness, vettvangur leiksýningarinnar Ég og minn bipolar bróðir eftir Tómas Gauta Jóhannsson, er furðu lítið notað undir slíkar menningarlegar uppákomur. Þetta er háklassískt félagsheimili, eins og þau sem voru byggð um allt land á mínum yngri árum, og alltof gott hús til að nota eingöngu undir afmælisveislur og þorrablót. Það fór ágætlega um fullan sal af leikhúsgestum þar í gærkvöldi því þótt engin upphækkun sé í salnum er sviðið nógu hátt til að allir sjái – nema þegar leikararnir lögðust endilangir á gólfið. Seltirningar skulda leikhúsáhugamönnum húsnæði síðan Norðurpólnum var lokað, gáið að því! Lesa meira

Ekki er allt sem sýnist

15. júní 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Við Arnmundur og Aðalsteinn fórum í Elliðaárdalinn í gær – öðru nafni Ævintýraskóginn – til að hitta Ljóta andarungann og fleiri ævintýrapersónur í nýjasta stykki Leikhópsins Lottu. Veðrið var himneskt og gleðin sönn hjá ungum og öldnum. Gamla ævintýrið hans Hans Christians Andersen um svanaunga sem fæðist í andahreiðri gefur tækifæri til að ræða ýmis mál sem brenna á fólki á öllum aldri, ekki síst börnum. Lesa meira

„Eins og brú yfir ólgandi flaum“

4. júní 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það var ansi skemmtilegt að sjá strákana í leikhópnum Ást og karókí fjalla um karlhlutverkið og karlmennskuna svo skömmu á eftir Reykjavíkurdætrum fjalla um kvenlegt hlutskipti í Borgarleikhúsinu. Piltarnir eru ekki komnir eins hátt á strá og stúlkurnar en þeir hafa þó fengið inni fyrir verk sitt, Sýningu um glímu og Slazenger, hjá Leikfélagi Kópavogs við Funalindina. Lesa meira

Pas de deux

20. maí 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Í samhengi við stjörnurnar eftir Nick Payne er vissulega leikrit fyrir tvo leikara en á frumsýningunni í Tjarnarbíó í gærkvöldi fannst mér oft að ég væri að upplifa danssýningu, myndlistargjörning eða tónverk, svo sérkennilega margslungin er þessi sýning sem Árni Kristjánsson stjórnar af öryggi. Árni þýðir verkið líka á þjált talmál þó oft fjalli orðræðan um flókin vísindi. Lesa meira

Kvöldstund með Gíslínu Martínu

19. maí 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Þær eru níu, hver annarri glæsilegri, jafnvel í barnalegum innigöllum leynir sér ekki hvað þær eru flottar. Svo syngja þær og leika, sviðsvanar og öruggar, á Litla sviði Borgarleikhússins: RVKDTR – Reykjavíkurdætur. Þær eru allar höfundar verksins en ein þeirra tekur ábyrgð á útkomunni, Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri, sem líka er ein í hópnum á sviðinu. Lesa meira

Ninna fer í sveit

30. apríl 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Leikhóparnir Miðnætti og Lost Watch frumsýndu í gær brúðuleik sinn Á eigin fótum í Tjarnarbíó. Ég komst ekki þá vegna málþings um Jane Austen en sá aðra sýningu í dag. Þetta er svo til orðlaus sýning enda er ætlunin að ferðast með hana til annarra landa en ekki er hún þögul því í henni er heilmikil tónlist. Leikstjóri er Agnes Wild. Lesa meira

„Og hér ertu þá aftur … Kvíðinn sjálfur …“

19. apríl 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Kvíði er merkilegt fyrirbæri, svo nauðsynlegur manneskjunni en þó svo leiðinlegur, og vel gert hjá leikhópnum SmartíLab að búa til um hann leiksýningu sem sýnir, fræðir og örvar til baráttu. Hún heitir Fyrirlestur um eitthvað fallegt og er sýnd í Tjarnarbíó undir stjórn Söru Martí. Lesa meira

Þögnin í genunum

10. apríl 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Þrír ungir menn standa á gólfinu í Mengi við Óðinsgötu í Reykjavík og horfa áhugasamir á áhorfendahópinn. Þeim liggur greinilega eitthvað á hjarta en orðin láta á sér standa. Þeir opna munninn – en loka honum aftur, tala til okkar með augunum, líta hver á annan, ræskja sig, anda, andvarpa, við bíðum en það kemur ekkert. Lengi vel. Enda er þetta sýningin Þúsund ára þögn sem Sómi þjóðar sýnir nú í húsnæði Mengis og við erum viðstödd niðurstöðu athugunar á því hvernig þessi þjóð hefur þagað sig gegnum aldirnar. Karl Ágúst Þorbergsson leikstjóri vann sýninguna með leikurunum. Lesa meira

« Fyrri síðaNæsta síða »