Ástin á tímum tölvuleikjanna

2. desember 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Sá skemmtilegi og frumlegi leikhópur Sómi þjóðar frumsýndi í gærkvöldi í Tjarnarbíó nýtt verk, SOL, byggt á sannri sögu. Höfundar eru að venju þeir Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson sem leikstýrir að þessu sinni en leikur ekki í sýningunni. Hann á líka búningana og frábæra leikmynd ásamt Valdimar Jóhannssyni en Valdimar hannar ljós ásamt Hafliða Emil Barðasyni. Lesa meira

Sungið um ástir og grimmileg örlög

6. nóvember 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Efnið í óperunni Toscu eftir Giacomo Puccini virðist mun nær manni núna en áður; kannski vegna þess hvað ofbeldi gegn minni máttar hefur verið mikið í umræðunni. Greg Eldridge bendir líka á í grein í leikskrá að pólitísk ólga í heiminum núna minni á aðstæðurnar í óperunni. Lesa meira

Að fara náttfari um geiminn

29. október 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Leikhópurinn Gára Hengó frumsýndi í dag barnaleiksýninguna Íó – Undirheimaferð stúlku og hrafns í Tjarnarbíó. Höfundur er Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, leikstjóri er Aude Busson og Sigríður Sunna Reynisdóttir hannar leikmynd, búninga og brúður. Lesa meira

Á Íslandi erlendis

28. október 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Ragnar Bragason hefur gert „öðruvísi“ utangarðsmenn að efni leikverka sinna – fólk sem af afar ólíkum ástæðum er utan við samfélag okkar „hinna“. Í Gullregni (2012) var það fólk sem alheilbrigt lifir á örorkubótum – kerfinu; í Óskasteinum (2014) voru það smákrimmar sem ætla að ná sér rækilega niðri á kerfinu með einu góðu bankaráni. Í Risaeðlunum, sem nú eru sýndar í Þjóðleikhúsinu, er það fólkið sem flakkar land úr landi og er fulltrúar Íslands í sendiráðum þess erlendis en er löngu slitið úr samhengi við það samfélag sem þau eru fulltrúar fyrir. Lesa meira

Hvers vegna var Natan myrtur?

27. október 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Í gær frumsýndi leikhópurinn Aldrei óstelandi leikverkið Natan eftir Sölku Guðmundsdóttur og leikhópinn á Litla sviði Borgarleikhússins; stjórnandi var sem fyrr Marta Nordal og meðal leikenda voru bæði klassískar stjörnur hópsins og spennandi nýliðar. Lesa meira

Hrunadans

21. október 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það var mikið fjör í stóra sal Borgarleikhússins í gær þegar Guð blessi Ísland eftir þá Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarsson leikstjóra var frumsýnt, hopp og hí, loftfimleikar, myndbönd, gömul og ný, gamlar fréttaútsendingar, starwars-hljómsveit, lottóvél og bíll á sviðinu, ofboðslegur hávaði, sannkallaður Hrunadans með öllu í næstum þrjá og hálfan tíma. Lesa meira

Eitt hjónaband, þrjú pör

4. október 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Uppsala Stadsteater er eitt þeirra leikhúsa sem hafa sviðsett sjónvarpsleikrit Ingmars Bergmans, Scener ur ett åktenskap, rétt eins og Leikfélag Reykjavíkur hjá okkur. Sænska sýningin sætir tíðindum að ýmsu leyti og fékk gríðarlega góðar viðtökur – eins og okkar sýning – og meðal annars var henni boðið á sænska listahátíð í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum um síðustu helgi. Þar sá ég hana, mér til mikillar ánægju. Mikið væri gaman ef henni yrði líka boðið hingað heim svo að fleiri gætu borið saman þessar tvær gerólíku en skínandi góðu úrvinnslur úr verki Bergmans. Lesa meira

Sterkastur er sá sem stendur einn

23. september 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Fyrsta frumsýning haustsins á stóra sviði Þjóðleikhússins, ein hátíðlegasta stund ársins. Freyðivín í fordrykk, forsetinn í húsinu, margir í sínu besta pússi. Eiginlega leitt að ekki skyldi vera hlé til að maður gæti notið þess betur að horfa á hátísku haustsins 2017 allt í kringum sig. Og svo var verkið klassískt og þó brýnt: Óvinur fólksins eftir Henrik Ibsen, 135 ára að vísu en eins og skrifað beint inn í okkar tíma. Hvað á fyrsta rétt, velferð og öryggi mannfólksins eða örugg auðsöfnun hinna ríku? Á að hugsa í skammtímalausnum eða langtímalausnum? Lesa meira

Glæpurinn eða refsingin

22. september 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Flókin fjölskyldumál eru viðfangsefni Tyrfings Tyrfingssonar í Kartöfluætunum sem voru frumsýndar á Litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi undir styrkri og hugmyndaríkri stjórn Ólafs Egils Egilssonar. Þetta er þriðja verk Tyrfings sem ég sé á sviði; síðast var það Auglýsing ársins en þar áður Bláskjár og einþáttungurinn Skúrinn á sléttunni. Að mínu mati – alla vega þessa stundina – er þetta síðasta verk hans líka það besta, og það er auðvitað eins og það á að vera hjá ungum höfundi. Lesa meira

Eru tvisvar tveir fjórir eða fimm?

16. september 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það var auðvitað stórfurðulegt að sitja við Nýja svið Borgarleikhússins að kvöldi viðburðaríks dags með stjórnarslitum og valdsmannslegri ræðu forsætisráðherra og horfa á frumsýningu á 1984, leikgerð Roberts Icke og Duncans MacMillan á sígildri skáldsögu Georges Orwell. Heyra sífellt vísað til óendanlegs og takamarkalauss valds „Flokksins“ sem öllu ræður í fortíð og nútíð, sem breytir sögunni sér í hag og býr til nýtt tungumál af því að orðin eru viðsjárverð, þau fela í sér hættulegar upplýsingar og geta sprungið, eins og Sigfús Daðason benti á. Lesa meira

Næsta síða »