Þú ert hér://2015

Njála OK

2019-05-10T13:46:25+00:0031. desember 2015|

Eiginlega er sýning Leikfélags Reykjavíkur á Njálu, sem frumsýnd var á stóra sviði Borgarleikhússins í gær, eins og Njála sjálf: löng og dramatísk, viðburðarík og djúp, ofbeldisfull, blóðug, hæðin og fyndin, spennandi og þó langdregin og leiðinleg á köflum. Jafnvel tímaskekkjurnar, þegar persónur bregða fyrir sig nýlegum enskuslettum eða bresta út í amerískum dægurlagasöng eða ... Lesa meira

Ekki er allt gull sem glóir

2019-05-10T13:45:19+00:0030. desember 2015|

Ég sá ekki nægilega vel yfir salinn í Kassanum í gærkvöldi til að vita hvort allir réttu upp hönd þegar Oddur Júlíusson hlémælir spurði hverjir hefðu einhvern tíma haft peningaáhyggjur. Sennilega allir sem tóku þátt í leik hans af fullri hreinskilni. Við burðumst öll með peningaáhyggjur, sumir stundum, aðrir oft, nokkrir alltaf. Og hvernig stendur ... Lesa meira

Ástin hefur … hendur sundurleitar

2019-05-27T11:37:02+00:0027. desember 2015|

Það má teljast djarft að setja upp Sporvagninn Girnd um miðjan ískaldan vetur í Þjóðleikhúsi Íslendinga, þetta heita og sveitta verk sem snýst um ástríður og gerist í þrúgandi hita Suðurríkja Bandaríkjanna. Stefán Baldursson leikstjóri er þó hvergi banginn og hefur með sér þétta sveit kvenna, aðstoðarmanninn Eddu Björgu Eyjólfsdóttur, leikmyndahönnuðinn Þórunni Sigríði Þorgrímsdóttur og ... Lesa meira

La donna e mobile

2019-05-10T14:21:56+00:0020. desember 2015|

Í Sýningu um ást og karókí sem þrír nemendur í sviðslistadeild Listaháskóla Íslands frumsýndu í húsnæði skólans í gær undirbýr Adolf Smári Unnarsson, Dolli, trúlofun sína og Dísu, skólasystur sinnar. Adolf Smára hef ég séð nokkrum sinnum áður í Stúdentaleikhúsinu og er alveg himinlifandi yfir því að hann skuli ætla að leggja þetta starf fyrir ... Lesa meira

Í Furðusafninu

2019-03-29T16:33:16+00:008. desember 2015|

Hugleiðingar um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2015 Eftir Aðalsteinn Ingólfsson Allt frá því Þjóðskjalasafnið flutti búferlum úr Safnahúsinu að Laugavegi 162 árið 1998, síðast safna hússins til að hleypa heimdraganum, hefur glæsileg bygging Jóhannesar Magdahl Nielsen frá 1906 verið eilítið eins og munaðarlaus í menningarlandslaginu. Eftir tveggja ... Lesa meira

Kynferðislegt ofbeldi: krabbamein á þjóðarlíkama

2019-05-24T16:05:08+00:0030. nóvember 2015|

Steinar Bragi. Kata. Mál og menning 2014. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2015 Þegar þessi orð eru skrifuð geisar í íslenskum blöðum og á bloggsíðum umræða um nýjar bækur íslenskra karla sem segja frá ofbeldi, andlegu og líkamlegu. Tekist er á um hugtökin sannleika og lygi, staðreyndir og skáldskap, og ýmis vanhugsuð og ... Lesa meira

Persónuleikapróf Prómeþeifs

2019-05-10T14:29:16+00:0030. nóvember 2015|

Leikhópurinn Sómi þjóðar spyr spurninga um raunverulega siðmenningu mannkynsins í nýju gagnvirku leikverki í Tjarnarbíó sem er kallað Láttu bara eins og ég sé ekki hérna. Eftir stutta gönguferð utanhúss hefst sýningin á því að Prómeþeifur (Tryggvi Gunnarsson) stígur á stall og flytur innblásna tölu yfir sínum örfáu áheyrendum – því aðeins sex manns komast ... Lesa meira

Það geta ekki allir verið Öskubuska

2019-05-10T14:29:01+00:0016. nóvember 2015|

Það má mikið vera ef Tryggvi Gunnarsson, höfundur og leikstjóri sýningarinnar Öskufalls, hefur ekki þefað af útgáfu Philips Pullman á Grimmsævintýrum sem nýlega kom út í þýðingu minni. Að minnsta kosti leggur Pullman áherslu á að við eigum að gera ævintýrin að okkar eigin sögum þegar við endursegjum þau og það gerir Tryggvi svo sannarlega ... Lesa meira

Ungt og leikur sér

2019-05-10T14:48:34+00:0011. nóvember 2015|

Við fórum í fyrsta skipti á Ungleik í Borgarleikhúsinu í gær og fannst satt að segja talsvert til um þá reynslu. Þarna voru leikin fimm stutt verk eftir jafnmarga höfunda, leikararnir og leikstjórarnir voru úr sama áhugamannahópnum um leiklist og það er mikils að vænta af þessu unga og ástríðufulla fólki. Fyrsta verkið, Sýslumaðurinn í ... Lesa meira