Ný Njála í Borgarnesi

3. mars 2019 · Fært í Leikdómar Silju, Óflokkað ·  

Bjarni Harðarson frumsýndi sína Njálu á Söguloftinu í Landnámssetrinu Borgarnesi í gærkvöldi. Það var – mörgum að óvörum – mikil skemmtun, raunar má segja að frumsýningargestir hafi hlegið linnulítið allan tímann. Er Njála þá svona fyndin? spyrjið þið kannski. Nei, hún er sama harmsagan og hún hefur alltaf verið, málið er að Bjarni var að skapa nýja Njálu og á sinn einstaka hátt. Lesa meira

Er hlæjandi að þessu?

24. september 2018 · Fært í Leikdómar Silju, Óflokkað ·  

Það fer ekkert milli mála að efniviður háðsádeilu Guðmundar Brynjólfssonar, Svartlyngs, sem leikfélagið GRAL sýnir nú í Tjarnarbíó, er „Höfum hátt“-hreyfingin sem felldi ríkisstjórn í fyrra. Leikstjóri er líka Bergur Þór Ingólfsson sem stóð í miðju átakanna. Lesa meira

Dagar afneitunar og þjáningar

14. apríl 2018 · Fært í Leikdómar Silju, Óflokkað ·  

Ég ímynda mér að fleiri leikhúsgestum hafi verið svipað innanbrjósts og mér í lok sýningar á Fólki, stöðum og hlutum í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi: að vona og treysta því að þurfa aldrei að fara í fíkniefnameðferð. Leikrit Duncans Macmillan er djarft að því leyti að það er langt og fer með áhorfendur í gegnum hrylling fráhvarfsins alla vega einu og hálfu sinni – eins og einu sinni hafi ekki verið meira en nóg! Lesa meira

„Eigum við að tala um eitthvað annað?“

13. október 2017 · Fært í Óflokkað ·  

Í gærkvöldi var frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins nýlegt franskt leikrit, Faðirinn eftir Florian Zeller. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir og ágæta þýðingu gerði Kristján Þórður Hrafnsson. Leikritið hefur farið víða og vakið mikla athygli enda brennur efnið á íbúum Vesturlanda þessi árin. Lesa meira

Blekkingameistarinn Jagó og listir hans

23. desember 2016 · Fært í Leikdómar Silju, Óflokkað ·  

„Hrörnar þöll / sú er stendur þorpi á“ segir í Hávamálum. Upphafssviðið í Óþelló Shakespeares, sem frumsýndur var í gærkvöldi á stóra sviði Þjóðleikhússins, minnti á þessi orð. Á sviðinu stendur tré, beinvaxið og fagurt, í annars gróðurlausri urð. Við fáum að horfa á það drjúga stund og njóta þess að sjá ljósin leika í því og færa það úr laufskrúði sínu – eins og fyrir galdur – áður en Óþelló (Ingvar E. Sigurðsson) kemur með öxi og fellir það. Í sömu svifum skundar inn her manna og skapar nýtt svið í lofti, á veggjum og gólfi – úr kílómetrum af glæru plasti … Það er sjón að sjá. Sviðið er verk Barkar Jónssonar sem ekki bregst fremur venju og magnaða lýsinguna hannaði Halldór Örn Óskarsson. Lesa meira

Einar klaufabárður

26. nóvember 2016 · Fært í Leikdómar Silju, Óflokkað ·  

Allir kannast við það að senda barn til að ná í eitthvað og bíða svo von úr viti af því barnið finnur eitthvað allt annað til að gera og gleymir sér gersamlega. Stundum er þetta prýðileg leið til að fá stundarfrið fyrir barninu án þess að það gruni að maður sé að reyna að losna við það!
Einar einsetukarl í sýningunni hans Bergs Þórs Ingólfssonar, Jólaflækju, sem var frumsýnd á Litla sviði Borgarleikhússins í dag, fer upp á háaloft á aðfangadag til að ná í jólaskrautið. Lesa meira

Systur tvær, þjáning og sköpun

20. nóvember 2015 · Fært í Óflokkað ·  

Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, KK, stendur þessar vikurnar einn á litla sviði Borgarleikhússins, syngur og segir fólki frá gíturunum sem hann hefur eignast um ævina. Þetta er djarfur leikur sem heppnast vel og gleður áheyrendur. Lesa meira

Rannsókn á kúgun

29. desember 2013 · Fært í Leikdómar Silju, Óflokkað ·  

Duttlungar lífsins hafa skikkað svo til að ég hafði aldrei séð Lúkas eftir Guðmund Steinsson fyrr en í gærkvöldi. Þá var það frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu á vegum leikhópsins Aldrei óstelandi og undir stjórn Mörtu Nordal. Verkið kom mér mjög þægilega á óvart, það er fantavel skrifað og uppsetningin er hugkvæm, markviss og mögnuð. Lesa meira

Í gervi sagnameistarans Sturlu

13. janúar 2013 · Fært í Óflokkað ·  

Í gærkvöld frumflutti Einar Kárason í Landnámssetrinu í Borgarnesi eins konar endursögn á bók sinni, Skáldi, sem kom út á vegum Máls og menningar á síðasta ári. Þar er farið yfir ævi Sturlu Þórðarsonar sagnaritara og höfundar Íslendinga sögu sem myndar meginhluta samsteypunnar Sturlunga sögu. Þetta er afar einföld sviðsetning, flytjandi gengur um gólf, eins og vel hæfir sögumanni. Leikmynd er nánast engin og hljóðmynd ekki önnur en sú að sungin er ein af draumvísunum sem boðaði Örlygsstaðabardaga. Gersamlega er treyst á söguna, og hún brást ekki. Einar hélt gestum hugföngnum í tveimur næstum klukkutíma löngum sagnalotum. Lesa meira

Pólitískt leikhús í London

26. nóvember 2012 · Fært í Óflokkað ·  

Það er lítið nýtt að gerast í reykvískum leikhúsum vikurnar til jóla svo að leikhúsbloggara TMM fannst upplagt að skreppa til London og athuga ástandið þar. Kvikmyndahúsin lokkuðu meira en leikhúsin, á þessum þrem dögum sáum við bæði belgísku myndina De rouille et d’os (Ryð og bein) og verðlaunamynd austurríska leikstjórans Michael Haneke, Amour (Ást), báðar frábærar – en aðeins eina leiksýningu sem reyndist alveg ferðarinnar virði. Þetta var splunkunýtt leikrit eftir James Graham, This House, sýnt í Cottesloe-sal þjóðleikhússins á suðurbakka Temsár undir stjórn Jeremy Herrin. Lesa meira

Næsta síða »