Þú ert hér:///febrúar

Slær Slá í gegn í gegn?

2019-05-27T11:23:05+00:0025. febrúar 2018|

Lögin eru auðvitað fín, eyrnaormar sem við höfum sungið hástöfum í rúma þrjá áratugi og svo önnur minna þekkt inn á milli. Textarnir bráðskemmtilegir. Grunnhugmyndin að söngleiknum Slá í gegn eftir Guðjón Davíð Karlsson sem Þjóðleikhúsið frumsýndi á stóra sviðinu í gærkvöldi undir stjórn þess sama Góa er líka allt í lagi. Vantar þá nokkuð? ... Lesa meira

Hinn huldi heimur

2019-05-16T11:57:33+00:0020. febrúar 2018|

Jón Kalman Stefánsson. Saga Ástu. Benedikt, 2017. 443 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2018 Sögumannsröddin í verkum Jóns Kalmans Stefánssonar er auðþekkjanleg og sterk, eitt af hans helstu sérkennum. Svo mjög, að í sýningu Borgarleikhússins á Himnaríki og helvíti, sem er byggð á samnefndum þríleik Jóns Kalmans, hefur hún þótt ómissandi og ... Lesa meira

Þegar Þjóðverjar hernámu Ísland

2019-05-16T11:57:39+00:0020. febrúar 2018|

Valur Gunnarsson. Örninn og Fálkinn. Skáldsaga. Mál og menning, 2017. 438 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2018 Einfaldað sagt má halda því fram að sagnfræði fjalli um það sem gerðist, skáldskapur um það sem gerðist ekki. Á mörkum þessara sviða þrífst andveruleg söguritun, sagan um það sem hefði gerst ef eitthvað eitt ... Lesa meira

Frá Vestmannaeyjum til Vesturheims

2019-05-16T11:57:46+00:0020. febrúar 2018|

Þorvaldur Kristinsson. Helgi: Minningar Helga Tómassonar ballettdansara. Bjartur, 2017. 282 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2018 Við Helgi Tómasson dansari, danshöfundur og dansleikhússtjóri, erum nánast jafnaldra og ég hef vitað af honum frá því að ég var unglingur. Ung kona og eldri fylgdist ég af áhuga með fréttum af honum og sigrum ... Lesa meira

Tímarit Máls og menningar 1. hefti 2018

2019-03-15T12:39:47+00:0014. febrúar 2018|

Flaggskip nýs heftis af Tímariti Máls og menningar er ljóð eftir Þorstein frá Hamri, eitt höfuðskálda samtímans sem lést fyrir skömmu. Hann valdi það sjálfur til að halda upp á áttræðisafmæli sitt þann 15. mars í vor en þess í stað er það nú kveðja hans til okkar allra. Annað dýrmætt og óvænt efni í ... Lesa meira

Afturgengin ást

2019-05-10T09:47:50+00:0014. febrúar 2018|

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í gær um það bil tvö þúsund og fimmhundruð ára ára klassík, Medeu eftir Evripídes, á nýja sviði Borgarleikhússins undir stjórn Hörpu Arnardóttur. Leikritið segir harmsögu hinnar goðkynjuðu Medeu sem fórnar bróður, föður og föðurlandi fyrir ástina og hefnir sín á grimmúðugasta hátt þegar hún sjálf er svikin af ástinni. Í nýrri ... Lesa meira

Ást á rauðum klæðissúlum

2019-03-15T16:38:45+00:0010. febrúar 2018|

„Einu sinni var stelpa sem var alltaf með tilfinningar. Hún var beinlínis að springa úr tilfinningum, sendi þær í allar áttir og notaði þær mest til að verða skotin í strákum og svoleiðis fuðraði hún upp í ást og losta …“ Þetta er upphaf lokaljóðsins í Galdrabók Ellu Stínu eftir Elísabetu Jökulsdóttur frá 1993 og ... Lesa meira

Ástin, óttinn og grínið

2019-03-18T09:30:34+00:004. febrúar 2018|

Alltaf gleður það mann, Gaflaraleikhúsið, nú síðast í dag með nýju verki eftir Karl Ágúst Úlfsson sem er byggt á Skugga-Sveini Matthíasar Jochumssonar: Í skugga Sveins. Þar gera þau sér lítið fyrir Karl Ágúst sjálfur og Kristjana Skúladóttir og segja okkur þessa gömlu sögu um útilegumanninn Svein og samskipti hans við fólkið niðri í byggðinni ... Lesa meira