Leikdómar Silju : TMM

„Sykurhúðað, sýrubaðað, sjabbí sjóv“

17. mars 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Söngleikurinn Rocky Horror Show eftir Richard O‘Brien var frumsýndur í gærkvöldi á stóra sviði Borgarleikhússins undir stjórn Mörtu Nordal. Fyrirfram hefði ég ekki haldið að þetta verkefni væri hennar tebolli, það virðist býsna óskylt sýningunum sem hún er rómuð og jafnvel verðlaunuð fyrir – eins og Fjalla-Eyvindi, Ofsa og Lúkas – en það gekk líka allt upp hjá henni í gærkvöldi. Glimmerið glitraði, siðleysið sleikti út um og dillaði sér, söngur, dans og daður var eins tælandi og hægt er að hugsa sér. Lesa meira

„Glundroðamaskína í fjölkynja líkama“

15. mars 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Óskabörn ógæfunnar frumsýndu í gærkvöldi leikritið Hans Blær eftir Eirík Örn Norðdahl, verk sem hefur verið kynnt á nýstárlegan hátt með eintómum neikvæðum (en einkar skemmtilega orðuðum) lýsingum. Maður kveið eiginlega fyrir að hlusta á textann af ótta við að hlustum manns yrði misboðið á hverri mínútu. Það gerðist ekki og þá er spurningin hvort leikhópurinn ritskoðaði leikskáldið og sjálfan sig fyrir (tvífrestaða) frumsýningu eða hvort hlustir manns eru orðnar svo sjóaðar í veltingi nútímans að þeim bregði ekki við neitt lengur. Lesa meira

Bestuvinaafmæli Odds og Sigga

5. mars 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Ég sá í morgun leikarana og fjörkálfana Odd Júlíusson og Sigurð Þór Óskarsson halda upp á tíu ára vináttuafmæli sitt á stóra sviði Þjóðleikhússins fyrir fullan sal af líklega tíu ára börnum. Verkið sömdu þeir bestu vinir ásamt leikstjóra sínum, Birni Inga Hilmarssyni, og hafa verið að sýna víða um land síðan snemma í haust. Högni Sigurþórsson gerir litríka leikmynd en tónlistina sjá þeir félagar sjálfir um og skapa á staðnum, jafnvel með aðstoð leikhúsgesta. Lesa meira

Grettir í Borgarnesi

4. mars 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Þetta var Borgarneshelgin mikla og væri hægt að fjölyrða um hve glæsilega staðurinn tók sig út í björtu góuveðrinu. Í gær og í dag var ég í einkar ánægjulegum æfingabúðum með kórnum mínum, Senjórítunum, á Hótel Borgarnesi (kom raddlaus til baka), en áður en að þeim kom fórum við hjónin í Landnámssetrið á föstudagskvöldið og hlýddum á Einar Kárason segja Grettis sögu á Söguloftinu. Það var jafnvel ennþá ánægjulegra. Lesa meira

Slær Slá í gegn í gegn?

25. febrúar 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Lögin eru auðvitað fín, eyrnaormar sem við höfum sungið hástöfum í rúma þrjá áratugi og svo önnur minna þekkt inn á milli. Textarnir bráðskemmtilegir. Grunnhugmyndin að söngleiknum Slá í gegn eftir Guðjón Davíð Karlsson sem Þjóðleikhúsið frumsýndi á stóra sviðinu í gærkvöldi undir stjórn þess sama Góa er líka allt í lagi. Vantar þá nokkuð? Lesa meira

Ást á rauðum klæðissúlum

10. febrúar 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

„Einu sinni var stelpa sem var alltaf með tilfinningar. Hún var beinlínis að springa úr tilfinningum, sendi þær í allar áttir og notaði þær mest til að verða skotin í strákum og svoleiðis fuðraði hún upp í ást og losta …“ Lesa meira

Ástin, óttinn og grínið

4. febrúar 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Alltaf gleður það mann, Gaflaraleikhúsið, nú síðast í dag með nýju verki eftir Karl Ágúst Úlfsson sem er byggt á Skugga-Sveini Matthíasar Jochumssonar: Í skugga Sveins. Þar gera þau sér lítið fyrir Karl Ágúst sjálfur og Kristjana Skúladóttir og segja okkur þessa gömlu sögu um útilegumanninn Svein og samskipti hans við fólkið niðri í byggðinni milli þess sem þau bregða sér í gervi óteljandi persóna sögunnar, syngja og ólmast eins og unglingar. Þriðji maður á sviði er Eyvindur Karlsson sem syngur og leikur sjálfan Skugga-Svein í helli sínum. Lesa meira

Ókei, takk, bæ!

27. janúar 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Ég hef aldrei verið mikið fyrir teiknimyndasögur. Myndskreyttar sögur, fínt, en ekki sögur sagðar í myndum. Þess vegna varð ég svolítið hissa þegar Fréttatíminn lagði upp laupana í fyrravetur að finna að ég saknaði teikninganna hennar Lóu Hjálmtýsdóttur. Það tók mig tíma að læra að lesa þær en eftir að það tókst þurfti ég ekki annað en hugsa um þær til að fara að glotta. Stíll hennar er óþægilega nærgöngull konum en um leið andstyggilega fyndinn þannig að það var auðvelt að ánetjast. Lesa meira

Að vera eða ekki vera – viss

15. janúar 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Síðasta sýningin sem ég sá þessa mögnuðu leikhúshelgi var Efi – dæmisaga, nýlegt bandarískt verk eftir John Patrick Shanley, sem var frumsýnt í Kassanum á laugardagskvöldið undir stjórn Stefáns Baldurssonar. Við sáum aðra sýningu í gærkvöldi. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir gerir einfalda, skýra og markvissa leikmynd og prýðilega þýðingu gerir Kristján Þórður Hrafnsson. Leikritið kemur til okkar hlaðið af frama í heimalandinu þar sem það hlaut öll helstu verðlaun sem sviðsverk eiga kost á, m.a. bæði Tony og Pulitzer árið 2005. Það var kvikmyndað árið 2008 með Meryl Streep og Philip Seymour Hoffman. Lesa meira

Afturgengin ást

14. janúar 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í gær um það bil tvö þúsund og fimmhundruð ára ára klassík, Medeu eftir Evripídes, á nýja sviði Borgarleikhússins undir stjórn Hörpu Arnardóttur. Leikritið segir harmsögu hinnar goðkynjuðu Medeu sem fórnar bróður, föður og föðurlandi fyrir ástina og hefnir sín á grimmúðugasta hátt þegar hún sjálf er svikin af ástinni. Lesa meira

« Fyrri síðaNæsta síða »