Þú ert hér:///mars

Drengurinn og dansinn

2019-05-20T17:12:38+00:008. mars 2015|

Þær voru ólíkar leiksýningarnar tvær sem við sáum þessa helgi. Í annarri var flókin saga sögð með einföldustu ráðum, tveir sögumenn á Sögulofti sem skiptu frásögninni með sér, enginn hljóðheimur nema raddirnar og fótatakið á timburgólfinu. Hins vegar fimmtíu manna hópur leikara og dansara plús hljómsveit sem sagði einfalda sögu með öllum ráðum sem gott ... Lesa meira

Skálmöld á Sögulofti

2019-05-20T17:03:21+00:007. mars 2015|

Mynd: Hari Kjartan Ragnarsson, einn af aðstandendum Landnámsseturs í Borgarnesi, sagði eftir frumsýninguna á Skálmöld í gærkvöldi að Einar Kárason væri eins konar húsköttur þeirra á Söguloftinu, hann væri búinn að vera með svo margar sýningar þar. Og miðað við nýju sýninguna er ekkert undarlegt við vinsældir Einars á staðnum. Hann er fantagóður ... Lesa meira

Með staðfestunni hefst það

2019-05-20T16:51:38+00:003. mars 2015|

Finnbogi Þorkell Jónsson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínu fyrsta leikverki, Þú kemst þinn veg, sem var frumsýnt á sunnudagskvöldið í Norræna húsinu undir stjórn Árna Kristjánssonar. Verkið byggir Finnbogi á samtölum við Garðar Sölva Helgason sem hefur glímt við geðklofa frá unga aldri en hefur þróað sitt eigið umbunarkerfi ... Lesa meira

Matarlist í Hafnarfirði

2019-05-20T16:45:49+00:001. mars 2015|

Gaflaraleikhúsið heldur uppi heiðri grínsins þessi misserin og ekki er hann slakur farsinn sem Gunnar Helgason og Felix Bergsson hafa kokkað saman og kalla Bakaraofninn. Ég er með svo miklar harðsperrur í kjálkunum eftir hlátursköstin að ég get ekki ennþá talað með góðu móti. Gott að geta látið nægja að skrifa. Þeir fengu sem sagt ... Lesa meira

Tenórinn kemur heim

2019-05-22T10:42:04+00:001. mars 2015|

Iðnó var svo troðið í gærkvöldi að það var orðið háskalega loftlaust í salnum um það leyti þegar Annar tenór – en samt sá sami – söng síðasta tóninn. Þarna tekur Guðmundur Ólafsson aftur upp þráðinn ellefu og hálfu ári eftir að hann frumsýndi fyrra verk sitt um söngvarann, Tenórinn vinsæla. María Sigurðardóttir leikstýrir af ... Lesa meira

Í afahúsi

2019-05-22T10:53:51+00:001. mars 2015|

Það var snilldarhugmynd hjá Elínu Gunnlaugsdóttur að búa til söngleik utan um ljóð Þórarins Eldjárn í bókinni Gælur, fælur og þvælur og útkoman er bæði skemmtileg og elskuleg eins og gestir í Tjarnarbíó fengu að sjá í gær á sýningunni Björt í sumarhúsi. Ágústa Skúladóttir leikstýrir, Kristína R. Berman sér um leikmynd og búninga og ... Lesa meira