Þú ert hér:///apríl

Ástin er eilíf

2019-05-17T14:08:51+00:0025. apríl 2015|

Ellefu útskriftarnemar af leikarabraut Listaháskóla Íslands frumsýndu í gærkvöldi Að eilífu eftir Árna Ibsen í Smiðjunni undir stjórn Stefáns Jónssonar. Verkið var upphaflega samið fyrir slíkan útskriftarhóp árið 1997 og ég man að sýningin olli mér vonbrigðum af ýmsum ástæðum. Það gerði ekki frumsýningin í gær. Hún var eldfjörug, hugmyndarík í stóru sem smáu og ... Lesa meira

Við og Afríka – Afríka og við

2019-05-17T13:26:50+00:0024. apríl 2015|

„Það virðist ekki vera til nein fær leið til að sýna hörmulegar afleiðingar eyðni í Afríku á sviði,“ segir þýska leikskáldið Roland Schimmelpfennig í grein á netinu. „Ég er samt viss um að hún er til og ég reyndi að finna hana.“ Leið hans, Peggy Pickit sér andlit Guðs, var frumsýnd á litla sviði Borgarleikhússins ... Lesa meira

Edda, Bibba og Túrilla

2019-05-17T14:17:14+00:0017. apríl 2015|

Við fórum loksins að sjá Edduna hennar Eddu Björgvinsdóttur í Gamla bíó í gærkvöldi. Það var sýning sem kom okkur meira á óvart en við áttum von á. Áður en sýningin hófst fengum við að sjá ótal brot á tjaldi frá ferli Eddu í sjónvarpi og kvikmyndum, þau voru hljóðlaus en mörg þeirra kannaðist ég ... Lesa meira

Ubbi Bubbi kóngur

2019-05-17T15:50:39+00:0012. apríl 2015|

Jæja, aldrei fór það svo að maður fengi ekki að sjá leikritið um Ubba kóng áður en yfir lyki. Þetta ríflega aldargamla leikrit franska symbólistans Alfreds Jarry hefur verið „household word“ á Íslandi síðan Davíð Oddsson komst fyrst til valda á Íslandi en Davíð lék Ubba eða kónginn sem þá hét Bubbi í frægri uppsetningu ... Lesa meira

„Einræn krútt við hnattrænt tjútt“

2019-05-17T15:56:07+00:0011. apríl 2015|

Nú hefur Stúdentaleikhúsið hreiðrað um sig í nýju leikhúsrými að Strandgötu 75 í Hafnarfirði, ekki langt frá Gaflaraleikhúsinu. Þarna var bílaverkstæði en krakkarnir hafa aldeilis tekið til hendinni. Allt er hvítskúrað, snyrtilega málað, teppalagt og búið skemmtilegu samsafni af húsgögnum og leikmunum úr bílskúrum foreldranna. Þar frumsýndu þau svo í gær leikverkið MIG eftir sjálf ... Lesa meira

Vandinn að leika við áhorfendur

2019-05-17T16:16:54+00:0010. apríl 2015|

Spindrift Theatre hefur lagt undir sig Tjarnarbíó í rúma viku fyrir sýningu sína Carroll berserkur sem Bergdís Júlía Jóhannsdóttir leikstýrir, og þegar ég segi „leggja undir sig“ eru það ekki bara orðin tóm. Mig hefði aldrei grunað að það væru svona margar ólíkar vistarverur í því litla húsi. Þetta er svonefnt þátttökuleikhús sem ég hef ... Lesa meira

Stórmenni á Söguloftinu

2019-05-17T16:12:27+00:003. apríl 2015|

Steinunn Jóhannesdóttir frumsýndi verk sitt um Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi í gærkvöldi við húsfylli. Þar segir hún frá þeim hjónum, lífi þeirra hvors um sig áður en þau hittast, fundum þeirra og lífi saman og tekur frásögnin rúmlega tvo tíma með hléi. Steinunn flytur mál sitt blaðalaust, talar ... Lesa meira